Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Blaðsíða 7
Er séra Grímur Hólmsteinsson höfundur Njálu? Rætt við Jónas Guðlaugsson Jónas Guðlauffsson. Löngum hefur ásótt okkur sú þörf að komast að því með nokkurn veginn óyggjandi vissu, hver sá maður hafi ver- ið, sem reit Njálu. Um það hafa vísindamenn brotið heil- ann og komizt að ýinsum nið- urstöðum, ög fœrt fyrir máli sínu margsluhgin ' rök. Einn þeirra manna, sem hefur fengizt við áthuganir á Njálu, er Jónas Guðlaugsson, áhuga- samur grúskari og Njáluuhn- ándi. Ég rabbaði við hann kvöldstund og hann sagði mér frá þeim helztu atriðum og niðurstöðum, sem hann hefur komizt að. — Prófessor Einar Ólafur Sveinsson telur Njálu ritaða á síðari hluta 13. aldar og til- greinir tímabilið 1280—1290, Próf. Einar Ólafur telur og ótvírœtt að klerklegra áhrifa\ gœti í máli. Þegar ég fór að pelta þessu fyrir mér og kynna mér Njálu í þessu Ijósi, þóttí mér að minnsta kosti tvennt koma til greina: að höfuhdur vœri annað hvort klerkur eða menntaður bóndi. Ég leitaði fyrst að presti af Oddaverjaœtt. Þykir mér nú sennilegastur höfundur vera séra Grímur Hólmsteinsson. í föðurœtt er hann af Holt- verjaœtt ,ev af œtt Oddaverja í móðurœtt. Séra Grímur lézt árið 1298, en Þorvarður Þór- iarinsson, sem Barði heitinn uðmundsson taldi höfund jálu, deyr ,tveimur árum ^fyrr, svo að þeir hafa verið samtíðarmenn. En sr. Grímur Hólmsteins- son er ekki aðeins prestur, hann var eipnig lœrisveinn Brands ábóta óg enginn vafi leikur á því, að Brandur hef- ur verið honum lœrimeistari í sagnaritun. Hermann Páls- son hefur bent á, að Brandur ábóti vœri höfundur Hrafn- kelssögu, sem að Njálu und- anskilinni er eitt mesta lista- verk fornbókmenntanna. Ætla má að eins konar skóli hafi myndazt kringum hann. Sr. Grímur er prestur að Kirkjubæjarklaustri árið 1255 og má í því sambandi benda á, að próf. Einar Ólafur telur engum vafa undirorpið að N jáluhöfundur hafi dvalizt lengi í Skaftafellssýslu. Grím- •ur var síðar prestur í Holti undir Eyjafjöllum og geta má þess, að í Holismáldaga, sem er gerður um 1270, rekur sr. Grímur mál fyrir kirkjuna vegna eigna hennar. Ég geri ráð fyrir,.að sr. Grímur hafi ekki verið lagamaður, en haft gaman a f lagaflækjum og kemur það vel heim við Njálu. Þá er og vert að minna á, að þarna er dœmt eftir Járnsíðu og getur það með nokkrum sanni rennt stoðum yundir skoðun mína. Ekki pœri lítill fengur ef unnt v'œri að iœra sönnur á að Njála se jrituð í Holti ctrið 1274, eðá þar um bil. Það vœri að minnsta kosti nógu gamafi, að því. Sr: Grímur er síðan í Odda árin 1274 til 1284, þá á Breiðabólstað í sex ár og loks í Odda að nýju til œviloka. 1 riti sínu um Breiðabólstað getur Vigfús Guðmundsson sr. Gríms og þar er getið atriða, sem hægt er að sanna eða af- sanna. t bréfi, sem birt er í fornbréfasafninu 1888 segist sr. Grímur senda Runóilfi ábóta Sigmundssyni í Þykkva bœ i Veri sögti Jóhannesar skirara, er ábóti hafði beðið hann að snúa á íslenzku. Sú saga var síðan gefin út i Kristjaníu 1874, og heitir þessi bók Postulasögur Ung- ers. Ég hef ekki kynnt mér þá bók, en textafræðingar ættu að eiga hægt með að bera hana saman við Njálu með það fyrir augum að kom- ast á snoðir um það, hvort sr. Grímur gæti verið Njáluhöf- undur. — En hvað er það fyrst og fremst, sem hefur orðið til þess að þér finnst sr. Grímur trúlegur höfundur Njálssögu? — Segja má, að það sé bréfið til Runólfs ábóta, sem ég nefndi. Við lestur þess kom mér samstundis í hug, að það bréf hefði skrifað sami maður og ritaði Njálu. Bréfið er kjarnyrt og mál klerklegt. En umfram allt kynnti ég mér orðin og skal ég nú tilnefna nokkur: mœlti, gnótt, vitsmunir, að liafa á hendi sé e-ð, andmarki, ek trúi, heimskra manna, skyns- semi, sakir ásta, góðvilji, eptirlœti, samanber gersemi ertu, hvertu þú ert mér eftir- lát, gifta, tilkváma samanber orð Hildigunnar við komu Flosa: mjök er hjarta mitt orðit fegit tilkvámu þinni. f bréfinu talar sr. Grímur um skröksögur og hef ég lát- ið mér detta í hug, að þá hafi hann lokið ritun Njálu óg kannski