Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Side 11
Ein ástæðan fyrlr Þvf, að
þau kusu að vera sem mest út
af fyrir sig og vekja sem
minnsta athygli er fæðing
barns þeirra. Mikil leynd
hvíldi yfir fæðingu þess og
það er aðeins eftir flóknustu
krókaleiðum að menn hafa síð-
ar komizt að því með fullri
vissu. Merkasta verður að telja
staðhæfingu Kateys sem talaði
um ,,son, sem hefði dáið í frum-
bernsku.“ Hún ljóstaði þessu
ekki upp fyrr en hún var orðin
öldruð. Þó að Katey væri alla
tíð mjög beizk út í föður sinn
og segði að hann hefði verið
„ákaflega vondur maðuir“ virð-
ist engin ástæða fyrir því að
hún segi ósatt í þessu máli.
En fyrir okkur, sem lifum
nú, skiptir í raun og veru ekki
meginmáli, hvort þau Ellen og
Dickens eignuðust þetta barn,
heldur þau áhrif, sem Ellen
hafði á þau verk, sem hann átti
óskrifuð. Söguhetjur hans Est-
ella, Bella, Helena, allar minna
þær um margt á Ellen Ternan,
og svo virðist að eftir því sem
árin líða renni upp fyrir hon-
um ljós. Ellen Ternan var þá
ekki heldur sú kona, sem hann
var að leita að. Hann hafði hrif-
izt af sakleysi hennar og æsku-
blóma. En í reynd var hún harð-
lynd og heimtufrek og þegar
Dickens komst smám saman á
snoðir um þessa neikvæðu eig-
inleika hennar varð hann ekki
aðeins vonsvikinn, heldur
beinlínis harmi lostinn. Hann
hafði hafið hana upp til skýja,
tignað hana og tilbeðið og tal-
ið að hún væri að „bjarga" sér.
En nú varð sú hugsjón hans
að engu.
Árið 1865 var Dickens á
heimleið ásamt Ellen frá París.
Lestin fór út af sporinu og
steyptist út í á. Dickens slapp
að mestu ómeiddur, svo og Ell-
en. Dickens reyndi að hlúa að
hinum slösuðu _ af sinni al-
kunnu atorku. „Ég hrasaði um
konu sem lá uppi við trjástofn
og blóðið streymdi niður andlit
hennar. Ég spurði hana, hvort
hún vildi koníakslögg og hún
kinkaði kolli. Fáeinum mínút-
um síðar kom ég til hennar aft-
ur, þá var hún dáin.“ Það fékk
mikið á hann að horfa upp á
þjáningar fólksins og sérstak-
lega þó, hversu margir dóu eft-
ir að hann hafði hellt ofan í
þá koníaki. Allt gerði hann í
beztu meiningu, en vissi ekki,
að þetta var það versta, sem
hann hefði getað tekið til
bragðs.
En slysið dró samt dilk á eft-
ir sér fyrir Dickens. Hann var
ekki samur maður eftir. Engu
að síður dró hann hvergi af sér
og ákvað að fara í mikla fyrir-
lestraferð til Bandaríkjanna.
Skömmu áður en hann lagði
upp í ferðina fékk hann bréf
frá Catherine, konu sinni, þar
sem hún óskar honum farar-
heilla. Og svo virðist, sem það
hafi glatt hans hrelldu sál að
fá bréfið og hann skrifaði um
hæl: „Ég gladdist yfir bréfi
þínu og hlýjar óskir þínar orna
mér um hjartarætur. Mikil
vinna er framundan, en það er
ekki ný bóla og ég er ánægð-
ur að hafa mikið að gera.“
Hann lagði upp frá Liver-
pool þann 5. nóvember. Ellen
var ekki með í förinni og svo
virðist sem samband þeirra
han hanglð á bláþræði þegar
hér var komið sögu. Hann ferð-
aðist um Bandaríkin og hélt
fyrirlestra, en heilsu hans fór
ört hrakandi. Þegar hundruð
manna höfðu komið saman til
að halda honum kveðjuhóf
barst sú fregn að hann væri
sjúkur og gæti ekki stigið í
fæturna. f rauninni hjarði
hann á nýjum rjóma og tveim-
ur teskeiðum af rommi á morgn
ana. Um hádegið drakk hann
líter af kampavíni og skömmu
áður en hann kom fram til að
lesa upp fékk hann sér sérrí
með hrærðu eggi. Þegar Dick-
ens staulaðist loks inn í
veizlusalinn brá áhorfendum í
brún, er þeir sáu útlitið á
skáldinu.
