Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1970, Side 6
AFTUR GANGAN Smásaga eftir Argipis Eftaliotis Nú eru mörg ár síðan þetta gerðist. Allt var á öðrum end- anum í þorpinu. í tíu daga stóð þessi upprisa yfir. Tvær konur fæddu börn sín fyrir tímann, þrír gamlir menn dóu úr heilablóðfalli og ein ung stúlka varð brjáluð. A hverju kvöldi, einni klukkustund fyrir sólsetur var slagbrandurinn fyrir hurðinni hjá Mario frænku rifinn frá, það marraði í ryðgiuðum hjör- unum, dyrnar opnuðust — og afturgangan kom út. Hún var hvitklædd frá hvirfli til ilja eins og afturgöngu ber að vera. Hún leit í kringum sig til hægri og vinstri, og ef enginn var nálægur hljóp hún sem fætur toguðu yfir götuna. Gekk síð- an nokkur skref, fór fyrir horn i-ð og hélt eftir einmianialegum stígnum til St. Marinakapell- unnar, klifraði yfir kirkjugarðs vegginn og fór beina leið að skúrnum, þar sem grafararnir geymdu áhöld sín. Til hvers þessi skúr hafði áður verið notaður vissi enginn lengur. Það var ekki annað eftir af hon um en veggirnir, þakið var far- ið. Á miðju gólfinu lá húfa og það sást líka í skóflu í öllu draslinu. Inn í þennan skúr fór aftur- gangan og dvaldist þar eina klukkustund. Þá kom hún aft- ur, hljóp yfir vegginn og fór til baka sömu leið og hún kom, fór inn í hús Mario frænku, lét slagbrandinn fyrir — og meira sást ekki til henniar. Hús Mario frænku var lítið annað en rústir, en Mario sál- aða frænka mín bjó þó ennþá í því. Skúrinn var líka rúst. Þarnia gat ekki vieirið urn bófa eða prakkara að ræða. Enda kom afturgangan úr rústum og fór í aðrar rústir. Bændurnir hefðu trúað á hana þó hún hefði gengið hús úr húsi. Þeir signdu sig, hengdu verndargripi um hálsinn, krot- uðu töfraorð og galdrastafi á stíginn og veggina, já, jafnvel inni í skúrnum létu þeir lesa bænir til þeiss að reka djöful- inn í burtu. En allt kom fyrir ekki. Á hverju kvöldi birtist afturgangan, hvert einasta kvöld gerðist samskonar upp- risa, Thanos, hetja þorpsins hafði verið fjarverandi í tvær vikur, hann hafði verið í borg- inni að selja ávextina sína. Hann kom nú heim með pen- iingana og vörur, sem hann hafði keypt til hins nýja heim- ilis síns. í þrjá mánuði hafði hann ver ið giftur Drosso, fallegu Drosso sem hafði snert hjörtu allra pilt anna í þorpinu. Það höfðu jafn vel orðið blóðsúthellingar henn ar vegna. Thanos hafði þurft að berjast harðri baráttu til þeisis að ná hiennd firó hinum myndarlega Zanetto. Hann hafði slegizt við Zanietto eiinis o'g ljón, kastað honum í jörðina og látið hann lofa sér því að biðla ekki framar til Drosso, og láta honum hana eftir. — Hefurðu heyrt um aftur- gönguna? spurði Drosso strax þegar hann kom heim. — Ég segi þér eins og er, ég skalf öll og titraði í hvert skipti, sem marraði í hjörunum á húsi Mario frænku. Og síðan sagði hún honum alla söguna. Thanos hlustaði á og signdi sig. — Þú ættir að fara sjálfur og sjá. Allt fólkið hópast sam- an við múrinn meðfram vegin- um og horfir í áttina þar sem hún kemur. Thanos hélt af stað í þeim tilgangi að sjá afturgönguna. Um leið og hann fór leit hann snöggvast til húsarústa Mario frænku. Það var tveimur hús- um neðar í götunni. Hann var kominn á fremsta hlunn að fara inn í húsið, en snerist hug- ur og hljóp upp á múrvegg- inn, og hann minntist þess um leið að hann