Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1970, Blaðsíða 8
ERFÐASKRA
RUDOLFS
HESS
Eftir Hugh Trevor Roper
Rudolf Hess ætlaði að „opin-
bera“ eitthvað við réttar-
höldin yfir stríðsglæpa-
mönnunum í Niirnberg. Úr
því varð ekki, en hanin sendi
í stað þess skjölin á laun til
Sir Oswald Mosley, sem
aldrei fékk þau.
Þessi týnda erfðaskrá hefur
nú komið í leitirnar og sann-
ar hún, að Hitler hafði ekki
tekið of djúpt í árinni er
hann kvað Hess ekki með öll-
um mjalla.
Rudolf Hess er nú brjóstum-
konnanleg, allt að því tragísk
persóna. Hver sem afbrot hans
hafa verið (og þau orka mest
tvímælis af afbrotum allra
hinna sakfelldu nasista) þá hef
ur hann tekið út fulla refsingu
fyrir þau. í nærfellt þrjátíu
ár hefur hann verið fangi; fangi
í tvennum skilningi. Því hann
er ekki aðeins eini pólitíski
fanginn í Spandau, fórnarlamb
valdastreitu stórveldanna eftir
stríðið; hann er engu síðurfangi
sinna eigin rótgrónu hugaróra.
Hess er maður glapsýnanna
og þær hófust snemma. Hann
var einn af fyrstu meðlimum
nasistaflokksins, — flokksnúm-
er litlu hærra en númer Hitlers
sjálfs, sem var 7 — og hann
gekk ekki flokknum á hönd
fyrir það eitt að hann væri
rusti eða stjórnmálamaður held
ur vegna þess að hann var
hugsj ónamaður.
Eins og svo margir hinna
elztu nasiista lét hann hrífast
með, fyrst af persónuleika
Hitlers og síðan af vissum
kenningum, sem voru öðrum
aðeins henitug slagorð en urðu
að meinlokum hjá honum. Til-
finningatengsl hans við Hitler
voru viljalaus, alger og að því
er virðist varanleg. Meðal
kenninga þeirra er hann með-
tók jafn skilyrðislaust voru
einkum hin „landfræðilega"
stjórnmálaheimspeki Haushof-
ers prófessors — nauðsyn þess
að Þjóðverjar legðu undir sig
Austurlönd — og hin svart-
hvíta heimsmynd nasismans,
þar sem hinir góðu, norrænu
Germanir áttu í vök að verjast
fyrir djöfullegum öflum bolshe
vismans, alþjóðahyggjunnar og
gyðimgdómsins.
Eins og margir eldheitir þjóð
ernissinnar var Hess fæddur
utan hins heittelskaða ættlands
— nefnilega í Egyptalandi.
Hann barðist fyrir Þýzkaland
sem flugmaður í heimstyrjöld-
inni fyrri og tók sér ósigur þess
afar nærri.
Þá var það í Múnchen á þriðja
áratugnum að hann komst und-
ir áhrifavald Hitlers og síðan
Haushofers og gerðist tryggur
lærisveinn beggja. í hans aug-
um var Haushofer spámaður-
inn en Hitler frelsarinn. Hann
tók þátt í bjórkjallarafundin-
um árið 1923 og dvaldi með
Hitler í Landsberg-fangelsinu.
Þar var hann skrifari Hitlers
og færði í letur fyrsta bindið
af „Mein Kampf“.
Hess kann vel að hafa verið
kveikjan að „Mein Kampf“,
miðlað Hitler af kenning-
um Haushofers, sem eru svo
auðgreindar í bókinni, kenning
unum um gífurlegt landflæmi í
austri, sem vinna mætti með
beinu hernámi Rússlands. Slík
ur sigur hefði verið innan
handar árið 1918 en glatazt aft-
ur vegna ósigra í vestri. í þetta
sinn átti að gera hanm raun-
verulegan og varanlegan með
vináttu, í stað styrjaldar, við
Bretland. Þessi kenning, sem
Hitler setti fram á þriðja ára-
tugnum varð hjá Hess að mein-
loku langt fram yfir 1940.
Árið 1933 er Hitler komst til
valda, hlaut Hess laun trú-
mennsku sinnar. Hann varð
hægri hönd foringjans, opinber
einkaritari. Og tryggð hans var
hin sama. Hess hefði gert hvað
sem vera skyldi fyrir foringj-
ann. Árið 1934, er Hitler sner-
ist gegn fyrri stuðningsmönn-
um sínum og lét strádrepa SA
leiðtogana, sárbændi Hess um
þau forréttindi að fá að myrða
með eigin hendi SA-foringjann
Er-nst Röhm. Segði foringinn
að Röhm væri svikari, var Hess
það nægilegt.
Slík þrælslund var ómetan-
leg í bemsku nasismans, á bar-
áttutímunum, en nægði hún
þegar tekið hafði verið við
stjórniartaumnuniuim? Er Hitler
va-r orðinn einvaldur í Þýzka-
landi hvarf hinn þýlyndi Hess
með hinia einföldu heimsmynd
sína smám saman úr augsýn
Hann var enn heiðraður á ýmsa
lund opinberlega, upp á gaml-
an kunningsskap, en í raun var
hann „dottinn uppfyrir.“ Jafn-
vel Hitler gramdist stundum
barnaskapur hans — til dæmis
er Hess virtist orðinin foringj-
anum fremri í kjötbindindi og
kom með kálmetisböggla sína til
hádegisverðar í kanislarahöll-
inni. Að sönnu hækkaði Hess
verulega í tign árið 1938. Hann
var skipaður þriðji maður Rík-
isins; ef Hitler og Göring létust
átti hann að verða foringi
Þýzkalands. Þetta var fárán-
leg tilskipun og Göring varð
æfur yfir henni — hann hélt
því fram og með réttu, að Hess
hefði enga leiðtogahæfileika til
að bera.
