Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 12
Benjamin Spock Framhald af bls. 9. ur, sem karmaði ástand þessara mála meðal skóianemenda, sagði mér, að mestir erfiðleik- ar væru á vegi þeirra einstakl- inga, sem væru ekki reiðubún- ir til að hafa kynmök. FéJag- ar þessara unglinga stríddu þeim, bæru þeim á brýn kyn- dofa eða getuleysi, eða þá að þeir væru kynferðislegir írá- viJlingar. Unglingarnir fara að trúa því, að þeir séu afbrigði- Jegir, og þurfa að fá aðstoð. Blaðam.: Er ekki fuJJfast að orði kveðið, að kalla þetta kynlífsbyltingu ? Dr. Spock: Ég er sjálfur fremur afturhaldssamur á þessu sviði. Nýlega var gerð skoðanakönnun á háskólanem- endum um allt Jand, sem eru á 3—4 ári. 58% pilta höfðu haft kynferðislega reynslu, en 43% stúlkna. Fyrir 25 árum, í Kinsley- skoðanakönnuninni voru hlut föllin 52% piltar og 27% stúlk- ur. Á 25 árum er breytingin hjá piltum sáralítil, en hjá stúJkunum er stökkbreyting. Annars er það almennt viðhorf nemenda, að kynferðislíf sé ekkert léttúðarmál. % hlutar pilta og % hlutar stúlkna eru því mótfallin að hefja kynmök íyrir 18 ára aldur, nema nem- endur séu þegar giftir. Ég vil benda á, að kynhvötin er manninum eðlileg tilfinning. Freud segir, að siðmenning- in byggist að nokkru leyti á þvi, að menn haldi kynhvötinni í skefjum og liti á hana sem há- leita tilfinningu. Undirrót allr- ar sköpunar í siðmenntuðum þjóðfélögum eru tilfinningar, sem menn hafa haft vald yfir eða háleitar tilfinningar. Öll siðmenning byggist á tvennu: að halda ákveðnum tilfinning- um í skefjum og að virða há- leitar tilfinningar. Blaðam.: Hvað viljið þér segja um eiturlyf? Hafið þér einhverjar röksemdir á reiðum höndum? Dr. Spock: Unga fólkið skell ir skollaeyrum við viðvörunum foreldranna. Við segjum við unga fólkið: „Þetta er bannað," og unga fólkið segir: „Hvers vegna?“ Eiturlyfjanotkun ungs fólks stafar, að því er ég held, af óbeit þess á að lúta valdi foreldra og yfirvalda. Að nokkru leyti er þetta þó tízka. Það er mikilvægt, að gera greinarmun á marihuana og öðr um eiturlyfjum. Frá geðrænu sjónarmiði er marihuana ekki hættulegt, en það eru önnur eit urlyf, sem menn neyta nú. Blaðam.: Teljið þér, að unga fólkið muni slíta sig alveg úr tengslum við eldri kynslóðina? Dr. Spock: Mér virðist gjá hafa myndazt milHi kynslóð- anna. Uirga fólkið spyr margs, sem foreldrar þeirra hirtu ekki um að vita á þeirra æskudög- um. Unga fólkið vill kryfja al- vörumál til mergjar, heimt ar fullnægjandi svör. Unga fóKkið mun eikki fara hina troðnu slóð, heldur breyta uim stefmu. Blaðam.: Mig langar að spyrja yður um stöðu konunn- ar. Þér hafið predikað að heim- ilið sé hennar vettvangur. Dr. Spock: Það er ekki alveg rétt. Fleiri og fleiri konur verða að vinna. Þær eiga að fá sömu laun og vera hlutgengar í störf til jafns við karlmenn. En ég tel mikilsvert að mæð- urnar annist börnin, því fyrstu 2—3 árin er skapgerð þeirra í deiglunni. Sú manneskja, sem annast bamið á þessum árum mótar skapgerð þess. Vilji móð irin rækja móðurskyldur sinar við bamið, verður hún að tak- marka vinnu