Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Blaðsíða 11
Bókmenntir Prtaimih. aif bls. 3 og kunnugt er. Stefán Hörður Grímsson hefur ekki sent frá sér ljóðabók síðan Svartálfa- dans, kom út 1951. Ljóð Sigfús ar Daðasonar komi út 1951, Hendur og orð, ekki fyrr en 1959. Sprek á eldinn, lýsa einmitt svipuðum þankagangi og ræða Hannesar í Birtingi. í kaflanum Viðtöl og eintöl, segir skáldið: Nei nú er tímabært aS andæfa að stinga viS árum Okkur hefur boriS nógu langt út á lognsævi þessarar eilífSar róandi stólum og hægindum um rökkvaSar stofur hugfangnir af þeim möguleika aS breytast sjálfir í skugga Nú skulum viS horfast í augu og neyta þess aS viS erum enn á lífi búnir holdi og blóSi í gervi manns sem myndi verSa okkur hvöt til aS berjast neita aS láta óttann ræna okkur staShelgi og stugga okkur 'sem reyk og blaktandi skuggum frá þessum licitu lindum . . . neita aS búa lengur í f jarlægð og neita aS vera útlagar okkar sjálfra Það eir ljóst, að skáldið trú- ir ekki lengur á orð, sem „væiru hialzt yifiirisikilivitllagur skáldskapur". Þótt nokkuð vanti á, að ljóð Hannesar geti talist skorinorð, er viðleitnin augljós. Hann yrkir ljóð, sem nefnist Mr. Dulles á sjúkra- beði, og fjallar um helstríð Johns Foster Dullesar, fyrr- um utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. í þessum eina manni sér Hannes ímynd þess vonda í heiminum. Á líkar. hátt og ofsatrúarmenn miðalda nutu þess að sjá þá menn brennda á báli, sem þeir töldu haldna af djöflinum, finnur Hannes fróun í því að yrkja níð um deyjandi stjórnmálamann, sem ekki er á sömu línu og hann. Sprek á eldinn, endar á löngu Ijóði, sem nefnist Land- nám í nýjum heimi, og fjallar um Sovétríkin. Ljóðið vitnar um barnslega hrifningu, er háttbundinn söngur um póli- tíska vissu skáldsins: Hrundið var álögum illum og fornum — engi var níShöggur náunga síns i Skimuðu allsgáSum augum og fránum þjóðir til þjóða og maSur til mamis Grunsamur einfarinn öðlaSist vissu: menn voru bræSur og bræSrungar lians! Súrrealistískt myndamál er áberandi í Sprek á eldinn; þar er til dæmis ort um líf, sem er meðfærilegt eins og vindla- kveikjarar, og birtuna frá vind lingi mánans. í ljóðaflokknum Vetrarmyndir úr lífi skálda, er Hannes Siigfússon samkvæm ur sjálfum sór. Þetta Ijóð er búið ýmsum bestu eiginleikum Hannesar sem skálds: glæsi- legu orðavali, tilkomumiklum líkingum og síðast en ekki síst áleitinni hrynjandi og hljóm- fegurð. Skáldið leitar þeirra orða, sem eiga að sundra ein- veru þess, færa því hlýjan and- blæ nýrrar lífsvitundar: Og við spurðum: Hvaða orð eru lifandi livaða orð sofa í jörð þessa langa vetrar eins og fræ eins og fuglar handan við sjóndeildarliring augna minna? Ef ósjálfrátt líf mitt er líf sem leysir grímu frostsins af rúðum liússins eins og lækir spretti undan fingrum sólarinnar hvað yrði þá ekki ef orð mín svifu sem fuglar í lilýjum andblæ nýrrar lífsvitundar? „Hvaða orð eiga lýsandi kjarna í luktri skei þessarar hauskiúpu sem ert þú sjállíurf'", spyr skáldið. Og síðar í ljóð- inu er talað um þá, sem leit- uðu horfins sumars, um sælan grun þeirra um svimhátt tak- mark og símtöl við guð: skáld sem lostin voru dýrlegum grun um saknaðar veraldir og varð starsýnt á hina smágervu feg- ANDSKOTANUM SÉ VORKUNN Brian Jones 28.2. 1944 — 2.7. 