Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Síða 10
SIRE
Framhald af bls. 7
SIRE .......... Hneigir sig fyrir honum.
FRIÐRIK........ Þú fórst illa mig mig, tófan þín. Ætlar að fara að rjúka upp. Og
hvað át.tu þessi skilaboð að þýða?
SIRE .......... Þau hafa haft. góð áhrif.
FRiÐRIK........ Heldurðu kannski, að ég þori ekki að drekka mig fullan, þrátt
fyrir þín boð og bönn? Ég drekk mig eins skítfullan og mér
sjálfum sýnist.
SIRE .......... Þá koma skilaboðin til framkvæmdar.
FRIÐRIK........ Og hver á að framkvæmna þau? Stillir sér í hetjustellingar. Ég
býð út hverjum og einum af þinum kavalerum! Mr. Dillon
kannski? Er hann farinn? Ég böggla hann saman eins og s'kmn-
bót, sem hann skrifar á!
SIRE .......... M-itt er að sjá um bað!
FRIÐRIK........ Rekur upp hrossahlátur. Það verða þá fangbrögð, sem segja sex!
KIRSTÍN ....... Gætið að yður prins, þér eruð hvatur t.il orða —
FRIÐRIK........ Og til verka, litla mín. Til verka líka. Svolgrar í sig púnsið.
SIRE .......... Gætið yðar prins, að þér verðið ekki ofurölva!
FRIÐRIK........ Þú skalt sjálfa þig fyrir hitta, merin þín!
SIRE .......... Snýr sér undan, særð.
KIRSTÍN ....... Þér meiðið jafnt og kjassið með orðum yðar.
FRIÐRIK........ Láttu mig um það, dúfan min. Hún móðir þín hefur svo að segja
setið ofan á mér í allt kvöld, svo ég verð að rétta úr mér.
KIRSTÍN ....... Vitið þér nokkuð nema ég sé jafn þung? Verður litið á þjóninn,
sem kinkar kolli.
FRIÐRIK....... Það má reyna. Vegur hana hátt á Iort. Ekki eins þung og Jens-
ína Weiner, léttari en Louise Rasmusen. Starir allt í einu í augu
hennar. Hægt. Það er þá svona! Lætur hana hægt niður.
SIRE ......... Nú tala ég við Krieger stiftamtmann! Fer fljótt um dyr tJi. á
bakvegg.
KIRSTÍN ...... Eru þetta nokkrir mannasiðir að ráðast á kvenfólk.
Mad. KNUDSEN Kemur inn. Hvað gengur hér á?
KIRSTÍN ...... Ekki nema það, að prinsinn sýndi mér ruddaskap.
Mad. KNUDSEN Hvar er Sire?
KIRSTÍN ...... Hún fór að tala við stiftamtmanninn.
FRIÐRIK....... Eins og olíu hafi verið skvett á eld. Sú nánös, haldið þið, að ég
sé hræddur við hann? Drekkur ósleitilega.
Mad. KNUDSEN Hvar er Hendriehsen?
FRIÐRIK....... Ég drep þanm skálk og Majestæts-forbrjót, íslenzkan samsæris-
mann!
í því koma þeir Hendrichsen og Arthur, sá fyrri með sjóðinn í
sokkbol.
FRIÐRIK....... Heyrðirðu hvað ég sagði, þinn bölvaður uppreisnarmaður!
HENDRICHSEN Fallega syngur í honum núna.
SIRE ......... Kemur í þessu og víkur sér að Hendrichsen og hvíslar að honum.
Núna.
HENDRICHSEN Fær Arthur sjóðinn, lagar á sér hattinn, stígur nokkur hliðar-
spor, þreifar fyrir sér eftir handjámunum, en uppgötvar sér til
skelfingar, að hann hefur gleymt þeim heima. Snýtir sér gríðar-
lega.
FRIÐRIK....... Agndofa. Hvað er að sjá til þín, mannfýla. Snýtirðu þér í Danne-
brog?
HENDRICHSEN Stígur villimannadans um Friðrik. Það verður þá að beita hann
fantabrögðum. Ljá mér enska gullið sem snöggvast. Veifar sokk-
bolnum og kemur rothöggi á Friðrik, sem fellur beint í fangið á
Jens. Berserksgangurinn rennur af Friðrik. Við Dillon og Jens.
Svona, stjakið þið honuim fram að dyrunum. Þeir gera það. Hæ,
piltar, takið þið við, ég held honum. Þeir hverfa út fyrir.
FRIÐRIK....... Fyrir utan, síðast, sem heyrist í honum. Þinn íslenzki hundur!
HENDRICHSEN Fyrir utan, öskrar. For Helvede. Jeg er ingen Islænder! Jeg er
sgu dansk. Fer aftur inn, færir Dillon sokkbolinn. Tak for lán!
Fer aftur.
SIRE ......... Hefur staðið álengdar meðan á viðureigninni stóð, kemur nú til
Dillons. Komdu með mér!
ARTHUR........ Hvert eigum við að fara?
SIRE ......... Upp í svefnherbergið mitt. Hvert annað? Þau fara.
KIRSTÍN og Mad. KNUDSEN ganga til dyra á bakvegg.
Mad. KNUDSEN Hátt og hvellt. Mínar dömur! Kaffi er framreitt í almenningnum
fyrir dömur alleinasta. Herrarnir eru beðnir að vera hjálplegir
að ryðja salinn fyrir dansinn. í þessu kemur Einar spillemann og
strýkur nokkrar akkordur til að gefa til kynna, að hann sé kom-
inn.