utan heimilis, með an bamið er ungt. Blaðam.: Þér eruð mótfallinn því, að setja böm á barnaheim- ili, svo sem gert er i Sovétríkj- unum og ísrael? Dr. Spock: Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á börnum í fsrael, sem alin hafa verið upp í kibbutz sýna, að skapgerð þeirra er ólík skapgerð bama alinna upp í foreldrahúsum. Kibbutzböm þessi, eru börn gáfaðra Gyðimga, hugsjóna- manna, sem fluttust til Israels á milQistriðsáruniuim úr mörguim Evrópulöndum. Foreldrar þess- ara barna eru hreykin af þeim, enda hafa þau barizt af hörku gegn Aröbunum, og eru fyrir- myndarborgarar. En foreldrun um finnast börnin bara ekki vera Gyðinigar, þvi skapgerðin er orðin önnur. Þetta fólk er hagsýnt, en innhverít og fá skiptið. Ég ætla ekki að segja hér, hvers konar skapgerð sé æski- legust, en ég segi, að það er uppeldið, sem mótar skapgerð- ina. Rannsóknir sýna ennfrem- ur að öll kibbutzbörn eru vel meðalgreind. Börn úr ýmsum þjóðfélagsstéttum, alin upp á heimilum eru þó í heild miklu skynsamari, en einstaklingar vitanlega mismunandi, frá lítið greindum upp í afburða gáfaða. Blaðam.: Bömin verða eins og við, þeir fullorðnu viljum hafa þau. Dr. Spock: Svo er vist. Ef við viljum að þau vaxi upp og verði alveg fyrirhafnarlaus er kibbutz tilvalin uppeldisstöð. Foreldrar, sem vilja að bam þeirra komist til nokkurs þroska, vilja eignast gáfað barn, geta stuðlað að því, með því að hagræða hlutunum á þann veg, að móðirin annist barnið. Tilfinningalíf bams er viðkvæmt og getur beðið óbæt- anlegan hnekki á fyrstu ald- ursárum, fari barnið varhiuta af móðurást. Margar mæður gera sér ekki nægilega Ijóst, að bamauppeldi þarf að rækja af mikilli nærfæmi. Blaðani.: Aðstæður konunn- ar geta verið erfiðar. Hvernig á hún að leysa vandann? Dr. Spock: Hún má ekki tak- ast á hendur fulla vinnu utan heimilis, meðan barnið er ungt. Eftir 3 ára aldur getur hún sett bamið á dagheimili. Kona, sem ekki vill sinna uppeldi bama sinna á ekki að eiga böm. Það er ekki í mínum verkahring, að segja, hvað konunni er fyrir beztu, heldur hvað baminu er fyrir beztu. Blaðam.: Hvernig lýst yður á hippasamfélögin, þar sem allir annast börnin ? Dr. Spock: Enn hafa engar rannsóknir verið gerðar á slík um samfélögum. Mín skoðun er sú að nokkurra mánaða gaimailit barn geti einungis haft tilfinn- ingaleg tengsl við eina mann- eskju. Verði móðirin að vinna úti, er ekki um annað að gera, en að önnur manneskja annist barnið. Blaðam.: Hver eru viðhorf yðar til jafnréttis kynjanna? Dr. Spock: Frá líffræðilegu sjónarmiði eru kynin ólík. Ég ætla að segja frá tilraun, sem þjóðfélagsfræðingurinn Erik Erikson gerði. Jafnaldra börn, á skólaaldri, af báðum kynjum voru leidd í sal, sérhverju barni voru fengin sömu leik- föng, sem voru bæði drenigja- og stúlkuleikfönig, drenigirnir léku sér að drengjaleikföngun um, fóru í hermanna- og bófa- leiki, en stúlkurnar léku sér að brúðunum og brúðuhúsgögnun um, bjuggu til litil heimili. Blaðam.: Rök yðar eru ekki sérlega sannfærandi. Til eru betri rök. Dr. Spock: Vissulega. Ég vil ekki taka ákveðna afstöðu, en