Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 18
Volvo 1970
volvo: lækkun:
142 Evrópa.61.500,-
P142 + 4.76.000,-
P164....95.000,-
Mikil
verðlækkun!
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Sími 35200
‘“‘"'"BDÖRNSSONAca
SKEIFAN11 SÍMI 81530
• Fallegur, rúmgóður, þægilegur og öruggur.
O Fullur af tækrtilegum nýjungum.
• Hefur frábæra aksturseiginleika.
• Viðhaldskostnaður í algeru lágmarki.
• Bifreið fyrir erfiðustu aðstæður — íslenzkar aðstæður.
0 ATH: SAAB-umboðið er með fullkomna viðgerða- og vara-
h.utaþjónustu á eigin verkstæði.
- Bílar og menn
Framhald af bls. 2
farnir. Sá sem er í eðli sínu
seinn og sljór í viðbrögðum,
ætti samkvæmt þeirri kenn-
ingu að aka hægt og gætilega.
Samt verður tiltölulega mikið
af árekstrum hér. En það sann-
ar kannski bara málsháttinn,
að aldrei skyldi seinn maður
flýta sér.
Athyglisvert er, að fram-
koma manna breytist, þegar
þeir eru kornnir undir stýri. í
Suðurlöndum steyta þeir hnef-
ana hver að öðrum og stund-
um rjúka ítalskir bílstjórar út
og hella úr skálum reiði sinnar,
ef þeim finnst, að gengið hafi
ve»ið á rétt sinn. Þjóðverjar
eru frægir um alla Evrópu
fyrir frekju á vegum og bæði
þeir og aðrir eru mjög við-
kvæmir fyrir því, ef einhver
reynir að komast fram úr. Þar
á meðal eru íslendingar. Sú
árátta, að hleypa ekki fram úr
var mjög við lýði fyrir nokkr-
um árum, en hefur sem betur
fer minnkað. Eftirtektarvert
er, að menn á góðum bílum
hleypa fremur fram úr, en hin-
ir sem aka á ódýrum og jafn-
vel lélegum bílum.
En eitt virðist hafa komið í
ljós: Bílar eru ekki tæki, sem
skóla menn í kurteisi nema
síður sé. Ljúfustu menn eiga
til að aka mjög ruddalega. Og
ef eitthvað kemur fyrir, þá
eru stóryrðin ekki spöruð, og
öll yfirborðs kurteisi er látin
lönd og leið. Dæmi um þetta er
sagan af Ólafi Ketilssyni, þeg-
ar hann lenti í einhverju um-
ferðaróhappi og fylgdu því til-
heyrandi skammir á báða bóga.
Ólafur þúaði þrjótinn, sem
hins vegar sagðist ekki vita til
þess, að þeir væru dús. Ólafur
sagði þá, sem víst er undan-
tekningalítil staðreynd, að ekki
væri venja, að menn þéruðust í
árekstrum.
Margt fleira mætti tína til
um bíla og menn en hér skal
látið staðar numið. Enn er
margt sem íslenzkir bíleigend-
ur geta gert sér vonir um að
verði lagfært í þessu landi. Þar
af ber tvö stórmál hæst: að
einhvern tím'a komi sú tíð, að
byggðir verði varanlegir vegir
á íslandi; og í öðru lagi: að
sá tími megi einhvern tíma upp
renna, að stjórnvöld hætti að
líta á bíla sem lúxusvarning og
tollskráning þeirra verði sam-
kvæmt því.
• •
— Orlygur
Framhald af bls. S
kaf og þá var ekki að sökum
að spyrja, en um að gera að
halda sér dauðahaldi og detta
ekki af baki og forðast háls-
brot og rófubrot. Fjöðrun var
fullkomin eins og sænsk „spring
madressa" með gullbrúðkaups
,garantí‘. Vinrautt plussið á sæt
um og drossiunni innanverðri
var eitthvað í ætt við belg-
mjúka áferðina á Hollywood-
stjörnu. Hún var öll kolsvört
og gljábrennd hið ytra eins og
álfakroppur úr Harlem og það
hvítmattaði í útstandandi ljós-
kerin, þessa töfraspegla sálar-
innar, sem skyggndust vítt og
breitt um dimmar nætur. Hún
bar sig bezt á botnakstri á
MORGUNBLAÐIB — BÍLAR 1970
18. apríl 1970.