Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 5
 murminn, var það einungis til að gefa einhverjar fáránlegar fyrirskipanir. „Demdu ekki svona mikilli sápu í vatnið." Eða. „Þennan glugga þarftu að pússa sérstaklega vel, þvi að fyrir innan hann situr mað- urinn, sem skrifar upp á reikn- i-ngana." Og þá hló fiflið. Nei, honum hafði aidrei faliið þetta starf, heyra ekkert nema suð- ið í umferðinni og bílflaut eða Vísisfyrirsagnir hrópaðar af biaðsölustrákum. Hann vildi sjá mannlífið af jafnsléttu og kvenfóik tekur sig bezt út ef horft er á það iiggjandi i gras- inu. Þess vegna dásamaði hann nú þessa flís jafn mikið og hann hafði bölvað yfirmannin- um áður. Hún var kærkomin af sökun, svo að hann mætti slæp ast um og ef einhver var svo nærgöngull að spyrja hann nánar út í þetta slark, þurfti hann ekki annað en rétta upp veika fingurinn og segja. „Handlama, því er nú fjand- ans ver,“ með viðeigandi eymdarsvip. En sár af þessu tagi hafa til hneigingu til þess að gróa og yfirmaðurinn fór að ganga stift eftir því, að hann mætti aftur til vinnu. Það var þá, sem hann keypti sárabindið og batt um heiibrigða fingurinn sjálfur. Hann sparaði ekki umbúðirnar og þegar hann var búinn að ganga frá endanum, var fing- urinn svo sver, að hann hefði ekki getað troðið honum inn í tveggja tommu rör. Einn daginn var hann að siangsa oní Hafnarstræti og gekk þá fram á yfirmann sinn. „Vottorð eða mæta góði,“ hafði hann sagt, en vottorðið gat Óli hvergi fengið. Skömmu seinna var hann rekinn. Hann var háifpartinn feginn, þó að hann væri nú orðinn peninga- lítill. Ekki alls löngu eftir þetta, þannig, hann hafði það gott, kannski of gott. Annars var það undarlegt, hvað Filipus hafði mikið vald yfir fólki og konur drógust sér staklega að honum, ekki bara gamiar ráðlausar konur með annan fótinn í einhverri botn- lausri fortíð, heldur líka ungar stúlkur. Þó var hann áreiðan- lega kominn eitthvað á sextugs aldur, gráhærður og brúkaði skro. „Það eru augun í honum," sagði kokkurinn, „hahn bók- staflega dáleiðir þær.“ Óli rengdi það ekki, þvi að stund- um gerðust konur svo aðgangs harðar, að hann varð að stugga þeim frá honum og þá lokaði Filipus sig inni í Yogaherberg inu og þar mátti enginn trufla hann. „Hann er að æfa sig,“ sagði kokkurinn, en aldrei sá Óli neitt slíkt til hans, nema hvað Filipus var vanur að þvo sér um iappirnar upp úr eldhús- vaskinum og lyfti þá fætinum, þannig að hnéð nam við höku. Vera má, að þetta hafi verið einhver angi af yogakerfinu, einhvers konar æfing. En hvað um það, Óli ætlaði á sjóinn og hann vantaði stakk og stígvél. Einn daginn, þegar allt var rólegt i Umferðamið stöðinni lá hann fyrir og hugs- aði um, hvernig hann gæti út- vegað sér peninga. Þá allt í einu fékk hann innblástur. Geirþrúður frænka. Þvi hafði hann ekki munað eftir henni fyrr? Hún bjó inni á Njálsgötu og hann læddist út svo að lítið bar á og fór heim til hennar. „Mikið ertu góður að heim sækja mig,“ sagði hún og bauð honum inn fyrir, „góður dreng ur, Óii minn, að heimsækja ein mana frænku þína." Honum fannst hún spotzk á svipinn. „Er annars nokkuð að frétta að vestan, frá mömmu þinni og pabba?" sagði hún og gekk á eftir honum inn. þungri áherzlu, en lengra komst hann ekki. Hann sat þarna með púðann framan á sér og maður biður ekki fólk um lán á nærbuxunum, hugs- aði hann. Þannig á sig kominn er engin ieið að halda rödd- inni í því jafnvægi, sem nauð- synlegt er. „Hvað, væni minn?“ sagði hún og hélt áfram að gera við rifuna. „Ekkert," sagði hann. „Ekki veitir af að pressa þær,“ sagði hún, þegar hún var búin að setja saumakass- ann á sinn stað. Hún fór fram í eldhús og Óii var að hugsa um að hætta við allt saman. „Kviss“ heyrðist í straujárn- inu, „kviss.