Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 7
Þórunn Magnea an eg geti icomin pvl tlt flr mér. Ja, hvað sagði hann ekki hann Jón okkar héma. Þær væru lít ið betri hjálægjumar, þótt þið blessaðir prestarnir væruð búnir eitthvað að tuldra yfir Skötuhjúunum. Andskotalaust gekk þetta held ég hjá okkur Jóni, eða hvað. Það hefði svo sem ...“ „Svona, svona Sigþrúður mín. Þetta er nú nóg að sinni. En hvert á stúlkan að fara?“ Hallvarður hafði ekkert lagt til máianna. „Hún má vera hér,“ sagði hann og gekk þar með út. Þá var það útræfct mál. Enginn vissi að vísu hve lengi hún átti þarna að vera eða yfir höfuð hver framtíð hennar og bamsins yrði. Hún gat hjálp- að Þrúðu gömlu, sem tekin var nú fast að eldast. Og litli glókollurinn hennar Boggu hlaut nafnið Guðjón, eftir föður hennar. Þau köll- uðu hann Guja. Guja fór vel fram. Sama varð ekki sagt um Boggu. Hún var íarin að hósta. Fólk taldi sig vita hvað það þýddi. Enginn hafði þó orð á þessu. Það var ekki málæðið í Króksfólkinu, nema þusið í henni Þrúðu, sem fæstir tóku mark á. Bogga reyndi að láta lítið bera á þessu. Hún vildi ekki vera fyrir neinum. Brá sér út, þegar hviðurnar komu. Var annars alltaf kát og skapgóð. Stundum þurfti hún að fleygja sér og hvila sig. Ef Guji fór að hrina, var það alla jafna Hallvarður, sem hafði ofan af fyrir honum. Annars voru þeir bræður allir góðir við hann. Það var ein- hvern veginn mildari heimilis- bragur í Króiki eftir að Guji fór að teljast með heimilisfólk- inu. Hallvarður tók kassann hans oft með sér út, ef þannig viðraði, og hann þurfti eitt- hvað að snúsist úti við. Það var eins og hörkudrætt- iítiir linuðust í stórskornu and litinu, þegar litlu hendurnar voru að kjá við krumluna á honum þar sem hann hélt um sþottann, sem var utan um kássaboruna. 1 Stundum heyrðist Varði tauta við litla hnokkann, þeg- a'r hann hélt sig vera einan með hann úti í fjósi eða fjár- húsi. 1 „Ojá, ræfils karlinn. Onei. — Ekki ertu nú stór — ha oseisei hei — Lúsaranginn. — Litli volæðis gepillinn þinn. — En íiklega verðurðu sterkur. Já — sterkur. Ha — anganóran þín.“ Þetta var lengsta ræða, sem nokkur hafði heyrt Hallvarð í Króki flytja. Barnið tók báðum höndum þéttfast um vísifingur Varða og hann lyfti snáðanum upp úr kassanum. Væri sá litli að því kominn að sleppa, brá Varði stúfnum undir botninn á honum og tók krumlunni um búkinn. Svo mátti heita að þéssi litli líkami hyrfi i þessa heljar stóru hönd. „Ekki er nú úthaldið mikið, __ o — sei — sei — nei,“ taut- a»i Varði, en það var eins og brosviprur kæmu á andlitið. Enginn hafði þó séð Hallvarð í Króki brosa og enn siður hlæja. En á þessum ein- verustundum þeirra vinanna var eins og hann hneggjaði, — eða kumraði. Það var eins og þetta litla barn ætti meiri ítök í honum, en aðrar verur. Helzt voru það þó hestarnir, sem komu hýrusvip á grófgert og veðurbarið andlitið. Baldinn foli varð alltaf að hesti í höndum Hallvarðar í Króki. Og ekki voru átökin við hestana meiri en svo að dygði heila höndin. Það sem áfram miðaði hjá öðrum, miðaði aftur hjá Friðbjörgu. Vorið, sem þeir komu að byggja rafstöðina, dó hún. Það voru berklar, bráða- tæring, sagði fólkið. Þrúða gamla hjúkraði henni eftir föngum. Annað slagið fékk hún að sjá Guja litla og síðasta daginn kom Hallvarður með hann að rúminu hennar. Hann lyfti anganum upp úr kassanum og hélt honum fyrir framan móðurina. Það lék kátínubros um varir hennar, þegar hún horfði á angann litla sitjandi i krumlunni á Hallvarði, eins og þegar mað- ur situr á klettasnös og dingl- ar fótunum fram af. Síðan slokknaði Ijósið í andlitinu. Og enn kom séra Guðbjartur og spurði: „Hvað verður nú um barn- ið?