Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 2
Þeir eru svo sannfærðir um, að
þessi gerð sé bezt allra bíla,
að þeir hafa ekki einu sinni
fyrir því að prófa neitt annað.
Láti einhver í ljós vantrú á
þessari gerð, þá samsvarar það
móðgun og persónulegri árás.
Allt frá árdögum bílanna
hafa þeir verið stöðutákn í
þjóðfélaginu. Þýðing þeirra,
sem slíkra hefur þó stórminnk
að upp á síðkastið með jafnari
efnahag manna. Auk þess eiga
ólíklegustu menn peninga til
þess að geta keypt sér hvaða
bíl sem vera skal. Þannig óku
Bítlamir á Rolls Royce snemma
á frægðarferli sínum. Og nú
hefur Lennon keypt dýrasta bíl
sem völ er á, Mercedes Benz
600, af sömu gerð og þjóð-
höfðingjar eða olíukóngar aka
á. Af þessum sökum og ýmsum
öðrum missir bíllinn gildi sitt
sem stöðutákn í þjóðfélaginu
að verulegu leyti, þó ekki al-
gerlega. Að eiga sportbílinn
Maserati Ghibli er t.d. svo
ákveðið stöðutákn, að aðaleig-
andi og forráðamaður Ford-
verksmiðjanna Henri Ford II. á
einn slíkan bíl. Annars lýsti
Henri Ford því yfir nýlega, að
hann teldi dýrðardaga bílsins
liðna tíð; í Ameríku færist sú
skoðun mjög í vöxt að líta á
bílinn aðeins sem farartæki á
hjólum, hentugt til að komast
leiðar sinnar.
Sú skoðun er þó engan veg-
inn almenn ennþá, og þarf
ekki langt að fara til að finna
dæmi til rökstuðnings. Segja
má, að allir ættu að geta kom-
izt leiðar sinnar á bíl eins og
Cortinu, sem kostar eitthvað
nálægt 240 þús. kr. Hann virð-
ist vera nægilega rúmgóður að
innan fyrir hvem sem er, og
þar að auki fremur þokkaleg-
ur í útliti. Samt kaupir tals-
verður fjöldi manna hér á
landi bíla, sem kosta tvö-
falt verð Cortinunnar, eða 480
þúsund. Á sama hátt má segja,
að það verð samsvari 3 Skoda-
bílum. Og þeir sem eiga Skoda,
láta flestir vel af þeim og
segja, að vel sé hægt að kom-
ast leiðar sinnar á þeim. Nú
eru t.d. minni gerðimar af
amerísku bílunum, dýrasta
gerðin af Volvo, BMW eða
Peugeot 504 ekki til muna
stærri að innan en Cortinan
er. Samt horfa menn ekki í að
verja heilu bílverði eða tíföld
um miðlungs mánaðarlaunum í
þann mismun, sem kann að vera
á þessum betri bilum og venju-
legu farartæki eins og Cortinu.
Þetta er merkilegt rannsókn
arefni og sýnir að menn líta
öðrum augum á bíla en aðrar
vélar og heimilistæki. Það er
t.d. staðreynd sem sölumönn-
um er fyrir löngu kunn, að út-
litið ræður mestu um það,
hvaða bíl menn kaupa. Þann-
ig er það að minnsta kosti er-
lendis, en hér á íslandi gegnir
ef til vill öðru máli, þar sem
verð á bílum er óeðlilega hátt,
miðað við tekjur manna al-
mennt og margir verða að slá
af því sem þeir mundu kjósa
sér helzt sökum kostnaðarins.
En þegar um er að ræða bíla
á sambærilegu verði, þá stað-
næmist kaupandinn að lokum
við þann, sem honum finnst fal-
legastur, jafnvel þótt hann
viti að hinir kunni að hafa eitt-
hvað framyfir í tæknilegum
efnum. En fegurðarsmekkur
manna er ákaflega misjafn og
sú bílategund er víst alls ekki
til í veröldinni, að einhverjum
þyki hún ekki taka öllum öðr-
um fram frá fagurfræðilegu
sjónarmiði.
íslendingar leggja oft ótrú-
lega og ef til vill óeðlilega
mikið á sig til að geta ekið á
sæmilegum bíl. Meðan vega-
kerfi okkar stendur í stað að
mestu, fást sífellt færri og
færri bílar, sem beinlínis er
gert ráð fyrir að komi á mal-
arvegi. Og ýmsum fallegustu
og bezt búnu bílum heimsins
hafa Islendingar aldrei kynnzt
af þeim sökum, að hér væru
þeir ókaupandi. Þar að auki
nytu þeir sín engan veginn á
holóttum malarvegum.
