Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Page 4
Þorsteinn Matthíasson
GLÓKOLLUR
AÐ NORÐAN
Halldór Sigurðsson segir frá
Hallðór með sr. Rjariia .Innssyni.
Ekki er langt síðan leið
mín lá niður Skuggasund að
stórhýsi því sem tilheyrir prent
smiðjunni Eddu. Þar eru um-
svif mikil og meðal antnars
prentuð tvö íslenzku dagblað-
anna dagblaðið Tíminn og dag-
blaðið Vísir.
Ekki er annað að sjá og
heyra en að þama fari allt vel
og skipulega fram, enda þótt
ýmsum sýnist að lesefnið á síð-
um þessara tveggja blaða, sem
ég áður mefndi, sé ekki fullkom
lega með sama sniði.
Ekki hef ég lengi svipazt
um þama innan dyra, fyrr en
á vegi mínum verður vörpuleg-
ur eldri ma-ður vel á sig kom-
inn, ljós í andliti og bjartur á
hár.
Þarna er á ferð Halldór Síg-
urðsson, húsvörður í prent-
smiðjuhúsinu.
Þessi aldni höfðingsTnaður
hefur á sér snið fyrirmanna, án
þess þó að gefa með því
til kynna að honum sé móti
skapi að eiga orðaekipti við
venjulegt fólk.
Og nú sit ég í vinalegri stofu,
sem Halldór hefur tii umráða
og íbúðar á efsta lofti þeirrar
mi'klu byggingar, er honum er
falið að gæta, og heyri hann
rekja nokkra minningaþræði,
frá því að hann ungur man sig
heima í Vestur-Húnavatnssýslu
til þess tíma að hann aldinn að
árum lítur á lífið frá sjónar-
hóli hins margreynda manns.
Ég heiti Halldór og er Sig-
urðsson. Foreldrar mínir voru
Sigurður Halidórsson og
Kristín Þorsteinsdóttir. Hún
var ættuð frá Laxnesi í Kjós.
Halldór, afi minn, kom sunnan
af Kjaliarnesi, gerðist vinnumað
ur hjá Sigurði bónda á Lækja-
móti og kvæntist heimasætunni,
Sigríði dóttur hans. Hún varð
mikil merkiskona. Þau fluttust
seinna suður á Kjalarnes,
bjuggu víða, lentu meðal arai-
ars í Króki og Lykkju, eignuð-
ust 12 börn og brá hvergi.
Sigurður faðir minn, var
fæddur áður en þau fóru að
norðan>, varrð hann þar eftir og
ólst upp hjá afa sínum á Lækja
móti. Þaðan kvæntist hann
fyrri konu sinni, Sigurlaugu
dóttur Bjarna sterka í Gilhaiga
í VatnsdaL Hana missti hann
eftir stutta sambúð og kvæntist
þá seinna móður minni.
Þegar ég fæddist, bjuggu
foreldrar mínir á Skarfhóli í
Miðfirði, en fluttust að Torfu-
stöðtum þegar ég var 5 ára og
þar ólst ég upp til fermingar-
aldurs.
— Hvernig var Húnaþing á
þínum uppvaxtarárum?
— Landslagið það sama
og nú er, en tún lítil og ill-
vinnandi vegna þýfis. Á því
fé-kk ég að kenna þegar ég var
að læra að slá. Oddurinn vildi
rekast í og ljárinn bogna eða
brotn.a.
Flest voru túnin ógirt, enda
gaddavír þá ekki þekktur þar.
Og fyrst eftir að hann kam,
litu ýmsir þessa nýjiung illum
augum og töldu að um dráps-
tæki væri .að ræða, sem gæti
arðið skepnum að grandi. —
Urugur vakti ég því yfir túná.
Margir voru fátækir, en þó
voru nokkrir, sem upp úr þeim
arnaóði risu og höfðu góð bú,
trvö — þrjú hundruð fjár og
þrjár kýr.
Allir áttu eitthvað af stóði.
Þegar ég fermdist, fékk ég vet-
urgamalt trippi. Það þótti
nokkuð þá, og er eitt af því
fáa, sem ekki hefur minna verð-
gldi nú.
Eftir ferminguna hugðist ég
leggja leið mína til mennfa o.g
innritaðist í Flensborgarskóla.
