Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 2
Fegurð til forna Þegar Kormákur yrkir til SteingerfSar: Færast fjöll en stóru fræg í djCman ægi auðs áður jamnfögur tróða al'in verði Steingerði — þá finnum við í andardrætti ljóðsins ástina á miklum fjöll- um, en lika i þvi orði sem skáldið velur þeim. Fvrir hvað skvldu fjöiiin vera fræg, ef ekki fegurð sina? Enginn skvldi láta sér detta í hug að við siðari tima menn sjáum betur né skvnjum af meiri andagint ásýnd heimsins, fegurð eða ófegurð, þess sem fyrir augun ber, en skáldum fornaldar vorrar. Heyrum hvernig eitt beirra ber saman fremur kurfslegan karl og unga glæsilega konu hans: Svá lízt mér. in mjóva, maðr þinn, in brúnfagra, sem fánevtr fljóti ferjubátur með skerjum; en þá ek sé þik sjálfa strangvaxna fram ganga er sem skrautíeg skríði skeið yfir mávaheiði. Það hefði mátt furðulegt heita, ef menn sem eftir öllum heimildum, kveðnum sem ókveðnum, lögðu svo mikið upp úr útliti manna og fram- göngu, ailri vtri prýði, og lit- miklum klæðum, veglegum hý- býlum, tígnlep'nm gnoðum — hefðu verið gersnevddir öliu skyni á náttúrufegurð. Þeir voru í bókmenntum sín- um fáorðir um tilfinningar aðr- ar en þær, sem urðu að örlög- um manna, — og jafnvel þá fór bezt á sem fæstum orðum. Hvort þeim muni hafa orðið náttúran, öll margbreytni hafs og landslags, að íhugunarefni, má marka af þeim hugmyndum sem þeir gerðu sér um áhrif hennar á skap og anda þjóð- anna, og nægir að minna á orð Hávamála: Lítlla sanda, lítilla sæva, litll eru geð guma. Skáldinu er í hug til saman- burðar langir sandar mikilla út- hafsstranda. Vart hefur sú trú á mátt náttúrufegurðar, sem hér býr undir, öðru sinni verið fram sett með gagnorð- ara og ógleymanlegra hætti, en hér er gert. 2. Það fólk sem fyrst byggði þetta land trúðí á goð, en dýrkaði að öðru leyti og fyrst og fremst alla fegurð. Okkur hrýs hugur við ýmsu í fari þess, eins og það var á fyrstu öldum landsbyggðar. Við dáum það samt, ekki mest fyrir hug- rekki þess og lífsþrótt, heldur fyrst og fremst fyrir tvenns konar vit og tilfinning, sama eðlis, sem drottnaði í hugsun þess og lífi — annars vegar næma, stolta sómatilfinning, hins vegar margvisa, háþróaða fegurðartilfinning. Okkar fomu feður gerðu sér í ýmsu aðrar hugmyndir, en við sem nú lifum, um siði, skyldur, sóma. En þeir þekktu ekki annað boðorð æðra en að hver maður skyldi í ekkert horfa ef sómi hans væri i veði, eða ætt- ar hans eða vinar — og frem- ur láta lífið en lifa við skömm. Þetta boðorð gat jöfnum hönd- um orðið upphaf óhæfu sem drengskaparverka, og margt framið í nafni þess sem nútíðar maður áfellist. En jafnvíst er hitt, að það átti sér rætur í virð ingu mannsins fyrir sjálfum sér — og vilja hans til fagurs mannlífs. Að öðru leyti birtist sú ást á fegurð sem öllu fremur var sjálft líf fornmanna, trú þeirra og gleði, ekki í öðru gleggra en því, að hún hatfði orðið meg- ineinkenni þeirrar tungu sem þeir mæltu. Okkur getur fund- ist að svo mikium þroska hafi þessi málsmenning náð, að menn hinna fyrstu alda Islands hafi tæpast lokið svo upp munni, að ekki væri vel að örði komist — né skrifað svo setn- ingu, að um verði bætt. Þeir ortu ósköpin öll, líka þegar lít- ið sem ekkert var um að yrkja —dýrt kveðnar visur um ómerkiileg atvik, aðe:ms tii að heyra málið hijóma og hrynja, gleðjast af krafti þess og feg- urð. Sama fegurðargleði, en með hóflegra móti, er í hverri frá- sögn sem til er frá gullöld okkar ritmenningar, samræmd agaðri hugsun í allri hinni stór felldu mynd af manngildi kyns ins og furðum og mikilleik mannlegra örlaga, sem er efni okkar sagna. 