Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 7
Mynd eftir amer íska listamanninn Frank Gallo imnin í epoxy-resin.
Hnútar, mynd eftir
japanska listamanninn
Tajiri, unnin í Polyster-
trefjagler.
Gerviefni, sem efni list-
arinnar er náttúruleg-
asti liliitiu- í lieimi.
4. dokumenta.
Christo
5600 kúbikmetra böggull.
Verkfræðingur:
M. Zagoroff.
Stáltaugar: Westf.
samsteypan, llamm.
Stálteikningar (hönnun)
Verksmiðja Straube,
Kassel.
llönnun hjúpa: Wiilfing &
llaucli, Oberkaufungel.
Ilelium: AIRCO Lofþjöpp-
unarfélagið, U.S.A.
Kaðlar: Verksmlðja
Steinwachs jr. Fritzlar.
Efni í hjúpa: Trevlra
Litaverksmiðjan, Hoechst.
Þetta mun eitt skýrasta dæmi
er fram hefur komið á síðari
árum um samvinnu listamanna
og fyrirtækja úr efnaiðnaðin-
um. Böggullinn var 85 m liár
og ummál hans var 9,75 m.
r.\
■
mMS
einkum gerviefnum, enda þótt
þeir séu sjálfir umkringdir og
búnir slíkum efnum án þess að
gera sér það fullkomlega ljóst
og án þess að uppgötva og
upplifa þýðingu og fegurðar-
gildi þessara efna, nema þá serri
hagnýt gildi til fjáröflunar og
jafnvel skjótfengis gróða.
5
Islenzka orðið list er trúlega
dregið af latneska orðinu
,,Ars“ eða germanska orðinu
„Kunst“, það er þýðingarmikið
að greina þet’ta til skilnings á
óþýðanlegum orðaleik, sem
tíðkast í listheiminum í dag.
„Kunst er í eðli sinu kunstig"
— „Kunst ist ihrer Naturnach
kunstlich“. Þetta er að visu
rangt, því að orðið Kunst er
annað tveggja komið frá Könn
en (kunna, geta) eða fornu
orði úr háþýzku „zeugen"
(framleiða, rækta), en stað-
hæfinguna „Kunst er í eðli
sinu kunstig" getur maður
ekki virt að vettugi. Listin
greinir sig einmitt frá náttúr-
unni með því að vera tilbúin,
hún er eftirlíking eða innblást
ur, hvort heldur huglægt eða
hlutlægt, en ailavega er listin
verk mannsins og heyrir því
til annars sviðs en náttúran.
Við gætum trúlega nefnt list-
ina mannleg afskipti af náttúr
unni, nokkurs konar inngrip,
sem hvor tveggja sköpuðust af
almennri þörf í menningarlegri
framþróun mannsins og að
skapa þessari þörf umbúðir,
mótaðar af næmu fegurðar
skyni. Upprunalegt fegurðar-
skyn var og er miklu þróaðra
hjá frummanninum en nútíma-
manninum, sem er mjög svo
eðlilegt, því að frummaðurinn
stendur jafnan áþreifanlega
nær uppruna sínum, sjálfri
náttúrunni, en nútímamaður-
inn, sem hefur fjarlægzt hana
og í mörgum tilvikum eygir
hana rétt í svip út um bil-
gluggann. öll þekkjanleg form
koma sem sagt frá náttúrunni,
og maðurinn er i allri mótunar
viðleitni sinni háður þessum
lögmálum. Allt frá hinu stærsta
niður í smæstu öreindir er háð
hinum þekkjanlegu frum-
formum, og maðurinn er, hvar
sem hann kemur og fer, mitt I
hringiðu þeirra.
Framhald á bls. 12.
10. janúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7