Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1970, Page 8
Til vinstri: Simon Spies í góðum félagsskap sumarið 19G7. Til Iiægri: Simon í mótmælagöngu með
hippum haustið eftir. Skeggið er begar á góðri leið.
SIMON SPIES
einn auðugasti maður
Danmerkur og þjóðsagna-
persóna í heimalandi sínu
Simon Spies segir gjarnan
frá því, er hann veðsetti hring
einn í janúarmánuði árið 1955,
fékk fyrir hann fimmtíu krón-
ur danskar og hóf með því
stofnfé að skipuleggja skemmti
ferðir til eyjarinnar Mallorca,
sem þá var fæstum að nokkru
kunn. Fyrstu ferðirnar voru
farnar með lest frá aðaljárn-
brauitarstöðdmni og tóku hart-
nær þrjá sólarhringa, þar til
komið var á leiðarenda. Þetta
voru hvort tveggja í senn, lang
ar og strangar ferðir. Simon
annaðist sjálfur leiðsöguna. Að
tæpum sex árum liðnum var
hann orðinn milljónamæringur
og nú er ferðaskrifstofa hans
hin næst stærsta á öllum Norð-
urlöndum.
Simon fæddist og ólst upp á
Helsingjaeyri. Faðir hans fram-
leiddi loftræstingarútbúnað í
skip. Hann varð gjaldþrota og
dó skömmu síðar. Upp frá því
varð móðir Simons að sjá fyrir
þeim mæðginum báðum. Þegar
Simon hafði lokið skólanámi
réðst hann til náms og starfa
hjá „Hugin“-fyrirtækinu, því
Sem framleiðir peningakassa og
iskrúfur. Þetta var árið 1937.
Þremur árum seinna var Simon
orðinn ekill og ekill er hann
skráður í Bovrup-skjalasafninu.
» Árið 1942 gekk hann í danska
nasistaflokkinn (DNSAP).
Hann er tregur til að svara um
ástæðuna til þess, en ekki er
ósennilegt, að hann hafi gengið
í flokkinn til þess að komast í
Vinnu til Þýzkalands og það
komst hann raunar. Fyrsta
framtak Simons á viðskiptasvið
• inu var framleiðsla koffeinefna
blöndu, sem hann seldi undir
Könnun
hafdjúpanna
Framhald af bls. 7.
Um bát þennan er skel og inn-
an hennar þrýstiklefarnir. Á
milli þessa er svo komið fyrir
rafhlöðum, gasgeymum og öðrum
fyrirferðarmiklum hlutum, sem
annars rýrðu athafna- og vinnu-
rýmið, fyrir innan.
Auk þess má nefna djúp-
sjávarstöð sem General Electric
félagið bandaríska hyggst láta
heitinu „Ferietabletter" á tvær
krónur og . tuttugu danskar.
Framleiðslukostnaðurinn var
hins vegar aðeins tólf aurar.
Hagnaðurinn gerði honum
kleift að bæta tveimur árum
við námstíma sinn. Síðan fékkst
hann við sölu fegrunarlyfja-
kassa, sameinaðra bíó- og ferju
miða handa þeim sem langaði í
bió til Landskrona, svo og ým-
is önnur smærri fyrirtæki fram
til ársins 1950, er hann dreif
sig í próf og varð sér úti um
hina virðulegu titla cand. polit.
og cand. psych. Simon hlaut
ágætar einkunnir, enda þótt
hann tæki námið ekki um of
alvarlega M.a. átti hann það
gjarnan til að eyða nóttum við
borðtennisleik. Hann kvæntist
í fyrsta sinn skömmu eftir, að
hann lauk embættisprófum sín-
um (hann er þríkvæntur og
þrískilinn) og festi því næst
kaup á raðhúsum í Islev. Þau
hjón skildu fjórum árum seinna.
Þá hafði Simon m.a. reynt fyr-
ir sér, sem prófkennari lögfræð
inga, sálgreinir og leiðsögu-
maður hjá Sameinuðu ferða-
skrifstofunum Og í janúar
1955 hóf hann svo sinn eigin
ferðarekstur, eins og fyrr er
sagt. Farþegarnir í fyrstu ferð-
inni voru aðeins tuttugu og
fimm talsins. Fjóruim áruim síð-
ar, 1959, tók Simon flugvélarn-
ar í þjónustu sína. Það ár
flugu fimm þúsund manns á veg
um hans. Á þessu ári gerir
ferðaskrifstofan ráð fyrir rúm-
um tvö hundruð þúsund far-
þegum.
