Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Blaðsíða 13
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
ANNA
(ég)
ANNA
Framlhald af bls. 2.
leíkann, þá er það, að mínum
dómi, ekki lengur ævintýralegt.
Af öllum þessum hugleiðing-
um kom fram hugmyndin um
að þoka „ég“-ávarpi Önnu ögn
til hliðar. Það virðist smáatriði,
en það gaf mér mjög frjálsar
hendur. Það gerði mér kleift að
halda persónunni í nokkurri
fjarlægð, og það sem var ekki
minna um vert, Anna gat litið
sjálfa sig hlutlægari augum. Ég
gat sleppt persónulegum, til-
finningasömum játningum sem
heyra einræðunni og dagbók-
inni til, án þess þó að bein
nálægð söguefnisins og sögu-
persónunnar færi forgörðum.
Með þessu móti gat Awna „tal-
að við sjálfa sig, haldið uppi
aamræðum við sinn betri
mann“, og ég gat náð fram öðr-
um áhrifum, sem líka má greina
í bókinni, áhrifum frá teikni-
myndum og teikniseríum, þar
sem maður fylgir söguhetjunni
eftir þangað til hún liggur
bundin á járnbrautarteinunum
og hraðlestin kemur brunandi
og svo búið, framhald í næstu
viku.
Það var gaman að spreyta
sig á „spennandi“ sögu og viss
sjálfsánæigja í því fólgin að
uppgötva, að þetta gat maður
Iíka. Ég hafði ekki reynt það
áður — ef til vill sakir þess,
að maður hefur verið þvingað-
Ur af því, sem telst leyfilegt og
ekki leyfilegt á sviði bók-
menntanníi, af öllum þessum
kjánalegu boðum og bönnum og
ómeðvituðum hugmyndum
manna um, hvað sé fint og hvað
ekki fínt, hvað sé gjaldgengur
miðill og hvað ekki. Við erum
öll haldin þessum firmm, en
sjálfsagt væri það spor í rétta
átt, ef rithöfundar skrifuðu
eins og þá langar sjálfa til í
stað þess að beygja sig undir
það álit, sem kann að vera í
mestum metum í dag eða fara
eftir því, sem einhver gagn-
rýnandablókin hefur sagt.
Sem leiðarvísi og hjálpar-
gögn notaði ég vegakort yfir
Evrópu og bréfsnepil með tíu-
tólf minnisorðum. Þegar ferða-
félagi önnu, blómálfadrengur-
inn, sem verið hafði í sumar-
búðum fyrir vannærða drengi,
birtist á sjónarsviðinu, varð
mér ljóst annað meginviðfangs-
efni bókarinnar: tveim ólikum
þjóðfélagsstéttum og tveim
kynslóðum er stefnt saman.
Hér er um andstæður að ræða,
sem reynast þó jafningjar eða
systkini, af því að fortíð Önnu
svipar til fortíðar Jörgens
Schwers. Þau taka sér margt
fyrir hendur í sameiningu,
talsvert meira en venjulegt
fólk gerir að jafnaði, og í aug-
um venjulegs fólks er ástar-
samband þeirra fáránlegt og
ótrúlegt. En skyldleikinn, sem
aldrei er talað um berum orð-
um, á sér aðrar rætur, sem eru
félagslegs eðlis, og ef menn
endilega vilja fá höfundinn til
að leggja út sitt eigið verk, má
segja sem svo: þegar Anna snýr
að lokum heim til bróður sins,
það er að segja, tekur eigið
umhverfi sitt í sátt í stað þess
að skjóta kúlu í höfuðið á sér,
þá er hún í raun að snúa aftur
til hippíadrengsins, Jörgens
Schwers, þó í annarri mynd sé.
Vegir sáttfýsi og trúnaðar eru
órannsakánlegir ekki síður en
vegir Drottins — vissulega fær
„glæpamaðurinn" makleg mála-
gjöld í lokin (það gerist í öll-
um ævintýrum), en líf hans
endurómar í Önnu, og tvíbura-
stefið er þar með leitt til lyhta
— ekki aðeins vegna þungunar
Önnu, heldur og vegna tilvistar
bróðurins, sem sveimar yfir
bókinni allri eins og góður,
hreinn og saklaus andi.