segi, að það sé konunni enginn ávinningur að vilja vena jafn- oki mannsins á öllum sviðum, lita sjálfa sig sömu augum og manninn. Sú hætta gæti skap- azt, að samkeppni kynjanna myndi trufla samræmið og jafn vægið, sem ríkir. Sá, sem held- ur, að konan verði að öðlast fullkomið jafnrétti á við karl- manninn, til að sleppa undan yfirráðum hans, er mjög skamm sýnn. Algert jafnrétti myndi leiða af sér samkeppni kynj- anna. Maðurinn og konan yrðu eins og tveir kappakstiursbílar. Þýtt og stytt lir L’Express. Kvikmyndir Fraimh. af bls. 11 aðalliöf undar myndar innar sem er ein vinsæl asta myndin í Bandarikjiinum í dag, eru allir um eða yfir fimm tugt. En þetta óöryggi innan kvikmyndaiðnaðarins felur i sér visst öryggi. Fleiri nýlið- um gefst nú kostur & að spreyta sig á kvikmyndalistinni en nokkurn hefði dreymt um fyrir 10 árum. Nú dugir ekki lengur súkkulaðiásjóna til frama, hún er meira að segja fremur óæskileg. Nú er það einungis baráttan um hæfileika sem gildir. Áður fyrr krydduðu snjallir framleiðendur myndir sinar oft með ákveðnu magni af róman tík, ofbeldi eða kynlífi, og gera raunar enn, eftir því hvað þeim þykir vera í tizku hverju sinni. Og síðasti áratug iirinn hefur hvergi farið var hluta af ofbeldi og kvnlífi. Með liækkandi pilsfaldi hafa kvikmyndaframleiðendur sótt í sig veðrið, og þrýst myndavél sinni tindir pilsfaldinn, eins langt og þeir hafa líffræði- lega komizt. En „porno“ — eða nektarmyndir eru framleiðend um skammgóður vermir. „Þegar allt hefur verið sýnt í flenni- stórum nærmyndum", segir hinn aldni leikstjóri Alfred Hitchcock, „mun æsingur og áhugi áhorfenda hjaðna niður eins og blaðra, sem vindinum hefur verið hleypt úr.“ Von- andi hefur Hitchcock gamli rétt fvrir sér, því að ómengað kynlíf ætti ekki að vera sölu- vara (hvernig væri að sýna „Táknmál ástarinnar" ókeyp- is?) og margt af þeim sora og sóðaskap. sem sézt hefur i kvik myndum unp á síðkastið mætti gjarnan missa sig. Þó að miklar breytingar hafi átt sér stað þá er meiri breyt- inga að vænta í kvikmvndaiðn aðinum á næstu 3—4 árum. Þá verða lítil mvndsegnlbönd orðin jafn algeng á heimilum og sjónvörn og segulbönd eru núna, og verður þá hægt að leig.ja kaset.tur með alls konar kvikmyndum til sýninga í heimahúsum. Verður með engu móti séð hvaða áhrif þetta mun hafa á kvikmvnda.iðnað- inn í heild, og verður framtíð in að skera úr um það. Myndlist Framh. aí bls. 7 6 Víkjum nú að gerviefnum og þýðingu skapandi listamanna fyrir framþróun þeirra efna. Fyrir rúmlega tveimur árum gerðist það, að i viðhafnarsal skrifstofuháhýsis BASF (Badi- schen Anilin-& Soda ‘Fabrik AG.) í Ludwigshafen, sem er þriðja stærsta efnaverksmiðju- samsteypa í V-Þýzkalandi, voru samankomnir á annað hundrað mjög svo óvenju- legra gesta, sem blaðafulltrúi íyrirtækisins, Dr. Oeckl, bauð velkomna. Hér voru komnir myndlistarmenn og gagnrýn endur viðs vegar að frá land- inu. Dr. Oeekl játaði hrein- skilnislega, að þetta væri í fyrsta skipti sem fyrirtækið hefði myndlistarmenn og gagn- rýnendur sem gesti, og var svo að heyra, sem það undraði hann