Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Qupperneq 6
TÍU MENN SVARA
SPURNINGU UM
HINA FAGURFRÆÐILEGU
HLIÐ FÓLKSBILA
FLESTIR ÞEIRRA, ER
SPURÐIR VORU, FÁST VIÐ
EINIIVERS KONAR
FORMSKÖPUN, SUMIR ERU
UISTAMENN OG ALLIR
ÞEKKJA ÞEIR VEL TIL BÍLA
SPURNINGIN ER SVONA:
Hver er
fallegasti
bíll,
sem þú
hef ur séð
og hvers
vegna
finnst þér
það?
Pétur B
Lúthersson,
húsgagna-
arkitekt:
Mercedes
Benz
Model
1930
Mér finnst Mercedes Benz model 1930 og bræður hans frá því
ári vera fallegustu bílar sem ég hefi séð. Raunar er það leitt,
að þeir skuli vera safngripir í dag. — Ástæðan til þess, að mér
finnast þeir svo fallegir er sú, að þeir voru svipmiklir og
traustvekjandi, þeir voru augljóslega bifreið, þ.e.a.s. eftir þeim
skilningi, sem ég legg í það orð: farartæki á hjólum, knúið
áfram af eigin vélarafli. Þarna var ekki r-eynt að fela hjólin
eins Og mér finnst g'-ert á flestum bílum í dag, varahjólið
var meira að segja sýnilegt. Vél, farþegarými og farangurs-
geymslu mátti greina af útlitinu, maður gat séð hvemig hjól-
unum var fest, hvar bensínið var sett á tankinn og vatnið á
vatnskassann. Enginn vafi á, hvað var fram og hvað var aftur,
en það finnst mér hreint «kki svo lítið atriði á útliti farartækis,
sbr. hest og flugvél.
í dag finnast margir bílar, sem sjálfsagt eru fallegir sem form,
en ekki endilega sem bilar. Hvemig klæða þessar gljáfægðu,
straumlínulaga blikkdósir umhverfi sitt? Ég gæti hugsað mér,
að það væri falleg sjón að sjá tugi af þessum gamla Benz koma
akandi vestur Hringbraut um hádegisbilið á löglegum hámarks
hraða. Einhvern veginn hentaði útlitið aðstæðunum betur.
Bíladella mín hefur beinzt meira að tæknilegum atriðum en útliti. Það
er því sennilegt, að ég geri meiri kröfur til formsins frá sjónarmiði tækni
og notagildi en ella.
Saab 99 eða „stóri Saabinn“ þykir mér bíla fallegastur, þar sem þar
hefur tekizt v-el að samræma formfegurð og óvenju strangar kröfur um
útsýni, straumlinuform og rými.
Guðmundur
Arason,
verkfræðingur:
Saab 99
Citroen Pallas er hálistrænn skúlptúr á hjólum ásamt því að vera mjög svo persónu
leg smíð. Hann er að mínum dómi fallegasti fólksbíll sem ég hef séð. Ég tek undir
með menningarvitanum og listamannalaunaúthlutunarsnillingnum Helga Sæmunds-
syni, að „Citroén hefur mannsvit og hreyfingar kvenna“.
Eiríkur Smith,
listmálari:
Citroen
Pallas
■4
6 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
18. apríl 1970,