EINAR SPILLEMANN Hvar er Hendrichsen?
KIRSTÍN . . . . . Hann brá sér í embættiserindum, en kemur strax aftur.
Nú hefst geysilegt útstreymi úr salnum, herramir staldra við
hjá kollunni, fá púns, kveikja sér í vindlum, sumir verða -eftir
en flestir hverfa inn aftur, bretta upp ermum o.s.frv., taka
með sér púnsglösin. Dömurnar streyma i gegnum milliher-
bergið, nokkrar fá sér púnsglös, sem þær taka með sér inn í
almenningin án þess að dreypa á þeim.
2. ÞJÓNN .... Kemur inn frá salnum, grefur upp trommu bak við skenkinn.
Fær aðstoð hjá Jens til að binda hana á sig.
JENS......... Nu sidder den godt, Madsen!
MADSEN....... Tak: Hvor er Hendriehsen?
JENS......... Hefur eftir Kirstínu. Hann skrapp frá í embættiserindum.
STEFÁN og RAGNHILDUR koma inn með öðru fólki.
STEFÁN ...... Vilt þú púns, elskan mín?
RAGNHILDUR Hristir höfuðið. Við Kirstínu. Hvað gekk eiginlega á hér inni?
Við heyrðum þvílíkan undirgang og köll.
KIRSTÍN ..... Það var svo sem ekkert. Hendrichsen rotaði prinsinn.
Framh. í næstiu Lesbók.
Dickens
Framhald af bls. 2
ber virðingu fyrir. Ég sver og
sárt við legg að á þessari jörð
er ekki að finna jafn unaðs-
lega og flekklausa sál og þessa
ungu stúlku. Ég þekki hana vel
og veit að hún er eins sak-
laus og einlæg á allar lundir
og mínar eigin dætur . . .“
Það skaut Dickens illilega
skelk í bringu, þegar þetta
bréf var birt og hann sendi í
snatri afsökunarbréf til Cathe-
rine.
Veslings Catherine. Þegar í
bréfinu er talað um andlega
erfiðleika hennar, var þá átt við
þá ástríðu hennar að drekka í
laumi? En þessar raunir og
mótlæti þoldi hún af furðu-
miklum virðuleik og lét ekki
bilbug á sér finna. „Ég vonast
til að lifa góðu lífi,“ sagði hún
„tíminn einn getur dregið úr
þeim sársauka, sem nú kvelur
mig. Bréf hans munu sýna
heiminum, að hann elskaði mig
einu sinni.“
Og veslings Georgina. Al-
menningsálitið fordæmdi hana
og taldi hana hafa svikið sina
eigin systur og fjölskyldu sína.
Kannski var hún ástfangin af
Dickens, að minnsta kosti er
vitað að hún leit mjög upp til
hans, og varla er með sann-
girni hægt að liggja henni á
hálsi fyrir að vilja fremur vera
um kyrrt og hjálpa Dickens
fjölskyldunni heldur en eiga
það yfir höfði sér að fá hvergi
athvarf né atvinnu.
Og veslings Ellen — orsök
hneykslisins. Henni hafði ver-
ið lýst sem harðsoðnum kven-
manni, sjúklega daðurgjörnum,
er hefði látið frægð Dickens
blinda sig.
Þó að hún gæti ekki komið
fram opinberlega með honum,
kom hún í heimsóknir til Gad
Hall, þar sem Georgina bauð
hana velkomna og snerist í
kringum hana. Skömmu síðar
giftist Katey Charles Collins,
bróður Wilkies, en Catherine
var ekki boðið til brúðkaups
dóttur sinnar. Þegar veizlunni
var lokið og gestirnir farnir,
rakst Mary á föður sinn í
svefnherbergi Kateys. „Það er
mín sök,“ sagði hann niður-
dreginn „það er mér að kenna,
að Katey neyddist til að gift-
ast og flytja að heiman.“
Veslings Dickens.
Dickens sýndi Ternanmæðg-
unum mesta höfðingsskap og
kostaði ferðalög þeirra og
menntun. Árið 1858 bjuggu þær
í húsi í grennd við St. Pancras,
sem var keypt í nafni frú
Ternan, en trúlega hefur Dick-
ens snarað út fyrir því. Hér
naut hann samverustunda með
sinni ástkæru. Þar kom líka
Francesco Berger, sem gerði
tónlistina við The Frozen
Deep; elskendurnir spiluðu í
spil, sungu eða dönsuðu Qg
Berger lék undir á píanó. Þetta
voru hugljúfar stundir.
Trúlegt er að Ellen hafi orð-
ið ástkona hans um þetta leyti.
En þrátt fyrir, að hann héldi
sig nú hafa fundið hinn eina
og sanna og fullkomna lífsföru-
naut, reyndist veruleikinn all-
fjarri draumsýnum hans. Mörg-
um árum síðar á Ellen að hafa
trúað vini sínum fyrir því að
hún hefði jafnan haft mestu
andstyggð á nánum tengslum
karls og konu.
Það var ekki fyrr en árið
1866, að þau stofnuðu sitt eig-
ið heimili, við Windsor Lodge
í Peckham, miðja vegu milli
Lundúnaskrifstofu hans og
Gad Hill. Því er haldið fram,
að Dickens hafi tekið húsið á
leigu undir fölsku nafni,
Tringham. En hvort þetta á við
rök að styðjast er ekki vitað.
Hann var venjulega á Wind-
sor Lodge þrjá daga í viku og
nágrannarnir minnast hans,
hvar hann sat undir grósku-
miklu tré í garðinum og skrif-
aði.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. m-arz 1970