Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 3
Ford Capri á fullri fsrð í hinum erfiða Austur-Afríku kappakstri, sem fram fer ár hvert.
Sverrir Þóroddsson:
Helztu
hraðaksturskeppnir heimsins
og nokkrir snjöllustu kappakstursmcnnirnir
I samræðum við fölk, má oft
heyra, að þekking þess á kapp
akstri er lítil sam engin. Þ'etta
er eðlilegt, þar sem kappakst
ur befur ekki verið tíðkaður
hér á landi. Rar..,ar lítur margt
fólk á hann som eitthvað sið-
laust eða ábyrgðarlaust, sem
sennilega stafar af þeim stanz
lausa og einhliða áróðri, sem
hér er rekinn gegn hraða.
>að breytir ekki því, að
kappakstur er. ein vinsælasta
íþrótt, sem stunduð er í ver-
öldinni. Til dæmis má geta þess
að aðeins ,,football“ og „base-
ball“ eru vinsælli áhorfenda-
íþróttir í Bandaríkjunum og að
eins knattspyrna er vinsælli í
Bretlandi. Það er þó kannski
enn mikilvægara, að kappakst-
ur dregur á hinar í vinsældum
hjá áhorfendum og að áhorf-
endur kappaksturs eru almennt
yngri en á keppnum í hinum
fþróttunum.
Flestir hugsa um kappakst-
ur sem einhliða keppnisform en
sannleikurinn er sá, að fjöl-
breytnin er gifurleg. Margvis-
legar brautir eru notaðar og
margvíslegir bílar.
Algengustu brautirnar eru
svokallaðar vegabrautir og
sporöskjulagaðar brautir. Vega
brautirnar eru þannig til
komnar að (hinar fyrstu keppn
ir voru haldnar á götum,
sem var lokað á meðan fyrir
venjulegri umferð. í sumum til-
vikurn er það gert enn, eins og
til dæmis í Monaco, Watkins
Glen í Bandaríkjunum, Targa
Florio á Sikiley og Le Mans. í
flestum tilvikuim eru þó vega-
brautir byggðar eingöngu fyr-
ir kappakstur, eða breytt úr
einhverju öðru, svo sem göml-
um flugvöllum. Sporöskjulag-
aðar brautir eru venjulega með
hallandi hornum og alltaf ek-
inn sami hringurinn. Þekktar
meðal þeirra eru t.d. Indiana-
polis og Darlington í Banda-
ríkjunum. Þá eru til brautir,
seim nota 'hvort tveggja í senn,
svo sem Monza á Ítalíu og
Dayton í Bandaríkjunuim.
Formúla I
Algengasta gerð kappakst-
ursbila eru svokallaðir for-
múlu-bílar. Þeir eru eins sætis,
opnir, með hjólin utan við
skrokkinn. Þekktastir þeirra
eru Formúla 1, en á þeim er
keppt um heimsmeistaratitil í
kappakstri. Þeir mega vera
minnst 500 kg að þyngd og
mótorinn má vera mest 3.000
rúmsentimetrar eða 1.500 rsm
með forþjöppu, en enginn notar
það núna. Úr þessum mótorum
fást þegar bezt gegnir, 440 hest
öfl, úr Cosworth Ford. Bæði bíll
og mótor eru algerlega sérsmíð-
aðir, en mótorinn verður að
ganga fyrir venjulegu bensíni.
Hámarkshraði þessara bíla fer
eftir því á hvaða braut er ek-
ið og fara þeir hraðast á Spa í
Belgíu, upp í 335 km.
Keppnir í formúlu 1 verða
13 í ár og haldnar á eftirtöld-
um stöðum: Kyalami í Suður
Afríku, Jarama á Spáni,
Brands Hatch á Bretlandi, Albi
í Frakklandi, Monza á Ítalíu,
Watkins Glen í Bandarikjun-
um, St. Jovite í Kanada, Mexi-
co City í Mexico, Zandvoort í
Hollandi, Spa í Belgíu, Nur-
burgring í Þýzkalandi, Zeltweg
í Austurriki, og loks í Monaco.
