Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 15
Svartasti dagurinn
í sögu poptónlistarinnar
Til skamms tíma var aðeins
eitt stórveldi í heimi dægurtón-
listar, Bandaríkin. Frá þvl að
dans- og dægurlög fóru að gripa
hugi fólksins fyrir meira en
hálfri öld höfðu Bandaríkja-
rnenn haft forystuna. Evrópu-
þjóðir eins og Bretar, Þjóðverj-
ar og Frakkar áttu líka sín dæg
urlög, en þau voru yfirleitt stæl
ingar á vinsælustu dægurlögun
um i Bandarikjunum, og banda-
rísk dægurtónlist mátti þvi heita
einráð í heiminum. Þegar rokk-
ið kom svo fram, virtist sem eng
in önnur þjóð ætti nokkra
möguleika á að vinna sigur á
veldi Bandarikjamanna. Elvis
Presley, Bill Hailey, Buddy
Holly og allir þeir kappar virt-
ust ósigrandi. En svo kom ann-
að á daginn.
Árið 1963 var sigurár Bítl-
anna í Bretlandi. Þeir komu fjór
um lögum í efsta sæti vinsælda
listans og út um allt landið
voru þeir hundeltir af æpandi
og skrækjandi aðdáendum, aðal-
lega táningastúlkum. Árið eft-
ir, 1964, var sigurár Bítalanna í
Bandaríkjunum. Þar endurtók
sagan sig, nema hvað allt var
stærra í sniðum. Stúlkurnar,
sem eltu þá, skiptu milljónum,
plöturnar þeirra seldust í tug-
milljónum og gróðinn skipti
hundruðum milljóna króna. Bíti
arnir voru komnir á toppinn og
Bretland hafði tekið forystuna í
poppheiminum.
Síðan lifðu Bretar lengi i
þeirri góðu trú, að þeir hefðu
ennþá þessa forystu. Þeir áttu
jú lengi vel Bitlana og það var
örugglega engin hljómsveit til I
heiminum, sem gat slegið Bítl-
ana út. Og Bretar áttu margar
fleiri hljómsveitir, sem virtust
geta vafið Bandaríkjamönnum
um fingur sér, hvenær sem þær
lysti. Rolling Stones, Cream,
Who, Led Zeppelin, Jethro Tull,
Ten Years After. Listinn virtist
stöðugt vera að lengjasd
En síðastliðið sumar vöknuðu
Bretar upp við vondan draum:
Þeir héldu ekki lengur foryst-
unni og þegar allt kom til alls,
þá höfðu þeir reyndar tapað
henni fyrir þremur árum. Banda
ríkjamenn höfðu náð henni aft-
ur árið 1967.
Á árunum 1965 ti'l 1967 fjölg-
aði þeim bandarisku ungling-
um svo þúsundum og tugþús-
undum skipti, sem ákváðu að
lifa lífinu á annan veg en þeir
hingað til höfðu gert Reykja
hassis og marijuana, nota LSD
og önnur eiturlyf, lifa i kommún
um, hætta að vinna eða læra,
skemmta sér í vimu á popphá-
tíðum, snúa baki við heimi full
orðna fólksins og peninganna.
Flest af þessu unga fólki sett
Jimi Hendrix
ist að í San Francisco eða ann-
ars staðar i Kaliforníu og fljót-
lega var það 'kallað „hippar.“ Ár
ið 1967 var haldin geysimikil
popphátáð í Monterey i Kali-
fomíu. Þangað söfnuðust saman
hundruð þúsunda ungmenna, að
allega hippa, sem skreyttu sig
að utan með blómum, að innan
með eiturlyfjum og sungu um
frið og bræðralag. Á þessari
hátíð slógu þau Janis Joplin og
Jimi Hendrix í gegn svo um
munaði. Og þama tóku Banda-
rikjamenn aftur forystuna í
poppheiminum.
f ágúst 1969 var haldin helj-
armikil popphátíð í Woodstock
í New York-fylki. Þangað komu
um 500 þúsund ungmenni, hlust
uðu á poppmúsík o§( lifðu sam-
an i sátt og samlyndi (og eitur
lyfjavímu) í þrjá daga. Margar
af beztu hljómsveitum i heimi
léku á hátíðinni, en þó stóðu
þær brezku heldur framar þeim
bandarisku. Á þessari hátið
varð unga fólkið sér fyrst með-
vitandi um þann mikla samtaka
mátt, sem það hafði og gat not-
að i friðsamlegum tilgangi. Fjöl
miðlar í Bandarikjunum komust
einnig að raun um þetta og
gerðu mikið úr hátíðinni og
þeim anda, sem þar rikti. Reynd
ar of mikið. Því þessi hátíð var
einstæð. Aldrei framar verður
hægt að ná þeirri samstillingu
fjöldans, sem þarna náðitft.
Fyrst og fremst vegna þess, að
unga fólkið kom ekki á hátíð-
ina með það í huga að reyna að
ná þessari samstillingu, heldur
varð hún algerlega af sjá'lfu sér,
vegna þess að unga fólkinu var
efst í huga friður og bræðralag.
Síðan hafa véríð haldnar fjöl
margar popphátíðir i Bandarikj
unum og viðar, en allar hafa
þær mistekizt að einhverju
leyti. Yfirleitt hefur fram
kvæmdinni verið ábótavant, en
einnig hefur það komið fyrir, að
hún hefur verið í bezta lagi. Þá
hefur einungis skort samstill-
ingu fjöldans, sem ekki hefur
náðst, vegna þess að allir komu
á hátíðina með það i huga að
reyna að ná þessari samstill-
ingu. Allir hafa verið að reyna
að herma eftir Woodstock og
þess vegna hefur algeríega mis-
tekizt að ná öðru sinni þeirri
samstillingu, sem varð á Wood-
stock-hátiðinni.
Tvær kvikmyndir hafa verið
gerðar um þessar merku popp-
Framhald á bls. 13.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
10. janúar 1971
Janis Joplin.
Mick Jagger liorfir á Heljarenglana fremja eitt af ódæðisverkum sinum.