En nú hef ég leiðzt út í það,
sem ég vildi alls ekki gera.
Túlkun er verkefni hinna vitru
— við, þessir biluðu, látum
okkur nægja að skrifa
bækumar, og ég minntist að-
eins á þetta hér að framan sem
skýrt dæmi um, hvernig út-
skýra má hlutina eftir á. Per-
sónurnar, allar sögupersóunur-
ar birtust mér sem myndir, þær
gengu inn og tóku sér stöðu á
sviðinu. Ég er ekki með þessu
að halda fram neinni róman-
tíshri þvælu um, að persón-
urnar stjómi mér og ég ekki
þeim, fyrir mér vakir aðeins að
leggja áherzlzu á þá staðreynd,
að sjálfar skriftirnar eru, hvað
mig snertir, áþreifanlegur
verknaður, ekki hugmynda-
fræðilegur. Ég get gert mér
grein fyrir hinum ýmsu merk-
ingum bókarinnar, þegar ég er
búinn með hana, en ég vissi t.d.
ekki — það sem ég veit þó í
dag — að bróðir Önnu gegndi
því hlutverki, sem ég hef núna
skipað hann í. Og það er
ánægjulegt, að aðrir slculi hafa
allt annan skilning á þessu —
og að þeir skuli líka hafa rétt
fyrir sér!
En áður en allir þeir sem
telja sig hafa rétta skoðun á
bókinni, fá að líta hana augum,
læt ég hana liggja hjá mér um
nokkuxt skeið. Ég set hana í
geymslu niðri í skúffu, þegar
ég er búinn með hana. Ég læt
sem ég hafi alls ekki skrifað
hana. Það vatr undarlegt að
láta önnu liggja í skúffu og það
var dálítið erfitt að gleyma
henni. En ég flýtti mér að
byrja á nýju verkefni, því að
ekkert er jafn freistandi og
njóta þeiipna ávaxta sem máð-
ur hefur sjálfur framreitt.
Heill mánuður leið frá því ég
hafði lokið bókinni og þangað
til ég tók hana upp aftur. Ég
fór yfir hana, leiðrétti það sem
mér fannst þurfa leiðréttingar
við og gaf þeim, sem hafa for-
gangsrétt að bókum mínum,
vísbendingu um, að þeir mættu
nú láta málið til sín taka. Það
er að segja, ég gaf enga vís-
bendingu, en ég reiddist ekki,
þegar konan mín sagði mér, að
hún væri búin að lesa bókina.
Ef einhver segði, að samning
bókar, og umgengni við þá,
sem semja bækur, hlíti ekki
neinum dularfullum formúlum,
mundi ég segja, að ekki væri að
marka orð af því sem hann
segði. Næmleiki er forsenda
þess að geta skrifað, næmleiki
á hæsita stigi meira að segja, og
það er því engin furða þó mað-
Ur brynji sig, signi sig og herði
sig, já reyni að halda öðru
fólki og skoðunum þess þar
sem maður vill hafa það. Og
þá erum við jafnframt komin
að spurningunni um afstöðuna
til gagnrýni.
Það liggur í augum uppi, að
maður vill gjarna fá „góða“
gagnrýni, og það liggur líka í
augum uppi, að maður verður
vondur, ef maður fær ekki
„góða“ gagrirýni. Séu móttök-
urnar neikvæðar, þá eru til
ótal leiðir til þess að leiða þá
staðreynd hjá sér. Það er auð-
vitað mjög sjaldgæft, að
nokkuð sé að verkinu sjálfu
— það er alltaf gagnrýnin —
og gagnrýnendurnir — sem
eiga sökina.
„Annia (ég) Anna“ fékk já-
kvæðar móttökur, það er víst
óhætt að segja, að hún hafi
fengið óvenjugóðar móttökur,
og ég hlýt að viðurkenna, að
ég er ánægður með það. Það
er erfitt fyrir gagnrýnendur
dagblaða að skrifa ítarlega
um bók í miðju bókaflóðinu á
þeim stutta tíma sem hann hef-
ur til umráða. Hann getur í
hæsta lagi gefið lesendum leið-
beiningar, mælt með bók eða
mælt gegn bók. Hið síðar-
netfnda er auðvitað verst, en
áreiðanlega veitir það gagnrýn
endum mesta ánægju.
