Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR Ifivjm f |WTÆ' tþu' ejaa il|mu sjjarfjwC Súrrealistískt eða hálf-súr- realistískt líkingamál einkenn- ir Imbrudaga, samanber orð skáldsins: „Ég reynai að fanga það sem í hugann kom án þess að hafa of mikil áhrif á hvað úr því yrði.“ í segulbandsum- ræðum, sem áttu sér stað í Unuhúsi milli nokkurra skálda árið 1958, og Einar Bragi bió til prentunar í Birtingi 3—4. h. sama árs, er Hannes Sigfús- son ómyrkur í máli um ís- lenska nútímaljóðlist. Það, sem Hannes kallar „viðhorfin til líð andi stundar", segir hann að komi greinilega fram í Tíman- um og vatninu, Ljóðum Sigfús- ar Daðasonar og Dymbilvöku: „Þessi nýju viðhorf eru fólgin íslensk nútímaljóðlist: 16. grein Hvaða orð eru Eifandi HANNES SIGFÚSSON Eítir Jóhann Hjálmarsson í því að höf. bera ekki tilfinn- ingar sínar á torg jafn opin- skátt og áður tíðkaðist. Og fyr ir alla muni: þeir forðast að prédika. Þeir fela hugsanir sín- ar myndum og líkingum og seilast fremur eftir margræðum setningum en beinskeyttum staðhæfingum. Hugmyndatengsl — stundum óvænt — sitja í fyrirrúmi í stað augljósari lík- inga. Sálfræðileg forsenda þess- ara vinnubragða er að líkind- um fólgin í upplausn nútíma- menningarinnar, þar sem „allt flýtur“, hugsjónirnar virðast hafa gengið sér til húðar eða reynst skinhelgin einber, „göfgi mannsins" er dregin nið- ur í forað frumstæðrar villi- mennsku og orð virðast ekki framar gilda nema sem tæki til hræsni. Á slíkum tímum virð- ist eðlilegt að skáld dragi sig inn í skel um sinn og tali í lágum hljóðum við sig sjálf — flýi jafnvel á náðir háspeki- legra abstraksjóna að dæmi Steins." Haninies teikiur enin dýpra í árinni, þegar hann seg- ir: „Mér finnst nútímaljóðtð ekki fært um að gegna því hlutverki sem ljóðlistin á að gegna nú á dögum — af því að það er í eðli sínu jafn inn- hverft og það var fyrir rúm- um áratug: vegna þess að það hefur ekki þróazt með tíman- um og hlýtt kröfu hans urn uppreisn, kveðið sér hljóðs, tekið af skarið!“ Hann lýkur máli sínu á orðum, sem tákna fyrst og fremst stefnubreyt- ingu hjá honum sjálfum: „Það er skoðun mín að ísl. nútíma- skáldum sé nauðsynlegt að sigr ast á vantrausti sínu á orðinu, þeirri vanmáttarkennd sem nú gerir þá að einrænislegum föndrurum við heldur vært - kært tilfinningalíf. Ég held að tími hins skorinorða ljóðs sé kominn!" Því ber ekki að neita, að þessar yfirlýsingar Hannesar Sigfússonar komu mörgum, sem þekktu skáldið, til þess að glotta í laumi. En þær sýndu glögglega að hjá Hannesi var um afturhvarf að ræða til hins rómantíska kommúnisma, sem hann játaði innan við tvítugt. Mörgum fannst það gegna furðu hve heittrúaður komm- únisti Hannesar var orðinn einmitt á þeim tíma þegar flest- ir skáldbræður hans efuðust um gildi stefnunnar, for- dæmdu aðgerðir Rússa í Ung- verjalandi og gagnrýndu harð lega forystumenn íslenskra só- síalista. Hér verður Hannesi Sigfús- syni ekki stefnt fyrir pólitísk- an dómstól. Það er einkamál manna hvar þeir skipa sér f sveit. Forvitnilegt er aftui á móti að athuga hvernig Hann- esi hafi tekist að rækja skyld- ur sínar við hið ,,skorinorða“ ljóð. Þriðja ljóðabók Hannesar Sigfússonar, Sprek á eldinn, kom út 1961. Þá voru tíu ár liðin frá því að Imbrudagar komu út. Að vísu hafði Hann- es sent frá sér skáldsögu, Strandið, 1955, en fyrir Ijóð- skáldinu Hannesi Sigfússyni hafði ekki mikið farið. Með nokkjrum rétti talar Hannesum, „ófrjósemi“ þeirra, sem hann kallar „frumherja íslenzks nú- tímaljóðs", en þeir eru að hans áliti Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Stefán Hörður Grímsson, Sigfús Daðason og hann sjálf- ur. Tíiminn og vatnið, kom út 1948 og var seinasta ljóðabók Steins, enda þótt Steinn birti fáein Ijóð á prenti eftir það. Með örvalausum boga, eftir Jóri úr Vör, kom út 1951, og síðari kom engin bók út eftir Jóri fyrr en Vetrarmávar, 1960, ef undan er skilin endurskoðuð útgáfa Þorpsins 1956. Síðari hefur Jón úr Vötr allrækilega afsannað ófrjósemi sína, eins Fnaimh.. á bOis. 11 Kristján Karlsson: Og hvað ég haldi um dauðann? Ég hefi séð hann í ryðguðu saxi, hnífsbliki yfir vesturfjöllunum, konu, sem gengur hvítum leggjum í sól. Á hinn bóginn hvítt rúm, þurr mold, eftirmæti, etc., ásamt mörgum öðrum arfgengum, alþekktum dulbúningum dauðans. Og hvað ég haldi um dauðann? Sem allsherj arform er auðvitað borin von, að ljár, sem birtist oss núorðið aðeins í einslegum teiknum og kyrrstæða-r myndir, sem minna á eilífan frið, megi sín einhvers á móts við hinn ávala voða, sem umleikur oss að sögn, ó, atómstyrjaldar kynslóð, í einum vindling og illa lokaðri dós. 5. oikitóber 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.