Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 4
BLENDIÐ BLÓÐ Smásaga eftir Kuldip Sondhi VART var nú hægt að kalla þeiman stað þorp. Fimm leirkofar í einum skógarlundi. Daglangt lágfu kon- urnar í skugganum, móktu eða röbbuðu saman; að- eins venjulegar konur, sneyddar öllum töfrum. En þegar rökkvaði, fóru þær á stjá og snyrtu Sig. Og þegar tungiskinið sytraði iniili trjánna og ljósin liöfðu verið kveikt í kofunum, breytti lundurinn um svip, Heillandi tónlist og hlátrasköll blönduðust lágværu hjali katlmannanna. Þaðan sem hann stóð, virtust honum konurnar sem dökkieitar slöngur, purpuralitaðir seiðskrattar, sem með eggjandi hreyfingum og brosi á vör lokk- uðu ókunnuga inn til sín. Tal þeirra lagðist sem net yfir lundinn. Hann fann blóðið sreyma örar. Sú, sem hann leitaði, var þarna einhvers staðar. Hann hafði heyrt af henni sögur — af líkama hennar, sem Ijómaði í auðninni, og svörtu hárinu, sem bylgjað- ist um hana. Hugsa sér, að slík kona skuli vera raunveruleg! Hann skaut greinunum til liliðar og gekk fratn úr felustaðnum, að kofa einum, sem stóð eilítið afsíðis. Gamla konan í gættinni leit upp, þegar hann nálgaðist. — Jambo Mama Mzee, sagði Manju biíðlega. Hún endurgalt kveðju hans: — Jambo, og mældi hann út með augunum. Hann stóð brosandi frammi fyrir henni og sá, hvernig ótti hennar rénaði. — Hefur þú komið hingað fyrr? spurði hún svo. Feimni liarvs hafði djúp áhrif á hana. — Nei, þetta er í fyrsta skipti, viðurkenndi hann, — en hvað bærinn er fjarri! Hann tylíti sér á hengirúmið hennar, hár, grann- vaxinn ungur maður með hrokkið, svart hár. Hún þáði sígarettu og dró reykinn áfergjulega ofan í sig. Smástund sátu þau þegjandi og reyktu. Lundurinn var sem töfrasprota sleginn, gullio rökkrið hafði breytt honum í logandi næturheim ljósa og skugga, sem lifðu áfram í höfugum mosku- ilmi hitabeltisgróðursins. ___ Mér flaug í hug, hver ætti þetta hér, vogaðt hann sér svo að segja. — Hvct? Auövitað ég. — Allt? — ,Tá. Kókóspálmana, allt. sem þú sérð. Stúlkurnar borga mér svo leigu fyrir kofana, bætti hún ibygg- in við. — Þú hlýtur að vera auðug. Sú garnla leit á hann og blés frá sér sígarettu- reyknum. En hann var alvarlegur og virtist hafa einlægan áhuga. — Það halda allir, að ég sé rík, sagði hún beizk, en hvers virði er það, þegar ég eyði ævinni hér í skóginum. Ef tæfan væri öðru vísi gerð, gætum við búið í Mombasa og lifað heiðvirðu lífi. Hefur þú annars rokkurn tíma séð Miriam? — Nei, Mama. Hún fJevgði sígarettunni. — Miriam er svo ljós bwana, svo ljós, hún gæti verið Mzungu! Miriam gæti gifzt hvítum manni og komizt áfram í lífinu, en þess í stað bíður hún hér á hverju kvöldi eftir svarta apanum, sem hingað kemur, þegar hann hef- ur löngun til, og fer með hana eins og skepnu! Mér er ómögulegt að skilja þetta barn. — Hún ruggaði sér í hengirúminu. — Hún Miriam hefur blendið blóð; blendið! — Af hvaða kabila var faðir hennar? — Hvaða kabila! Sú gamla horfði reiðilega á liann. Auðvitað var hann hvítur maður, mikill mað- ur, auðugur af löndum. Hann gaf mér þennan shamba, þegar hann fór . . . árum saman var