Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Side 20
Toyota Crown 2300 De Luxe
Stærstu og íburðarmestu bílar japönsku bílaverksmiðjanna virðast mjög
vera sniðnir eftir amerískum fyrirmyndum og Toyota Crown er einn slíkur.
Á einu er þó allmikill munur og J>að er verðið. Enda stendur bandarískum
framleiðendum stuggur af Japönum í þessu efni. Toyota Crown er 4.6G m á
lengd, breidd er 169 cm, hæð 144 cm, þyngd 1285 kg og hæð undir lægsta
punkt er 18.5 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 11 m, og dekkjastærS
695x14. Crown fæst með heilum bekk að framan, og er þá 6 manna, eða með
aðskildum stólum. Hann er 4ra dyra, með drif á afturhjólum. yélin 115 ha.,
6 strokka, vatnskæld. Að framan eru diskabremsur, borðabremsur að aftan.
Skipting er í gólfi og 4 gírar áfram og einnig er hann fáanlegur sjálfskiptur.
Hámarkshraðinn er 160 km á klst., en viðbragðið í 100 km hraða er 16.1 sek.
Umboð: Toyotaumboðið. Verð: 359 þús. kr.
Vauxhall Viva, De Luxe
Hér er minnsta gerðin frá Vauxliall verksmiðjunum í Englandi. Eins og
Victor hefur hann augljóslega lag amerískra bíla og hér hefur tekizt merkilega
vel að sniða það að lítilli stærð. Lengdin er 4,10 m, breidd 160 cm, hæð 135 cm,
þyngd 790 kg og hæð undir lægsta punkt er 13 cm. Dekkjastærð er 620x12, og
þvermál krappasta snúningshrings er 9,6 m. Viva telst 5 manna bíll f jögurra dyra
og vélin er að framan, en drif á afturhjólum. Vélin er vatnskæld, fjögurra
strokka og hestöflin 56. Diskabremsur eru að framan en borðar að aftan og tvö-
falt bremsukerfi, servoknúið. Venjulega er Viva með gólfskiptingu, en einnig
fæst bíllinn sjálfskiptur. Hámarkshraði er 131 km á klst. en viðbragðið í 100 km
hraða er 19,9 sek. Umboð á íslandi hefur Véladeild SÍS og verðið er 217.500 kr.
■^- 5 höfuðlegu vélar, frá 63—117 hestöfl.
-fc Rúmgóður 5 manna bfll með stóru
farangursrými.
★ Öryggisstýri.
Álsamhæfður gírkassi.
■^•12 volta rafkerfi.
•fc Styrktur fjaðrabúnaður.
Diskahemlar að framan, tvöfalt
hemlakerfi
Öflug miðstöð og loftræstikerfi.
•fc Styrktur rafgeymir.
ö M B o n m
KH. hmSTJÁNSSON H.F.
SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
20 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
18. april 1970.