Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Side 9
„Þá sezt ég' hérna í þennan stól, og' ég bið hinn mikla kraft að veita bessu fólki það lið í sjúkdómi þess, sem má.“ (Ljósm.: Sv. P.) — En séi'ðu þessa, sem standa á bak við lækningarnar? Ertu í áþreifanlegu sambandi við þá. áþreifanlegri skynjun? — Já, fullkomlega. Þeir koma hérna að stólnum, og það kem- ur svolítill hvítur depill hérna á gólfteppið. Þetta smáhækkar, unz það er komið upp í svo sem svona háa súlu, heldur hærri en stólbríkin, og þessi súla tengist við mig, hnakka og hjarta, og þeir tengjast líka við mig. Um leið finn ég, að ég læt eitthvað af mörkum. Þeir tengja líka við súluna, og eftir svolitla stund fara þeir, því að þeir eru miklu fleiri en Kristján, læknarnir, þó að hann stjórni starfi þeirra, og það er eins og þeir taki úr þess ari súlu, — ég get enga skýr- ingu á því gefið, hvað þetta er, — en það er eins og þeir taki úr þessu eitthvert efni, stund- um eins og silfurlitaðar kúlur, stundum þræði, það er ekki allt af eins. Stundum er eins og á það slái litabrigðum. Þetta fara þeir með og hverfa. Ég hef skrif að nöfn fólksins, sem hjálpa þarf, á nafnalista. Nú, þeir fara kannske í þrjár, fjórar áttir og koma svo aftur eftir þennan vissa tíma, stundarfjórðung, nema ef eitthvað er sérstakt, þá segja þeir fyrir um það, ef sam- bandið á að standa lengur. — Og þú sérð þá við upphaf og lok þessa tíma. — Já, það hefur stundum komið fyrir, að ég hef annað hvort skrifað hjá mér skakkt húsnúmer, götuheiti eða bæjar- nafn, og það er undarlegt, ég hef tekið eftir því, að Kristján er ekkert ánægður yfir því, ef ég segi honum ekki réttan stað. Ég þarf alltaf að fá upp réttan stað til þess að geta sent þá, þeim finnst það miklu léttara. Ef ég hef verið beðin fyrir sjúkling á sjúkrahúsi, verða þeir að vita stofunúmer- ið. — Talarðu við þá, jöfnum höndum og þú sérð þá? — Já, já, ég tala við þá, og Kristján segir mér oft um árang urinn, þegar hann kemur aftur, en stundum ekki. Aldrei segir hann mér, ef sjúklingurinn er dauðvona, aldrei. — Geturðu greint þá Harald og Kristján sundur á áhrifun- um, sem fylgja návist þeirra? — Já, ég þarf ekki að sjá þá til þess, þau eru ákaflega ólík, þó að áhrif beggja séu mjög góð og þægileg. En þegar Kristján vill beita sínum áhrif- um, verð ég að eiga til meiri orku, Haraldur gerir ekki eins miklar kröfur til mín. Það er lika eðlilegt. Kristján stendur úti í stríðinu við að létta og hjálpa fólkinu, sem á erfitt. Það gerir hinn líka, en sennilega með öðrum hætti, hugsa ég. — En hvaða þátt á þá Harald ur í þessu starfi? — Haraldur yfirgefur mig ekki, meðan þeir eru að starfa. Hann stendur allan tímann við stólinn minn. — Er hans hlutverk þá frem- ur að halda hlífisskildi yfir þér á meðan, halda stöðinni í lagi? — Ég býst við, að svo sé. — Haraldur er þá hvort tveggja, stjórnandi miðilssam- bandsins og verndarmaður eða gæzlumaður þessa hjálpar- starfs. — Já, einnig það. — En þú átt oft samtal við hann þess á milli, er það ekki? — Jú, hann talar oft við mig, og hann er minn bezti kennari. — Er auðveldara fyrir þig að komast í samband við Har- ald, þegar þú ert hér í þínum venjulega stól, eða getur það gerzt á öðrum stöðum, ef þú nýtur næðis á annað borð? — Það getur gerzt, hvar sem vera skal, og meira að segja í ys hins daglega lífs, bæði á vinnustað og eins, meðan ég er að tala í síma. Þá hefur Har- aldur sagt mér eitt og annað, sem ég get að vísu ekki sagt frá, því að það er einstaklings- bundið, en ég gæti ekki með nokkru móti vitað nema í gegn um eitthvað svona. Ég held mér sé óhætt að segja, að ég gæti fært sönnur á það. — En þegar þú fluttir inn á segulband efni bókanna tveggja, þar var Stefán einn sitjari, var ekki svo? — Oftast nær hefur hann setið einn. Nú orðið þarf ekki svo marga sitjara í þessu sam- bandi mínu. En fyrst voru allt- af fjórir, meðan ég var að þjálfast og ná því marki, sem hver miðill þarf að ná til að seta skilað einhverju. — í fyrri bókinni „Leiðinni til þroskans", lýsir þú því, sem fyrir augu og eyru ber á allt öðrum tilverusviðum. — Ja, það eru sálfarir, allt saman. — Þar ertu alltaf undir verndarvæng Haralds og ein- hvers annars, sem þú nefnir aldrei. Veiztu, hver hann er? — Nei, ég náði því aldrei. Ég get ekki gert mér grein fyrir því, hver hann er. Ég bað um að fá að vita það, en ég fékk aldrei að vita það. — Er þér tilhlökkunarefni að rifja upp aftur kynni þín af þessum sviðum, þegar þar að kemur og þú hverfur héðan? — Ja-á, mjög mikið. Og ég hef stundum freistazt til að fara þangað, þegar ég er ein, t.d. á kvöldin, þegar ég er bú- in með húsverkin. En ég man ekkert