“ „Hann verður hér,“ sagði Varði og þar með var það út- rætt mál. „Þeir eru vanir að fara sínu fram þazna í Króki,“ sagði séra Guðbjartur við hreppsnefnd- ina, sem óttaðist að króinn yrði settur á þeirra sveit. „Hann þarf ekki að þiggja af sveit, sá litli,“ sagði séra Guðbjartur, „meðan þeir bi’æð- urnir halda heilsu.“ Og nú var komið fram á sum- arið. Vinna gekk af krafti uppi við stífluna. Hallvarður var að vitja um netstúf, sem hann átti í ánni niður undan Króki. Laxinn hafði jafnan verið nokkurt búsilag þar á bæ. Sólin skein, fuglarnir sungu, og sumartónn hljómaði í hverju stefi náttútunnar., Hallvarður hafði tekið Guja litla með sér. Hann var kom inn í nýjan, svolítið stærri kassa, og byrjaður að reyna að komast upp úr honum, þegar fjörið var mest. Og stundum tókst þetta. Væri Hallvarður ekki alveg hjá honum, bjarg- aði Kolur gamli, hundurinn hans, mörgum smávægilegum slysförum og sá til þess að snáðinn færi sér ekki að voða. Kolur var eins og Varði. Það lá við hann brosti, þegar Guji hjalaði og gerði gælur við lubbann á honum. Já, hundar brosa líka, sfund um bjartar og hlýjar en menn. Nú lá Kolur og dottaðí, en Guji hjalaði í kassanum. Hall- varður var að bauka við netið úti í ánni. Skyndilega leit Kolur upp. Hann skimaði kringum sig og tók að smáýlfra. Það var ein- hver gnýr í loftinu, undarle^- ur þytur, ekki ósvipaður óveð- ursgný. En það var sólskin oe heiðskírt. Hvaðan var þessi gnýr? Hallvarður heyrði ekki neitt fyrir árniðnum. Framh. á blis. 12 Byltingin Vanilo Vanilovadski vann á Borgarstjórnarskrifstofunum við að stimpla gula miða, all- an guðslangan daginn stimplaði Vanilo VanilovadSki gula miða. Þegar skrifstofunni var lokað spásseraði hann niður Stóra- stræti yfir Hamingjutorg og þaðan inn í Trönustræti og sett ist við borðið sitt á barnum hans Petroff Petrovids og fékk sér súpuskál og baunir, en það gerði hánn reyndar á hverju kvöldi nema sunnu- dagskvöldum þá fékk hann sér rautt bjúga og súrkál. Eftir matinn labbaði hann svolitið um borgina ef veðrið var gott, en síðan hélt hann heim og hátt aði og sofnaði eins og allir góðir bórgarar. En svo þið haldið ekki að hann Vanilo Vanilovadski eigi nokkurn hinn minnsta þátt í þeim óförum sem seinna komu fram, þá ætla ég að skýra nán- ar írá ka.ralcter hianis og daig- legum gjörðum. 1 útliti var Vani'lo Vanilovadski ekkert frábrugðinn öðrum mönnum, síður en svo hann var meira að segja svo venjulegur að eng- inn tók eftir honum og bar af leiðandi erfitt að lýsa honum svo, að viðunandi sé. Vanilo Vanilovadski talaði aldi’ei hátt, nema í afmælum og öðrum veizluboðum en þá var hann l'íka búinn að svolgra í sig sex staup af hreinu vodka og eftir tólf staup hevrðist ekki leng- ur í honum, því þá var hann kominn út fyrir skynjunarsvið mannlegs eyra. Á hverjum morgni klukkan sex vaknaði Vanilo Vanilovadski, klæddist, og korter fyrir sjö lagði hann af stað til vinnu, þennan sama rúnt niður Trönustræti yfir Hamingjutorg og inn í