Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1969, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1969, Side 5
„Jú enditega, segic Bifti, sem alltaf er móttaekilegur fyrir sögur, sérstaklega hasarsögur úr síld- inni. „Segðu okkur frá þessu". „Já gerðu það Batti minn", segir Gugga og krossleggur svera fæturna. Ég ska'l renna í kaffi- bolla handa þér til að drekka á meðan". „Jæja þá", segi ég dræmt, tek við bollanum og hef söguna: „Við vorum á leið i land síðla sumars með bilaða nót og höfð- um verið í botnlausri sild i hálfan annan mánuð og kallinn sagðist ætla að leyfa okkur á ball um kvóldið með því skilyrði, að allir yrðu mættir um borð klukkan níu næsta morgun, til að taka nótina á land til viðgerðar. Kallinn fékk ferfalt húrrahróp og allir tóku til við að þvo sér og fara i sitt toesta tau. Við lögðumst að bryggju á Seyðisfirði og brugð- um okkur strax í ríkið, en um um kvöldið fóru allir sem einn maður á ball. Maður drakk nokkuð stíft, enda þyrstur eftir langa törn Svo dans- aði maður eins og gengur, en ein- hvern veginn náði ég ekki í kven- mann sem mér líkaði og fór því e>nn út af ballinu þegar því lauk. Ég labbaði um bæinn svolitla stund og auðvitað var gleðskapur á götunum eins og alltaf eftir síldarball. Er ég gekk framhjá einum síldarbragganum, heyrði ég skerandi kvenmannsvein, sárt, og greinilegt að sú sem veinaði var hjálparþurfi. Ég rann á hljóðið og í einu herbergjanna í bragganum var stúlkan sem þið sáuð áðan og þrír skúrkar, káfandi utan í hana. I gólfinu við fætur þeirra lá hurðin að herberginu, en hana höfðu skúrkarnir brotið upp svo hraustlega að hjarirnar brotnuðu. Skúrkarnir vildu taka stúlkuna með valdi, en hún varðist þeim af fremsta megni. Ég greip nú inn í spilið til að hjálpa stúlkunni og hóf að berjast við ofureflið; þrjá menn, sem brátt urðu viti sínu fjær af ofsa og hamslausri reiði. Eftir mikil átök tókst mér að lemja þá alla niður, en hlaut við það þung högg og stór, bólgna vör, glóðarauga og stóra marbletti víðs vegar um skrokkinn. Er ég hafði hent yfirbuguðum óaldarmönnunum út úr braggan- um, leitaði ég uppi hamar og nagla og gerði við hurðina fyrir stúlkuna, sem varla átti orð til að þakka mér fyrir hjálpina. Er ég hafði lokið viðgerðinni gerði hún að sárum mínum, mjúkum hönd- um, og á eftir .. ja, þið heyrðuð hvað stúlkan sagði áðan. Eftir þetta heimsótti ég hana stöku sinnum er við komum til Seyðisfjarðar þetta sumar með síld og fór ávallt vel á með okk- ur". Þannig lýk ég við söguna og kaffið og þykist góður. „Jæja, þú hefur nú verið meiri kallinn Batti minn", segir Tobba og það er ekki laust við örlítið stolt í röddinni, að ég held. hálfa sigarettu niður í lungun og mesta riðan er horfin, afræð ég að horfa framan í konu mína. Illu er bezt aflokiið, hugsa ég. Mér til mikillar furðu sé ég að í stað styrjaldarsvips á yfirborði mánalaga andlita konu minnar, ríkir nú yfirvegað rólyndi og bros, sem meira að segja nær til augn- anna. „Jæja Batti minn”, segir hún. „Ég heyri að þú hefur gert góð- verk í síldinni. Segðu okkur frá þessu með hurðina. „Það er eiginlega ekkert að segja frá", segi ég og röddin er nú styrkari en áðan. Getur hugs- ast að kellingin