Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1970, Page 1
I
Vinstra megin: Sandfell í Öræf-
um, torfbær og torfkirkja.
Hægra megin: Hleðsla úr
klömbruhnaus, norðlenzk bygg-
ingaraðferð.
28. tbl. 19. júli 1970, 45. árg.
ARKITEKTtJR 1
Fyrir nokkrum áratugum, jafn-
vel árum, staðhæfðu lærðir
jafnt sem leikir, að fslendingar
ættu því miður engan list-
rænan arf. Mönnum fannst
að myndlistin mundi hafa byrj-
að með Sigurði málara og Þór-
arni B. Þorlákssyni og húsa-
gerðarlistin líklega einna helzt
með bárujárnshúsunum snemma
á öldinni.
A síðari árum hefur þó orðið
lýðum Ijóst, að íslenzk mynd-
list og arkitektúr á sér miklu
lengri sögu; hinn listræni arf-
ur hefur furðanlega vel varð-
veitzt með þjóðinni í fátækt
hennar og þrengingum. Á lista-
hátíð fengum við að sjá sýn-
ingu á myndlistarverkum lið-
inna alda, einkum og sér í lagi
altaristöflur. Það Ieynir sér að
vísu ekki, að myndlistarmenn
þessara alda hafa unnið af van
efnum við erfið skilyrði; ónóg
skólun og lítil æfing setja einn-
ig mark sitt á þessi verk. En
við sjáum það nú, að þau eru
dýrmæt.
Á sama hátt hafa arkitektar
efnt til sýningar, sem vekur at
hygli á þeim listræna arfi og
merku hefð, sem gamli, ís-
lenzki torfbærinn geymir. Á
steinsteypuöld hafa menn kom-
ið auga á, að torfbærinn var
annað og meira en samansafn
moldarkofa, afkvæmi fátæktar
og vanþróunar. Torfbærinn er
íslenzkur arkitektúr, háþróað
fyrirbrigöi, en um leið afleið-
ing af sérstökum aðstæðum,
veðurfari og byggingarefnum.
Guðjón Samúelsson, fyrrum
húsameistari ríkisins, hafði
næmt auga fyrir hinu Iistræna í
umhverfinu. Hann taldi, að nota
mætti nútima byggingarefni og
endurvekja burstabæjarstílinn.
Sú endurreisn gafst ekki vel;
arkitektúr á hverjum tíma hlýt-
ur alltaf að vera rökrétt afleið-
ing af þeim byggingarefnum,
sem hagkvæmast er að nota og
fyrir hendi eru. Nú eru flestir
sammála um, að gamli íslenzki
bæjarstíllinn verði ekki endur-
reistur. Við byggjum ekki fram
ar úr torfi og grjóti. Þar fyrir
er hægt að meta og virða, sem
vel hefur verið gert.
Manfreð Vilhjálmsson, arki-
tekt, sá um sýninguna. Að-
spurður um það, hvers
vegna arkitektafélagið hafi
kosið að gera torfbænum einum
slík skil á listaliátíð, svaraði
Manfreð: „Listahátíð sem þessi
hefur ekki verið haldin héráð
ur. Við vonum að hún sé upp-
haf, sem eigi sér áframhald.
Þess vegna kusum við sýningu,
sem bregður Ijósi á torfbæinn,
hinn elzta arkitektúr, sem við
eigum í þessu Iandi“.
Sýningunni var valinn staður
í forsal Háskólabíós og var að
gangur ókeypis. Það mun hafa
mælzt vel fyrir og þvert á móti
því, sem búizt hafði verið við,
hefur unga fólkið sýnt þessari
sýningu mestan áhuga. Þótti
það til dæmis tíðindum sæta, að
hinir brezku beat-snillingar
Led Zeppelin, sem hingað komu
á listahátíðina, skoðuðu torf-
bæjarsýninguna með mikilli at-
hygli. Og eitt er það enn, sem
gjarnan mætti komast á fram-
færi til allra, sem halda slíkar
sýningar, hvort heldur það er
vegna sölumennsku eða í menn
ingarlegum tilgangi einum: það
er aðgangseyririnn. Það munar
ef til vill ekki miklu fyrr full
orðið fólk, en skólafólk og
unglinga munar um að borga
aðgangseyri á margar sýning-
ar. Flestum þótti fyrir neðan
allar hellur, að seldur skyldi
aðgangur að kaupstefnu, sem
nefnd var sýning: Heimilið —
veröld innan veggja. Og á bíla-
sýningunni í vor var lágkúr-
an svo alger, að foreldrar, sem
þangað komu með börn sín,
á listahátíð
Hjallur á Vestfjörðum og norc-
lenzkur bær: Laufás í Eyjafirði.