Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1971, Blaðsíða 15
Því hefur oftar en einu sinni verið slengt framan i umsjónar menn Gluggans, eins og blautri tusku, að þeir þýði allar grein- ar sínar beint upp úr enskum músfiklMöðuim, þ.ám. Meliody Maker, New Musical Express o.fl. Þá væri nú starfið létt, ef aðeins þyrfti að leita að heppi- legum greinum til þvðinga, en svn oro+it f n-\Q c--!',1op.rr't öTiu h e'd- uir) °r bað E*rii .Glu'rn'ons, sém fiallar um erlenda listamenn, er jafn- an unnið unn úr öllum tiltæk- um heimiidum, en þar i felast ein fimm ensk vikublöð, tvö ensk mánaðarrit, tvö banda- risk vikurit, auk ótal p-reina í dönskum og enskum dagblöð- um. vmissa bóka um bessi mál og handhægra upplýsinga á plötuhulstrum. En stundum kemur það fyrir (reyndar of sjaldan) að Glugg inn birtir frásagnir og greinar úr innlendu popplífi. Þvi mið- ur er ekki hægt að þýða það Skemmtileg atvinna, en liársíddin er einkamál. 10 orð Pétur Kristjánsson efni uipp úr erteniduim blöðum og verða umsjónarmenn Glugg ans því sjálfir að setjast við ritvélar og berja með tveim til þrem puttum í tvo tíma eða lengur, þar til greinarkornið er fullgert. En þessi formáli átti nú bara að vera til þess að afsaka um- sjónarmenn Gluggans, sem hafa enn einu sinni orðið að leita á náðir Meiody Maker. 1 því merka blaði birtist af og til gamall þáttur undir nýju nafni: Reaction. Þar eru ýmsir bítlar og háifbítlar látnir tjá sig að vild um ýmis málefni, inn ain poppheimis og uibam. Við sertfl- um nú að fá þessa hugmynd að láni og munum í framtiðinni af og til birta sams konar þátt umdúr niaifm'imiu 10 orð. Þekikifir hljómlistarmenn fá að heyra tíiu vel vail'iin orð og segja aillit sem þeim dettur i hug um þessi orð. Fyrstur á mælendaskrá er söngvarinn i Náttúru, Pétur Kristjánsson o.g er rétlt að kynma hamn liesendium. Á biaðsíðu 820 í íbúaskrá Reykjaviikiuir frá 1. dies. 1969 finnur maður þessar upplýsing ar um Pétur Kristjánsson: Hann heitir raunar Pétur W. Kristjánsson, en þess er ekki getið hvaða nafn W-ið stendur fyrir. Hann er til heimilis að Laugalæk 11, sonur Kristjáns Kristjánssonar, þess, sem eitt sinn var fyrirliði vinsælustu hljómsveitar á Islandi, K. K. sextietitisiins. Pé-tur kom í heim- inn 7. jan. 1952 og er þvi rétt orðinn nitján ára gamall. Til hamingju, Pétur! Hann fæddist i Reykjavík, er í Þjóðkirkjunni og er ógift- ur. Bærilegar upplýsingar eða hvað? Pétur komst fyrst í sviðsljós- ið fyrir einum fimm árum, þeg- ar hann lék með hljómsveitinni POPS. Smám saman óx hljóm- sveitin í áliti, ekki sizt vegna þess, að liðsmenn hennar þóttu ákaflega efnilegir. 1 svipinn man ég aðeins eftir þremur liðs mönin'um hljóimisiveit'arininar, sem ennþá stunda hljóðfæra- leik, þeim Bjögga gítarleikara í Náttúru, Pétri og Birgi Hrafnssyni, sem nú slær á gít- arstrengi í hljómsveitinni Ævin týri. En ýmsir aðrir góðir hljóð færaleikarar hafa verið i POPS, en eru ekki í sviðsljós- inu þessa stundina. Hljóinsveitin Náttúra. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Pétur kom í stað Jónasar Jónssonar sem söngvari Nátt- úru í fyrravor og hefur siðan notið ört vaxandi vinsælda og virðingar fyrir góðan söng. Knattspyrna: Ég var í Knatt spyrnufélaginu Fram frá 6 ára aldri og þar til ég var orðinn 14 ára. Þá fékk ég áhuga á poppinu og þetta tvennt pass aði sjálfkrafa ekki saman. En ' ég hef áfram mikinn áhuga á knattspyrnu. Vitskert veröld: (Hlær): Já, mér fannst þetta gott lag, lang aði til að gera eitthvað við það, en þó heyrði ég það fyrst bara með undirleik á kassagítar. Við spiluðum þétta lag í Pops fyrir u.þ.b. tveim árum. Svo þegar Laufútgáfan bauð mér að syngja þetta lag inn á plötu, hafði ég strax áhuga, þvi þetta var gott lag, þó að ég hefði vilj að gera meira við það. En tim- ans vegna var það ekki hægt. Það hefði mátt gera miklu meira við þetta lag. Franskar kartöflur: Ágætar með mat, ógeðslegar eintómar. Náttúra: Skemmtileg atvinna. Verðlistinn: Þú ert agalegur, maður! Ja, hann hefur verið mitt lifibrauð til 16 ára aldurs frá árinu 1961 eða var það ekik'i? Við skuliuim nú sjá, hvað var ég gamall 1961? Já, frá 9 ára aldri. Nixon: Ánetöanóega góóui' stjórnmálamaður, annars er ég ekki mikið inni i stjórnmálum og treysti mér ekki til að gagn rýna hann neitt. Ólafur Sigurðsson (trommari í Pops): Góður trommari og góður samstarfsmaður, já, góð ur félagi minn. Hass: Nokkuð, sem ég vil ekki, að komi til Islands eða verði eins útbreitt hér og á Norðurlöndunum til dæmis. Þetta er orðið það mikið vanda mál og það er mjög mikil hætta á, að það komi inn í landið ein- mitt núna. Family: Uppáhaldshljómsveit in mín. Ég er sérstaklega hrif- inn af Roger Chapman, hann er búinn að vera uppáhalds- söngvarinn minn siðan ég heyrði fyrstu plötuna með þeim. Hefurðu heyrt „Any- way?“ Það er ofsaigóð piaita. Ég er búinn að sjá þá tvisvar og ég var mjög hrifinn í bæði skiptin. Það var i bæði skiptin í Marquee í London, seinast á gamlárskvö'.d, ekki þetta síð- asta, heldur hitt þar á undan. Ólafur Sigurðsson var reyndar með mér í bæði skiptin. Þá spil aði hljómsveitin Audience með þeim, mjög góð hljómsveit. Hef urðu heyrt í þe'm? Við spiíium tvö lög frá þeim. Hársídd: Mér finnst þetta svo persónulegt mál hvers og eins, að ég vil ekkert um það segja. 51. jainúar 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.