Þekktustu ökumenn i For-
múlu 1 eru þessir: Jackie
Stewart; varð heimsmeistari í
Matra Ford í fyrra. Hann hef-
ur ekið síðan 1961 og gengið
vel. Hann er mjög öruggur í
keppni, viðfelldinn maður og
vinsæll, Skoti að uppruna.
Graham Hill, varð heiimismeist
ari í annað sinn 1968 í Lotus
bil. Hann er mjög reyndur og
meðal elztu ökumanna. Hann
slasaðist í fyrra á Watkins
Glen og er nú að byrja að
keppa aftur. Hann er ímynd
hins sanna Englendings, fynd-
inn og líflegur maður.
Jodhen Rindt; er Austurrikis
maður, sem nú ekur fyrir
Lotus. Hann þykir ofsafeng-
inn og ekur mjög hratt, en er
ekki alltaf gætinn, og verður
því ekki stigahár eftir keppn-
isárið.
Af yngri ökumönnum má
nefna Chris Amon frá Nýja
Sjálandi og Jacky Ickx frá
Belgíu, sem báðir eru mjög
góðir, sérstaklega sá aíðar-
nefndi. Báðir hafa staðið sig vel
í löngum keppnum og hafa unn
ið á Daytona og Le Mans.
í fyrstu Formúlu-1 keppni
þessa árs sigraði Jack Brab-
ham, Ástralíumaður, sem kom-
inn er vel yfir fertugt og hef-
ur orðið heimsmeistari þrisvar.
Hann byggir eigin bila og er
greinilega ekki á því að gefa
eftir, þrátt fyrir aldurinn. Bíll
hans varð númer tvö í stiga-
tölu framleiðenda Formúlu-1
bíla í fyrra. Annar bílstjóri,
sem ekur eigin bil, er Bruce
McLaren, sem ásamt öðrum
Nýsjálendingi, Dennis Hulme,
hefur verið alls ráðandi í Can
Am keppninni. Telja kunnugir
að þeir hefðu jafnvel getað
unnið heimsmeistaratitilinn í
fyrra, ef þeir hefðu lagt jafn
mikið upp úr því eins og Can
Am keppnunum. McLaren varð
númer þrjú í stigatölu um
heimsmeistaratitilinn og Denn-
is Hulme númer sex.
Formúla II
Billinn sjálfur er sérsmíðað-
ur, venjulega mjög likur For-
múlu-1 bíl. Bloklkin í motórn-
um verður að vera úr bíl, sem
framleiddur er í að minnsta
kosti 5.000 eintökum á ári,
1.600 rsm að stærð. Aðrir mótor
hlutar mega vera sérsmíðaðir.
Kraftmestu mótorarnir eru
Cosworth Ford, um 235 hest-
öfl. Komast þessir bílar mest í
280 km hraða á Spa í Belgíu.
Formúla III
Þessir bílar eru svipaðir út-
lits og Formúla 1 og 2, en tals-
vert léttari, vegna þess að mót-
orinn er minni. Mótorinn má
vera 1.000 rsm og blokk og
„head“ verða að vera úr bíl,
sem er í framleiðslu. Nota má
einn blöndung, með opi, sem
ekki er stærra en 36 millimetr-
ar í þvermál. Úr þessum mótor-
um nást mest 125 hestöfl og
þeir koimast upp í 225 kim
hraða. Þetta eru taldir vanda-
sömustu Fonmúlubílarnir í
akstri. Þeir eru léttastir og
kraftminnstir, • en nota mjög
breið dekk, þannig að hraðinn
er mestur í beygjunum af öll-
um bíluim, þó að meðalhraðinn
sé minni, vegna minni krafts.
Sem dæmi má nefna, að í fyrra
var Brands Hatch brautin
í Bretlandi ekin í Formúlu-3
bíl með 125 hestöfl, á sama
hraða og Jimmy Clark ókhana
árið 1965, þegar hann var allra
manna hraðskreiðastur í For-
múlu-1 bíl með 225 hestöfl.
Formúla Ford
í þessum bílum eru notaðir
hlutar úr Ford Cortinu GT.
Verður mótor, felgur ogbrems-
ur að vera óbreytt. Skrokkur,
Mark Donohue í Trans Am-keppni í Chevrolet Camaro Dodge Daytona, sem notaður er í NASCAR-keppnum.
18. apríl 1970.
MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 3