í aðra röndina ekki fundizt hœfa, að klerkur rit- aði slíkar „skröksögur“ og því hafi ha7in viljað bœta úr því með því að taka að sér kristilegri verkefni. Kannski má segja, að þetta séu ekki miklar sannanir, en þó held ég að hiklaust megi álykta, að sr. Grímur geti verið höfundur Njálu. Sr. Grímur er lœrður maður, prestúr af œtt Þorgeirs Skora- geirs, enda leynir sér ekki í Njálú, hrifning hans á Þor- geiri. Móðir hans er Guðrún, Örmsdóttir, Breiðbœlings Jórissonar, Lo ftssonar, en Qrmur er talinn bróðir Páls biskups. — Hefurðu heyrt sr. Grím fyrr bendlaðan við Njálu? — Nei, það hef ég ekki. Hins ber að geta, að ekki liggur sérlega mikill bóka- kostur að baki rannsóknum mínum og því kann að vera, að einhverjum hafi komið sr. Grímur í hug, þótt mér sé ókunnugt um það. — Hvaða álit hefurðu á kenningum Barða Guðmunds- sonar? — Ég get naumast sagt að ég hafi myndað mér fullnað- arskoðun um það. Auðvitað hef ég lesið um Þorvarð Þór- arinsson. En ég hef ekki kom- ið auga á neitt, sem færði að því sannfœrandi rök að hann vœri höfundur. Mér finnst ekkert líklegra en höfundur Njálu sé Rangæ- ingur og af Oddaverjaœtt. Hann hefur verið maður lífs- reyndur, átt gott bókasafn og verið vel að sér. Hann hefur vitað um Flugumýrarbrennu árið 1253, hann gœti meira að segja sjálfur hafa verið í veizlunni. Áður voru verald- legir höfðingjar taldir hafa ritað fleiri Islendingasögur en nú er hald manna. Sennilega stafar það i og með af því, að mestur allra, Snorri Sturlu- son, var veraldlegur höfðingi. En í sambandi við Njálu er athyglisvert, að höfundur not- ar oft likingamál, og á ýms- um stöðum eru hreinar helgi- sögur. Ásmundur sonur Hösk- uldar fær sýn, þegar hann drepur Lýting. Draumur Kol- skeggs er og ótvírœð helgi- saga og svo mætti lengi telja. — Þú, sem ert svona þaul- lesinn í Njálu, hefurðu ekki sérstakt eftirlœti á sérstökum sögúhetjum? — Mér hefur fundizt Þor- geir Skorageir maður að mínu skapi, og hann er sá, sem mest vex við kynningu. Óvíst er hvað Kára hefði gengið vel hefndirnar ef Þorgeirs liefði ekki notið við. Gunnar finnst mér hálfgerð glansmynd. Skarphéðinn er mér hugstæð- ari. Hallgerði leit ég horn- auga, þegar ég las Njálu í bernsku. En einmitt andúðin, sem lesandanum er nœstum uppálagt að fá á lxenni, verð- ur til þess að vekja áhuga les- andans og forvitni. Lýsingin á Hallgerði er feiknagóð, þótt hún sé einhliða. Og maður kemst ekki hjá að finna, að það eru góðar artir í henni. Bergþórá er heilsteypt og hefur ótvírœtt vinninginn fram yfir Hallgerði, fyrst og fremst vegna þess hve sönn hún er. — h.k. 76. [um 1280]. Bréf Gríms prests Hólmsteinssonar til Runólfs ábóta Sigmundar- sonar í fykkvabæ í Veri með sögu Jóns skírara, er ábóti hafði beðið hann að setja á íslenzku. AMagn. 233Á. í'ol. bl. lb skb. c. 1350, og erþar viðfest af- skript gerð fyrir Árna Magnússon; önnur afskript með hendi Árna sjálfs 'er í AM. 233B. Fol. Bréfið er prentaö i F. Joh. Hist. Eccl. Isl. I, 584—85 með latínskri þýðingu, óg í Postolasögum Ungers Kristjaníu 1874 bls. 849—50 framan við sögu séra Gríms. Bref Grims prests. Virðuligum lierra Bunolfi abbota i ueri sender Grimrprestr Qfueðiu]. Gfuðs] ok sina sanna vinattu. þes truir ek ýðr minniga uera. at þer baðut mik saman lesa or Jikama heilagra guðspialla lif hins sæla iohannis baptiste. ok setia þar ýfer tilbeýriligar glosur. lesnar af undirdiupi omeliarum hins mikla Gregorij. augustini. ambrosij ok afjaRa kenni feðra. fýu þvi at huarki niælti fur mer gnott klerkligra luta. eðr natturu giðf hiartaligra uitzmuna. ne lofligr uitnis- burðr fur faranda lifs. ok aðrer voró stormarger miklu betr til þessa starfs fallnir. sá ek öngva sók til þers er þer bundut þat mer a hendi. aðra enn þa. at þer vnnut mer þers oðrum Iram- aR. sem þer sáð mik oðrum framaR þurfauda. enn þat er af- J) sl. 252; 5) hid nedra, b. v. 252; 3) [þangad eiga óg kiefflúijk- ijbgar, 252; *) 252 befir alstaðar þrandastáðir. Bréf Gríms Hólmsteinssonar, sem Jónas ræðir um. 22. febrúiar 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.