sé eftir allt hreyk- in af einkunninni sem stúlkan gaf mér? „Það má nú . segja", segir Gugga og réttir úr feitum stoðun- I um og svei mér ef Billi frændi er | ek'ki hálf öfundsjúkur á svipinn. „Já, maður lenti nú í ýmsu í | síldinni", segi ég. Varla hef ég sleppt orðinu þegar kvenmaðurinn úr næsta rjóðri ryðst aftur í gegn um runnann, stillir sér upp fyrir framan mig og spyr hárri röddu: „Heyrðu, hvar er hann Bjössi bróðir þinn núna?" „Hann á engan Bjössa fyrir bróður", gellur i Billa frænda. „Ha? Engan Bjössa fyrir bróð- ur", spyr stúlkan. „Ætlarðu að segja mér að þú sért ekki hann Júlli Bjarna serh var á henni Gunnu frá Hafnarfirði og hjálpaði mér með hurðina á Raufarhöfn, þegar hún féll í baklás?' „Nei, hann heitir Batti og var á Nonna frá Súgandafirði", segir Billi og undrunin í svip hans leynir sér ekki. „Sorrí, vitlaus maður", æpir stúlkan. „Ég sem hefði getað svar- ið fyrir að þú værir hann Júlli. Ég tek aftur orð mín um karl- mennskuna þarna um nóttina, þar sem ég get ekki dæmt úr því þú ert ekki hann Júlli". Og þar með hverfur stúlkan á braut. Löng þögn ríkir og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð, en finn hvernig roðinn þekur andlit mitt, hægt og sígandi. Loks skellir Billi frændi upp úr og segir: „Sagöi ég ekki Tobba mín, menn ýkja alltaf svolítið í í sögum úr síldinni". Stundum hefur mér fundist ég kvikindislegur í framan, en aldrei eins og nú. Mig langar til að grafa hausinn á mér niður í jörð- ina, en best væri að vera dauður. „Já", segir Tobba og stendur rólega á fætur. „Þetta gat eigin- lega ekki staðizt. Allavega ekki þetta með karlmennskuna". ORÐ f BELC Um nafngiftir Eftir Magnús Gestsson Reykvíkingar hafa ekki orð- ið á eitt sáttir um nafn á fyrsta samkomuhúsi framtíðarinnar, fyrir unglingana í borginni. Anmairs vegar eir úrval úr til- iögum unigia fólksims, og h:ms vegar er uppástunga borgaryf- irvalda, Tónabær, Hlíðarbær. Mér finnst eiga vel við að kenna heiti þessara staða við tón, því að orðíð tónin er got/t og merkilegt orð. Tónn vísar til tónlistar, góðrar jafnt sem vondrar. Tónn vísar til jafn- vægis og reglu, — tónn er jafn og stöðugur sveiíhifjöldi. Hall- dór Kiljan hefur svo hafið orð- ið tón í æðra veldi í bók sinni Birelkikiulkotsianiniál. Það er ekki til nema einn sannur tónn. Þarna vísar orðið til leitar í átt til fullkomleikans. En við komumst í ógöngur, ef við kennum tónana við bæ. Það koma seinna fleiri slíkir samkomustaðir, sem þessi fyrsti, og þá yrðu áframhald- andi nafngiftir kannski, Tóna- bær Vesturbæiar o.s.frv. Það á miður vel við að hafa orðið bær fyrir stofnorð. Nú þegar er nokkuð mikhi hlaðið á það orð, — bær, býli í sveit, — bær, í merkingunni þorp. Nú geri ég það að tillögu minni, að nýttar verði að nokkru báðar hugmyndirnar, sem fram eru komnar opin- berlega. Fyrsti umræddur staður er í Hlíðunum, og yrði hann látinn heita Tónahlíð. Næst yrði kannski í brekku öðru hvorum megin Tjarnar- innar, og héti þá Tónabrekka. Varla yrðu þessir staðir svo margir í borginni, eða þá út um þéttbýli landsins, að ekki fengjust góð tilsvarandi nöfn: Tónaholt, Tónamelur, Tónadal- ur, Tónavöllur o.s.frv. Þarna eru komin stutt og laggóð heiti, sem segja