Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 1
5. tbl. 31. janúar 1971 , 46. árg. j „Þegar sú stund kemur, loka þú augunum óttalaust" Um Steinkudys og Skólavörduna Eftir Árna Johnsen „Meðan á þessu öllu stóð, hafði ég veitt Bjarna og Stein- unni nána athygli. Þau stóðu óbifanleg hlið við hlið. Hvort rósemi þeirra var sprottin af ótta eða öryggi innra með þeim, það vissi ég ekki. Og það gat ég ekki vitað. Þau höfðu ekkert sagt, þau höfðu varla rennt til augunum. Úr augnaráðum þeim, sem hvörfluðu um þau, mátti lesa, að sumum fannst þau hegða sér eins og þau væru sek, en öðr- um að framkoma þeirra benti til þess, að þau væru sýkn saka. Ég fyrir mitt leyti skynjaði i raun og veru aðeins hið vesæla hræ Guðrúnar sálugu, sem lá þarna svo umkomulaust í kistu sinni. Loks varð mér það óbæri legt lengur. Ég gekk að henni, gerði krossmark yfir henni, breiddi yíir (hana og sagði við Pál bróður minn: „Negldu svo lokið á, timbur- maöur."" Framanskráð er tekið úr einu öndvegisverki íslenzkra bókmermta, Svartíugli, skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, sem hann samdi um þá ótta- legu sorgarsögu Bjarna Bjarna sonar á Sjöundá og Steinunnar Sveinsdóttur, en þau voru bæði dæmd fyrir morð á Rauðasandi árið 1802. Senn verður lokið við smSði stærstu kirkju á íslandi, Hall- grimskirkju á Skólavörðuholti. Ur turni þeirrar byggingar verður mest útsýni yfir Reykja vik, að minnsta kosti séð frá stað innan borgarmarkanna. Þannig tekur turn þessa und- arlega álfakletts á Holtinu við hlutverki Skólavörðunnar sem holtið dregur hafn sitt af og stóð svo til á sama stað og Leifsstyttan stendur nú, en í jörð þar sem turn kirkjunnar er, var Steinkudys, utangarðs- bústaður Steinunnar Sveinsdótt ur dæmdrar til dauða og dysj- aðrar án vígslu með venjuleg- um formála til dauðans og upp risunmar. Árið 1915 var Steinkudys grafin upp þegar sótt var í Skólavörðuholtið uppfyllingarefni í hafnarmann virki Reykjavíkurhafnar. Þá voru bein þessarar dæmdu konu flutt suður í gamla kirkjugarð, en illa gekk að fá fyrirgefningu kirkjunnar. Skólavarðan aftur á móti var látin víkja fyrir Leifsstyttunni árið 1931 og var sú vinsæla bygging notuð í gatnagerð á þeim tíma. Mörgum af eldri stofni þykir eftirsjá að Steinkudys og Skóla vörðunni, sem í aidir og ára- tugi voru tveir fastir punktar Sköliawöröuiholteitns. Hér verða iniú raWn nokkiuír brot úr sögu þessaira staða; annars sem byggðist á gleði og ærslum, hins á óginþruinigniuim örtögum vesællar konu sem átti unga óstýriiáta ást, ólgandi þrá og ungt hatur? 1 annálum segir svo á þvi henrains ári 1802: —¦ Vestain úr Barðasitrainda'rsýsliu berasit nú þau voðatíðindi, að á bænum Sjöundá í Rauðasandshreppi hafi verið framin tvö morð. Á bænum er tvíbýli, og bjuggu á Leiði Steinunnar Sveinsdóttur í Gamla kirkjugarðinum er ómerkt og ógirt, en mikil örlög máttu þau bein bera, sem hvíla undir torfunni. Krossar nærliffgjandi leiða varpa skugga á hana í síð- degissólinni. (Ljósim. Mbl. Kr. Ben.) annarri hálflendunni hjónin Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir. Mótbýlis- fólk þeirra voru hjónin Jón Þorgrimsson og Steinunn Sveinsdóttir. 1 aprílmánuði í vor hvarf Jón Þorgrímsson og var talið að hann hefði hrap- að fyrir hamra. 1 júlímánuði andaðist konan á hinum bæn- um, Guðrún Egilsdóttir, mjög snögglega. Kvittur mun hafa komið upp um það í sveitinni, að dauðsföll þessi væru ekki með eðlilegum hætti. Gengu sög ur um það, að samdráttur hefði átt sér sitað mdllJii þeirra Bjarna manns Guðrúnar og Steinunnar konu Jóns. Þó munu menn ekki almennt hafa fengið sig til þess að trúa því, að framdir hafi verið þeir stór- glæpir sem nú er raun á orð- in. — Fyrst og siðast er hægt að tala um þennan atburð með því að vitna til Svartfugls, sem fyrr getur, þvi þar fer saman snilldarlegur ritstíil og mjög spenraandi frásaga, sem Gunnar vann uipp úr dóimisisikjöílium, sem hann grúsikaði í heiiain vetiur. Dómsniðurstaða í héraði varð sú að Bjarni og Steinunn voru dæmd til pyntinga og liifláts. Voru þau flutt til Reykjavik- ur og sett þar í fangelsi um sinn. Bæði Steinunn og Bjarni munu hafa verið glæsimenni, Bjarni ljóshærður, fagureygur og sviphreinn, þrekmenni, og Steinunn fögur kona, limaprúð og dökkt sítt hár hafði hún nið ur á legg. Eftir ársdvöl í fangelsinu strauk Bjarni og náðist ekki íyrr en í Borgarfirði. Var hann þá á ieiö vestiur og miuin hafa ætlað að láta reyna á það hvort einhver kunningi hans vildi hjálpa honum í skip til þess að komast úr landi. Fyrsta daginn á flóttanum komst Bjarni i Sogamýrina, en með sér hafði hann úthlutaðan vikuskammt sinn af mat í f ang- elsinu. 1 7 daga og nætur haíðist Bjarni við á bergangi í Soga- mýrinni, vegna þess að hann var orðinn svo særður á fótum af völdum hlekkja að hann mátti sig ekki hræra. Gekk hann síðan upp í Borgarfjörð og svaf ávallt úti undir köld- um hausthimni, en bóndi við Hvitá þekkti Bjarna og hand- tók hainn „í þágu rétitliætisiitns". Bjarni var síðar fluttur til Noregs þar sem hann var háls- höggvinn og var honum til fy'lgdar uinigur kil'erikur. Lætur Bein St.einku nar h«r tekið lír Steinkudys árið 1915 eftir rúmlega 100 ára dvöl utan ffarðs og „góðra manna reita".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.