þurfti að læsa litla garðshliðinu heima hjásér en það lá að garði Mario frænku, svo afturgangan færi ekki þar í gegn og inn í hans hús. Hann beið um það bil hálfa klukkustund ásamt hinu fólk- inu. — Þarna er hún, hrópaði ein- hver, um leið og afturgangan klifraði upp á kirkjugarðs- vegginn og hljóp niður í kirkju garðinn. Fólkið tautaði eitthvað fyrir munni sér en Thanos sagði ekki orð. — Þetta er í fyrsta sinn sem þú sérð hana, og þessvegna ertu hræddari, sagði einn af nágrönnunum — Við vorum líka svona hrædd fyrst þegar við sáum hana. — Heldurðu að ég sé hrædd- ur? sagði Thanos. — Ég heiti ekki Thanos ef ég ræðst ekki á þetta. Hann hvarf nú inn í kirkjugarðinn. Það var því líkast að hann væri ölvaður. Hann vissi naumast hva'ð hann gerðli, ein hiainin giekk í áttinia að skúrnium á móti hvít klæddu afturgöngunni. Allt í einu verður afturgöngunni litið á hann, hún snýr við og tekur að hlaupa. Hann hleypur að veggnum í veg fyrir hana. Afturgangan breytir um stefnu og fer í áttina að skúrn- um, en á hlaupunum vefjast lökin um fætur hennar og hún dettur eins og hún er löng til. Meðiain á þessiu stóð höfðu tveir eðia þríir af áihorfeirad'Uinium safnað hugrekki og hlupu nú til að hjálpa Thanos. En hann þarfnaðist engrar hjálpar. Við fætur hans lá — öllum til at- hlægis — hún Drosso hans. Og á meðan hann virti hana fyr- ir sér, alveg ruglaður í ríminu, hljóp einhver út úr skúrnum og hvarf í myrkrinu. Hvern hefði Drosso svo sem ætlað að hitta ef ekki Zanetto. — Asna, komið með asna, því konan mín er ærulaus drós! hrópaði Thanos. Það var fljótlega komið með asnann. Thanos lyftir hálfnökt um líkama Drosso upp á asn- ann, bindur hana fasta og teym ir svo asnann um allar götur þorpsins, með mannfjölda og log andi luktum. Og þegar kom í fátækrahverfið tók Thanos sína útskúfuðu Drosso af baki og af henti vesalings móður hennar hana. Unnur Eiríksdóttir íslenzkaði. Hillingar Fnamhald af bls. 3. söguhetja hans ekki söm og hann sjálfur. Að vísu minna orð höfundar á Loga, hann hefði svo sem getað sagt þau. En Logi er klofin persóna, sem erfitt er að skýra til hlítar. Hvorki ber hann með sér stefnuskrá né neins konar reisupassa, er gefi til kynna, hver hann í raun og veru sé. Erfitt er að gera sér grein fyr- ir, hvaðan hann kemur, og óráð- ið er, hvert hann fer. „Logi gekk einn rúnt — hring til- gangsleysisins" — þannig end- ar einn kaflinn. Undir hrossa- legu yfirborði getur Logi verið lítill og viðkvæmur. Bak við hvassan svipiinn býr veilkt gleð. Og mannalætin og slátturinn er hræðslu blandinn. — „Það Var eiras og hiainin þyrði eklki inn í húsið. Hugurinn fór enn fleiri hringi en fæturnir. Hvers vegna var hann hræddur.“ Og Logi er ekki aðeins hræddur. Hann er lika það, sem fyrrum var kallað leit- andi sál. Hann er sífellt að leita einhvers, sem einu sinni var: „Áður leiddu afi og amma börnin að húsabaki og kenndu þeim að þekkja grös og blóm.“ En nú er það týnt: „Fullorðna fólkið er heillum horfin kyn- slóð því það hefur týnt börn- um sínum og foreldrum.“ Kannski var veruleikinn aldrei, eins og Logi gerir sér í hug- arlund, að hann hafi verið, né mun hann þá nokkru sinni verða endurheimtur í þeirri mynd; kannski er allt einn hringur tilgangsleysisins á ei- Fraimihiald á bls. 10. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.