Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 4
hjólastell og gírkassi er sér- smíðað. Bílar þessir hafa um 95 hestöfl og ná um 200 kíló- metra hraða. Var Formúla þessi búin til í þeim tilgangi að gefa byrjendum tækifæri til að keppa í tiltölulega ódýrum bíl- um. Formúla V f>essi Formúla er byggð á hlutum úr Volkswagen og keppa þar svo til eingöngu al- gerir byrjendur. Notaður er óbreyttur Volkswagen 120'0 mótor, þó að sumstaðar sé not- aður 1500 rsm mótorinn. X>á er notaður gírkassi, hjólastell og felgur úr VW. Skrokkur er sér- smíðaður. f þessum bílum eru notaðir mótorar, sem eru í fjöldafram- leiðslu, með upprunalega blokk og „head“, en gera má margvíslegar breytingar aðrar. Hestaflatala þessara mótora er í kringum 480. Þó að þessir bílar séu með kraftmeiri mótor en Formúla 1 bílar, þýðir það ekki að þeir fari hraðar, því að þeir eru mun þyngri. ökumenn í Formúla A eru margir þeir sömu og í öðrum Formúla keppnum. Auk þeirra eru menn, sem stunda aðallega þessar keppnir og eru meðal þeirra kunnustu Bandaríkja- mennirnir Sam Posey og Tony Adamowicz, Englendingarnir Peter Gethin og David Hobbs, og ítalinn Andrea de Adamich. USAC Championship Formúla Þessir bílar eru sérstaklega byggðir til keppni um Amerílku meistaratitilinn. Notaðir eru þrenns 'konar mótorar, 2600 rsm með forþjöppun, sem gefa nærri 800 hestöfl, 4,200 rsm sér byggðir, um 520 hestöfl, og 5.000 rsm með fjöldaframleiddri blokk, en mikið breyttir, með um 600 hestöfl. Bílum þessum er mest ekið á sporöskjulaga brautum og eru því sumir byggðir skakkir, þar sem allar beygjur eru í sömu átt. Árin 1967 og 1968 voru gerðar til- raunir með túrbínumótora. Voru þeir alls ráðandi í keppn inni, en biluðu í bæði skiptin. Indianapolis er frægasta keppnin um titilinn og jafn- framt sú hraðasta. Fara þeir hraðskreiðustu upp í 365 km hraða. Indianapolis er einnig sá kappakstur, sem hefur mest verðlaunafé, um 210 þúsund dollara, eða um átján og hálfa milljón króna fyrstu verðlaun. Það er því ekki til lítils að vinna. Kunnustu ökumenn eru þessir: Mario Andretti, sem vann á Indianapolis í fyrra. Hann varð Bandaríkjameistari í þriðja sinn í fyrra, og er hann talinn einn fjölhæfasti bílstjóri, sem uppi er og hefur staðið sig vel í nánast öllum gerðum kapp- akstursbíla. A.J. Foyt er eini maðurinn, sem unnið hefur titil Bandaríkja meistara 5 sinnum. Hefur hann unnið þrisvar á Indianapolis. Hann hefur samanlagt fleiri stig í þessari meistarakeppni, en nokkur annar maður hefur fengið. Bobby Unser hefur keppt árum saman í margvíslegum bílum, meðal annars í keppn- um upp á Pikes Peak, en hann á heima skammt þar frá. Hefur unnið á Indianapolis, og orðið Bandaríkj ameistari. Dan Gurney, hefur unnið fleiri Formúlu-1 keppnir en nokkur annar Ameríkumaður. Hann er einn af fjölhæfustu bílstjórum, sem uppi eru og hef ur staðið sig vel í margvísleg- um bílum. Heims- meistaratitill framleiðenda Um þennan titil er keppt á sérbyggðum bílum, sem verða Jackie Stewart, heimsmeistari í fyrra, í keppni a Matra Ford. Takið eftir vængjunum