Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 13
SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Bronco Bullfrog f síðustu tveim þáttum g-erði ég nokkra grein fyrir stærstu breytingunum, sem átt hafa sér stað innan kvikmyndaiðnað- arins frá öndverðu og minntist þá m.a. á þá þörf, sem þessi iðnaður liefur fyrir ungt fólk með ferskar liugmyndir og frjótt hugmyndaflug. f beinu framltaldi af þvi er vert að minnast á Barney Platts-Mills og Bronco Bullfrog. Joiin Russel Taylor, gagn- rýnandi brezka blaðsins Times, Iýsir Piatts-Mills sem mjög efnilegum leikstjóra, fylgj- andi ný-raunsæisstefnu. Telur liann, að Platts-Mills og Kennetli Loach („Kes“), séu raunverulega einu leikstjór- arnir í Bretlandi, sem vert sé að gefa gaum, síðan Lindsay Anderson kom fram á sjónar- sviðið. Barney Platts-Mills er 26 ára gamall, ltávaxinn, ltárið stend- ur í allar áttir, liann notar lit- uð gleraugu og æðir úr einu í annað í saniræðttni. Hann er sonur lögfræðings, sem sat í 3 ár á þingi fyrir Verkamanna- flokkinn. 15 ára gamall ákvað hann að hætta skólagöngu og kom sér þá í iæri sem aðstoðar- klippari. Fyista myndin, sem hann vann að seni slíkur var „A Kind of Loving“ (’62), en það var einnig fyrsta leikna mynd leikstjórans John Scliles- ingers („Midniglit Cowboy"). f fimm mánuði vann Platts- Mills fyrir Rank, en er liann var orðinn 18 ára gamall fór Itann að vinna við sjónvarp, m.a. við þættina „World in Action.“ 1966 gerðist liann liiuthafi í fyrirtækinu Maya- Films, sem James nokkur Scott ltafði stofnað árið áðitr. Priðji aðilinn í fyrirtækinu var kvik myndatökuniaður, Adam Bark- er-Mill. Síðastliðin 4 ár hafa þeir framleitt 10 stuttar mynd- ir og aðeins tapað um tvö þús- und pundunt, sem þýðir, að þeir hafa farið um það bil slétt ir út úr viðskiptunum. Af þessum tíu myndum, seni Platts-Mills leikstýrði á þessu tímabili, lieldur hann mest upp á „St. Cliristopiier," sem fjall- ar um andlega vanheilsu lnoði barna og fullorðinna, og „Everybody’s an Actor, Shake- speare Said,“ sem á að fjalla um verk Joan Littlewoods í hinu óundirbúna leikhúsi, þar sem lelkarar fara með hlutverk ið, án þess að liafa æft það. Lýsa báðar þessar myndlr eln- stökum næmleika Platts-Mills fyrir mannlegum smáatrlðum, en hins vegar er uppbygging mynda ltans, sem samltangandi heildar, öll í molum líkt og samræðuforni ltans. Fegar liér var komið sitgu höfðu Platts-Mills og kitnnlngi hans, Andrew St. John, 22 ára gamall, leikið sér að þeirri liug mynd, að gera langa mynd um miðstéttarfólk og liafði þeim tekizt að mestu leyti að fjár- niagna þá hugmynd en af ýms- um ástæðum varð ekki úr neinni framkvæmd. Þeir ákváðu ltins vegar að breyta til og gera mynd með krökk- unum, sem leikið höfðu í „Everybody’s an Actor . . t janúar, 1969, skrifuðu þeir liandrit að „Bronco Buiifrog“ og ákváðti að nota 20.000 pund, sem þeir liöfðtt fengið lánuð í hina hugmyndina, tii að lirinda þessari í framkvæmd. (Endanlegur kostnaður var 17.000 pund). Viku áðttr en kvikmyndatak an átti að hefjast las Bryan Forbes (leikstjóri og núver- andi framkvæmdastjóri EMI- ABPC, framleiðslu- og dreifi- fyrirtækisins í Bretlandi) handritið og sýndi hugmynd- inni nokkurn áhuga. En eftir að hann ltafði skoðað „Every- body’s an Actor . . .“ datt upp úr honum við þá félaga: „Ég Iiefði getað gert betur með krökkunum mínum úti í garði.“ Og þar með gttfaði upp sá álittgi, sem áðttr hafði vaknað, og einnig þeir möguleikar, að myndin yrði sýnd í liúsuni þessa dreififjTÍrtækis. (Eftir að myndin var fullgerð neit- aði Forbes að skoða hana og skrifaði þeim félögttm m.a.: „Allir vilja fá persónulegt álit, . . . ég hef bara ekki tíma eins og stendur.