Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 13
SVIPMYND Baunsgaard hefur á- stæðu til að vera áhyggjufuUur. Döusk efnahagsmál hafa ver- ið mjög erfið viðfangs upp á síðkastið. Hilmar Baunsgaard Deila má um, hvort það var það sem hann sagði eða hvort það var, hvernig hann sagði það, sem varð til þess við kosn- ingarnar i Danmörku árið 1968, að Hilmar Baunsgaard fékk jafn mikið fylgi og hlaut svo al mennar vinsældir. En árangur- inn af traustvekjandi fram- komu hans og málflutningi, einkum og sér í lagi i sjón- varpi, lét ekki á sér standa. Radikaliflokkurinn vann fjór- tán ný þingsæti út á hrukkótt andlit hans. Danir segja iðu- lega, að hann hafi ekki verið kjörinn, heldur krýndur sem nýr forsætisráðherra landsins. Hann hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla þessi ár, sem síðan eru liSin. Danir eiga eins og alkunna er við umfangS' mikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólgan hefur magn- azt, vixlhækkar1'*- kaup- gjalds og verðlags \ ..ru tíðar og halli á greiðslujöfnuði við út- lönd stórkostlegur. Spurningin er, hvort Hilmari Baunsgaard og stjórn hans takist á næstu mánuðum að gera þær ráðstaf- anir — og framfylgja þeim — sem ráða úrslitum. Tekst hon- um að gera hvort tveggja í senn kynna þjóð sinni viðtæk- ar og óvinsælar ráðstafanir og halda þó trausti kjósenda sinna? Það er á þessum næstu mánuðum, sem hann verður að freista þess að standa við þau fyrirheit, sem hann gaf með framkomu sinni. Nú reynir á að hann sýni, hvað i honum býr, og ekkert minna. Sæmdarhjónin Atorart bóndi Holm og kona hans, komu ekki auga á það að í honum byggi eitthvað — allténd ekki við fyrstu sýn. Þau voru sárvon- svikin yfir því, að dóttir þeirra Egone, sem var hárgreiðsiu- kona, vildi giftast óbreyttum búðarmanni, og þau drógu enga dul á það. Sem betur fer, bæta stuðningsmenn Baunsgaard við. Sumir eru þeir, sem halda því fram, að þær kuldalegu mót- tökur, sem hann fékk hjá tengdaforeldrunum hafi átt sinn rika þátt í þvi, að ungi maðurinn beit á jaxlinn og Baunsgaard. Talið er, að hann eigi sjónvarpinu mikið að þakka. ákvað að sýna að hann væri meiri hæfileikum prýddur en þau Holmhjón vildu vera láta. Hann var alinn upp i Slageise og faðir hans Carl Chr. Bauns- gaard, verkstjóri og Elizabeth, kona hans voru ásátt um, að af sonum þeirra þremur, væri sá elzti Bernhard, bezt til þess fallinn að ganga menntaveginn. Hann fór í menntaskóla, en Hilmar sem var tveimur árum yngri, tók miðskólapróf við gagnfræðaskólann í Slagelse og hætti síðan allri frekari skólagöngu — án nokkurs saknaðar — árið 1935. I þrjú ár var hann verzlunar lærlingur í Slagelse en 18 ára varð haron búðarmiaður í Præstö. Þaæ hitti hainin Egone, þar for hamn á náimslkeið í ensk- um verziiuinarbiréfum og laiuk prófii í því og þar vair honiuim fadiið hains íyrsta trúnaiðarste'rf í stjórnimiáiluim, sem formaðuir Æskulýðsfélags Radikala- flokksins. Æskuvinur hans hef ur séð um að það fellur ekki í gleymsku og dá, þvi að hann hefur látið grafa á gangstétt- arhellu í Præstö: „Hilmar var f öl i 41, nu er han större." Eftir að hafa unnið sem búð- armaður í fjögur ár, hækkaði hann i tign og varð verzlunar- atjóri. Fyrst í Nastoov og sáð- an í Assens. Þegar nasistar létu skjóta eiganda Plum-stór- verzJl'unarininar, þair tók hamn við starfi hans og hafði þá und ir sér tuttugu manna starfslið. Á árunum frá 1945—47 gafst litið tóm til að sinna stjórnmál- um. En þegar hann fluttist til Óðinsvéa