af því, þegar ég kem aftur. Þó finnst mér ég koma alltaf svolítið skárri en þegar ég fór. — En þú manst ekkert af því? — Nei, ekki neitt, ekki nokk- urn skapaðan hlut. En ég hef stundum freistazt til að fara svolítið út fyrir sjálfa mig. — Geturðu ráðið við það sj álf? — Já, ég get það. Þú skalt nú ekkert vera að segja frá því, — fólk getur farið að verða hrætt við mig, — en ég hef stundum látið eftir mér að skreppa til kunningjanna og sjá, hvað þeir eru að gera. Þetta er svo sem ekkert fallegt, en ég er nú ekki betri en þetta. Svona erum við mennirnir. Við erum stundum svolítið forvitin. — Þú hefur sagt mér ein- hvern tíma áður, að þú hafir gert ítrekaðar tiHaunir til að tileinka þér efni bóká þinna, bæði með því að lesa þær og hlusta á segulbandsupptökurn- ar, en ekki tekizt. — Ég get alveg sagt með sanni, að það hef ég gert. Ég man ekki, hve oft ég er búin að lesa „Leiðina til þroskans“, það er ótal sinnum, en „Leið- ina heim“ er ég búin að lesa fjórum sinnum, síðan hún kom út í haust, en það er eins og mér sé varnað að muna nokk- urn skapaðan hlut. Þó held ég, að ég muni kannske eitthvað úr formálanuim hans Stefáns, samt mjög lítið, en ekkert af meginefninu. Ég veit ekki neitt. Stefán hefur stundum verið að lesa fyrir mig kafla og kafla niðri í búð, og stund- um get ég rökrætt efnið við hann í svipinn, en daginn eft- ir er allt horfið úr huga mín- um, ég hef það ekki lengur, það er ekki lengur til. Og ef ég les sjálf, næ ég engu. — Veiztu nokkra skýringu á því, hvers vegna þetta er? — Nei, ég kann enga skýr- ingu á því, mér hefur aldrei verið sagt það. Og mér finnst þetta mjög óþægilegt. Stundum er hringt til mín og ég spurð um ákveðna kafla og talað við mig um þá, en ég get ekki tal- að við fólk um þetta, mér er það ómögulegt, ég veit ekki, hvað það er að tala við mig um, átta mig ekki á því, um hvað það er að spyrja. Vitan- lega er ég kannske orðin seinni að læra en þegar ég var ung, en ég var afar fljót að læra t.d. ljóð og næm á að ná og tileinka mér það, sem ég las, einkum það, sem ég hreifst af, og nú ætti ég náttúrulega að hrífast af minni eigin bók, er það ekki? Það, sem ég las fyrir mörgum árum, kemur oft upp í liugann nú, og ég man það vel. Það er lifandi í vitund minni og fyrir sjónum mínum. — Hvernig skynjarðu Har- ald Níelsson, alltaf á sama hátt? — Eg skynja hann alltaf eins. Ég sé hann fyrir mér, og hann kemur alltaf í björtu ljósi. Ég sé alltaf andlitið á honum. Hann er í hvítum hjúp, alveg eins og hinir. Ég hef aldrei séð hann í venjulegum fötum. — Hvernig lítur þú á dauð- ann? Telurðu hann kvíðvæn- legan, hörmulegan og hryggi- legan. — Ég lít á dauðann sem lausn. Hann er ekki nein enda- lok, við skiptum aðeins um svið. En dauðinn kemur okkur allt- af á óvart, þó að hann sé það eina, sem við vitum, að við verðum að ganga í gegnum. Ég tel dauðann í öllum tilvikum lausn, nema þegar hann kemur sem slys. Þá held ég, að dauð- inn sé ekki eðlilegur og stafi að einhverju leyti af vangá, — stundum að minnsta kosti. Og ég tel, að enginn maður eigi að taka af sér lífið. Við getum ekki sagt það um mann, sem er vanheill á geðsmunum, — hann er undantekning,------en allt fólk, sem er með heilbrigða skynsemi, á að ganga í gegn- um erfiðleikana, sem það á við að stríða, en ekki reyna að stytta þá, því að þeir verða jafnmiklir eftir sem áður. Þeg- ar yfir um kemur, verður það að ganga í gegnum það sama alveg á sama hátt, það getur ekki breytt þar neinu eða um þokað. — Ertu örlagatrúar? Tel- urðu, að maðurinn skapi sér sjálfur framtíð eða honum séu búin örlög fyrirfram? — Ég býst við, að við búum okkur örlög að einhverju leyti, þegar við leggjum af stað að heiman í fyrsta skipti. En svo held ég, að margt komi inn i hjá okkur, sem við grípum til í leiðinni og hefur áhrif á fram- vinduna. En eitt og annað er örlög, og við flýjum þau lík- lega ekki. — Að heiman, — sagðirðu áðan, — hvaðan kemur maður- inn? — Það er nú sú stóra spurn- ing, sem enginn hefur enn get- að svarað, og ég tel mig nú ekki færa um það. En það er sannfæring mín, að ég kem frá guði, þessu almætti, þessum mikla krafti. Hvernig á því stendur, að hann sendir mig frá sér, það hef ég ekki á reið- um höndum, en öll erum við þaðan komin, og öll eigum við að koma þangað aftur með okkar pund, hvort sem við höfum sáð rétt, fengið góða uppskeru eða lélega, þá verð- um við að koma þangað. — Ef við fáum lélega upp- skeru, fáum við þá ekki annað sumar, annað tækifæri? — O, jú, jú. — Og þau mörg, kannske? — Já, hann gefur okkur alltaf nýtt og nýtt. Og hjá Frainhald á bls. 12 8. mjarz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.