“ Síðan þurftu þær að þorna, sagði hún og hún bar fyrir hann kaffi og smákökur á diski. Það minnti hann á, hvað hann var svangjir og mik ið skelfing langaði hann í kjöt eða brauð með osti. En þarna fyrir framan hann voru smá- kökurnar og hann fékk sér eina og hún varð strax að mylsnu uppi í honum. önnur og þriðja fór sömu leið og kaff- ið skerpti taugarnar. „Má ég ekki fara i buxum- ar núna?“sagði hann. „Ekki alveg strax", sagði hún og hellti aftur í bollann, meðan hún var frammi fór hann í buxurnar. Svo kreppti hann annan hnefann utan um lyklakippu, sem var í vasan um og hinn utan um óvissuna og fór fram til hennar. Þá var það að standa sig. „Geirþrúður," sagði hann. „Kviss,“ sagði straujárnið, „kviss. . . kviss." „Mig vantar peninga," sagði hann og krepjflti hnefana, þannig, að lyklarnir skárust inn í lófann. „Vantar peninga . . . óekki." „Já, fyrir stakk og stígvél- um.“ „Hefurðu verið að drekka undanfarið?" sagði hún og héit á, hvað hún hygðist fyrir. „Farðu ekki i hann, fyrr en hann er orðinn alveg þurr,“ sagði hún og svo fór hún inn í næsta herbergi og iokaði að sér. Þegar hún kom aftur fram, var hún uppábúin. „Bezt ég komi með þér í verzlunina," sagði hún, ekkert annað og svo var hún komin í kápu og setti á sig hatt. Þegar þau komu i vinnufata búðina voru tveir afgreiðslu- menn strax farnir að snúast í kringum þau. „Mátaðu stakkinn," sagði Geirþrúður og Óii bar hann við sig. „Hann passar alveg," sagði afgreiðslumaðurinn. „Mátaðu hann,“ sagði Geir- þrúður og hann varð að fara í stigvélin líka. Hún gekk fjögur skref aftur á bak eins og hún væri að afhuga sídd á kven- mannskjól. Svo beygði hún sig og þrýsti á stígvélin, til þess að fullvissa sig um, að nógu rúmt væri um tærnar. „Jú, beigvettlinga,' stundi hann upp úr sér og hann var hálf viðutan, af því það var svo margt fóik i búðinni og hún sagði þetta allt saman eins og hann væri lítill strákur að fá fyrstu almennilegu sunnu- dagafötin sin. Á leiðinni út, sá hún trefil í hillu og keypti hann líka. Þessu var öllu pakk að inn. „Ja-ja, þá er það skipspláss ið," sagði hún, „hvar er togara- skrifstofan?" „Ég vil nú heldur fara þang að einn," sagði hann biðjandi, „en ég skal hringja til þin og iáta þig vita, hvernig mér hef ur gengið." „Ja-ja, góði,“ sagði hún og hann kvaddi hana og gekk af stað út i Bæjarútgerð Reykja- vikur. Á leiðinni keypti hann maltöl og fór inn i næsta port og blandaði úr koggaglasi, sem hann var með í vasanum. Hann hafði blönduna sterka, svo að Þegar hann var kominn í dyrnar, kallaði forstjórinn á eftir honum. „Hvað heitirðu annars?" kall- aði hann. „Óli.“ „Ekkert annað?" „Er það ekki nóg ?“ „Jú,“ sagði forstjórinn og Óili lokaði á eftir sér. Að þessu loknu, fór hann aft ur upp í Umferðarmiðstöð og sagði tiðindin. Þar var þá fyr- ir hópur af fólki. Filipus sagði ekki orð og kokkurinn þagði iíka. Óli fór þá með pakkann upp á loft og siðan út að hringja i Geirþrúði. „Ætli ég rölti ekki ofan eft- ir og kveðji þig,“ sagði hún, „hvenær fer skipið?" Óli sagði henni það og lagði svo tólið á. Nú var ekki annað að gera en bíða. 1 Umferðarmiðstöðinni fióði allt i vini, en Filipus var þög ull. Klukkan varð fimm, siðan sex og haugafull kerling var farin að dansa á miðju gólíi, slæðudans átti það vist að heita. Óli reyndj að sjá eitt- hvað failegt við þessa konu, eitthvað gott á bak við skringi lega tilburði hennar. En hann var eins og tepoki, sem hefur tekið of margar dýfur. Pokan um er dýft enn einu sinni, en vatnið heldur áfram að vera vatn. Öll hrifning hafði fjarað út, hann var þurrausinn. Hann fékk sér í glas, en hann var svo þreyttur, að hann sá ekk- ert nema slæðurnar hreyfast og skugga af konu, eins og hún væri álfur eða bara gufa úr hraðsuðukatli. . . Og klukkan varð sjö. Þá var að kveðja þetta hús. En þegar hann ætl- aði að sækja pakkann, var hann ekki á sínum stað. Hann innti Filipus eftir þessu. „Hvaða pakki?" sagði hann. „Nú pakkinn með öliu dótinu minu í.