Aðalumræðan um persónu
Önnu hefur snúizt um, hvort
hún sé trúverðug kona, hvomt
konu á fertugsaldri sé þama
lýst af sálfræðilegri þekkingu
og innsæi, eða hvort hún sé
önnur útgáfa af höfundi sínum,
Rifbjerg í nælonsokkum, kven
buxum og brjóstahaldi. Ef ég á
að vera hreinskilinn, þá er
hún víst hvort tveggja. Mér
falla heldur illa þessi slagorð
um sálfræðilegt innsæi og trú-
verðugar mannlýsingar. Ég hef
áhuga á því, hvort verkið er
trúverðugt í sjálfu sér, út frá
sínum .eigin forsendum, mig
varðar ekkert um þann senni-
íeik, sem fenginn er með sam-
anburði á því, sem hálfmennt-
aðir gagnrýnendur telja satt og
rétt, eða því sem þrælmennt-
aðir sálfræðingar halda fram
um sálarlíf og venjur fullorð-
inna kvenna. Anna er ég og hún
e»r ekki ég, Anna er skáldsagna-
persóna, hugarfóstur, hvik-
andi, ofsafenginn spegill sem
enduinspeglar umheiminn og
okkur sjálf, og það er henni
að þakka, að við getum forð-
azt ýmis mistök, af því að
henni hafa orðið svo mörg mis-
tök á. Ef hún er lifandi staf-
ar það af því að ég er lifandi
og lesandinn er lifandi; falli
hún dauð til jarðar, hafa
rithöfundarhæfileikar minir
brugðizt, eða lesandann skortir
bæði sjón og heym.
En nú hef ég sleppt Önnu
lausri og hún er komin út til
ykkar. Hún hefur yfirgefið
mig, en hún lifir. Ég er að
mestu hættur að sjá hana og
innan skamms verður hún horf
in í hóp margra annarra per-
sóna. En hún er þarna samt, en
skjóti hún einhvern tíma upp
kollinum, af því að einhver
rekst á hana og fellur vel við
hana eða reiðist henni, tekur
afstöðu til hennar — ja, þá
gleðst ég, því að þá er eins og
ég lifi sjálfur eitt andartak,
eða hafi lifað.
Menningar-
verðmæti
í hættu
Fnamihald af bls. 3.
ar framtíðarinnar er í hættu að
tínjast.
f rauninni er fyrirbrigðið
merkilegt. Það dugar ekki að
bera sig saman við stórþjóðir,
þar sem bókaútgefandi getur
einskorðað sig við leikrit. Hvað
minni lönd snertir, þekki ég að-
eins Holland, þar sem leikrit eru
elklki lesiin, og því leikbókm.ermt
um ekki fyrir að fara, og að
sjálfsögðu engin leikhúserfð. f
því efrui eru Dainmörk og Hol-
lainid á onidverðum pólum. Það
er ekki furðuhlið málsins held-
ur hitt, að það er einmiitt daniski
lesendaiheimurinn, sem fyrstur
kastar sér af slíkri græðgi yfir
epísku bókmenntimar á eftir-
stríðsárum. Dálætið á epíska
forminu vekur furðu.
Ég hef gefizt upp við að
reyna að skýra þessa sérhæf-
ing fyrir sjálfum mér. Hvers
vegna taka lesendur skáldsög-
una fram yfir leikritið? Tveir
sérvitringar, vinir minir, sem
einvörðungu lesa leikrit fagur-
fæðilegra bóka, fullyrða í
eym mér, að leikritalestur út-
heimti hænra menningarstig. Ég
gef ekkert fyrir þá kenning.
Hvað er meira við alþýðuskap
en það sem er spennandi? Það
má með herkju vera leiðinlegur
í skáldsögu, það má jafnvel
sleppa sem næst efnisþræði, en
af og frá í leikriti. Auk heldur
eru samtöl fmmstig ritlistar.