í víðlesnu, erlendu frétta-
tímariti var getið um það, að
þýzkur eigandi Mercedes Benz
dró upp skammbyssu sína og
skaut annan mann til bana,
vegna þess að sá hafði haldið
því fram, að hann vildi fullt
eins eiga Opel. Það hefur líka
oft verið sagt, að Þjóðverjar
fari betur með bílinn en eig-
inkonuna. Natni þeirra við að
þrífa og pússa Benzana sína er
löngu heimskunn. íslendingar
eru aftur á móti draslarar í
eðli sínu. Þótt margir hafi
sanna ánægju af bílum, nenna
þeir ekki endalaust að standa
í að þrífa og bóna. Enda mætti
það æra óstöðugan á stundum.
Þegar komið er út fyrir poll-
inn til Englands, Þýzkalands
eða Ítalíu, þá rekur íslending-
urinn augun í það, að allir bíl-
ar sýnast nýbónaðir. Þegar
heim er komið, sér maður að
hér eru bílar meira eða minna
útataðir, en það á sér oftast eðli
lega skýringu. En það er líka
annað, sem maður tekur eftir.
Það er hinn stórkostlegi sila-
keppagangur í umferðinni hér.
Það hefur verið sagt að menn
aki eins og þeir eru skapi
Framhald á bla. 18
Einkennileg löggæzla
NÝLEGA hitti ég útlending, sem dvalizt
hefur á íslandi um nökkurn tíma. Hann
varð fyrir því að kvöldi dags að lög-
reglan stöðvaði hann. Vildu lögreglu-
menn vita hvert hann væri að fara, fá
að sjá ökuskírteini og skoðunarvottorð
og loks láta hann anda framan í sig.
Maður þessi hefur ferðazt víða um heiim.
Kom honum þetta mjög á óvart, því að
hann segist ekki vera vanur því í vest-
rænum löndum, að lögreglan láti ai-
menna borgara ekki í friði, þegar þeir
eru ekki að brjóta lög. Hefur hann ekki
lent í slíku atviiki síðan hann var í upp
sveitum Búlgaríu fyrir nokkrum árum.
Ég hef sömu sögu að segja. Ég hef ekið
um alla Evrópu á síðustu sex árum og
hef aldrei verið stöðvaður af lögregl-
unni. Bæði í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum tíðkast það að hafa sérstök
skilti á vegurn, þar sem radarmælingar
á hraða fara fram. Tilgangurinn með
því er að vara borgarana við, en ekki
að ná þeim með því að fela sig bak við
runna.
Þessi útlendingur var furðu lostinn og
áhyggjufullur, enda full ástæða til. Ef
maður er ekkert að gera af sér, en fær
samt ekki frið fyrir lögreglunni, er lög-
gæzlan komin á undarlegar leiðir. Svona
lagað gerist ekki nema í lögreglurikjum.
Við þetta bætist, að mikið af löggæzl
unni í Reykjavík er út í hött. Það
fara aldrei fram radarmælingar á Suð-
urgötu við Kirkjugarðinn og þar aka
menn áhyggjulausir eins hratt og þeim
þóknast á mjórri og ósléttri götu. Á Suð
urgötu við Háskólann eru aftur á móti
af og til radarmæhngar, enda gatan
breið og að öllu leyti greiðfær. Virðist
það vera meginregla hjá lögreglunni að
mæla ekki hraða nema þar, sem hætta
er lítil og umfarð greiðfær. Helzta und-
antekning frá þessu er nálægt horni
Sóleyjargötu og Hringbrautar.
Staðir, þar sam mæling fer fram, virð
ast aðallega þurfa að uppfylla eitt dkil-
yrði, það að auðvelt sé að fela sig. Virð-
ist þvi augljóst, að tilgangurinn með
þessum mælingum er ekki að hindra of
hraðan aikstur á tilteknum stað, heldur
að sekta menn. Algengustu staðir, þar
sem mælingar fara fram, eru á Hring-
braut í vestur við Smáragötu, Hring-
braut nokkru vestan við tjörnina, Miklu
araut í báðar áttir við Shell-stöðvarnar,
Skúlagötu í vestur við bensínstöðina á
Klöpp, Miklubraut í vestur nálægt Tóna
bæ og Suðurgötu við Háskólann. Á öll
um þessum stöðum er skjól að finna
fyrir þessa laumustarfsemi.
Kunnugir fullyrða, að aldrei sé mæld
ur hraði með radar að nóttu til, aidrei
þegar mikil umferð er, vegna þess að
þá myndast svo mikið umferðaröng-
þveiti, aldrei nema í lítilli rigningu, því
stórrigning ruglar radarinn, sjaldan í
vonduim veðrum, því að l'ögregluþjóna
langi ekkert meira að vera kalt en ofck-
ur hina. Sé þetta rétt, og vissulega er
eitthvað til í því, fara radarmælingar
fram að degi til, í björtu veðrd, á þurr-
um vegi, þegar lítil umferð er og fyrst
og fremst á breiðum og greiðfærum um
ferðaræðum. Það er einmitt við þæir að-
stæður, sem slysahætta er minnst.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki
mætti nýta betur þá vinnu, sem fer í
þetta, svo sem til þess að segja óvönu
fólki til, þegar það gerir vitleysur í um-
ferðinni. '
— Sv. Þ.
2 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
18. april 1970.