Tveimur dögum síðar lagði
hann af stað heimleiðis og var
fagnað þar með lúðrablæstri og
fánablakti.
Hann var sjúkur maður en
fékkst ekki til að hlífa sér.
Hann kom víða fram og las
upp, sérstaklega úr Oliver
Twist. Stundum var Charley
sonur hans með honum til að
styðja hann, þegar við lá að
hann hnigi niður.
Þann 15. marz staulaðist
hann út af sviðinu í síðasta
sinn. En þessir fyrirlestrar
höfðu fært honum drjúgan
skilding í aðra hönd: hann
hafði fengið um það bil 50 þús-
und pund fyrir 423 fyrirlestra.
Til að gleðja dóttur sína,
Mary, lét hann tilleiðast að
koma til Lundúna og sitja þar
göfugar veizlur og samkvæmi,
meðal annars þá hann boð
Viktoríu drottningar. Hún lét
hann standa í fjórar stundir og
fáraðist mjög yfir því, hvað
erfitt væri að fá áreiðanlegt
þjónustufólk til starfa nú á
dögum. Hann bar síðar til baka
þann orðróm, að drottningin
hefði boðið að sæma hann orðu.
Þegar hann kom aftur til
Gad Hill reyndi hann að vinna
að The Mystery of Edwin
Drood. Kvöldið 8. júní stóð
hann upp úr stólnum sínum,
hrópaði upp að hann þyrfti að
komast til London og hné nið-
ur. Hann var lagður á legu-
bekk og lá þar rænulítill næsta
sólarhring. Sent var eftir fjöl-
skyldu hans og vinum, þar á
meðal Ellen, sem kom tafar-
laust. Klukkan sex um morg-
uninn tók hann síðasta and-
varp.ið Þá var liðið nákvæm-
lega ár, síðan járnbrautarslys-
ið, sem jafnan síðar var kallað
The Staplehurst Disaster, gerð-
ist.
Hann hafði óskað eftir að
vera grafinn í litlum kirkju-
garði við Rockhester kastala —
hann var löngu búinn að
gleyma að eitt sinn hafði hann
óskað eftir að vera grafinn við
hlið Mary Hogart — en The
Times krafðist þess að hann
yrði grafinn í Westminster
Abbey.
í ævisögu Forster er aðeins
einu sinni minnzt á Ellen
Ternan, en í erfðaskrá sinni
arfleiddi hann hana að eitt
þúsund pundum. Það hefur
mörgum þótt furðulág upphæð,
en ýmsir hafa getið sér þess til
að hann hafi fyrir dauða sinn
gert ráðstafanir í þessu efni.
Síðasta verkið sem hann var
að skrifa The Mystery of Ed-
win Drood auðnaðist Charles
Dickens ekki að ljúka við.
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
Framihald af bls. 3.
fullar af þjóðernislegri hugsjón
og tilbeiðslu á fögru líferni. Og
áhuigi þeirra á íslenzkum land-
búnaði er með ólíkindum. Til
að mynda er Þorra lagður í
munn þessi ljóðræni búnaðar-
þáttur:
„Jæja, jörð mín, hvíslaði
hann, ég gat ekki bjargað þér.