árið 1947, var þráð- urinn tekinn upp að nýju og ár ið 1948 varð hann formaður landssíamtaka æskuiýosfélaga Radikalaflokksins. Flokksfélagar, sem þekktu hann á þessum árum minnast hans seni prýðilegs formanns, sem stóð vel í sinni stöðu, en töldu hann engan veginn líkleg an til afreka á stjórnmálasvið- inu. Hann hlaut alls ekki skjót an frama, heldur varð hann að vinna sig upp og tvívegis féll hann við þingkosningar, áður en hann náði að lokum kjöri árið 1957. En þá fór að blása byrlegar. Fjórum árum siðar varð hann viðskiptamálaráðherra í stjórn Viggo Kampmann og um haust- ið 1963 vann hann sinn fyrsta pólitíska sigur. Það var í rfk- isstjórn Jens Otto Krags. í sam- bairadi vi'ð efniahagsiráðstiajfainir uan vorfð haifði verið komið á hálfs árs kauphanidimgu. Þegar hún skyldi falla úr gildi reyndu ]"afnaðarm«nn að fram- lengja stöðvunina, en Hilmar Baunsgaard beitti sér af alefli gegn þvi — og gekk með sigur af hólmi. Við þetta komst hann í ótviræða valdaaðstöðu í ríkis- stjórninni og átti þetta án efa sinn þátt í að auka fyigi hans í baráttunni við Karl Skytte um forystu í Radikalaflokkn- um. En þetta hafði einnig það í för með sér, að Baunsgaard glataði gersamlega öllu trausti á Krag og f jandskapurinn milli þeirra er alræmdur og svo magnaður, áö þeiim er óljúft að vera lengi i sama herbergi. Vin ir Bawinsgaaird segja aið hann sé jafn heilshugar í vináttu og hatri. Sagt hefur verið: „Þegar hann treystir einhverjum er það nánast blint traust, en finnist honum einhver bregðast sér er tortryggni hans og von- brigði jafn öfgakennd." Þegar Poul Hartling tók við af Erik Eriksen árið 1965 sem formaður Venstre, hafði Bauns- gaard talsverðan áhuga á sam- vinnu og fyrir milligöngu hans voru teknar upp viðræður milli fulltrúa þessara flokka og beitti Baunsgaard sér óspart og voru viðræður þessar um margt fróðlegar og áttu eftir að hafa áhrif. ........_____, Hins vegar vair það ekiki fyrr en árið 1966, sem Baunsgaard „sló í gegn" fyrir alvöru. ÞaS var i sjónvarpi. Á sannfærandi hátt sýndi hann sjónvarpsáhorf endum hvernig Radikali- flokkurinn teldi að réttlátt skattakerfi ætti að vera upp byggt. Upp frá þeirri stundu fóru vinsældir hans nær því dagvaxandi og færðust því meir i aukana, sem hann kom oftar fram í sjónvarpi. Hann hefur verið nefndur „sjónvarps stjórnmálamaður". Sjálfur er hann ekki meira en svo dús við þá nafngift. Hann neitar þvi að sjálfsögðu harðlega að vin- sældir sinar séu tilkomnar vegna sjónvarpsins. En margir eru ekki í vafa um, að sjón- varpið hefur verið honum til jafnmikils framdráttar og það hef ur til dæmis verið Jens Otto Krag tvímælalaust í óhag. Einn af meginkostum Hilmars Baunsgaard er sá, að velgengni hans og frarni hefur aldrei stigið honum til höfuðs. 1 samskiptum við aðra er hann nákvæmlega eins nú og hann hefur allar stundir verið. Höfð- ingjasleikjuháttur hvers konar er eitur í hans beinum og hann hefur aldrei verið hikandi við að viðurkenna, að hann hafði hvorki fé né háskólamenntun í veganesti. I stjórnmálaumræð- um er hann jafnan orðvar og kurteis, en getur verið harður Framhald á bls. 14. Frá vinstri: Baunsgaard-hjónin við sumarbústaðinn, þar sem forsætisráðlierrann hvilir sig helzt. Sökum sykursýki verð-ur hann að lifa reglusömu lífi. Hér niálar hann glugga og ræktar garðinn, en Egone æfir sig í golfi. Frá miðju: Með Jens Otto Kraclí. á harðahlaupum . . . og með Nixon. 31. jairuúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.