Sumarið 1-967 fór Simon
Spies í þriggja ára frí. Hann
kallar þau „sabbatár“, eða „frí-
smíða. Áætlað er að stöðin geri
mönnum kleift að stunda rann-
sóknir á tólf þúsund feta dýpi
í fyrstunni en síðar meir á
tuttugu þúsund feta dýpi. Fé-
lagið hyggst hefja tilraunir með
stöðina í sumar, enda þótt það
verði nú aðeins um að ræða
líkan af henni; átján þumlunga
að ummáli. Þegar stöðin er full-
byggð í eiginlegri stærð verður
hún líklega reynd fyrst á Mið-
atlantshafshryggnum, en þar er
meðaldýpi ein sex þúsund og
átta hundruð fet. Keppt er að
því, að stöðin verði tilbúin til
notkunar árið 1980.
ár“. Hann lét sér vaxa hár og
skegg og lýs-ti því yfir, að héð-
an í frá hyigðist ihiainin eikki
vinna nema á fimmtudögum.
— Eg er á gelgjuskeiðinu, —
sagði hann, — og það eru erfið-
ir t'ímar. Nú verð ég að tylla
mér niður og komast að niður-
stöðu um það, hvað ég eigi að
verTSia, þ'eigar óg er orðirun
stór. —
Hann gerðist eins konar
„lúxuispró'vó", eiinis og Damir
nefna það og tók að blanda
geði við síðhærð ungmenni með
uppreisnarkenndar skoðanir.
Að sjálfsögðu tóku brátt að
ganga hinar ískyggilegustu sög
ur um hann. Sagt var, að hann
hefði hash, LSD og önnur fíkni
lyf um hönd og þar fram eftir
götunum. Sjálfur hefur Simon
þetta að segja: — Eflaust eig-
um við eftir að skipuleggja
„sálarferðir", en ég hef ekki
hug á því fyrr, en þær ferðir
eru jafn öruggar og þær, sem
ég ek til Mallorca. —
Sem stendur reka samstarfs-
menn hans ferðaskrifstofuna
fyrir hans hönd. Honum þykir
meira um vert að vinna að því
að finna sjálfan sig. —
Kannski hann gerist að lokum
spámaður! — segja landar
hans.
Ætla mætti, að slíkur maður
ætti ekki við mörg veraldleg
vandamál að stríða. En því er
þveröfugt farið. Eitt helzta
áhyggjuefni Simons er það,
hvernig hann eigi að koma fé
sinu í lóg. Hann hefur sig all-
an við, en því eru takmörk
sett, hve miklu er hægt að eyða
í mat og drykk. Hann hefur því
tekið upp ýmis önnur ráð.
Enn má nefna stöð bandaríska
félagsins General Dynamics, sem
stendur mjög framarlega á
þessu sviði. Stöðvar þessar eiga
að skapa traustan og hentugan
grundvöll fyrir vísindalegar
rannsóknir og könnun á allt að
sex þúsund feta dýpi. Á þeim
verða skoðunarskjáir, eða glugg
ar, og kranar og klær, sem safn
að geta og tekið upp alls kyns
hluti af botni. Stöðin sjálf mun
fljóta um fimmtíu fetum frá
botná og ef hættia s-teðjar að gie-ta
bátsverjar lois-að akkerið frá oig
haldið upp á yfirborðið með því
Hann á alls tólf bíla. Saman-
lagt verð þeirra er um ein
milljón danskra króna. Þá á
hann sex hús. Hann safnar alls
kyns gömlum og sjaldséðum
munum, en líkar sú leið þó
ekki alls kostar, því eins og
hann segir sjálfur, er slíkt
ekki sóun, það er aðeins fjár-
festing. Stúlkur skortir hann
heldur ekki. Síðastliðin sjö ár
hafa um hundrað stúlkur verið
í þjónustu hans. Þær fimm, sem
þjóna að staðaldri á heimili
hans kosta hann nærri hálfa
milljón d. kr. árlega. Konur og
hið ljúfa líf eru orðin nokkurs
konar vörumerki og auðkenni
Simons. Þetta er þó hálfgerð
tilviljun Auðvitað hafði hann
gaman af fallegum stúlkum og
hafði fjölda þeirra í þjónustu
sinni á ferðaskrifstofunmi. En
það var allt og sumt. En svo
var það, að blað eitt birti
grein, þar sem minnzt var á
„hinn nýrika Simon Spies með
sportbílana og kvennabúrið."