1969 í gegnum glasaglaum og hampreykjarkóf heyrum við fjarlæga hljóma seiða okkur framandi tungu í gegnum blámóðu augna vorra hríslast sítarhljómurinn inn í sálina munnharpan æpir á samferð þegar söngvarinn segist vera á förum heim andartak dokum við og minnumst hans sem eitt sinn var og *r enn á meðal vor samt sem áður er vera hans óræður draumur í endurtekt sjálfur hefur hann sníkt sér far með steini sem af tilviljun valt úr stað við vitum að hans er ■ekki aftur von en andskotanum sé vorkunn okkur hinum eftirlætur hann hljóma ástriðna sinna óspillt glottið í skugganum og drauminn. interlocutor. I Iay traps for troubators Who get killed Before they reach Bombay. Pleased to meet you. Hope you guess my name. Mick Jagger: „Sympathy for tlie Devil” var góður nemandi, frábær í ensku og hljómlist, en hafði megnustu andstyggð á íþrótt- um. Hann var rekinn úr Menntaskólanum í Cheltenham fyrir að setja sig upp á móti skólayfirvöldunum. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa getað fellt sig við kerfið. Hann eyddi heldur tíma sínum í að hlusta á góðar plötur og spila á gítar- inn sinn, en að lesa skólabæk- urnar. Eftir að Brian hætti í skóla, fór hann á flakk um Evrópu. Um tíma var hann á Norður- löndum, flæktist þar um og spilaði á gítarinn. Þegar hann kom til Englands aftur, vann hann fyrir sér með ýmsu móti. M.a. ók hann kolabíl í heima- héraði sínu og vann eftir það ‘ ............' ........ Brian Jones Brian Jones er ekki lengur á meðal okkar. Lágvaxni gít- arleikairinn í Rolling Stones, sem skreytti myndir af þeim með laglegu glotti sínu og frumlegum klæðaburði undir síðhærðum ljósum kolli, er all- ur. Brian Jones fæddist í Chelt- eniham í Gloucestershire í Eng- landi 28. febrúar 1944. Hann vair aif góðu Æomaidri ag 'músik- öOislkiu. Móðiir hiainls kieinodi á píanó og faðir hans var einnig orðaður við hljóðfæraleik. Þó lærði Brian af sjálfsdáðum að spila á gítar og munnhörpu, sem hann gróf upp einhvers staðar. Foreldrar hans komu honum alltaf fyrir á beztu og viðurkenndustu skólum, en en samt tókst aldrei að gera úr honum neina hópsál. Hann í hljómplötuverzlun, þar sem hann deildi gjarnan um jazz við viðskiptavinina. Síðan hélt hann til London og spilaði þar með hinum og þessum hljóm- sveitum, þangiað til hianm hitti þá Keith Richard og Mick Jagger árið 1962. Eftir það spil- uðu þeir saman undir nafninu Rolling Stones, og í fyrstu með ýmsum trommu- og bassaleik- urum. Fyirir tilstilli John Lennons komust þeir í kynni við Charlie Watts og Bill Wyman, sem hafa spilað með þeim síðan. John Lennon kom þeim einnig í samband við hljómplötufyrir- tæki, og lýsti því yfir í blaða- viðtali um svipað leyti, að til væri í Bretlandi hljómsveit, sem tæki Bítlunum langt fram. Þar átti hann auðvitað við Rolling Stones, enda var fyrsta lagið með þeim, seim niáði veirulegium vinsældum, eftir þá Paul Mc- Cartney. Frá 1963 hafa Rolling Stones svo skartað í fremstu nöð brezkma Mjóanisiveita ásiamt Bítlunum. Brian Jones kærði sig aldrei um að leika stjörnu. Allt fram í andlátið var hann eðli sínu samkvæmur í starfi og einka- lífi. Á hljómleikaferðum með hljómsveitinni kom iðulega fyr- ir að hann týndist. Þá rölti hann einn og skoðaði sig um, fóir á mii'lli hljómþlötuverzlana og hlustaði á hljómleika. Brian komst næst því, þeirra félaga, að vera í rauninni „veltandi steinn”. Og það er óhætt að segja, að hann var ekki mosa- vaxinn. Einstaklingshyggja hans og sjálfstæði vörnuðu honuim þeiss að fesita nioikikiuins staðar rætur til langframa, og koim í veg fyrir að hanin staðn- aði í hinni glæstu hringiðu stjörnulífsins. Rök tilverunnar hafa vísast verið Brian títt