Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Síða 13
Ford Capri 1500
Eftir að Mustang hinn ameriski hafði farið sigurför um heiminn og haft
inikil áhrif á útlit flestra sportlegra bíla, þótti útibúum Ford í Evrópu tími til
kominn að unga út eins konar Evrópuútgáfu af þessum fræga bil. Sá bíll hefur
nú séð dagsins ljós og heitir Capri 1500. Hann er framleiddur bæði í Þýzkalandi
og Englandi. Lengd bílsins er 4,26 m, breidd 164,5 cm, hæð 133 cm og hæð undir
lægsta punkt 12,5 cm. Dekkjastærð er 600x13 og þvermál krappasta snúnings-
hrings er 9,6 m. Capri er með aðskildum stólum að framan, hann er fjögurra
manna, tveggja dyra. Völ er um 5 vélar, frá 1300 rúmcm til 2300 rúmcm, en
vélin er að framan og drif á afturhjólum. Vélin er 4ra strokka, vatnskæld,
þjöppun 9:1 og hestöflin 75. Capri er búinn tvöföldu bremsukerfi með diskum
að framan og borðum að aftan. í honum er að sjálfsögðu gólfskipting eins og í
flestöllum bílum af þessu tagi. Hámarkshraðinn miðað við 75 hestafla vél er 142
km á klst. Viðbragðið í 100 km hraða sr 16,6 sek. Umboð á íslandi hafa Sveinn
Egilsson h.f. og Kr. Kristjánsson, en verðið er frá 305 þús. kr.
Ford 12 M
Þessi gerð er sú minnsta sem Ford v-srksmiðjumar í Þýzkalandi framlciða.
Lengdin er 4,38 m, breidd 160 cm, hæð 140 cm, þyngd 870 kg og hæð undir
lægsta punkt 16,5 cm. Dekkjastærð er 560x13 og þvermál krappasta snúnings-
hrings er 10,8 m. Ford 12 M er ýmist tveggja sða fjögurra dyra. Vélin er að
framan og þessi bíll er einnig með framhjóladrifi. Vélin er fjögurra strokka,
vatnskæld, þjöppun 8,2:1, og hestaflatalan 63. Bremsukerfið er tvöfalt, diskar
að framan en borðar að aftan. Ford 12 M er búinn stýrisskiptingu, hámarkshrað-
iun er 130 km á klst. og viöbragðið úr kyrr iiöðu í 100 km hraða er 23 sek. Um-
boð fyrir Ford hafa Sveinn Egilsson h.f. og Kr. Kristjánsson. Verðið er 280 þús-
und krónur.
Ford 20 M
Þetta er stærsta gerðin, sem útibú Ford í Þýzkalandi framleiöir. Eins og
aðrir bílar, sem amerísku Evrópuverksmiðjurnar framleiða er hann að sumu
leyti kynblendingur. Það leynir sér ekki að á bak við hann -er amerísk hugsun
og smekkur, en reynt er að lialda í ýmislegt þáð er Evrópumenn hafa mætur á
í bílum. Lengd þessa bíls er 4,72 m, brcidd 175 cm, hæð 147 cm, þyngd 1080 kg
og hæð undir lægsta punkt 18 cm. Dekkjastærð er 640x13 og þvermál krappasta
snúningshrings er 10 m. Með aðskildum stólum að framan er Ford 20 M 5 manna,
en ýmist er liann tveggja eða fjögurra dyra. Vélin er að framan og fáanleg í 106
og 113 eða 126 hestafla stærð. Drif er á afturhjólum. Allar eru vélamar 6 strokka,
vatnskældar. Bremsukerfi er tvöfalt, diskar að framan en borðar áð aftan. Skipt-
ing er við stýri. Miðað við 106 hestafla vél, er hámarkshraðinn 155 km á klst. og
miðað við sömu vél «r viðbragðið úr 0 í 100 km á klst. 15,2 sek. Umboð á
íslandi hafa Sveinn Egilsson h.f. og Kr. Kristjánsson. Verðið er 405 þús. kr.
Mercedes Benz 200
Hér er ódýrasta útgáfan sem til er af Mercedes Benz. Að ytraf útliti er hann
nálega eins og aðrar gsrðir, allt upp í 250 og livað getu snertir er hann efcki
meira en í meðallagi, en frág'angur allur virðist í þessari gerð vera jafn vand-
aður og í hinum dýrari. Benz 200 ®r 4,69 m á lengd, breidd 177 cm, hæð 144 cm,
þyngd 1325 kg, og hæð undir lægsta punkt 19 cm. Þvermál krappasta snúnings-
hrings er 10,8 m. Diskabremsur eru í bak og fyrir, servoknúnar og tvöfalt
kerfi. Bíllinn er 4ra dyra, fimm manna, vél að framan og drif á afturlijólum.
Vélin er 105 hestöfl, 4ra strokka, vatnskæld. Skiptingar í gólfi eða við stýri,
4 gírar áfram. Einnig er hann fáanlegur sjálfskiptur. Hámarkshraði er 158
km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 16.1 sek. Umboð á íslandi hefur
Ræsir h.f. Verð: 550 þús. kr.
Mercedes Benz 220
Geri maður sig ekki ánægðan með ódýrustu gerðina af Benz, kostar það
að bæta við 20 þús. krónum, en næsta gerð við, sem auðkennd er með
tölunni 220, er nákvæmlega eins á lengd og breidd og hæð og Benz 200. —
Útlitið má einnig heita eins. Hér er einnig um að ræða 4ra strokka vél, vatns-
kælda. En þessi hefur 116 hestafla orku. Öll uppbygging er eins og á Benz
200. En vinnslan er nokkuð skarpari: Hámarkshraðinn er 164 km á klst.,
og viðbragðið í 100 km liraða er 13.6 sek. Umboð á íslandi hefur Ræsir h.f.
Verð: 570 þús. kr.
Mercedes Benz 250
Gerðir af Mercedes Benz eru mjög margar og nokkrar þeirra svo dýrar,
að sala þeirra á íslandi kemur naumast til greina. Dýrasta g-srðin, sem við
sjáum ástæðu til að nefna hér af þessum sökum er Benz 250, sem raunar er
uppbyggður úr nákvæmlega sömu boddystærð og Benz 200 og 220. Munurinú
er þó sá, að Benz 250 er með 6 strokka vél, 146 hestafla, vatnskælda. En að
öðru leyti er bíllinn svipaður, 4ra dyra, vél að framan og drif á afturhjólum.
Skipting er í gólfi eða við stýri, 4 eða 5 gírar áfram og sjálfskipting fáanleg.
Diskabremsur eru í bak og fyrir, servoknúnar og 2 kerfi. Lengd, breidd, hæð
og þyngd eru nákvæmlega eins og á ódýrari gerðunum. B-enz 250 þekkist á
því að framstuðari er tvöfaldur. Hámarkshraðinn er 180 km á klst., en við-
bragðið í 100 km hraða er 12.8 sek. Umboð á íslandi hefur Ræsir h.f. Verð:
655 þús. kr.
18. apríl 1970.
MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 13