Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 9
NÝR BÍLL FYRIR SUMARIÐ?
Nú eru margir í þeim hugleiðingum að kaupa nýjan bíl fyrir
sumarið — IJr mörgu er að velja og til glöggvunar birtum við hér
myndir og ýmsar upplýsingar um nokkrar tegundir,
sem íslenzk umboð eru til fyrir og vissulega koma allar til greina.
Upplýsingar um verð eru fengnar hjá umboðunum
og eru þær alveg nýjar af nálinni.
Austin Mini 850 De Luxe
Þessi enski smábill frá BMC er alveg sér á parti hvað útlit snertir og getan
er vissulega meiri en í fljótu bragði mætti halda, þvi að Austin Mini hefur marg-
sannað í kappakstri að hann hefur einstaklega góða aksturseiginleika. Mini
850 er 2ja dyra, lengd 3,05 m, breidd 141 cm, hæð 135 cm, þyngd 617 kg og hæð
undir lægsta punkt 15 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 8.53 m, og
dekkjastærð 520x10. Mini er 4ra manna, tveggja dyra. Vélin er að framan og
drif á framhjólum. Hestaflatala er aðeins 37,5 en vélin er 4ra strokka vatns-
kæld. Borðabremsur eru bæði að aftan og framan en skipting í gólfi. Hámarks-
hraði er 118 km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 26.4 sek. Umboð á ís-
landi hefur Garðar Gíslason h.f. Verð kr. 192 þúsund kr.
Austin 1300
BMC framleiðir margar tegundir af Austin, og þar af er 1300 miðlungsgerð,
5 manna, 4ra dyra. Lengd er 3.72 m, breidd 153 cm, hæð 136 cm, þyngd 803 kg
og hæð undir lægsta punkt er 15 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er
10.6 m og dekkjastærð 550x12. Vélin er 4ra strokka, vatnskæld, hún er að fram-
an og drif á framhjólum. Austin 1300 er með hinni fullkomnu hydrolastic
vökvafjöðrun en diskabremsur eru að framan og borðar að aftan. Skipting er
í gólfi og 4 gírar áfram, en önnur útgáfa af Austin 1300 er sjálfskipt. Hámarks-
hraðinn er 127 km á klst. en viðbragðið í 100 km hraöa er 23.1 sek. Umboð á
íslandi hefur Garðar Gislason h.f. Verð: 255 þús. kr.
Austin 1800 MK 2
Hér er sú gerð af Austin, sem lendir efst í milliflokki og keppir hvað verð
og allan búnað snertir við bíla eins og Volvo 144, Saab 99 og Citroen De Special.
Lengdin er 4.40 m, breidd 170 cm, hæð 142 cm, þyngd 1150 kg og hæð undir
lægsta punkt 17 cm. Þvermál krappasta beygjuhrings er 11.3 m, en dekkjastærð
165x14. Að framan er hann með aðskildum stólum og gólfskiptingu en fáanlegur
sjálfskiptur. Hann er 4ra dyra, fimm manna með drif á framhjólum og vélin að
framan, hún er 4ra strokka, vatnskæld, 91 ha. Diskabremsur eru að framan
en borðar að aftan. Það sem vekur hvað mesta athygli við þennan bíl er
ótrúlega gott innra rými og svo hin dúnmjúka hydrolastic vökvafjöðrun. Há-
marksliraðinn er 155 km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 16.6 sek. Um-
boð á íslandi hefur Garðar Gíslason h.f. Verð: 362 þús. kr.
BMW 1600
Sá sem setur peningana sína í BMW 1600 fær ekki mjög stóran bíl í aðra
hönd, en aftur á móti fær hann vel innréttaðan og snarpan sportlegan bíl, sem
getur mun meira en sumir, sem kallaðir eru sportbílar. Og sá sem á annað
borð hefur gaman af að aka góðum bíl, finnur ekki margt, sem tekur BMW
1600 fram. Lengdin er 4.23 m, breidd 159 cm, hæð 141 cm, og hæð undir lægsta
punkt 16 cm. Dekkjastærð er 600x13 en þvermál krappasta snúningshrings er
9.6 m. Þyngd er 920 kg. BMW 1600 er með aðskildum stólum að framan, 5
manna, tveggja dyra, vélin að framan og drif á afturhjólum. Vélin er 96 hest-
afla, 4ra strokka, vatnskæld. Skipting er í gólfi, 4 gírar áfram. Að framan eru
diskabremsur en bor'ðabremsur að aftan, servoknúnar og tvöfalt kerfi. Há-
markshraöi er 160 km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 13.3 sek. Umboð
á tslandi: Kristinn Guðnason h.f. Verð: 370 þús. kr.
18. april 1970.
MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
9