Nú bíður þú hnípin. Og innan
skamms mun faðir minn hætta
að ganga til kinda suður á
Bjalla, og ekki heldur stugga
ám úr grænum túnum, heldur
sækja vinnu á Völlinn. Og ræt-
ur sonar míns, sem liggja í þess
ari mold, munu slitna, og móðir
mín situr alein langa daga og
horfir á sjóinn brjóta túnin. Og
bráðum hættir bláliðjan að ilma
hér á Hólmaheiði. . . “
Samtöl Sjávarfalla eru skrif-
uð á vönduðu bókmáli, en líkj
ast óvíða tungutaki sveitafólks
eða alþýðufólks yfirleitt. Eðli
legast er málfar ungs drengs,
sem kemur að vísu talsvert við
sögu.
Helgi Sæmundsson fór víst
ekki villur vegar, þegar hann
kvað höfundinn vilja „láta sög-
una tákna annað og meira en
hún rís undir. Þó er lakast,
hvað sögufólkinu skammtast
naumt svipmót, einkenni og ör-
lög. . . Gallar sögunnar eru
raunar snotrir, því að vand-
virkni höfundarins segir alltaf
til sín, en kostir hennar hefðu
þurft að vera fleiri og skýr-
ari.“
Helgi spáði, að næsta bók
Jóns Dan yrði betri, og reynd-
ist hann nokkuð sannspár.
Hún kom eftir annað tveggja
ára hlé, og hafði höfundur val
ið henni titilinn Tvær band-
ingjasögur (1960). Eins og heiti
hennar ber með sér, eru þarna
prentaðar tvær sögur í einni
bók, hvort tveggja stutt skáld-
saga. Nótt á blæng heitir hin
fyrri og minnir um margt á
Sjávarföll, en er samfelldari og
kunnáttu.legar skrifuð. Aðalper
sónan er sem fyrr ungur mað-
ur. Hrafn heitir hann (blæng-
ur merkir líka hrafn). Eftir að
faðir hans og bræður tveir hafa
látizt úr slagi með stuttu milli-
bili, fyllist Hrafn dauðageig og
tryllingi, og snýst sagan mest
um örvæntingarfull, en háalvar
leg kvennamál hans. Mikið er
um slagsmál 1 sögunni, og pers
ónurnar í blóðheitasta lagi sem
íslenzkt sveitafólk.
Líka ber Nótt á blæng á sér
yfirsvip eldri tíðar. Ungir menn
berjast þar um efnaðar heima-
sætur til að krækja með þeim
í kostajarðir feðra þeirra.
„. . . Vilhjálmur tók sér unn
ustumissinn nærri. Hvort held-
ur það hefur nú verið af ástar-
trega, eða hann hefur séð eftir
Melsöndum, þeirri kostajörð, þá
eltu þeir Hrafn nú grátt silfur
langa hríð. Þeir slógust á balli,
báðir við vín, svo jafnir að
burðum að hvorugur hrósaði
sigri. . . “ Þrátt fyrir frásagnir
af þessu tagi er eindregið gefið
til kynna, að Nótt á blæng ger
ist eftir stríð, því ferðazt er á
jeppum, svo dæmi sé tekið.
Seinni sagan í Tveim band-
ingjasögum heitir Bréf að aust
an og er skrifuð í svipuðum
dúr og Sjávarföll og Nótt á
blæng. Aðalpersónan, Óli Finn
ur, er jafn ofsafenginn og Þorri
í Sjávarföllum og Hrafn í Nótt
á blæng. En ofsi Óla Finns er
betur skýrður og verður fyrir
þá sök eðlilegri í sögunni. Hug-
næmastur er fyrsti hluti sög-
unnar, þar sem segir frá upp-
vexti Óla Finns sem munaðar-
lauss drengs meðal vandalausra
Fordæðuskap húsbænda hans
er að sönnu ferlega lýst, en
engan veginn ótrúlega. Með
þann þátt í baksýn verður skilj
anlegra, að Óli Finnur skuli að
lokum hafna á letigarðinum.
Ástarsaga Óla Finns og
sveitastúlkunnar Þóru er með
sömu ódæmum og aðrar ástar-
sögur Jóns Dan, þó hún endi
með gifting og stofnun heimilis.
Og frásögnin af Reykjavíkur-
dvöl Óla Finns og Þóru og
basli þeirra í höfuðstaðnum
svífur I þoku.