Stóra- stræti og um kvöldið klukkan tíu mínútur yfir sex niður Stórastræti yfir Hamingjutorg og inn í Trönustræti, inn á bar- inn hans Petroff Petrovids, át þar sina súpu og sínar baunir, lagðist síðan til svefns, eins og fyrr segir. Svo var það i dagrenningu einn morgun, þegar Vanilo Vanilovadski var að klæðast að venju. Nákvæmlega, þegar hann hneppti efstu tölunni á skyrtunni sem hún amma hans hafðí gefið honum þegar hann var tuttugu vetra, að hann heyrði skyndilega fótatak fyr- ir aftan sig og skell, eins og þegar maður stekkur upp á borð i stigvélum. Og mikið rétt: unp á borðin.u með rauða dúkn um stóðu stígvélin hans Vanilo VaniloVadski, rykug og með forarslettur upp á miðja kálfa. Hvað eruð þið að gera uppi á borði? spurði Vanilo Vanilov- adski ö'dungis forviða. Við höf um ákveðið að gera byltingu, sö"ðu stígvélin, við viljum ekki lengur vera í þjónustu binni, við erum alltaf forug og þér dettur aldrei í hug að þurrka af okkur rykið. Allan daginn þramimarðu á okkur og líka á sunnudögum, svo nú höf um við ákveðið að ganga úr vistinni, og við þau töluð orð hoppuðu stígvélin niður af borðinu og þrömmuðu út um dyrnar. Vanilo Vanilovadski starði á eftir stigvélunum, glennti sundur fingurna og saup hveljur. Þegar hann átt- aði sig, hljóp hann út á götu, en stígvélin voru löngu horfin sý-nutn. Á horni Trönústrætis og Mjóstrætis stóð Anja þvotta- kona og talaði við Dimitri póst, Vanilo Vanilovadski hljóp til þeirra og spurði þau, hvort þau hefðu séð stígvélin sín, en Anja og pósturinn höfðu engin stígvél séð. Allan guðslangan daginn hljóp Vanilo Vanilov- adski um bæinn og snurðist fyrir um stígvélin, en það var gamla sagan; enginn hafði séð stígvélin hans Vanilo Vanilov- adski í þessari götu og þá ekki i hinni, og svona gekk betta fram yfir kvöldmatartíma, en þá skeði undrið: Maður í græn um klæðisfötum hljóp til Vanilo Vanilovadski og smirði, aðframkominn af mæði: Hafið þér séð stígvélin min? Ég hef ekki séð þau síðan i morgun, sagði Vanilo Vanilovadski, svo . . . En maðurinn í grænu föt- unum mátti ekkert vera að því að biða eftir nánari útskvring- um og v'ar þotinn. Það var ekki fyrr en f!mmti maðurinn kom og snurði Vanilo Vanilovadski um stigvélin sin, að honum skildHt að aV’r he=s ir menn voru ekki að snvrjast fyrir um stigvélin ha"s, held- ur þeirra eigin stigvél. Jæja, hugsaði Vanilo Vandovadský Það er þó bót í máli, að ég er ekki eini maðurmn í bænum sem er stígvélalaus. En það \’ar farið að skvggia og Vanilo Vanilovadski var orðinn sár- fættur og danðbreyttur og ákvað því að láta leitina bíða til morguns. Morguninn eftir fór Vanilo Vanilovadski enn á stjá og nú sá hann að margir höfðu bretzt í hóp hinna stigvé'alausu, svo sem slökkviliðsstjórinn, nokkr ir lögreghzhjónar, smið’r, rak- arar og fleira gott fólk. Allt er þetta stígvélunum minum að kenna, hugsaði Vanilo Vani- lovadski, dapur í branði. Ob næsta dag þar á eftir sá hann enn ný andlit. Þegar hann gekk yfir Hamingjutorg mætti hann lögreglustjóramum, og i Stórastræti sjálfum borg arstjóranum. Vanilo Vanilov- adski ráfaði um eins og veg- villtur sauður allan þann dag, en eklci fundust stígvélin. Ein- hvern tíma seinna komu stíft vélin i leitimar, en með öðrum hætti en fól'k hafði hugsað sér. 24. jamúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.