“) Þrátt fyrir þetta mótlæti og hin óöruggu endalolc myndar- innar liéldu þeir félagar ótrauðir áfram. Kvikmyndatak- an sjálf tók um 6 vikur og fór öll fram í Stratford og ná- grenni. Leikendur voru sem fyrr segir, unglingar, sem höfðtt tekið þátt í „Every- body’s an Actor . . .“ og nokkr ir þar fyrir utan, allt óreynd- ir leikarar. Aðalsöguhetjan er leikin af Del Walker, 17 ára, og kvenhetjan er 15 ára göm- ul, Anne Gooding. En bttrðar- ásinn í myndinni hvílir á herð- um Sheplierds-fjölskyldunnar og leysa meðlimir fjölskyldunn ar lilutverk sitt af hendi með prýði. Samuel Shepherd leikttr Bronco Bttllfrog, slunginn þjóf, sem hefur strokið frá Borstal-fangelsinu, bróður hans Chrissie leikur einn af fé lögum Dels og sem móðir kven- hetjunnar siær Mrs. Sliepherd út allar þekktar brezkar kar- akter leikkonur. Stundum völdust leikendur í myndina fyrir algjöra tilvilj- un. Á einum stað í handritinu átti Del að hitta frænku sína uppi í sveit. Daginn, sem þetta var kvikmyndað, var sérlega gott veðttr svo að gamla kon- an, sem leika átti frænkttna, tók manninn sinn með sér. En það kom brátt í ljós, að hann hafði meiri hæfileika i þessa átt heldur en hún, svo að Piatts-Mills kom gömlu kon- u'nni þægilega fyrir í sóiinni og breytti frænkunni í frænda. f heild byggist myndin frem- ur á persónulýsingum og anda umhverfisins en flóknum sögu- þræði. Del, sem er járnsmiða- nemi, er dauðleiður á vinnunni og umliverfinu og eyðir tíma sínum við að kjafta upp stelp- ur og dútlar við smáþjófnaði með hálfum liuga. Dag einn vinnur pabbi lians smáfúlgu í liappdrætti og gefur syninum mótorlijól, sem veitir Del ögn meira frelsi frá umhverfi stnu. Hann kynnist Irene, 15 ára gamalli stúlku, sem er enn í skóla, en móðir hennar lætur Del strax finna að hann er ekki velkominn á þeirra heim- ili. Faðir Deis er jafn óvin- gjarnlegur í garð Irene. Á með an samband þeirra er að þró- ast, komast Del og vinur hans í kynni við Bronco Bullfrog, sem Iögreglan leitar nú að. Del og Irene gefast ioks upp á hin um ó ving j arnlegu foreldrtim sinum og aka á hjólinu upp í sveit til frænda Dels. Gamli maðttrinn tekur þeim vel og gefur þelm tesopa, en færlst undan ágengri bón drengsins um vinnu. Á meðan þetta ger- ist hefur frú Richardson haft samband við lögregluna vegna hvarfs dóttur sinnar, og telur mögulegt, að Del hafi fiutt hana nauðuga á brott nteð sér. Del og Irene leita þá skjóls lijá Bronco Bitllfrog, en eintim lögreglumannanna tekst að þefa felustað þeirra uppi. Þeim tókst að flýja út úr húsinu, eft ir að ltafa rotað lögregluniann- inu, og stefna í átt til hafnar- innar, þar sem þau lialda skyndifund með Bronco, sem ákveður að liaida fióttanum áfrani einn. Del og Irene standa ráðalaus eftir, og liafa enga hugmynd um í hvaða átt skitli stefna. Eins og fyrr segir liggur styrkleiki myndarinnar ekki í söguþræðinum lieldiir í nteð- ferð leikstjórans á leikurununi og útfærslu lians á efnintt. I upphafi fengu ailir þátttakend ur handrit og vakti það niikla hrifningu þeirra; en Platts- Mills hefur ekki trú á, að neinn hafi í rauninni lesið það. Myndin er „impróvlseruð” atriði fyrir atriði og leiðir leikstjórinn leikarana með ábendingiim um efni atriðisins og tengir það við raunveru- legt eða áður leikið atvik. Að- alhiigmyndin, sem myndin er hyggð á — hinar þrálátu til- raunir Dels til að kref jast meir af lifinu en umhverfið er fært um að veita, — kemur fram í röð af anti-klímöxum, sem ljá myndinni, þrátt fyrir losara lega