“ „Ég veit ekkert um hann," sagði Filipus og opnaði fyrir út Smásaga eftir Örn H. Bjarnason hafði hann svo lent i Umferðar miðstöðinni, þekkti þar dálitið til, þó hann væri þar ekki beinlínis inni á gafli. Og hann hafði farið úr jakkanum, af þvi að það var svo heitt þar inni. „Nei, lommér sjá,“ hafði Fili- pus sagt, tattóveraður og með svona mikla vöðva. . . Úr því að þú ert nú húsnæðislaus, viltu þá ekki verða útkastari hjá mér?“ Eftir það hafði hann svo sofið þar á gólfinu, en upp á síðkastið var farið að gera ráðstafanir til þess að útvega honum bedda og þess vegna ætlaði hann að koma sér á tog- ara sem fyrst. Hann vildi ekki daga þarna uppi eins og kokk- urinn. Auk þess var hann orð- inn pirraður á áreynsluleysinu. Þegar hann ympraði á þessu við Filipus, sagði hann bara. „Hvað, liður þér ekki vel hérna, færðu ekki mat annað slagið og brennivin?" Jú, Óli hafði ekki yfir neinu að kvarta „Allt gott," sagði hann. „Nei, hvað er að sjá þig,“ sagði hún, þegar þau voru kom in inn í stofu, „með gat á rass- inum og skín í bert.“ Æ, þurfti hún nú endilega að taka eftir því. Hann hafði svo sem vitað af þessari rifu á buxunum, en talið sjálfum sér trú um, að jakkinn hyldi hana. Geirþrúð- ur sótti saumakassann sinn og fingurbjörgin var sett á sinn stað og það var ekki við annað komandi, en hann færi úr bux unum. „Ertu enn að pússa glugga?“ sagði hún og Óli var í þess hátt ar nærbuxum, sem gerir fólk óvenju hrætt við siys eða óvænt ástarævintýr og hann teygði sig eftir púða og setti framan á sig. „Nei, ég er að fara á sjóinn," sagði hann. „Og kominn til þess að kveðja frænku þína." „Geirþrúður," sagði Óli með áfram að pressa jakkann. Hann hafði nú raunar ekki þor að að líta í spegil í lengri tima, en þó fór hann nokkuð nærri um útlitið, baugar undir augunum, órakaður og hárið eins og á smurningi, þurrt og dautt. „Já,“ sagði hann, vissi að það þýddi ekki að þræta. „Og ætlar að kaupj* brenni- vín?“ „Geirþrúður," sagði hann, ,,þú veizt að ég skrökva ekki að þér.“ . . . Hún gaf ekkert Út á það. „Ertu búinn að fá skips- piáss?" „Nei,“ sagði hann, „en það vantar ailtaf menn núna.“ Hún leit rannsakandi á hann, en sagði ekki neitt. Hann dró djúpt andann eins og hann væri ekki meira en svo viss um, að þess gæfist kostur framar. Nú þurfti að dytta að fóðr- inu og enn gaf hún ekkert út hann guggnaði ekki í miðri setningu frammi fyrir forstjór- anum, ef hann var þá við. Jú, hann var við og Óla var visað inn til hans. Hann var ekki lengi að komast að efninu. „Mig vantar pláss," sagði hann. Forstjórinn fiktaði við aðra augabrúnina, eins og hann væri að leita þar að ein- hverju. „Kanntu að gera að?“ sagði hann. „Ef þú getur útvegað þorsk og flatningshníf hingað upp á skrifstofu, þá skal ég sýna þér, hvernig á að fara að því.“ Hann var þess fullviss, að sprittiyktina lagði alla leið yf- ir borðið til forstjórans, orða- flaumurinn hlaut að sjá fyrir þvi. „Þú ert ráðinn," sagði hann, „mættu niðrá togarabryggju klukkan átta í kvöid, ég verð búinn að taia við skipstjór ann.“ varpið, „það eru komnar frétt- ir," bætti hann við. „Hver hefur tekið pakkann rninn?" sagði Óli og var nú orð inn reiður. Konan dansaði á gólfinu og þulurinn í útvarp- inu las fréttir, en það virtist enginn hvorki heyra né sjá. Það horfði hver ofan í sitt glas, all ir nema Filipus, hann lagði eyr að upp að útvarpinu. Óli sett- ist á dívaninn hjá honum. „Þú hlýtur að vita um hann,“ sagði hann. „Ég veit ekki um neinn and skotans pakka,“ sagði Filipus, „og þegiðu, ég 'er að hlusta á fréttirnar." Óli fór þá í hvert herbergið á fætur öðru, en allt kom fyrir ekki, pakkinn fannst hvergi. „Það hefur einhver stoiið honum og farið með hann í burtu," sagði kokkurinn. „Vertm feginn," sagði Filipus, „það er hvort eð er helvitis Framhald á bls. 13. 10. jarnúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.