3. Ástin á tungunni og töfra- máttur islenzkrar náttúru óf- ust saman í ótal heitum sem fornmenn gáfu héröðum og fjöllum, fljótum og fossum. Eða hvernig mun þeim manni hafa litizt Gulifoss, sem honum gaf nafn? Og hvað mundi~ sá hafa við átt, sem nafn gaf Glóða- feyki (sem aldrei var eldfjall) — hvaða glóðum gat honum sýnzt fjalilið feykja öðrum en eldkynjaðri fegurð? Náttúruskvn fornmanna kom ef til vill hvað greinilegast fram í því, hvar þeir reistu bæi sína. Fyrir því er mörg reynsla, að þegar gerð hefur verið breyting á bæjarstæði frá því sem áður var, hefur mönnum fundist eftir á sem illa hafi til tekist, útsýn orðið til- komuminni bæði frá bæ og til hans. Ekki var Jónas Hallpríms- son í neinum vafa um að forn- menn hefðu verið gæddir næmu, öruggu náttúruskyni. Á ferð sinni um Evjafjörð sumar- ið 3839 .skrifar hann í dagbók sina: ,,Ég hélt svo til Möðru- valla, til að skoða þetta forna aðsetur margra frægra og vold ugra manna, og hlaut enn að taka eftir þvi, að bæjarstæðið er svo heppilega valið, jafnt vegna útsýnis sem nánasta um- hverfis, að ég hef ekki séð í Eyjafirði annan stað svo ágæt- lega fallinn til höfðingja- seturs.“ Þegar hann hafði rannsakað Völvuleiði í Leyn- ingshólum í Eyjafirði skrifaði hann í dagbók sína: „Það ligg- ur rétt hjá litlu vatni, 5 mjög fallegum grænum hlíðardrög- um, sem snúa mót suðvestri og blasa við Torfufellsdal. Hér hefur áður vaxið þéttur runna- skógur, og enda þótt hann sé nú horfinn, er samt nvkil kyrrð og rómantískur ynd- isleiki yfir staðnum, sem ber þess vott að hinir fornu íbú- ar landsins báru skírt og rétt skyn á slika náttúru, þvi ekki getur leikið vafi á þvi, að bessi greftrunarstaður er valinn af vandaðri ihugun, og sennilega, eins og oft átti sér stað, ákveð- inn í lifandi lífi af h'num forna grafbúa." 4. Snorri Sturluson, og aðrir sagnaritarar, settu saman bæk ur til að forða frá glevmsku sögu liðinna alda, en hirtu litt um að herma nokkuð bað, sem seinni kynslóðir mvndu eins vel vita og þeir sjálfir, svo sem það hve Noregur er fallegt land. En svo vill til að annan höf- und frá þrettándu öld má leiða til vitnis um, hvort menn þeirra tíma muni hafa v'tað um náttúrufegurð. Ég á við höf- und Njálu. Gunnar stökk af baki við Markarfljót, á leið til skins, og í útlegð; honum varð litið upp til Fljótshlíðar og bæjarins á Hliðarenda, og hann mælti: „Fögr er hliðin, svá at mér hefir hún aldri jafnfögur sýnzt, bleikir akrar, en slegin tún, ok mun ek riða heim aftur og fara hvergi.“ Ég þekki ekki úr bókmennt- um né sögu annað dæmi þess, að náttúrufegurð hafi orðið sá örlagavaldur sem hér reynd- ist. Ef mönnum sýnist svo, má telja ósannað að Gunnar hafi talað þau orð sem eftir honum eru höfð —• en ekki hitt, að þrettándu aldar maðurinn sem söguna skrifaði hafi vitað hvað náttúrufegurð var, og hve sterkt hún gat orkað á huga mannsins. Og þá ekki hvað sízt einmitt íslenzkan forn- mann, svo ríkt sem þeim var í hug að gera lif sitt að ævin- týri og fegurð. 21. Grímur prestur Hólmsteins- son var frá Holti undir Eyja- fjöllum. Forfeður hans virðast hafa búið þar allt frá land- námsöld. f móðurætt var hann af ætt Oddaverja, dóttursonur Orms Jónssonar Breiðbæl- ings, er veginn var af aust- mönnum i Vestmannaeyjum sumarið 1218. Faðir Giðms prests var, Hólmsteinn í Holti. Lengra er ekki hægt að rekja karPegginn, en svo virðist, að hamin sé frá Þonge!nti skorargeir í Holti, er Njáluhöfimdur lýs’r af svo mikilli hrifni og samúð. Kona Gríms i Holti Jónssonar, var Hallgerður Hólmsteinsdótt- ir, en móðir hennar var Helga Hólmsteinsdóttir Órækjusonar. Systkini Hólmsteins i Holti voru þessi: 1. Þorbjörg kona Lofts Páls- sonar biskuns, Jónssonar, Loft- ur varð héraðsrækur fyrir at- förina að Birni Þorvaldssyni frá Hruna á Breiðabólsstað i Fljótshlíð. Hann fluttist þá að Hítardal í Hnappadal, og áttu afkomendur hans staðinn lengi. Frá honum eru merkar og sterkar ættir, er höfðu mikil áhrif á miðöldum. 