að framan, sem gerðir eru til að halda bílnum niðri. að vera tveggja manna, með ljós og allan búnað, sem þarf til akstuns á götum. Einnig verða þeir að hafa meðferðis varadekk og hafa farangurs- rými, eftir vissum reglum. Þessir bílar eru venjulega lok- aðir og mjög straumlínulagað- ir. Þeir geta orðið hraðskreið- astir allra kappakstursbíla. Mótorar eru tvenns konar, 3.000 rsm sérbyggðir og 5.000 rsm sem verða að vera framleiddir í 25 eintökum á ári. Þeir verða að ganga fyrir venjulegu bensíni. Venjulega eru keppnir á þessum bílum mjög langar, 12 til 24 tímar. Þeir þekktustu eru Le Mans í Frakklandi, Sebring og Daytona í Bandaríkjunum, Nurburgring í Þýzkalandi, Targa Florio á Sikiley og Monza á Ialíu. Þær tegundir, sem bezt hafa gengið undanfarin ár, eru Ferrari, Ford og Poröhe. Þeir kraftmestu af þessum bílum geta orðið 5—600 hestöfl og ná mestum hraða um 370 km á beina kaflanum, sem kenndur er við Mulsanne, á Le Mans brautinni. Ökumenn í þessum keppn- um eru yfirleitt ekki sér- hæfðir í þeim, heldur menn, sem skara fram úr í öðrum keppnum. Miklu máli akipt- ir að menn hafi skilning á því, hvernig á að láta bílinn endast í löngum keppnum og oft eru sigurvegarar elkki þeir hrað- skreiðustu í byrjun. Þá taka oft þátt í þessum keppnum menn, sem einhverra hluta vegna stunda ekki kappakstur mikið. Til gamans má geta þess, að leikarinn Steve Mc Queen varð númer tvö í keppninni í Sebring fyrir fáum vikum, í Porche 908, sem hann á sjálf- ur og ók ásamt Peter Revson. í löngum keppnum eru tveir, og stundum þrír menn um hvern bíl og skiptast á. Áætl- að er að Steve McQeen aki á móti Jackie Stewart, nú- verandi heimsmeistara, í keppninni á Le Mans. Sigur- vegari í fyrrnefndri keppni á Sebring var Mario Andretti, sem ók tveimur Ferrari bílum, þeim seinni eftir að hans eig- in bíll bilaði. CAN-AM SPORT kapp- akstursbílar Svokallaðar Can-Am keppn- ir hafa nú farið fram í nokk- ur ár og vinna sér vaxandi vinsældir. Fara þær fram á tíu brautum í Bandaríkjunum og Canada. Bílar þessir þurfa að hafa rými fyrir tvo, hafa tvær hurðir og bretti yfir hjólum. Að öðru leyti mega þeir vera eins og hver vill. Mótorar mega vera eins stórir og vill og byggðir eins og hver vill. Þetta hefur leitt af sér mikinn fjöl- breytileika bíla, en flestir nota mótora, sem eru 7.000 til 8.000 rsm 6—750 hestöfi og flestir bíl anna eru um 650 kíló að þyngd. Síðastliðin þrjú ár hafa Bruct McLaren frá Nýja-Sjá- landi og Dennis Hulme frá Ástralíu sigrað flestar keppnirn ar í bíl, sem McLaren byggði sjálfur í Bretlandi. Mini-bilar í folksbilakappakstri í Bretlandi. Porche 917, sem keppir í heimsmeistarakeppni framleiðenda. Takið eftir hæðarstýrinu að aftan, sem er samtengt hjólabúnaði. Mario Andretti í STP-Hawk, sem vann á Indianapolis í fyrra. Þetta mun vera kraftmssti kappakstursbíll heimsins með 800 hestöfl fyrir 600 kg bíl. Bruce McLaren í Can-Am keppni. ur nú verið bannaður. 4 MOBGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 18. apríl 1970.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.