Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1970, Qupperneq 9
Spies í vanda staddur. Bandariskur auðmaSur ihefur boðizt til að kaupa Spies
Rejser fyrir offjár.
Hann skreytir sig með fallegum stúlkum, sem hann klæðir í dýrustu pelsa og skart-
gripi. Þær verða að vera nálægt honum nætur og daga.
hefur yndi af því að snúa stúlk
unum, gera þeim ljóst að þær
séu hans eign.
Duttlungar Simons eru fræg-
ir að endemum. Eitt sinn kom
það fyrir, að haran semdi bíl-
stjóra sinn um miðja nótt til
Gautaborgar að kaupa Göte-
borgs-Posten. — Taktu ferju til
Helsingjaeyrar og komdu fljótt
aftur, — sagði hann. Það má
fastlega gera því skóna, að
hann hafi íleygt blaðinu rak-
leitt í bréfakörfuna, er hann
fékk það. Öðru sinni hringdi
hann til Hafnar frá Stokkhólmi
og skipaði stúlkunum að koma
þegar í stað, því þær ættu að
færa sér kaffið í rúmið í fyrra-
málið. Bílstjórinn varð að aka,
sem óður væri, í hinni mestu
ófærð til Stokkhólms, því ekki
kom til mála að koma minútu
of seint.
Simon líkir sér gjarnan við
Winston Churchill: — Hann
hafði vindlana — ég stúlkurn-
ar! —
Hann er ákaflega örlátur við
eftirlætisstúlkur sinar. Anette
sú, sem var eftirlæti hans í ein
þrjú ár, fékk hundrað þúsund
d. kr. í ,,eftirlaun“ er hún lét
af störfum og giftist — öðrum
manni! En stúlkurnar eru ekki
allar svo heppnar. Hyggi þær
á hjónaband er þeim flestum
umsvifalaust sagt upp. — Ég
er rómantíker, — segir Simon.
— Stúlkurnar hugsa ekki
nógu vel um mig, séu þær sam-
tímis með hugann við einhvern
annan. —
Sagt hefur verið um Simon,
að honum þyki valdið gott.
Hann sé valdagráðugri, en
gengur og gerist. Sjálfur segist
hann ekki vera nein und-
antekning í því efni; öllum
þyki valdið gott. En hvað, sem
um það er, þá fer ekki á milli
mála, að hann hefur krafizt
meiri hlýðni af starfsliði sínu,
en almennt er um yfirboðara og
einnig gert það, sem í hans
valdi stóð til þess að hafa
áhrif á blöðin og aðra fjöl-
miðla. Ib Henrik Cavling hef-
ur lýst Simoni í einni skáld-
sagna sinna, „A/S Palma
Mallorca" og gefur hann þar
heldur ófagra mynd af ferða-
frömuðinum. Þó tókst hvorki
betur né verr til, en svo, að
vel mátti kenna ýmis einkenni
og aðferðir Simons. Sjálfur hef
ur Simon einnig reynt fyrir sér
við skriftir. Árið 1987 gaf hainn
út bókina „Fodelen ved at
have to koner,“ og þykir sum-
um nóg um valdagirni þá, sem
þar kemur fram.
Nú heldur Simon því fram,
að hann sé búinn að fá allar
óskir sínar uppfylltar. — Ég
væri skepna ef ég væri ekki
ánægður með mitt hlutskipti, —
segir hann. Emilie Noring-Ol-
sen, einn framkvæmdastjóra
hans, telur Simon hafa stór-
breytzt „til batnaðar“. Hún
hefur unnið hjá honum í átta
ár. Þegar hún hóf störf voru
allir logandi hræddir við for-
stjórann. — Hann var afar
hiarður húsbórudi. Hanin var
líka mjög glöggskyggn á fólk;
var fljótur að finna hinar
veiku hliðar þess og notfæra
sér það. — En frá því hann tók
sér hið þriggja ára frí sitt, sem
að framan er nefnt, hefur af-
staða hans mildazt að mun. —
Harðstjórnarárátta hans hefur
hreinlega gufað upp. —
Þótt Simon Spies hafi vent
sínu kvæði í kross og kosið að
láta nefna sig „formann" í stað
forstjóra, þá stafar það ekki
af maóistískum hneigðum, held
ur einfaldlega af því, að hann
lét í reynd af forstjórastöðunni,
en gerðist stjórnarformaður
fyrirtækis síns. Dufl hans við
próvóana, áhugi hans á fíkni-
lyfjum, hár- og skeggsídd hans
og frjálslegar skoðanir á mönn
um og málefnum eiga ekkert
skylt við vinstri stefnu, hyað
þá róttækni. Hann hefur vak-
andi áhuga á stjórnmálum, fylg
ist vel með blaðaskrifum um
þau og hefur verið virkur fé-
lagi í ýmsum stjórnmálaflokk-
um. Ekki fæst hann til að upp-
lýsa hvar í flokki hann sé um
þessar mundir, en svarar því
oftast til, að hann vildi gjarn-
an fylgja góðum, gamaldags
frjálslyndum flokki að málum,
væri slíkum flokki til að dreifa.