ég honum sem eiginkona. — Býr dóttir þín hér hjá þér? — Nei, hún býr þarna . . . — Áttii við, að hún . . . ? — Já, svo sannarlega á ég við það! Og eins og orðum hennar til skýringar rauf sárt óp nætur- kyrrðina. T.jóskeri var sveifiað, það varpaði skini yfir kofann lengst burtu. í gættinni stóð lítill, sam- anrekinn maður. — Þetta er hann, hvíslaði sú gamla og laut fram. — Og er þetta Miriam? — Já. Manju starði á hana. Það var þá satt. Hún var sú kona, sem hann hafði gert sér i hugarlund; lágvax- in, dökkhærð og fögur sem máninn! Honum bauð við manninum. — Eru þau gift, Mama? — FifUð þitt. Hann er henni einskis virði. Fólk dreif að. Konurnar komu hlaupandi út úr kofunum. Manju gekk þvert yfir lundinn og ruddi sér braut gegnum hópinn. Reiðin ólgaði í honum. Hann greip í handlegg ókunna mannsins, sveiflaði honum í iiring og þreif í skyrtubrjóstið. — Hvað átt þú með að berja þessa konu? Hún er ekki eiginkona þín! Það fór kliður um liópinn. — Svaraðu. Hvað átt þú með . . . ___ Slepptu mér, skipaði sá ókunni kuldalega. Hann reif sig lausan. í augu hans var komið hættulegt blik. — Þú veizt ekki, hver ég er, strák- hvolpur — snautaðu burt'. Áhorfendurnir drógu sig í hlé, hræddir um að upp úr syði. En Miriam tók sér stöðu milli mann- anna tvcggja. — Og hvað veizt þú um mig, apinn þinn? hróp- aði hún. Þú heldur að allir óttist þig bara af því að þú berð titilinn eftirlitsmaður. — Haim hafði engan rétt til að berja hana, sagði skræk ródd í hópnum. — Hún þiggur peningana hans, sagði önnur. Og deilan hófst. Fólk skiptist í andstæða hópa eftir skoðunum. Orð flugu í milli, bitur, særandi og þau æstu upp fólkið. Ókunni maðurinn krosslagði hand leggina. Hann stóð í storminum miðjum, vöðvamik- ill og sterkur. Það var eitthvað í fari hans, sem vakti ótta. Hann lét augnaráðið hvíla á Manju. Og Manju starði liatursfullur til baka. — Hann álítnr mig bara eitthvað, sem er falt fyr- ir fé, sagði Miriam við bjargvætt sinn. Ég veit það og læt hann þess vegna borga mér — við skulum ekki misskilja neitt! — Hvað er svo sem að misskilja? sagði ókunni maðurinn. Peningar eru það eina, sem þú skflur. Þú engist og diliar þér fyrir smápening til viðbótar. Farðu, merin þín! — Látum hann fara, hvíslaði Manju fölur af reiði. Hann greip hönd hennar og hélt henni. Ég skal gefa þér allt, sem þú girnist og meira til. Ókunni maðnrinn horfði um stimd þöguli á Manju. Svo gekk hann brott — þegjandi. Brottför hans róaði fólkið. Friður komst aftur á í lundinum og sú gamla sá úr gætt sinni að ljós skein á ný í kofa dótturinnar. Sú gamla hristi höf- uðið örvæntingarfull. — Nú voru mennirnir orðnir tveir; og báðir svartir! Manju elti Miriam inn í kofann. — Ekki eigin- maður þinn, endurtók hann kvíðafuliur. En hann hagaði sér sem svo væri. Það verður þú þó að viðurkenna, Miriam. Miriam vppti öxlum og skoðaði sig í speglinum. Kjóllinn hennar var krumpinn og hún leit óreiðu- lega út. En hún var falleg. Því gat ekkert breytt. Hann settist á rúmið hennar. Það var mollulegt í litla herberginu, einar trédyr og einn loftræstingarljór með rimlum fyrir. — Það cr rétt, að