umhugsunar- efni, sem og öðrum greindum hæölelkamöininium. íþaðmimimsta beindi hann leit sinni út fyrir sjónarhring hins almenna borg- ara. EðU sínu samkvæmt varð hann sá úr hljómsveitinni, sem staðinn var að eiturlyfjaneyzlu og annarri óborgaralegri iðju. Það, sem hinir sungu um, fram- kvæmdi hann. Tvisvar var hann dreginn fyrir rétt sakaður um að hafa marihuana í fórum sínum. í bæði skiptin (1967 og 1968) slapp hann með sekt og áminn- ingu. í fyrra skiptið var hann þó í fyrstu dæmdur til fang- elsisvistar, en sá dómur var síðar mildaður, þar eð dómara í yfirrétti þótti engin ástæða til að dæma frægan mann þyngra en aðra borgara, né heldur veita honum strangari vítur fyrir slæmt fordæmi. Allt þetta málavafstur lagðist þungt á Brian, og meðan á fyirri mála- ferlunum stóð var hann lagður inn á hvíldarhæli í London vegna taugaþreytu. Tveimur mánuðum fyrir dauða Brian Jones var opin- berlega tilkynnt, að hann hefði sagt skilið við félaga sína í Rolling Stones. Raunverulega mun hann þó hafa hætt löngu fyrir þann tíma. Brian sagði blaðamönnum ástæðuna fyrir viðskilnaðinum vera þá, að hanin villdi fá að sipiflla síinia eig- in tegund hljómlistar. Menn freistast þó til að ætla, að á- stæðan sé allt önnur, og þá sú, að Brian hafi langað að lifa sininii eigiin teigiumid aif iiMi, öðir- um óháður. Að það hafi ekki átit við hainm lemgiur að liifla, sem einn af hópnum, undir smásjá fjölmiðlunartækja og ofsóttur af lögreglunni fyrir athafn- ir sínar. Hafi þeiir Miok Jaigiger og Keith Richaæd verið hin líkiamin aða mieðivitunid hijómsveiit- ariininiar, þá var Bniain Joineis á- reiðanlega sál hennar, þar sem hann stóð í skugga þeirra. Þeir sömdu lögin og útsettu, hann lagði þeim til tilfinninguna. Meðferð hans á gítarnum og munnhörpunni á sér engan samjöfnuð. Hljómlist hans var hvort tveggja í senn þrungin ástríðuhita og bundin næmum tiifiinmiinigium máikilis liisitamammis. Án hans verður hljómsveitin aldrei söm. Hin ástriðiuifluililia taktmeðferð er úr sögunini. Til samanburðar skal mönnum að- eins bent á að hlusta á nýjasta lag Rolling Stones „Honky Tonk Wornen” og bera það sam- an við eitthvert eldri laga þeirra. Sláttur og sút (rythm og blu- es) nefnist sú tegund tónlistar, sem Rolling Stones spiluðu lengst af á ferli sínum, og ruddi þeim brautina til frægðar og frama. Þeir eiga heiðurinn af því hve vinsæildiir þeiirmair tóm- listar jukust, og með því frægð hinna bandarísku listamanna sem lögðu grundvöllinn að þeim vinsældum. Það var ekki af til- viljun, að Brian Jones varð fyrir svörum, þegar óþægileg- um spurningum fréttamanna var beint til hljómsveitarinnar, vegna róttækrar tónlistar þeirra. Það var hann, sem kom hinum á bragðið, eftir að hafa sijáiLfluir uim lanigit síkeið haiflt kyrumi af slætti og sút lagasmiða á borð við Chuck Berry, Jimmy Redd og Muddy Waters. Með Brian Jones er farinn mikill hljómlistarmaður. Á stuttum ferli náði hann mikilli leikni á fjölmörg hljóðfseri. Þegar á plötuupptökum stóð, spilaði hann auk gítars og munnhörpu á sítar, sembal, pí- ainió, oirg'efl, bjöliluir, tambúiríiniuir eða hvað eina, sem hendi var næst og við átti í tilteknum lögum. Brian Jones verður ekki vakinn til lifsins aftur. Hljóm- list hans lifir þó á plötum til vitnis um, að með honum er genginn sjaldgæfur snillingur og að áin hiarnis enu RiOillling Stones eikki dieniguir Roliliinfg Stoinieis. Rúnar Ármaim Arthúrsson. 5. otetóbeir 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.