Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 7
Hrafnkell Guðjónsson, bíla- sali hjá Kr. Kristjánssyni: Volvo 164 Ég greiði Volvo 164 atkvæði mitt. Við fyrstu sýn vekur þessi vagn mikla athygli hér. Hann gefur strax til kynna, að hér er um traustan og þægi- legan bíl að ræða. Hann minnir svo skemmtilega á hina traustu, gömlu og góðu bíla. Þó skiptir lita- valið miklu máli til að hið klassíska form njóti sín sem bezt. Þegar inn er komið eru sætin leður- klædd og allur frágangur og fyrirkomulag stjórn- tækja með þeim hætti, að maður treystir því öllu. Baltazar, listmálari: Sá bíll, sem mér finnst fallegastur þeirra bíla, sem ég hef séð, beitir Morgan +8. Það er enskur sportbíll, tveggja manna, ýmist með harðtopp eða blæju. Mér finnst hann sambærilegur við gamalt whisky og viðráðanlegan gæðing. Hér tala ég um anda hlutarins, en hver hlutur hef- ur sinn anda og formið og andinn verða ekki aðskilin. Hann er eins og góð höggmynd, þar sem formið er í fullkomnu samræmi við til- gang verksins. Þó er hér ekki um að ræða neins konar kuldalegan „funktionalisma“. Og að lok- um eitt, sem er mjög þýðingarmikið, þegar bíll á í hlut: Morgan +8 er sígildur og fellur aldrei úr tízku. Morgan + 8 Hilmar Sigurðsson, auglýsingateiknari: Citroen DS Hvers vegna? — Vegna ein faldrar og fágaðrar form- mótunar hans. Sigurgeir Sigurjónsson, ljósmyndari hjá Vikunni: Saab 96 Ég gef atkvæði mitt Saab 96 og þá lít ég á málið ein- göngu frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Saab 96 er vel hannaður, en aftur á móti ekki eins vel tæknilega upp- byggð'ur og nýi Saabinn „99“. Hvað er það þá í útliti Saab, sem mér finnst svona fallegt? Þegar ég lít á bílinn á hlið, þá standast öll hlutföll fullkomlega hvert gagn- vart öðru. Og það er sama hvort maður lítur á hann framan frá eða aftan frá, alltaf stendur formið mjög vel, eins og fullkominn arkitektúr á að' vera. Saab 99 hefur margt tæknilegt fram yfir, er betur liannaður að inn- an, en að vísu finnst mér framhlutinn of stuttur til að það hlutfall standist á móti öðrum. Ég skal játa, að ég var í vafa um, hvort ég ætti að greiða Saab atkvæði mitt, Volvo 164 eða Citroén. 18. apríl 1970. MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.