Auðvitað var ekkert vit í
þessu, ég átti alltof litla pen-
inga. Svo fékk ég mislinga tmi
veturinn og upp úr þeim tauga-
veiki. Líkiega hef ég verið líf-
seigur því ég skrimti en 11—12
nemendur skólans tóku tauga-
veikina. Við lágum þarna í
heimavistinni eins og hundar.
— Það var ljóta sjúkrabúsiviist-
in. — Þegar þetta loks
var yfirstaðið var ég orðirm
ærið aumur og fór heim seinfnd
part vetrar. Ég hafð- enga
hjálp og engin efni á því að
halda áfram.
— Naesta vetur fór ég þó
suður, ekki samt til náms í
Flensborg. Ég fór að læra á
orgel hjá Hallgrími Þorsteins-
syni og síðar Jóni Pálssyni
banikaritara. Það var góðiur
karl, þótt sturiidum væri hann
napur í tiisvörum. Einnig fékk
ég tilsögn í glímu og þar var
lærifaðir minn himn mæti mað-
ur, Halligrímur Benedikbsson,
faðir G-eirs borgarstjóra. —
Það gerðist margt þennan vet-
ur, meðal annars fór ég í dans-
skóla. Við vorum fjórir sarnan
Norðlingar. Auk mín þeir
Sveinn Jónisson, sem kaliaður
var skáldi, Tryggvi Svörfuður
Sveirnbjörnsson, konungsribari
síðar, oig Hilmar Steifánsson er
varð bankastjóri Búma'ðarbaink
ans. Þeir Sveinn og Tryggvi
voru framámenn. Hilmar var
d'áilítið hlédrægu'r, en auðvitað
viar ég minmsti bógurinn.
Dansæfingarnar fóru fram í
Iðnó. Kennarar voru þær
Stefanía Guðmundsdótt.'r og
Guðrún Imdriðadóttir. Stefanía
var leikkona af guðs náð, eng-
in hefur náð þvíilífcuim tökum á
hlutverki Höllu í Fjiaiia-Ey-
vindL Já, hún va.r fluggáfuð og
yndisieg kona. Hún var vön að
segja þegar við komum á æfing
ar. — rrKomdu hérna glókoll-
ur minn að norðan." Þetta mis-
líkaði hínum, sérstaklega
Tryggve.. Homim fannst hún
gefa mér óverðugum meiri
gaum en þeim. Ég hiaut að vera
illa búlnin og fákun.nandi miðað
við þá memn, sem setztir voru
í Lærða skólann. Mér þótt ivænt
um Stefarúu og bar virðirLgu
fyrir hennd. Hún var í minum
augum engill ljóss'ns og hana
hef ég dáð adlt mitt lif. Gló-
kollurinn að norðan, hefur alla
tíð búið að kynnum við þessa
konu. Mér fa>nn®t hún geta ver-
ið móðir mín, vinur og uninusta.
Þetta var hrein og barnisleig t’I-
finning.
Ég hraktist um hér í Reykja-
vík og endaði með þvi að ráða
mig á sfcúturua Esther. Hún var
eign Duusverzktnar og sklp-
stjórinn var Sigurður Móeses-
son. Ég hafði aldrei koimið á
sjó og þekkti ekkert til þeirra
verka er þar voru unnin, Við
fórum austur á baLnka. En þeg-
ar Lðnir voru 5 dagar bafði ég
etkiki enmþá risið úr kioju, sök-
um sjóveiki. Skipstjórinn kom
þá til <mjín og sagði að a-nnað
hvort yrði ég að koma upp á
dekk og draga >að mér hreimt
loft eða hann yrði að sigla með
mig til Reykjavíkur. Ég staui-
aðisf upp með aðstoð félaga
minna og sm.áskánaði þeasi
óþverri, en það sagði ég skip-
stjóra, að aldrei murndi ég sjó-
maður verða.
Ég fékk aldrei fisk, þó ég
hémgi við dráttinn. Féiagar
■miinir sögðu að ég væri með
allan hugamn hjá stelpumum í
landi. Þegar við komium úr
túrmun reyndist óg hiafa lagt af
mér 17 pund á hafi útL Ég
draslaði þó með skipstjóra til
vertíðarloka. Þá var emga pen-
inga að hafa í sveitimni, fremur
en vant er.
— Annars hefur það adila tíð
Halldór Sigurðsson
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26- júlí 1970