Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 1
ERU EFNAHAGS- SJÓNARMIÐ FARIN AÐ SETJA OF MIKINN SVIP Á SKÓLASTARFIÐ? Ávarp dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráð- herra, við setningu XX. norræna skólamótsins, 4. ágúst 1970 í Stokkhólmi. s ■ íís- 1 \ %, * §Hli s Skólaæskan liefur sjaldan verið í brennipunkti sem nú og aldrei liefur verið meira tillit tekið til hennar. AUlrei fyrr hefur ungt fólk verið eins mikið afl í þjóðfélaginu. Mér er það mikil ánægja að flytja þessu XX. norræna skóla móti kveðju frá íslandi og ósk- ii’ um góðan árangur. Fyrsta norræna skólamótið, sem ég bar íslenzka kveðju, var hald- ið í Helsingfors árið 1957. Síð- an er liðinn langur tími. Margt hefur breytzt. En ég held, að sem betur fer megi segja, að flest hafi breytzt til batnaðar. Ég hef sótt öll skólamótin síð- an 1957 og mér finnst, að þau hafi alltaf borið vitni um fram- íarir í skipan skólamála og starfi kennara og vaxandi við- urkenningu á því, að æskunni sé ekkert of gott, ef það er gott í raun og sannleika. 1 þessum fáu orðum mínum langar mig til að vikja að tvennu. 1 hinu fyrra felst nokkur efa semd um, að við séum að einu leyti á alveg réttri braut hvað varðar ákaflega mikilvægt markmið í uppeldismálum. Við leggjum mikla og jafnvel sí- aukna áherzlu á að gera ung- lingum kleift að laga sig að þjóð félaginu, gera þá að nýtum þegnum, kenna þeim að lifa í félagi við aðra og þjálfa þá til aðhæfingar að síbreytilegum að stæðum í atvinnulífi og félags- lífi. Að visu sæti sí^J á mér sem gömlum háskólakennara í hagfræði að skorta skilning á því, hve örum breytingum nú- tímaþjóðíélag tekur og hve nauðsynlegt það er, að þegn- arnir lagi sig að þeim með sem auðveldustum hætti. Engu að síður kánn hinn sívaxandi áhugi á að gera manninn að góðri félagsveru að valda því, að hitt gleymist, hve mikla nauðsyn ber til, að sérhver maður sé sjálfum sér nægur — geti staðið einn, verið einn og vantað þó ekkert. Hin æðsta lifshamingja er auðvitað ekki fólgin i velmeg- un og ekki einu sinni í þekk- ingu. Hún er fólgin í sambandi fólks, sem þykir vænt hvoru um annað. Maður og kona öðl- ast hamingju, foreldrar og börn. Þau , sem þykir vænt hvoru um annað, hjálpa hvert öðru. En allir menn verða fyr- ir því í lífi sínu — ekki einu sinni, heldur oft — að verða að standa einir andspænis miklum vanda. Jafnvel fjölskylda og vinir geta þá enga aðstoð veitt. Og þá er ekki von, að samfé- lagið yfirleitt geti það heldur. Hermann Hesse segir í einu kvæða sinna: Drum ist kein Wissen Noch Können so gut, Als dass man alles Schwere Alleine tut. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt þetta þannig: Þetta er sú þekking, sem þér er mest verð: Að allt hið allra þyngsta þú aleinn berð. Því eru auðvitað takmörk sett, hvað unnt er að kenna i skóla. Og ef til vill geta skól- arnir ekki eflt með hverjum manni þann innri styrk, sem þarf til að leysa vanda, sem enginn getur leyst nema mað- ur sjálfur. En jafnvel þótt svo kunni að vera, þá ber okkur að hafa fullan skilning á tak- mörkunum okkar og gera þær ungu fólki ljósar. Og höfum við nægan skilning á þvi, hversu nauðsynlegt það er, að menn þurfi ekki sífellt á hvers konar félagsskap að halda? Höfum við reynt að kenna ungu fólki að reyna að vera sjálfu sér nægt og finna í sjálfu sér þau verðmæti, sem gefa lífinu gildi? Án þess að ég ætli að gera unglingavandamálin svoköll- uðu að umtalsefni, get ég ekki stillt mig um að segja, að það hefur oft hvarflað að mér, að þau séu ekki félagsleg vanda- mál, eins og margir virðast halda, i þeim skilningi að þau verði leyst með auknu félags- legu uppeldi og öðrum félags- legum aðgerðum. Þau séu öll fremur vandamál af því tagi, sem hver maður verður að leysa sjálfur, einn og óstudd- ur. Og slíkan vanda geta skól- arnir og samfélagið auðvitað ekki leyst. En skólarnir gætu reynt að auka skilning ungs fólks á slíkum vandamálum og gert því þannig auðveldara að fást við þau. — Oft er sagt, að unga fólkinu leiðist, það sé að leita að tilbreytingu, einhverju Framhald á bls. 6 „Ýmislegt bendir til, að í iðnaðarþjóðfélagi nú- tímans sé að skapast andstæða milli hagsæld- ar og' menningar, fram- fara og fegurðar. Slíkt má ekki verða. Auðvitað eigum við ekki að sætta okkur við að vera fátæk- ir fagurkerar.“ ...íá-.^.**^**^*^^ . x I SM?. m,' Háskólaócirðir liafa orðið á Norðurlöndum, en ekki í líkum mæli og víða annars staðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.