hann lét sem svo, en hann er ekki maðurinn minn, sagði hún °S tók um leið fram greiðu og hóf að snyrta hár sitt. Mwangi fór að venja komur sínar hingað fyrir um hálfu ári. f fyrstunni var hann blíður og talaði vingjamlega til mín og ég tók við honum eins og ég hefði tekið hverjum öðrum karlmanni. En svo fór hann að koma oftar og varð óheflaður í framkomu. Ég hata ruddalega karimenn. Og svo krafðist hann mín borg- unqrljnist eiji5 occ ág væri «kki ftieifá en einn öl- sopi, sem hann gæti fengið úr annars glasi. — Hún sneri sér snöggt við. — Þá sagði ég herra umsjónar- manninum, að hann skyldi halda sér í burtu. Þess vegna sló hann mig. — Var þetla núna í kvöld? spurði Manju. Ilann gat ekki haft af henni augun. — Já. Hún yppti öxlum. — Mwangi heldur, að allir óttist hann . . . og í hans augum er hver kona hóra. Hún skipti hárinu, hristi það frá andlitinu og setti blóm bak við eyrun. — Sástu ekki, hvernig hann hreykti sér? Hún gekk fram og aftur i her- berginu með greiðuna í liendinni og kinnar hennar bóignuðu. — En hann veit, að ég er ekki hraedd við hann . . . og það er ég alls ekki. Hún hneppti frá sér blússunni og hellti moskus á axlirnar úr litlu, gráu glasi. — Ég hata hann! Manju andvarpaði. Hún sneri sér við og virti hann hugsandi fyrir sér eitt augnablik, eins og tilfinningar hans rynnu skyndilega upp fyrir henni. Barnslegt bros lýsti andlit hennar. Hún greip hend- ur hans og settist hjá honum. — Þú ert miklu betri, þú ert góður. Ég veit, hvað þú heldur um mig en þú átt ekki að hugsa svoleiðis. Þú þekkir mig ekkert ennþá. Hún lagði höfuðið á öxl hans og hvíslaði. — Ef karlmaður heimsækir mig til þess eins að svala girndum sín- um, á hann þá ekki að greiða fyrir? Þú vilt borga mér fé. Ekki er hann öðru vísi. Þess vegna skal liann líka fá að borga. Hiin þrýsti sér upp að hen- um. Andardráttur hennar lék honum um kinn. Hún lagði höndina á kné honum. — En móðir þín er auðug kona, hrópaði hann. Þú þarft ekki að lifa svona . . . það segir hún sjálf. — Hefur móðir mín talaö við þig? hrópaði hún og stökk upp. Hvað veizt þú um hana einfeldning- urinn þinn. Sú gamla er djöfull í mannsmynd. — . . . Ég sagði bara það sem hún sagði, stani- aði hann. Er hún ekki móðir þín? — Ég hata móður mína. Blá augu hennar skutu gneistum í ijósskininu. Ég hata hana meira eu allt annað. — Hviirnig átti ég að vita það? muldraði hann og óskaði þess, að hann hefði aldrei minnzt á þá gömlu. — Hún vill, að ég giftist hvítum manni . . . faðir minn var hvítur svo ég á líka að giftast hvítum manni, sama iiver Iiann er. Jafnvel þó að hann væri aðeins einn af sjómönnunum á kránum í Mombasa. Manju hristi höfuðið. Hann vissi ekki, hverju hann átti að trúa, hvort hann átti að trúa kon- unni, sem stóð frammi fyrir honum með hálfnakin brjóstin og blóm í liárinu eða þeirri gömlu, sem sat í sorg í hengirúminu sinu. — Móðir mín er mér alltaf andsnúin, hélt Iiún reiðilega áfram. Hvað á ég að gera? Svelta í hel? Giftast manni, sem ég hata? 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. janúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.