uppbyggingu, tilfinninga- legan heildarsvip. Og fyndnin, sem myndin fer hvergi varhluta af, byggir mikið á þessum atriðum. Del og vimtr hans bjóða tveim stúlkum ttpp á tesopa, til að veita sér tækifæri til að kynn- ast þeim nánar en þegar til kastanna kemur, finna þeir sér ekkert að segja. Eftir að hafa starað á þær yfir borðið í svo sem tvær mínútur, niuldra þær flausturslega þakkir fjTÍr teið og ltverfa út. Kvöldið, sem eyða átti við fínt borðhaid upp í West End endar á Wimpy Bar (ódýr hamborgara bar). Síðar í myndinni sjáitm við hvar söguhetjurnar klöngr ast í gegnum stórt ruslasvæði á afvikinn stað, til að skiptast á mömmukossi en síðan er ferð- in liafin tii haka jfir ruslið. Styrkur myndarinnar er, að liinar nákvæmu mannlýsingar eru mannlegar, en ekki mann- fræðilegar. Bronco Bullfrog: Sam Sheplierd, Anne Gooding og Del Walker. Guð var beðinn að borga Framh. aÆ blis. 5 haldin og meðulin frá Jónas- sen landiækni væru vita gagns laus. Ég sagði þá við gömlu konuna, að skeð gæti að ég hefði í fórum minum meðul, sem kynnu að koma að gagni. En jafnharðan og ég hafði mælt þetta iðraðist ég eftir því. Ég er að eðlisfari varfærinn og nú þóttist ég hafa talað helzt til mikið. En töluð orð verða ekki aftur tekin. Þegar gamla kon- an var farin, leið lit'l stund, þar til Geir kom inn til min og virtist mikið niðri fyrir: Hann spurði mig hvort ég kvnni ráð til að lina siúkdómshjáningar konu sinnar. Ég sagði honum þá allt af létta um hómónatíu bókina og lyfjakassann, sem ég ætti, en reynslu hefði ég ekki aðra en þá, sem mér siálfum við kom. Geir bað m'g nú að liggja ekki á liði mínu og hafa hrað- ar hendur um með,'latiibúning, því ekki myndi takast verr til en hjá landlækni, sem ekki virtist kunna nokkur ráð til úr bóta. Að lítilli stundu liðinni hafði ég meðulin tilbúin og gaf frú Guðrúnu inntöku. Eftir rúma klukkustund var hún að mestu laus við takverkmn og bata- merki voru auðsæ. Hún fékk inntöku af meðalinu næstu dægur og var þráðlega úr allri hættu. Fregnin um lækningu frú Guðrúnar flaug um bæinn á fá- um dægrum eins og skeð hefði kraftaverk. Lagði nú margt fólk leið sina til mín að fá með ul fyrir sína nánustu, sem lágu veikir. Flestir eða allir, sem lágu í lungnabólgu fengu góð- an bata, þvi svo mátti heita, að takverkurinn væri horfinn á öðrum klukkutíma frá fyrstu inntöku. Ég hafði að vísu gleði og ánægju af því að geta orð ið fólki að liði og bjargað jrvi frá sjúkdómsnauð, en þó hafði ég meiri áhuga á öðrum fram- tíðarstörfum. Eftir skamman tíma voru þau efni í litla lyfja kassanum sem áttu við lungna bólgu þrotin. Gerði ég þá pönt un til Þýzkalands á ný, mest að áeggjan Geirs Zoega, vinar míns, sem leit svo á, að meðul- in hefðu bjargað lífi Guðrúnar konu hans. Á næstu misserum gerði ég allmikið að því að setja saman meðul, sem komu ýmsum að liði í mikilli sjúk- dómsraun. Venjulega fjaraði lungnabólgutakverkur út á öðr um klukkutíma eftir fyrstu inn töku. Ég pantaði lyfja-sending ar nokkrum sinnum frá Þýzka landi og hefur svo verið fram að þessu. Einn lyfjakassa fékk ég þaðan, en innihald hans virt ist vera vi-ta gagnslaust og varð ég þá fyrir sárum von- brigðum. Eftir tilfinnanleg von brigði, hellti ég niður innihald inu úr lyfjakassanum niður f húsaportið hjá Geir Zoega. Næsta lyfjasending reyndist betur, en þó varla eins og fyrr. Líf hvers eins þokast „annað hvort aftur á bak, eða nokkuð á *eð8“. Frásögn sr. Magnúsar var svo skrumlaus og einföld, að auðsætt var, að hvert orð var sannleikanum samkvæmt, enda 24. janúai’ 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.