2. Þorgeir í Holti undir Evjafiöllum, dáinn 1283. 3. Jón átti Herdísi Þorvarðs- dóttur úr Miklagarði í Eyjafirði, Órnólfssonar, dá- inn 1397, Jónssonar nrests Þorvarðssonar, dáinn 1150. Er þetta ætt Möðruvellinga yngri. Ekki er vitað, hver var móð- ir Guðrúnar Ormsdóttur, móð- ur Gríms Hólmsteinssonar. En hún var ekki dóttir Borghildar fylgikonu Orms Jónssonar Breiðbælings. En hms vegar má ráða það, að Borghildur hafi verið af ætt Vellverja i Hvolhrepp, því hún átti Vall- arland í Hvolhrepp að Ormi látnum. Grimur nrestur mun hafa al- izt unp í Holti undir Eyja- fjöllum, og numið prestlegar menntir ungur, sennilega i Þykkvabæjarklaustri. Hann varð prestur í Kirkjubæ á Síðu, og hefur snemma verið i mi'klum metum. Hann var ákveðinn fylgismaður kirkju- valdsstefnunnar, en hún var einmitt rikjandi til fulls í Þykkvabæ í Veri og í vestur hluta Skaftafellsþings. Árni biskup Þorláksson og Grímur voru náskyldir og alda vinir, hafa bundið tryggð sam- an þegar í æsku. Árni dvaldist um skeið að loknu námi í Kirkjubæ á Síðu með Grími presti frænda sánum. Eins og ég hef þegar bent á, er líklegt, að Grímur prestur hafi að ein- hverjiu leyti ráðizt í þjóniustu Árna biskups, strax eftir að biskup kom frá vígslu. Það var •lgengt á nVlðöldum, að bisk- upar tækju sér til fylgdar reynda presta til ráða og styrks á marga lund. Liklegt tel ég, að Grimur prestur hafi farið fyrstu visitasíuferðir með Árna biskupi, og frá þeim ferðum stafi hin mikla þekking hans á landinu, bæði í Borgar- firði og á Vesturlandi, og jafn- vel lika á Austurlandi. En þetta kemur fram í Njálu. Þegar Árni biskup hafði fengið dæmdan Oddastað i vald kirkjunnar árið 1270, fól hann Grími presti að taka stað inn út úr hendi Sighvatar Hálfdánarsonar og bræðra hans. Það var mikið og vanda- samt starf, og krafðist mik- illar þekkingar og festu. Grimi tókst þetta verk vel, og er máldaginn mikli frá Odda á Rangárvöllum skýrt dæmi þess. Eftir að hann hafði lokið við úttektina, veitti Árni birít- up honum staðinn, og var hann þar prestur, þangað til bisikup missti staðinn að nýju í hendur Sighvaitis. Fór Gríimur þá að Breiðabólsstað í Fljótshlíð, og var þar um stuttan tíma. Sið- ustu ár ævinnar var hann prestur á ættaróðalinu, Holti undir EyjafjöIIum og dó þar 26. anríl 1298. Grímur prestur Hólmsteins- son er með merkari rithöfund- síðari hluta 13. aldar á íslandi. þótt nafni hans hafi lítt verið haldið á loft. Hann reit Jóns sögu baptista, og er bað eina postulasagan, sem samin er hér á landi, hinar eru allar þýdd- ar. Sagan er rituð á k'erklegu máli, áhrifamiklu, brungið mæisku og orðgnótt, en ber bess full vitni, að Gríniur prestur hefur mikið vald á tungunni og frásögn ai.lri, svo að listræn tök leyna sér hvergi. Mál sögunnar er saonarlega ólikt Niálustil og ber að rekja skyldlei'ka verkanna til ann- arra atriða en hæigt er að finna í stílbrögðum. En sarrit sem áður er stíll Jóns sönu auð u'gur í gerð og t:íl'þr!furm, og á stundum mjög fagur, Grímúr prestur leikur snjallt á hörpu tungunnar í Jóns sögu bantista. Söguefnið er sundurlaust og algert brotasilfur. En honum tekst vel að steypa saman í heild, gera efnið lifandi og hríf andi, eins og á að vera í sannri helgisögu. Leilcni hans leynir sér hvergi. Sagan verður kjör- gripur sagna úr sundurlausum brotum. 22. Við vitum ekki af heimildúm á hverju dómurinn um Odda- stað var reistur sumarið 1270 á alþingi. En líklegast þykir mér, að hann haifi verið ghund- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. jainúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.