Hann er harðánægður með auð
valdsskipulagið og gangi hann
með einhverjar byltingarhug-
myndir, þá snúast þær um bylt
ingu, sem auka mundi og örva
frjálsa samkeppni. Og svo bæt-
ir hann við: — Mér þykir ekk-
ert réttlátara en það, að þeir
sem veita meðbræðrum sínum
mesta gleði og ánægju, fái mest
fyrir sinn snúð. —
En þótt Simon sé hress í
bragði og harður á bárunni, þá
er honum hollara að fara sér
fremur hægt en hitt; hann hef-
ur lengi þjáðst af illkynjuðum
blóðsjúkdómi, sem þó hefur
tekizt að halda í skefjum hing-
að til með töflum og sprautum.
Nú er enn fremur komið á dag-
inn, að hann er haldinn sykur-
sýki.
Víst er, að þáttaskil standa
yfir í lífi Simons Spies, hvort
sem það stafar af sjúkdómun-
um eða af því, að aldurinn sé
tekinn að segja til sín, nú eða
þá af hvoru tveggja. Hann
vinnur nú í kappi við klukk-
una, að því að finna lífi sinu
einhvern annan tilgang en pen
iniga. Hoouim þykir eikiki leinig-
ur fyrir mestu að eiga dýrustu
og fínustu bílana og annað af
því tagi. Hann er hættur að
bjóða heim blaðamönnum í hin-
ar glæsilegu villur sínar, eins
og hann gerði svo oft áð-
ur fyrr. Hann hefur meira að
segja keypt nokkur hús hlið
við hlið, beinlínis í því augna-
miði að halda nágrönnunum í
hæfilegri fjarlægð. Þegar hann
gefur fé til góðgerðastarfsemi,
básúnar hann það ekki leng-
ur yfir alþjóð (— Þá fæ ég
bara miklu fleiri betlibréf! —
segir hann). Honum stendur
orðið á sama, þótt einhver minn
ist á eitthvert stöðutákn, sem
hann skortir, en auðfólki þykja
ómisisain'di. Er það af seim áður
var; t.d. keypti hann lysti-
snekkju sína ekki vegna þess
að hann hefði yndi af sigling-
um, heldur vegna þess, að hann
þorði ekki annað en eiga hana,
skyldi einhver spyrja eftir
henni. Hann leggur sér nú orð-
ið það eitt til munns sem hon-
um gott þykir, þótt einhverjir
sjái til, í stað þess, að háma í
sig einhverja „fína“ „skyldu-
rétti“, af ótta við það, að virð-
ast annars ekki nógu „fínn“. Og
þegar hann tekur sér daglega
gönguferð sína eftir Strikinu,
gerir hann það ekki lengur að-
eins til þess að sýna sig (enda
þótt hann viðurkenni sterka
þörf sína fyrir slíkt) heldur
eininig til þess að sjá aðra.
Segja má, að Simon sé að verða
fullorðinn, og til hvers það
leiðir veit enginn, heldur ekki
hann sjálfur. En eitt er víst, að
Simon er ekki dauður úr öllum
æðum. Þessi einkennilegi mað-
ur á áreiðanlega eftir að koma
mönnum enn oftar á óvart.
----------------------------------------------
Hrafn Gunnlaugsson
VOR
Allt er brjálað. Brjálað.
Fuglarnir brjálast í trjánum og skríkja sig hása
og kófsveittur klakinn stynur af sóisting.
Blessaður vertu ljúfurinn.
Það er vor.
Vorið blíða. Vorið heimska. Vorið hagstæða.
Göturnar anga af útsprungnum stelpum
og ég er aldrei jafn kátur til fótanna,
Litla óþekktin mín
manstu allan kuldann í vetur
þegar þyrst myrkrið saug peru lampans
og við skulfum af ást undir sænginni.
Nú vil ég elska svo einlægt.
Úti í haganum.
Uppi í trjánum.
Á borðinu.
Inni í blámanum. —
Mig langar svo ótrúlega
að leysa úr læðingi
langsvæfan borgarann
og láta hann dansa nakinn
um dúndrandi göturnar.
Bíta hverja konu í fótinn
og blása á alla uppgerð.
Aðeins ef ég gæti brjálað
almennt siðgæði
og elskað óstjórnlega.
Tekið götuna, húsin og heiminn
í faðm minn
og fallið meðal freyðandi blóma.
Legið í laufum og blómstrað
hjá bráðnandi vörum og vetri
þar til vindurinn roðnar af feimni.
Allt er brjálað. Brjáláð.
En ég sökkvi kaldri skynsemi
á brennandi ást mína
og brosi hæversklega.
í þykkum frakka.
Með fallegt bindi.
í burstuðum skóm.
Með brot í buxum.
Og uppbúinn sakleysissvip.
1-9. júlí 1970
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9