til með sínu eigin orðagildi, ekki eingöngu um hveirs komair stoifmuin er að ræðia, heldur einnig um mismunandi staðsetningu. Tónamelur í Reykjavík gæti ekki verið ann ars síaiðair en á Möluinium. Það er með okkar ágæta mál eins og okkar land, að möguleikaimir eru ótæmandi til framhaldandi nýtingar. Félagsheimili hafa verið byggð mörg út um sveitir landsins á síðustu árum. Nöfn margra þeirra eru válin af lít- illi tilfinningu fvrir íslenzku máli, og sum eru jafnvel fár- ánleg. Siuims staðaa- heifuir verið sótzt eftir glæsiyrðum, Sæ- vangur, — stendur á sviplaus- um sjávarbakka Sá hefði t.d. getað heitið Glaumbakki. Frændur Snorra í Dölum vest- ur vildu stilla skrúðmælgi í hóf, og nefndu félagsheimili sitt Dalbúð. F,n hugsið ykkur: IDalabúð í Búðardal. Hvar er máileikni Snorra að finna með- al ættmenna hans í Dalasýslu, þegar framámenn þeirra í fé- lagsmálum komast ekki sóma- samlega fram úr þriggja orða setningu? Dalamenn áttu einn frægasta skemmtistað landsins í eina tíð, Jörfa í Haulcadal. Orðið Jörfa- gleði komst iinin í miálið. Hvems vegna ekki, að kalla samkomu- húsið Jörfaskála? Þar sem nú húsið stendur á melbarði, var þetta að öllu leyti réttnefni. Jafnvel hefði meistari Þórhall- ur verið hæstánægður með það nafn. Bóndi í Dölum byggði sér nýbýii miðra garða, í miðri sveit, og nefndi bæinn Mið- garð. Honum var bannað af réttum yfirvöldum að nota þetta nafn. Ég hef grun um, að það séu þeir sömu nafn- giftaspekingar, sem hafa ráð- lagt bændum, er á seinni ár- um hafa skipt einni jörð í tvær eða fleiri, að númera býlin. Ég er ekki svo vel að mér að vita, hvort eitt upphaflegt býli heit- ir nú bara Hóll, eða Hóll I. Svo kemur vitanlega Hóll II o.s.frv. í því héraði þar sem upphófst nútíma bókmenning og félags- menning hér á landi, er bær sem heitið hefur Yztafell. Þar hafa ekki búið verrfeðrungar á síðustu tím:im. Fyrir ekki löngu var jörð þessari skipt í þrjú eða fjögur býli. Nú heitir þar Yztafell , Yztafell II, og áfram á sama veg. Hefðu nú ekki aldamótamennirnir þarna í hlíðinni kallað viðbótarbýlin, Neðrafell, Efrafell. Miðfell. eða öðrum glíkum hliðstæðum nöfn- um við gamla nafnið? Ég efast um að þeir hefðu látið sunn- lenzka meðalmenn segja sér fyrir um nafngiftir á kotum sínum. Reglugerð mun vera til, sem bannar prestum að skíra börn óþjóðlegum nöfnum. Svo virð- ist, sem prestar brjóti þetta lögmál stundum, heldur en deila við aðstandendur. Prest- arnir eiga uð gæta þess, að fólk framtíðarinnar gangi sæmi lega til fara hvað nafnbúnað snertir. En sjálfir ganga þeir sumir með rifinn buxnarassinn í þessum efnum. Einn burðast við að heita Ingiberg, í stað þess, að heita Ingibergur á ís- lenzku. Annar heldur áfram að heita Bernharð í öllum beyg ingamyndum orðsins, og svona mætti víst lengur telja. Það er til stórmerkilegt fé- lag, sem heitir Náttúruvernd- arfélag, og því virðist vera að vaxa fiskur u.m hrvgg. Er ekki kominn tími til að stofna Mál- verndarfélag, með þátttöku allra þeirra lærðra og ólærðra, sem áhuga hafa um verndun íslenzks máis? Og eru nafngift- ir að sjálfsögðu ekki nema einn hlutinn, sem vernda þarf frá úrkynjun. ixtúbar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.