En í raun réttri var ekki ver-
ið að fela Hess neina leiðtoga-
stöðu (eins og Hitler benti á,
gat Göring, er hann tæki við
stjórninni, fljótlega losað sig
við Hess) heldur var verið að
launa honum fylgið. Titillinn
var uppbót á rýrnandi völd.
Eftir 1938 var það höfuðverk-
efni Hess að flytja frjósömum
þýzkum mæðrum hamingjuósk-
ir ríkisins. Raunverulegt vald
var þá í annarra höndum —
einkum hins þrautseiga aðstoð-
armanns Hess, Martins Bor-
manns.
Þá var það árið 1941 að Hess
lét aftur til sín taka á eftir-
minniilegan hátt. Gervöll Evr-
ópa lá þá við fætur Hitlers og
innrás í Rússland stóð fyrir
dyrum. Þetta var stundin, sem
menn á borð við Hess og Haus-
hofer höfðu beðið eftir í tvo
áratugi. En áætlunin hafði far-
ið alvarlega úr skorðum á ein-
um stað. Bretar, sem með vin-
fangi sínu áttu að verða bak-
hjarl Þýzkalands, léku ekki sitt
tilætlaða hlutverk. í stað þess
höfðu þeir enn sem fyrr sagt
Þýzkalandi stríð á hendur og
vildu ekki viðurkenna ósigur
sinn þótt sigraðir væru. í stað
þess höfðu þeir með bjánalegri
seiglu ekki aðeins rifið hrís á
sitt eigið bak heldur jafnvel
stofnað alheimsfyrirætlun for-
ingjans í voða. Hvemig gátu
Bretar gert sig seka um slíkt
glapræði?
Samkvæmt frumstæðum nas-
istafræðum Hess gat skýring-
in aðeins verið ein: stjórnend-
ur Bretlands höfðu orðið fyrir
gjörningum — af hendi Gyð-
inga.
Og Hess tók til sinna stór-
brotnu ráða. Eins og árið 1934
ætlaði hann að bera sjálfur
hita og þunga framkvæmdanna
til þess að foringinm mætti
sinna réttri köllun sinni. Hann
ætlaði fyrst að brjóta sér braut
gegnum skrifstofuveldi nasista
og síðan gegnum hina illu Gyð-
ingaklíku, sem heillað hefði
Churchill og Breta hana, snúa
sér beint til fulltrúa hins góða,
norræna Bretlands, skýra fyrir
þeim lífsspursmálið á einfaldan
hátt og fá þá með því til að láta
af hinum tilgangslausu bræðra-
vígum.
í augum Hess var Georg kon-
ungur sjötti fulltrúi hins góða,
morræna Bretlarads og til hans
átti að ná með aðstoð manns er
hann taldi vin Haushofers pró-
fessors — göfugs, norræras að-
alsmanns, sem Hess hafði séð
tilsýndar á Olympíuleikjun-
um; hertogaras af Hamilton.
Og þanm 10. maí 1941, lagði
Hess af stað í hið leynilega,
hetjulega einflug sitt og lemti í
fallhlíf nærri beint ofan á her-
togasetrinu í Skotlandi.
Hver mun nokkru sinni
gleyma þeim úlfaþyt er sá ótrú
legi atburður vakti? Br frami
Þýzkalands stóð sem hæst, féll
næstráðandi foringjans úr skýj
um ofan á skozka grund. Svo
sem vænta mátti kvað við um
gervallan hinn frjálsa heim af
bollaleggingum og jafnvel
kátínu. En Hitler náði ekki
upp í nefið á sér. Hann heimt-
aði að Haushofer-fjölskyldan
yrði tekim höndum og jafnvel
blásaklausir aðstoðarforingj-
arnir, sem fært höfðu honum
tíðindin. Síðan lýsti hann yfir
því að Hess væri, og hefði
leragi verið hálfbrjálaður. Þessi
skýring var í sjálfu sér nokk-
uð tvíeggjuð. Þjóðverjar tóku
að sjálfsögðu að spyrja hvers
vegna foringinn hefði valið sér
yfirlýstan vitfirring að aðstoð-
armanni og ef til vill eftir-
mannii.
Hess var vissulega, er þetta
átti sér stað, langt leiddur í
glámsýni sinmi. Brezkir yfir-
heyrslumenn og læknar áttu
brátt eftir að uppgötva það.
Koma hans hafði öll verið með
einkemnilegra móti — hann var
með alla vasa fulla af verndar-
gripum og hugann fullan af
draumum (hugmyndina að flugi
sínu sagði hanrn sótta í tákn-
draum Haushofers prófessors)
og hann talaði á messíasarmáli
um að friðþægja fyrir syndir
heimsims. En hegðun hans í
fangavistinni var jafnvel enn
ein'kennilegri, Þegar boðskap-
ur hans var ekki tekinn alvar-
lega, þóttist hanm strax sjá
merki um ofsóknir. Hann
ímyndaði sér að hann væri
pyndaður og að sér væri byrl-
að eitur. Hann reyndi tvívegis
að fremja sjálfsmorð. Með
hverjum vonbrigðum margföld-
uðust hugarórar hans og hin
einfalda heimsmynd hans harðn
aði. Þar eð hamn gat ekki trú-
að því að læknar hans og dag-
legir umsjónarmenm væru ekki
vísvitandi eiturbyrlarar, komst
hann að þeirri niðurstöðu að
þeir væru eimnig fómarlömb
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. júlí 1970