Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 16
Lausn á síðustu krossgátu S1 i X) 70 :|f 70 70 r- 3i Va 70 70 ÍN ■s.2 "1 70 O, <Í7 BARNAVERNDARMÁL hafa tals- vert verið til umrœðu upp á síð- kastið,' m.a. vegna frétta um nýja reglugerð, sem hefur verið sett um vernd barna og unglinga og Barna- verndarnefnd Reykjavíkur kynnti á fundi með fréttamönnum á dög- unum. Þar bar að sjálfsögðu margt athyglisvert á góma, til dœmis var vákin eftirtekt á þeirri staðreynd að ógiftri móður er ekki skylt að feðra barn sitt, ef henni sýnist svo; að sama móðir getur gefið barn sitt til ættleiðingar án þess að leita samþykkis föður. Þetta síðasta á ekki aðeins við um börn fœdd utan hjónahands, þnð sem öllu ótrú- legra er að einstœtt foreldri með forrœði barns síns — í flestum til- fellum móðirin — getur einnig gef- ið börn sem hún hefur átt í hjóna- bandi, þrátt fyrir eindregin mót- mœli fyrrverandi maka. Ekki sýn- ist mér vanþörf á að farið sé að glugga í þessi nefndu atriði og end- urskoða þau. Umrœður hafa og verið um þessi mál vegna frásagna í einu dagblað- anna af þrengingum einstœðs föð- ur; hann segir að sér sé með öllu meinað að hafa samskipti við börn sín tvö eftir skilnað frá móðurinni. Frásögn blaðsins var að því leyti mjög ábótavant, að ekki var leitað til móðurinnar og henni gefinn kostur á að skýra sín sjónarmið. Engu að síður leiðir þetta hugann að því, hve forrœðisréttur einstœðs foreldris er óeðlilega mikill hjá okk ur og það svo, að viðkomandi for- eldri hefur í reynd öll ráð barns- ins í hendi sér. Meðan við erum enn fjölskyldu- þjóðfélag, ætti að liggja í augum uppi, að bn.rn hefur lang- oftast þörf fyrir og ánægju af að umgangast hitt foreldrifí, þótt það búi ekki á heim- ilinu. Móðurástin er vissulega göf- ug — en hún getur líka verið mjög eigingjörn — en föðurástin er einn- ig, eða ætti að vera, býsna þýðing- armikil hverju barni, sé allt með felldu. Sem betur fer eru þau tilfelli fœrri, þar sem mœður grípa til svo liarkalegra ráða að banna föð- ur að hafa samneyti vifí afsprengi sín. En við vitum að þau eru til og ákvörðun viðk omandi móður er ekki alltaf sprottin af Ijúfum hvöt- um og umhyggju fyrir velferð barnsins. Það œtti að vera velferð bamsins sem höfð skyldi í huga og hún vill oft gleymast. í nokkurn veginn beinu fram- haldi af þessu má svo kannski víkja að því hversu fróðlegt er að kynna sér opinberar tölur um hversu gangi innheimta barnsmeðlaga. Skást innheimt- ast þau í Reykjavík, að jafn- aði 60% en annars staðar víða nást ekki inn nema frá 10—40%. Samtals voru á árinu 1969, 26 milljónir óinnheimtar af barnsmeð- lögum í Reykjavík og skattgreið- endur þurftu þar af leiðandi að leggja þetta fé út fyrir þessa ein- stœðu feður, stœrstu styrkþega borgarinnar. Og þegar vöngum er velt yfir því, hvaða feður skyldu sýna mesta skilvísi, kemur ýmislegt spánskt fyrir sjónir. Það kemur sem sé á daginn að fráskildir feður standa einna verst i skilum — þegar frá eru taldir sjúklingar og óreiðu- menn. Ógiftir feður hafa reynzt drýgri að greiða með börnum sín- um en margur faðirinn, sem hefur haft ’tœkifœri til að vera að stað- aldri samvistum við barn sitt eða börn árum saman, áður en til skiln- aðar dró. Nú er ég auðvitað ekki að setja alla feður undir sama hatt — því að margir standa sig með’ sóma og prýði og ýmsir hafa meira að segja skilning á því að það með- almeðlag sem Tryggingarstofnunin innheimtir hrekkur engan veginn til að vera helmingur af kostnaði við framfærslu barns. Sumir greiða meira eða aðstoða börn sín á ann- an hátt. En ógerlegt er að fjalla hér um undantekningarnar, heldur verður að taka þær blá- köldu staðreyndir, sem fyrir liggja. Af þeim verður að draga þá álykt- un, að feðurnir vilji fá að hafa eins mikil afskipti af uppeldi barna sinna og þeim þóknast — en þe’.r eru ákaflega tregir til að leggja sitt af mörkum til framfœrslu þeirra. Þegar fjallað er um þessi mál fer naumast hjá því að hugurinn hvarfli að því, hversu furðulega seint gengur að opna augu hins op- inbera — að ekki sé minnzt á augu feðranna — fyrir því að fram- fœrslukostnaður fellur ekki skytbdi- lega niðxir á 16. afmælisdegi barns. Þjóðfélagið gerir œ meiri kröfur til menntunar þegna sinna, síaukinnar sérmenntunar er óskað á öllum mögulegum og ómöguleg- um sviðum. Ætti þá ekki að vera Ijóst að sextán ára unglingur er rétt að hefja sitt nám. Hversu má þá vera, að móðirin — eða foreldr- ið sem nýtur þeirra „forréttinda“ að hafa forrœði þess — á ein að bera kostnað af skólagöngu ungl- ingsins næstu 2—4—6 árin. Hvern- ig stendur á því, að einstœðir feð- ur rísa eklci upp og krefjast rétt- ar síns; að hið opinbera viðurkenni að þeir ^kuli fá að greiða göiu barna sinna, meðan á námi stend- ur. Er þetta ekki umhyggjusömum og rétthugsandi feðrum hreint 0g beint sanngirnisnui 1? Jóhanna Kristjónsdótti r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.