Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Qupperneq 17
Simea 1501 Saab V-4 96 Saab hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera eiim þeirra bíla hér á landi, sem einna bezt haldast í verði. Það segir sína sögu um endinguna, en auk þess eru alltaf einhverjar endurbætur á ferðinni. í ár eru það armhvíla í baksæti, end- urbætt loftræsting, handfang til þæginda fyrir framsætisfarþega og endur- bætur á öryggisbúnaði stýrisins. Saab 9G er 4.20 m á lengd, breidd 158 cm, hæð 148 cm, dekkjastærð 520x15. Hæð undir lægsta punkt 18 cm, og þyngdin 915 kg. Skipting er við stýri, og 4 gírar áfram. Að framan eru diskabr-emsur en borðabremsur að aftan, þær eru servoknúnar og tvöfalt kerfi. Flestum finnst Saab skemmtilegri með nýju V-4 vélinni, sem er 73 hestöfl, 4ra strokka, vatns- kæld. Að framan eru aðskildir stólar. Bíllinn er 5 manna, vél að framan og drif á framhjólum. Hámarkshraði er 142 km á klst. og viðbragð í 100 km hraða er 16,0 sek. Umboð á íslandi: Sveinn Björnsson & Co. Verð: 299 þús. krónur. Þegar þessi bíll er séður í prófíl, þá mætti halda, að þar væri Volvo 144. En það er hér um bil það sama og að segja að Simca sé látlaus, smekklegur, en ekki ýkja frumlegur útlits. Bandarísku Chryslerverksmiðjumar eiga nú orðið bróðurpartinn í Simca-verksmiðjunum frönsku, og með sama útliti er önnur gerð Simca 1301, með 62 ha. vél. Simca 1501 er ríkulega úr garði gerður og að sumu leyti sambærilegur við miklu dýrari bíla. Lengd er 4.46 m, breidd 158 cm, hæð 143 cm, dekkjastærð 165x13 og hæð undir lægsta punkt 13 cm. Þyngd 1020 kg. Skipting er í gólfi og 4 gírar áfram, en sjálfskipting fáanleg. Bremsur: diskar að framan, borðabremsur að aftan, servoknúnar. Vélin er 86 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Umboð: Vökull h.f. Verðið er 315 þús. kr. Saab 99 í þeim fagritum, þar sem skrifað er um bíla, kemur mönnum saman um að liinn nýi Saab 99 sé frá öryggissjónarmiði betur búinn en flestir aðrir bílar. Þessi bíll ætti því <|) koma sterklega til greina hjá hverjum þeim, sem kaupir miðlungsdýran bíl og metur mikils líf sitt og öryggi. Saab 99 er stór að innan en lítill að utan, og verður fyrir bragðið eilítið snubbóttur og þykir a.m.k. ekki almennt fallegri en hinn venjulegi, eldri Saab. Lengd er 4.35 m, hreidd 168 cm, liæð 144 cm, liæð undir lægsta punkt 17 cm og þvermál krappasta snún- ingshrings 10,2 m. Þyngd 1000 kg. Gagstætt því sem áður hefur átt sér stað í Saab er þessi með gólfskiptingu, en 4 gírar eru áfram og auk þess er fáanlegt svokallað E-módel með sjálfskiptingu og beinni bensíninnspýtingu. Diska- bremsur eru á öllum hjólum, servoknúnar og tvöfalt kerfi. Saab 99 er með að- skildum stólum að framan, 5 manna, 2ja dyra, vélin að framan og drif á framhjólum. Vélin er frá Triumph, 87 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Hámarkshraði er 153 km á klst., og viðbragð í 100 km hraða er 16.9 sek. Uinboð á íslandi hefur Sveinn Björnsson & Co. Verð: 379.500 krónur. Skoda 110 Nú er Skoda á ferðinni í nýjum búningi og má segja að þessi tékkneski smábíll sé orðinn snotur í útliti. Hér er um að ræða talsvert breytta útgáfu af Skoda 1000 MB, sem framleiddur hefur verið síðan 1964 og mikið er til hér af. Af tæknilegum breytingum má nefna, að Skoda hefur fengið diskaliemla og þar að auki tvöfalt kerfi. Lengdin er 4.15 m, breidd 162 cm, hæð 138 cm, og þyngd 790 kg. Hæð undir lægsta punkt er 17.5 cm, og þvermál krappasta snúningshrings er 10.2 m. Gírskipting er í gólfi og 4 gírar áfram en vélin er 53 hestafla, vatnskæld. Hámarkshraði er 128 km á klst. og viðbragð í 100 km hraða er 20.8 sek. Umboð fyrir Skoda hefur Tékkneska bifreiðaumboðið og v-erðið er 210—216 þús. krónur. Simca 1100 Simca er franskur bíll, en Chrysler verksmiöjurnar í Bandarikjunum hafa eignazt hlutdeild í þessari verksmiðju. Lengd Simca 1100 er 3,94 m, breidd 159 cm, liæð 146 cm, þyngd 920 kg og hæð undir lægsta punkt er 14 cm. Þvermál krappasta beygjuhrings er 10,5 m. Siinca 1100 er á radialdekkjum, 145x13. Haim er fimm manna, þriggja eða fjögurra dyra, vélin að framan og drif á framlijól- um. Vélin er 4ra strokka, vatnskæld og þjöppunarhlutfall 9,6:1. Hestafiatala 56. Að framan er bíllinn búinn diskabreinsuni en borðabremsum að aftan. Skipting er i gólfi. Hámarkshraði er 142 km á klst. en viðbragðið frá 0 í 100 km liraöa er 19,7 sek. Umboö á íslandi liefur Vökull h.f. Verðið er 238—255 þús. kr. Toyota Corolla 1200 Corolla 1200 er minnstur Toyotahílanna. Lengd er 3,85 m, breidd 149 cm, liæð 138 cm, þyngd 725 kg og liæð undir lægsta punkt 17 cm. Þvermál krapp- asta sminingshrings er 9,1 m og dekkjastærð er 600x12. Corolla mun teljast 5 manna bíll, þótt ekki sé mjög rúmt um 3 í aftursætinu. Hann er tveggja dyra, uppbyggður á venjulegan liátt með vél að framan og drif á afturhjólum. Vélin er 60 hestöfl, 4ra strokka, vatnskæld. Borðabremsur eru að framan og aftan, en skipting í gólfi og auk þess fæst Corolla sjálfskiptur. Hámarkshraðinn er 135 km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 16,9 sek. Verð: 238 þús. kr. 18. april 1970. MORGUNBLAÐIÐ BÍLAB 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.