Þekkt hef ég bæði vinnukonur
og greifafrúr blaða með eftir-
vænting í bók, hvort ekki sé
feitt á samtölunum, áður en þær
lögðu í lesturinn. Hvað segjum
við t.d. um Wodehouse, er þar
ekki skýring? Og þá minnist
ég rakarans míns í New York
1916. Með hnífinn á hálsi mér
hrópaði hann einn mongun him
inlifandi: Ég elska_ tragedíu, ég
hata kómedíu! Ég aðhyllist
ekki tragedíu-dýrkun hans, en
þó ar hér fullgreinileg yfirlýs-
ing um fagurf.ræðilegan smekk.
En fari það sem fara má.
Staðreynd er, að hér hjá oss,
vítt á litið, er leikritalestur í
hæbtulegum öldudal. Þegar
mælt vaa- með leiksýningu við
áhugasama áhoi'fendur á fyrstu
áratugum aldarinnar, heyrðist
tíðum haft á orði: Ég ætla nú
fyrst að lesa leikritið! Þessi
orð hafa ekki alls fyrir löngu
hljómað mér fyrir eyrum á
þýzku, frönsku og ensku — en
anzi er langt síðan ég hef heyrt
þau á dönsku.
í Frakklandi var fyrir svo
sem tveim árum efnt til félags-
samtaka, ég held að Duhamel
hafi riðið á vaðið a.m.k. las ég
greinar eftir hann. Tilgangur-
inn var að hlúa að bókinni. Ég
tek ekki undir það svartsýnis-
gól, að kvikmyndin og útvarp-
ið útrými leikhúsinu og fagur-
fræðilegum bókmenntum. Mál-
verkið hefur lifað af sér alla
framþróun ljósmyndarinnar.
En þegar áhugi fyrir góðri og
gildri listgrein dvínar, áratug
eftir áratug er tímabært að
gefa því gætur sem fram vind-
ur, ekki sízt í litlu landi, þar
sem listgreinin hefur af ein-
hverjum ástæðum fengið á sig
— óorð.
Á tímum er krafan um vemd
un tungunnar fer hærra en
nokkru sinni verður henni
sennilega fyrst og fremst beint
til skólanna. E.t.v. fer það
svo, að danskar dramatískar
bókmenntir verði vaktar til lífs
ins þar. Það mundi þjóna tvö-
földuim tilgangi, því að þá væri
samtímis komið til varnar erfð,
sem Danmörk hefur gilda
ástæðu til að vera hróðug yfir.
Guðmundur Kamban.
LEIÐRÉTTING
í GREIN miinini, Ilmur hins
liðna (um skáldsögiur Indriða
G. Þorsbeimssonar), sem birtist
í 7. tbl. Lesbókar, hafa nokkr-
ar málagreinar spillzt af pront-
villuim. Hér skulu eftirfarandi
leiðréttar:
Á bls. 12, dálki 4, línu 22—
27 (talið að ofam) á áð standa:
Helgi Sæmuindsson er á samia
máli um stíláhrifin frá Hem-
irtgway, en tekur alls ekki eins
djúpt í árinimi og bemdir auk
þeas á dæmi uim frurnleiika höf-
umdar.
Á bls. 13, dálki 3, líniu 6—9
(talið að neðaim) á að standa:
Að suimiu leyti stendur Þjófur
í paradís sem mótsetning við
Sjötíu og níu af stöðiinni og
Laimd og syni.
Fleiri prentvillur koma fyr-
ir í greininni, en meinlausari,
og verður látið undir höfuð
leggjast að leiðrétta þær hér.
Erlendur Jónsson.
Útgefandt: Hif. Árvaktir, Reykjavík.
Fratv.kv.stj.: Haratdur Sveinsson.
RiUtjórar: Siguröur Bjaraason frá Vigur.
JMattUias Johannessen.
Eyjólfur Kotrráö Jónsyan.
Hitstj.fltr.: Gisli Sigurft.'-on.
Auglýsingar: Árni Garðar Kritliii'Eon.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simt ÍDICJ.
22. febrúar 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3