Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Síða 14
I
I
I
I
I
I
!
1
l
i
i
Moskvitch 412
Opel Rekord 1700
í útliti er Moskvitch hreinlegur og þokkaíegur smábíll, en þegar betur er að
gáð og skyggnzt er inn í bílinn, þá kemur í ljós, að frágangi er oft ábótavant.
Þar fyrir endist Moskvitch vel, fjaðrar sæmilega og hefur reynzt prýðilega hér
á landi, a.m.k. miðað við verð. Lengd er 4,09 m, breidd 155 cm, og hæð undir
lægsta punkt 18,5 cm. Þyngd: 1000 kg. Skipting er í gólfi og 4 gírar áfram. Borða
bremsur eru að framan og aftan. Vélin er 4ra strokka, vatnskæld, 80 hestafla.
Hún er að framan en drif á afturhjólum. Moskvitch er 4ra dyra, 5 manna. Há-
markshraði er 140 km á klst. Viðbragðið í 100 km hraða: 16,2 sek. Umboð: Bif-
reiðar og landbúnaðarvélar. Verð: 215 þús. kr.
Þetta er miðlungsbíll frá útibúi General Motors í Þýzkalandi. Lengdin er
4,55 m, breidd 175 cm, hæðin 145 cm, þyngd 1045 kg og hæð undir lægsta
punkt 18 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 10,9 m og dekkjastærð
640x13. Rekord er 5 manna, ýmist tveggja eða fjögurra dyra, en vélin er að
framan og drif á afturhjólum. Vélin er fjögurra strokka, vatnskæld, þjöppun
8,2:1 og hestaflatala 73. Að framan eru diskabremsur en borðar að aftan. Skipt-
ing er í gólfi. Hámarkshraði er 148 km á klst., viðbragðið úr kyrrstöðu í 100
km hraða er 21 sek. Umboð á íslandi hefur Véladeild SÍS og verðið er 363
þúsund kr.
Opel Kadett
Minnsta g-srðin frá Opel-vei-ksmiðjunum í Þýzkalandi heitir Kadett. Lengd
hans er 4,10 m, breidd er 157 cm, hæð 140 cm, þyngdin 754 kg og hæð undir
lægsta punkt er 12 cm. Dekkjastærð er 600x12 og þvermál krappasta snúnings-
hrings er 9,9 m. Kadett er ýmist tveggja eða fjögurra dyra. Vélin er að framan
og hægt er að velja um sex gerðir, frá 1,1 lítra til 1,9 lítra. Þær -eru allar fjög-
urra strokka og vatnskældar. Drif er á afturlijólum, skipting í gólfi en borða-
bremsur bæði að framan og aftan. Miðað við 76 hestafla vél, verður hámarks-
hraðinn 145 km á klst. og viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. verður
16,5 sek. Umboð á íslandi hefur Véladeild SÍS og verðið er 272 þús. krónur.
Opel Kapitan
Þetta er stór, hálfamerískur EvrópubíU, framleiddur í verksmiðjum General
Motors, í Þýzkalandi. Opel framleiðir þrjár gerðir stórra og dýrra bíla; einn
heitir Diplomat, annar heitir Admiral og sá þriðji Kapitán, sem hér um ræðir.
Lengd hans er 4,90 m, breidd 183 cm, hæð 144 cm, þyngd 1475 kg, og hæð undir
lægsta punkt er 14 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 11,8 m, en dekkja-
stærð 700x14. Með aðskildum stólum er Kapitán fimm manna, en annars sex
manna bíll, fjögurra dyra. Vélin er að framan og drif á afturhjólum. Völ er á
fjórum vélum frá 148 hestafla stærð og upp í 8 strokka 270 hestafla stærð. Þær
eru allar vatnskældar. Diskabremsur eru að framan en borðar að aftan og tvöfalt
kerfi, servoknúið. Miðað við 148 hestafla vél, verður hámarkshraðinn 168 km
klst. Viðbragðið í 100 km hraða á klst. verður 13,4 sek. Umboð á íslandi hefur
Véladeild SÍS og verðið er 585 þúsund krónur.
- • ''v,. .
- ;,
».>. •* V •' ' •.
• ■•- ; ■
....... . ‘ '•''Vó.. ■■■>•„• _______ • "
mm
W&MSMM
' s<>'
BRAUTRYÐJENDUR
sanngjarnra
IÐGJALDA
HAGTRYGGING TRYGGIR
BEZTU ÖKUMÖNNUNUM
BEZTU KJÖRIN
Hagtrygging hf.
Eiríksgötu 5 sími 3 85 80
14 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
18. april 1970.