Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1970, Blaðsíða 5
Stef an Lorant HITLER eins og ég þekkti hann Aldarfjórðungur er liðinn frá þeim degi — 30. apríl 1945 -~ er Adolf Hitler skaut kúlu gegnum höfuð sér í neðanjarð- arbyrgi einu í Berlin. Hann var haldinn stórmennskubrjálæði, sannfærður um óskeikulleik sinn og trúði því i rauðan dauð ann að Þýzkaland og persóna hans sjálfs væru eitt. Hann dró land sitt með sér í fallinu og kaus heldur að tortíma því en viðurkenna ósigur eða láta af völdum. Hann var lævis og sam vizkulaus lygari, kaldhæðinn, ruddalegur og grimmur, sneyddur ást og mannúðartil- finningu. Hann var stjórnmála- snillingur með glæpamannssál. Ég kynntist honum á þriðja áratug aldarinnar. Er við mætt umst á götu þeirri í Múnchen, þar sem við bjuggum báðir, kinkaði hann kolli til mín kunnuglega eða lyfti svipuníii með vandræðalegri hreyfingu. Stundum rétti hann mér hend- ina. Hún var linkuleg og mátt- laus. Við, sem störfuðum á dag- blöðum og tímaritum komum oft saman á Café Heek i horni Enska garðsins í Miinchen. Hitler, sem þá var ritstjóri lllustrierter Beobachter, keppi- - nautar Miinchenar Illustrierte, sem ég ritstýrði, var þar tíður gestur. Um hádegisbilið líktist veitingastaðurinn útisamkomu blaðamanna. Hitler virtist ein- hvern veginn ekki eiga þar heima með slúthatt sinn og krypplaðan rykfrakka. Hann hélt ævinlega á svipu (hún virt ist veita honum öryggi) og var vanur að smella henni, orðum sínum til áréttingar. Á meðan við yngri mennirnir virtum fyr- ir okkur stöðugan straum ljós- klæddra yngismeyja, er fram- hjá fóru, þvaðraði hann í sí- fellu um hinn smánarlega Ver- salasamning eða um „Lebens- raum"-vandamálið. Hann tók aldrei þátt í venjulegu blaða- mannaspjalli og virtist ekkert kæra sig um slúðursögur eða skrítlur. Hann hló sjaldan eða brosti; við litum á hann sem hálf gerðan leiðindasegg. Um þetta leyti — það er í kringum 1925, eftir að hann hafði verið látinn laus úr Landsberg fangelsinu — var frægð Hitlers algerlega bund- in við Bæheim og nafn hans ekki enn orðið heimagangur hjá öllum þorra Þjóðverja. Miinchen var þá Mecca allra kuklara og ofsatrúarmanna. Sértrúarflokkar í stjörnufræði, ' djöflafræði og talnaspeki stóðu með miklum blóma. Leiðtogar slíkra flokka voru í fáu frá- brugðnir Hitler. Vinir mínir meðal erlendra fréttaritara hlógu að honum og töldu hann hálfgeggjaðan. En hann var þegar orðinn mikill lýðæsinga- maður, fær um að halda áheyrendum eins og í leiðslu klukkustundum saman. Þetta undarlega vald ásamt óbifanlegri sannfæringu hans um að hann væri kjörinn til að móta framtíð Þýzkalands, kom mér til að veita honum nánari athygli. Kvöld nokkurt í lest milli Múnchen og Berlínar skiptumst við á fáeinum orS- um fyrir utan svefnklefa okk- ar. „Viljirðu komast lífs af, skaltu ganga í lið með fram- tíðinni," sagði hann i léttum tón og átti við sjálfan sig. engu að síður sendi hann mér þetta tilgérðarlega stingandi augnaráð, sem dáleiddi svo marga. Hann var hárviss um framtíð sina, hárviss um hlut- verk sitt, hárviss um köllun sina, hárviss um að hann væri frelsari Þýzkalands. Ég heyrði hann fyrst ávarpa mannfjölda i bjórkjallara ein- um. Ég stóð ekki allf jarri hon- um til hliðar við sviðið, næst tröllinu Briickner, sem síðar varð lífvörður hans, og ég virti hann fyrir mér af stuttu færi — hvernig hann fátaði með borðið á sviðinu, ýtti þvi til hægri og síðan til vinstri. Van- líðan hans var augljós. Hann talaði dauflega og með sifelld- um endurtekningum. Ég sneri mér að Briickner og sagði í striðni: „Er þetta málsnilling- urinn mikli?" Brúckner brosti og svaraði að bragði: „Biddu bara." Hitler hélt afram lang- loku sinni. Ég horfði á andlit áheyrendanna; þar var engin viðbrögð að sjá. Mennirnir héldu um ölkollur sínar og .....mJ^Æi..... A velmektardögunum. Hitler á gangi úti í skógi ásanií æskulýðsleiðtoganum Baldri von Schirach. Hitler ásamt Winif red Wagner. Geli Raubal. svelgdu bjór sinn. Þá allt í einu fórnaði Hitler höndum, festi augun á loftinu eins og hann leitaði þar guðlegrar handleiðslu, og rak upp sker- andi öskur: „Deutschland". Og enn aftur: „Deutschland". Brúckner