Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Side 6
Gamall glæpur Eftir Hcliiiu Þórðardóttur Því er hann svona lengi á stöðinni, skyldi eitthvað hafa komið fyrir, eitthvað verra en í síðustu ferð? Óþekktir geisl- ar, gat það verið sýki, sem þeim hefði sézt yfir, einhver nýr vírus? Alltaf voru einhver ný vandamál að koma til sög- unnar. Hann hafði aldrei verið svona lengi í hreinsunarstöð- inni. Skipið var löngu lent, fyr ir langa löngu. Því er verið að sann'færa okkur í skólunum frá því fyrsta, að tíminn sé afstætt hugtak og maður ráði honum, hvort hann sé langur, stuttur eða bara ekkert fyrst það er ekki satt? Víst er hanm langur. Hann er búinn að vera svo lengi burtu en þessi síðasta bið er þó verst eftir að skipið lenti. Eitthvað hefur komið fyrir. Ég má ekki láta það sjást, að ég sé hrædd og kvíðin. Það er of mikið þroskaleysi. Ef það kæm ist upp fengi ég kannski ekki að eiga annað barn. Nei, ég fenigi það áreiðanlega ekki og hann, maðurinn myndi e.t.v. verða látinn skipta um starf. Er það kannski það sem ég óska eftir? Svo ég geti haft hann heima hjá mér alltaf? Er eigingirnin að ná tökum á mér, þessi bannaða, bölvaða hvöt, sem við erum að reyna að út- rýma með öllu, ekki aðeins hjá okkur heldur líka hjá hinum sem við erum að reyna að hjálpa? Hárið féll fram yfir andlitið. Hún horfði í gegnum það, allt í einu hugsandi: Sumar konur þarna hafa svipaðan háralit og ég, næstum eins. Undarlegt! Þegar við vorum lítil voru okk ur sagðar sögur af þessu hræði lega fólki þarna, ófreskjusög- ur, hryllingsmyndir dregnar upp, samt voru þær æsandi og þegar við komumst upp í hærri bekkina og fengum að koma í sjóniturninn þá horfði ég alltaf mest á þessa litlu plánetu, þessa litlu óásjálegu kúlu svona óralangt í burtu. Var það vegna þess, að undirvitundin sagði mér, að maðuriinn minn, sem varð, yrði sendur þangað eða er það vegna þess gruns, sem er næstum vissa að eitt- hvað af forfeðrum minniar ætt- ar hafi verið sendir þangað nauðugir? Vegna glæpa. Ég vonaði alltaf að það væri ekki satt, að 'þe'ir hefðu farið af frjáls upi vilja, af ævintýrahvöt eða til að hjálpa hinum til að byggja sér nýjan heim á þess- ari kúluboru langt í fjarska. Þá gæti ég verið stolt og ör- uggari, og þó. Ef þeir verða nú neyddir til að. . . . nei, ekki hugsa svona, þá verð ég að fara að sækja fræðslufund- ina aftur kannski. Já, ég hefði átt að gera það allan tímann sem hann hefur verið í burtu. Ég á að taka á móti honum glöð og örugg. Hann er alltaf svo þreyttur þegar hann kem- ur og þetta er lengsta ferð- in. Hún gekk út í garðinn sveip • aðan daufmildum ljóma síðdeg issólarinnar. Hún horfði með ástúðlegri gleði á blómin. Ykk- ur hef ég a.m.k. ekki vanrækt þótt ég sé kannski fariin að hugsa rangt. Hún settist nið- ur, allt var kyrrt, drengurinn svaf rótt inni, hann er svo lít- ill enn, næstum eins ungur og þú, sagði hún og snerti var- lega við litlu frísklegu blómi, sem var að lykja krónunum því að senn færi að rökkva. Þú þarft líka að fara snemma að sofa eins og hann, þið eruð að vaxa. Rökkrið kom hægt og hlýtt, eints og reykblá móða. Hún reis upp og gekk hægum örugg um skrefum inn í húsið til að búa sig, baða og snyrta sem bezt, því að nú var hann að koma, hún vissi það, kannski hafði eitthvað komið fyrir en hann var á leiðinni heim núna, rétt strax. Hún brosti við sjálfri sér og gladdist yfir feg- urð sinni næstum eins og brúð- ur. Þau sátu og höfðu lítið talað saman. Þegar maðurinn hittir betri helming sinn eftir lang- an aðskilnað týnast orð. Þau höfðu setið lengi með nætur- blómakertið og háu bikarana fyrir framan sig þegar hún loks spurði hikandi. Var það mjög erfitt núna? Hann brosti dauflega. Ég veit ekki. Þú verð- ur að athuga hvað ég er bú- inn að vera þarna lengi. Þre- faldur tími í hreinsunarstöð- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.