Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Síða 8
var sumarið 1855 og Annað keisararíkið var upp á sitt bezta í dýrð og glæsimennsku, þótt grundvöllurinn væri kannski ekki jafn traustur. Eftir dvölina í kaldranalegum Winsorkastala og drungalegri Lundúnaborg varð ferðin til Tuileries og Parísar, drengnum hið mesta ævintýri. Sólin skein í heiði, flögg blöktu, hyllingar- óp voru uppi höfð, lúðrasveit lék fjöruga tónlist — allt var þetta rétt eins og tekið út úr ævintýrinu sjálfu. Og allir voru svo ósköp glaðir og kátir, keis arinn, keisaraynjan og allir aðrir sýndu glaðværð og alúð í hvívetna. Prinsinn var heldur smávax- inn eftir aldri, klæddur í skozk an þjóðbúning, þegar hann kom fram fyrir franskan al- múga og hann vann hug og hjörtu Parísarbúa í einu vett- fangi. Allt var þetta honum svo mikið og stórkostlegt ævin týri, að daginn fyrir heimför- ina hleypti drengurinn í sig kjarki, kom að máli við keisara ynjuna og bað um að fá að vera lengur. Þegar hún svaraði bros- andi, að móðir hans gæti ekki án hans verið, sagði hann al- vörugefinn: „Látið yður slíkt ekki til hug ar koma. Það eru sex krakkar i viðbót heima og mamma myndi áreiðanlega ekki sakna mlín.“ Heim fór hann og þóbt ævin- týrið væri á enda sátu minning ar þessarar ferðar lengi i huga hans og áhrifa þeirra gætti lengi. Fram til þess síðasta hafði hann sérstakt yndi af hét Viktoría fullu nafni og gift ist síðar Friðriki Vilhjálmi prinsi af Prússlandi. Hana iðr- aði mjög þess hjónabands bæði fyrir og eftir að hún varð móð- ir Vilhjálms keisara annars. Vicky fyrirleit Þýzkaland og Þjóðverja og vert er að hafa það í huga, því að þau systkin- in deildu skoðunum í mörgu. Einn af fáum ljósum punkt- um í bernsku krónprinsins var ferðalag hans til Frakklands. Hann var þá þrettán ára gamall og hafði ekki fyrr verið utan- lands. En hvað sem óánægju Viktoriu með fruimburð hennar leið, þá varð éklki hjá þvi kom- izt að vicj'urkenna, að hann var Prinsinn af Wales, svo að Vikt- oria og Albert tóku hann og Vieky með í heimsókn til Napó- Ieons III. til Tuileries. Þetta 8 LESBÓK MOT' GUNBLAÐSINS Villandi væri að fallast á orðið „Játvarðartímabilið", ef menn reyndu jafnframt að gera lítið úr þeim konungi, sem gaf þessu tímabili nafnið. Það er sa'tt, að margt hefur verið kennt við þennan tíma og eignað áhrifuim hans með röngu. En engu að síöur breytti hann heildarmynd konungsríkisins — hvað sem um hann má segja hleypti hann nýju og fersku lofti, sem þá var ferskt um enska ríkið. Ég var barn að aldri, árið 1901, þegar hann tók við af Viktoriu drottningu, en ég get borið um einstakar vin- sældir hans. Hann var vinsæl- asti konungur, som hafði setið við völd I Englandi síðan á fyrstu árum Karls II. Hann fæddist þann 9. nóvember 1841, annað barn þeirra Viktoriu drottningar og Alberts prins, en elzti sonur þeirra. Þjóðin fagnaði fæðingu hans einhuga. Hann var skírð- ur Albert Játvarður og hann notaði bæði nöfnin, unz hann tók við konungdómi, en þá felldi hann réttilega niður Al- bertsnafnið. Innan fjölskyldu sinnar var hann alltaf kallað- ur Berti. Þegar hann fæddist var Vikt- oría enn ung stúlka, ástfangin og hrifnæm og átti þá ósk heit- asta, að sonurinn mætti líkjast föður sinum í einu og öilu. Síðar, þegar þessi sonur henn- ar óx úr grasi og smám saman kom i ljós að hann var um flest andstæða föður síns, voru von- brigði Viktoríu mikil og þau skýra að vissu leyti furðulega hegðan hennar gagnvart hon- um. En engu að síður hlaut við- mót hennar í garð drengsins að stjórnast af skynsemisskorti fyrst og fremst. Albert prins naut leiðbeininga hins þýzka ráðgjafa síns, Stock mars baróns sem var smásmugu leg slettireka — og í samein- ingu lögðu þeir drög að upp- eldi krónprinsins — ákváðu reglur, boð og bönn og mennt- un, sem hlaut nær því óhjá- kvæmilega að eiga þátt í von- brigðum Viktoríu síðar meir. Okkur er í sjálfu sér leikur að átta okkur á, hversu mar^t í fari og framkomu Játvarðar er til komið sem bein uppreisn gegn liðinni, agaðri bernsku. Með drengnum var fylgzt gaumgæfilega, nætur sem daga, yfir honum vakað, með öllu hátterni hans fylgzt og um það gefin nákvæm skýrsla. Þess var og gætt að hann fengi ekki að umgangast aðra jafnaldra sína. Því hlaut svo að fara, að þegar hann óx upp og losnaði undan járnhæl og áhrifum sem ríkjandi voru í Windsorkastala brauzt fram óeðlilega mikil fé- lagsþörf hjá honum og hann undi sér aldrei einn með sjálf- um sér. Kennslukonur og kenn- arar reyndu að neyða upp á hann ókjörum af lestrarefni. Viðbrögð hans við því sem full- orðins manns voru, að hann leit nánast aldrei í bók. Andrúms- loft bernsku hans allrar og æsku var hlaðið smásmygli, siðavendni og hrokanum vegna vegtyllna og ættargöfgi. Eina undankomuleiðin, sem drengur- inn hafði var að fá að fara stöku sinnum i leikhús, venju- lega á einhvern fjörugan lát- bragðsleik. Síðar átti Játvarði þó eftir að takast undravel að sameina fjölbreytileg og fjörug áhugamál sín virðugleika þeim, sem skyldum krónprins fylgdi. Barn var hann dáður og við hann dekrað. En eftir því sem foreldrar hans eignuðust fleiri börn og sum virtust sannarlega standa honum fyllilega á sporði og jafnvel vera prýdd meiri kostum en hann, kom annað hljóð i strokkinn og mjög dró þá úr umhyggjusemi foreldra hans. Upp frá því virðist hann vera þegjandalegur og heldur þunglyndislegur drenghnokki, og kannski hefur hann þá þeg- ar verið farið að dreyma um al- úð og aðdáun fagurkvenna sem hann sóttist svo mjög eftir að njóta síðar á ævinni. En honum þótti vænt um elztu systur sína, Vicky, hún GAMLI GÓÐI TEDDI J. B. PRIESTLEY SKRIFAR UM JÁTVARÐ KONUNG VII 21. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.