Smásagan Jörð í festum er
felld inn í Bréf að austan.
Sumt, sem sagt var um smásög-
una, á því við um skáldsöguna
alla.
Sé litið á skáldverk Jóns
Dan sem heild, má ef til vill
svo að orði kveða, að hann
hafi orðið hart úti í þjóðlífs-
bylting undangenginna áratuga
Hann er ekki nógu gamall til
standa föstum fótum í eldri tíð.
Hins vegar er hann of gamall
til að gera sér ljósa grein fyrir
rökum nýja tímans, enda af
næmasta skeiði, þegar landið er
hernumið og rótgróin gildi eru
tekin til endurmats.
Manngerðirnar í sögumJóns
Dan eru gamlar, umhverfið
sömuleiðis. Þegar svo reynt er
að flytja nýja hluti inn í það
umhverfi og koma þeim þar fyr
ir, líta þeir út sem torkennilegt
aðskotaefni, umhverfið tekur
ekki við þeim. Tökum sem dæmi
eftirfarandi baðstofuþátt:
„Inni í baðstofu hafði verið
búið um hann og hann settist á
rúm sitt, þungt hugsandi. Hér
átti hann að sofa í nótt. Rúm
hans var frammi við dyr.
Gegnt honum var rúm, sem göm
ul kona, Bryna sat á, þá rúm
Þóru, og innst svaf afi gamli.
Milli hans og hjónanna var
autt rúm“ (Bréf að austan).
Þessi lýsing er í sjálfu sér
prýðilega trúverðug. En þar
sem hún er slitin úr samhengi,
kynni sá, sem hefði ekki hug-
mynd um uppruna hennar, að
geta sér til, að hún væri tekin
upp úr til að mynda endur-
minningum einhvers manns frá
fyrstu áratugum þessarar ald-
af eða enn eldri • tíð. En nú á
þetta að gerast í stríðsbyrjun
eða skömmu fyrir stríð. Þegar
gesturirin í baðstofunni er
stuttu síðar kominn í setuliðs-
vinnu uppi í Hvalfirði, lítur
það út eiris og hlaupið hafi ver
ið yfir að minnsta kosti hálfa
öld í véruleikanum. Anakrón-
isminn þarf ekki að vera tilvilj
un: höfundinn hefur einfald-
lega skort þá yfirsýn, sem nauð
synleg var til að tengja saman
endana.
Hins er þá jafnframt skylt að
geta, að Jón Dan hefur ekki
spennt bogann hátt og vart ætl
að sér um of sem skáldsagna-
höfundur. Það er ekki fyrir til-
þrif, og enn síður frumleika,
heldur vegna heiðarleika og
vandvirkni, að hann hefur
áunnið sér traust sem gegn og
liðtækur höfundur.
Orðsending til
þeirra er binda
inn Lesbók
Morgunblaðsins
Ruglingur hefur orðið á ár-
gangamerkingu Lesbókar svo
sem hér segir: Árið 1969 telst
vera 44 árgangur Lesbókar, en
frá og með 5. tölublaði 1969
stendur ranglega 45. árgangur
og sú skekkja hefur haldið
áfram fram á þetta ár. Þar af
leiðir, að framan á efnisyfirliti,
fyrir árið 1969, sem fylgdi 1.
blaði ársins 1970, stóð 45. ár-
gangur og blöð þessa árs hafa
til síðuslu Lesbókar verið
merkt 46. árgangi.
Nú verður þessi skekkja að
sjálfsögðu leiðrétt og blöð
þessa árs merkt 45. árgangur.
En einnig vill Lesbókin gefa
þeim sem binda blaðið inn, kost
á að fá að nýju efnisyfiriit
fyrir árið 1969 með réttu núm-
eri framan á, þ.e.a.s. 44. árgangi.
Þeir safnarar Lesbókar, sem
hug haía á að fá þessa örk,
sendi sem fyrst nöfn sín og heim
iiisföng til Lesbókar Morgun-
blaðsins.
8. marz 1970
■■■■01 immmmmmmmm
LESBÓK MORGUNBLAÐSiL S 11