sjálfan mest (!). Þetta var í raun og sann- leika sögulegt augnablik, sem ætla má, að verði bæði skráð í annála verksögu BASF, sem einnig í ann- ála nýrrar listsögu. Það merki legasta við þennan atburð er sagt að hafi verið, að líða skyldi allt fram á síðsumar 1968, þar til að slíkur umræðu- fundur var haldinn milli myndlistarmanna og framleið- anda gerviefna í Þýzkalandi. „Kunst er i eðli sínu kun- stig." -— „Það er einungis nátt- úrulegur hlutur, að ónáttúru- leg gerviefni umformist til nýrrar náttúru. Gerviefni (Kunststoff), sem efni listar- innar, er náttúrulegasti hlutur í heimi." Þessi setning þýzks listamanns, er hefur unnið í gerviefnum um árabii, voru einkunnarorð sýningar i Þýzka landi, sem nefndist „Gerviefni og list" (Kunst und Kunst- stoff), og listasafnið í Wies- baden kom upp og víða fór. Til mikillar furðu fyrir alla, sem að sýningunni stóðu, þá tóku efnaverksmiðjur mjög hik andi við málaleitan þeirra um fjárhagslegan stuðning. Og þótt þær veittu stuðning, var hann ekki meiri en svo, að ekki reyndist einu sinni unnt að bjóða öllum mikilvægustu myndlistarmönnum Þýzkalands sem unnu í gervigfnum, að ekki sé rætt um fræga alþjóð- lega fulltrúa gerviefna-listar- innar. Framleiðendurnir virt- ust ekki skilja, að hér var ein stakt tækifæri til að auglýsa möguleika vöru þeirra. Að sjálf sögðu var það aldrei ætlunin að auglýsa gerviefni, sem eru illa þokkuð af mörgum neyt- endum, og varpa þannig dýrð- arljóma á þau og þar með hjálpa íramleiðendum til að auka umsvif sín. En sú blá- kalda staðreynd, að sifeUt fleiri myndlistarmenn snúa sér að efnum, sem koma frá hinum kemisku tilraunaglösum og uppgötva þar nýja tjáningar- möguleika, ætti að vekja ánægjukennd hjá fulltrúum efnaiðnaðarins. „Ég finn ekki betri efni en gerviefni." „Að mínu áliti eru gerviefni, öðrum efnum lík, en taka þó öllum öðrum fram". . . „Það er einstakt og heillandi að vinna í þessu efni". . „Gervi efni — er efni, sem veitir mögu- leika til að ná fram öllum form- um, litur þeirra og léttleiki hrifa mig.“ . . . „Gerviefni eru hreinir hlutir." Þetta eru um- mæli nokkurra hrifinna lista- manna, sem áttu verk á áður- nefndri sýningu, — og þau RABB Framhald af bls. 14. en ekki efast ég um, að Morgun- blaðið mundi Ijá skýringu af hálfu 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS einhvers nefndarmanns í fjárveit- inganefnd rúm, ef svo bœri undir. En mestu skiptir þó, að alþingis- menn geri sér grein fyrir því, að sá þáttur heilbrigðismála, sem hér hefur verið drepið á, er í hneyksl- anlegu ásigkomulagi. Það er skylda Alþingis, að taka þessi mál til um- rœðu og koma fram úrbótum. Enn er ekki of seint fyrir það þing, sem kjörið var 1967 að gera bragarbót. 'Þingið kemur saman 25. janúar n.k. og vissulega vœri fagnaðarefni, ef einhver úr hópi þeirra 32 þing- manna, sem greiddu atkvœði gegn tillögu þessari, sýndi málefnum þeirra, sem þjást af þeim sjúkdóm- um, sem einna erfiðast er að lœkna, þann áhuga að hreyfa þeim á Al- þingi. Styrmir Gunnarsson. 10. jamúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.