Simon greip þessa umsögn á
lofti og birti blaðaauglýsingu,
þar sem hann óskaði, eftir
stúlkum í „kvennabúr" sitt.
Svör streymdu inn úr öllum
áttum. Upp frá þessu hefur
Simon áttu fullt í fangi með að
standa undir goðsögninni um
sjálfan sig.
í húsi hans í Rungsted eru
tuttugu og sex herbergi, og er
sími og hljómtækjasamstæða í
hverju þeirra. Samanlagt verð
teppanna er hálf milljón d. kr.
Á veggjum hanga rándýr lista-
verk. Svefnherbergi Simons er
silkiklætt og rúmið er nákvæm
eftirlíking af rúmi Grace
Kelly. Siimon fær grænimieti sitt
að kasta ballestinni í ákveðnum
áföngum.
En þrátt fyrir allar þessar
ráðagerðir lítur út fyrir það, að
mjaðurinn ver'ði aldnei iheimia hjá
sér í hafdjúpuimuim. Svolíitiið
öðru máli gegnir að vísu um
grunnsævið. Costeau kom einu
sinni með þá tilgátu, að ef tæk-
ist að setja einhvern öndunar-
búnað í beint samband við blóð-
rásina, þannig að maðurinn
þyrfti ekki að reiða sig á lung-
un, þá væri sigurinn unninn og
maðurinn orðinn herra hafdjúp
anna. Maður með slíkan útbún-
að þyrfti engar áhyggjur að
sérsent frá Kanaríeyjum. Rauð
vínið, sem hann drekkur, kost-
ar 150 d. kr. Því lengra, sem
jarðarberin eru að komin, þeim
mun betur bragðast þau. Hann
borðar aldrei annan mat en
danskan, hvar sem hann er
staddur í heiminum. Sé hann
lengi í burtu fær hann daglega
matarsendingu frá Kaup-
mannahöfn.
Stúlkurnar hans eiga ekki
náðuga daga. Þær vinna sex
daga vikunnar. Þær mega ekki
einu sinni fara út einar. Vinn-
an hefst klukkan fimm að
morgni. Þá eru stúlkurnar sótt-
ar í einbýlishús það, þrettán
herbergja, þar sem Simon hef-
ur búið um þær. Þegar heim til
Simons er komið hefjast þær
þegar handa að tilreiða kaffi.
Oft þarf æði margar kaffibaun
ir til fyrr en Simon lýkur aug-
unum upp til fulls, því kaffið
verður að vera nýlagað í hverj
um bolla. Sama máli gildir um
ristaða brauðið; sé ekki rétt
hitastig á hverri brauðsneið, er
gleði Simons þar með frá hori-
um tekin þann morguninm.
Stúlkurnar snúast í kringum
Simon allan daginn, og fara
með honum í innkaupaferðir,
leikhús og kvikmyndahús.
(Þegar farið er í leikhúsið,
kaupir Simon ævinlega sérstakt
sæti undir stafinn sinn og
stundum einnig undir frakk-
ann). Að öðru jöfnu ganga
stúlkurnar svo til náða um
ellefuleytið. Þó eru alltaf ein-
hverjiar á vafct. Það kamiur
nefnilega ósjaldan fyrir, að
Simon hringir klukkan þrjú að
nóttu og heimtar sódavatn eða
afhýdda peru í rúmið. Hann
hafa af þrýstingi og gæti svaml
að eins og honum sýndist upp
og niður um allan sjó.
Dr. Johannes Kylstra hefur
raunar þegar gert eina líka til-
raun. Hann fyllti anmað lunga
manns súrefnismettuðum vökva
sem dælt var út og inn til skipt-
is í nokkrar mínútur. En hvað,
sem þessu líður þá virðist fæst-
um lítast á það að breyta um
öndunaraðferð. Öllu líklegra er
hitt, að vísindamennirnir láti sér
nægja að skoða hafdjúpin úr
tryggum stálbyrgjum sínum og
láti fiskunum eftir að anda með
tálknum.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. júlí 1970