vék sér að mér og hvislaði: „Nú er andinn að koma yfir hann." Við þetta varð andrúmsloftið gerbreytt — það varð magnað, og öll deyfð var sem rokin af áheyr- endum. Bjórdrykkja stöðvaðist með öllu. Hlustendur voru dá- leiddir og er Hitler lauk máli sínu, stukku þeir á fætur, kall- andi og hrópandi af fögnuði, lausir undan tilfinningafargi og taugaþenslu. Þessi mælska vann fjöldann af þýzkum þjóðernissinnuðum alþýðumönnum til fylgis við Nasistaflokkinn. Byrjunarvel- gengni Hitlers var ekki sízt að þakka furðulegri eðlisávísun hans. Hann kunni að stjórna mannfjölda og smækka stjórn- málaleg vandamál niður í hið einfaldasta form. Eitt sinn út- skýrði hann það sjálfur þann- ig: „Ég held þá leið sem for- sjónin skipar, af öryggi svefn- gengilsins." Og Gregor Strass- er, sem ekki var neinn vinur hans, sagði um hann að hjá honum kæmi fram svörun við „bylgjum frá mannlegum hjörtum." Hann leitaði hófanna hjá verkamönnum, smáborgur- um, úrræðalausum hermönnum, óánægðum atvinnuleysingjum, hinum ómenntaða undirmáls- manni — hjá gamla fólkinu, sem glatað hafði sparifé sínu í verðbólgunni, hjá rugluðum ungmennum, sem eygðu enga von í lífinu. Versnandi efnahagsástand greiddi götu hans, svo og ótt- inn við kommúnismann. Sundr- ung stjórnmálaflokkanna varð honum einnig til framdráttar. Hann stakk á ýmsum raunveru legum kýlum — Versala- samningnum, skaðabótunum, fálmandi getuleysi Weimar- flokkanna, kommúnistaógnun- inni — ýkti þau og blés út. Og hann útvegaði syndahafur — Gyðingana. Allt frá dögum Marteins Lúthers höfðu Þjóð- verjar hneigzt til gyðingahat- urs. 1 rauninni gátu Þjóðverjar ekki fundið Gyðingunum margt til foráttu. En Hitler lagði á þá alla skefjalaust og smitandi hatur — og með tímanum varð árátta hans að þjóðarstefnu. Alla ævi Hitlers var mikið gert úr viðkvæmni hans og ást- úð í garð barna. Að Berghof — bústað hans nærri Berchtes gaden — hafði hann börn Alberts Speer og Martins Bor- mann í kringum sig. Hann og Eva Braun héldu súkkulaði- og kökuveizlur fyrir þau. Hitler hafði einkum mikið dálæti á Uschi, dóttur Hertu Schneider, sem var bezta vinkona Evu, og sögur gengu um það, ósann- ar þó, að hún væri hans eigin dóttir og Evu Braun en ekki Hertu. Hann lét einnig mikið með börn Göbbels, sem voru raunverulega hænd að honum. Þ6 gerði hann ekkert, er Ragnarökin dundu yfir, til að hindra móður þeirra í að tor- tíma þeim. 1 neðanjarðarbyrg- inu í næsta herbergi við Hitler, sprautaði Magda Göbb- els stryknini í líkama þeirra og drap þau öll sex, fimm stúlk- ur og einn dreng. Hvað þá um ást hans á kon- um? Ég sá hann oft aka niður Ludwigstrasse í átt að Schwabing til að ná í stúlkur. Hann stóð uppréttur í opnum bílnum með kunningjana í kringum sig og svipuna í hend- inni að vanda, eins og veiði- maður í leit að bráð. Hann var sífellt á höttunum eftir kven- fólki og virtist ðseðjandi. Hann kom fram við konur af virðingu og riddaralegri und- irgefni. Hann leit upp til þeirra eins og þær væru gyðjur. Þær hrifust af þeirri athygli, sem hann veitti þeim. 1 samkvæm- um var hann ávallt umkringd- ur kvenlegum aðdáendaskara. Ég var eitt sinn nærstaddur er hann heilsaði Winifred Wagner. Hann helt htendi henn ar i augnhæð drykklanga stund; síðan hneigði hann sig og andaði kossi á hendina. Þetta voru afar leikaralegir til burðir. Um leið og hann sleppti hendinni leit hann aftur djúpt í augu hennar og sæluhrollur fór um þriflegan líkama Wini- fred allt frá stafni og aftur í skut. Við vin sinn sagði hann: „Eina manneskjan, sem viðeig- andi væri að ég sem Foringi gengi að eiga, er lafði Wagner. Það yrði þá þjóðlegt fyrir- tæki." Hann kom sérhverri konu til að finnast hún vera sú eina. Þær urðu að gjalti í nærveru hans; þær voru yfirkomnar af persónutöfrum hans. Listinn yfir þær — ungar og aldnar, giftar konur og ekkjur, hús- mæður og kvikmyndaleikkonur — sem nafn hans (og oftast ekki annað) var bendlað við, er lengri en hjá Don Juan. Helenu Bechstein, aldraðri ekkju píanóframleiðandans, fannst hann hrífandi og sama sinnis var Erna Hanfstangl, systir Putzi. Eitt sinn varhann 30. áigúst 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.