Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1971, Page 10
GAMLI GÓÐI TEDDI hún þvermóðskufyllri, ósveigj- anlegri og skapofsi hennar magnaðist og hraus honum því hugur við að reyna fyrir al- vöru að standa upp i hárinu á henni. Um það má deila, hvort þessi langa „útlegð" — þrjátíu ár — varð honum til tjóns eða gagns. Hafa verður í huga að hann var þó altént ríkisarfinn. Ég á hér ekki við, að þegar að því kom að hann tók við af móður sinni, beindist áhugi hans aðallega að utanríkismál- um. Vissa annmarka hafði það í för með sér. En vegna þess að honum var haldið utan við á- standið í innanríkismálum hneigðist hann að sjálfsögðu ekki til að fylgja einum stjórn- málaflokki frekar öðrum — ó- beint auðvitað, og má kannski álíta það jákvætt. Það sem öllu þýðingarmeira er kannski, að meðan Játvarð- ur var í blóma lífsins, kraftar og þróttur eins og þeir gátu beztir verið varð hann að fá út- rás fyrir þá í skemmtanalífi. Sögur fara af skemmtanafíkn hans. Að visu verður ekki séð, hvað maður með hans skapgerð og uppeldi, hefði átt að taka sér fyrir hendur annað, og ýms ar tvíræðar sögur gengu af skemmtanagleði hans. Sé á ailt litið er ég þó þeirrar skoðun- ar, að eimmitt það hafi um margt átt þátt í að hann varð viðsýnn og umburðarlyndur maður og að því leyti alger andstaða við hinn stíflynda og nöldrunar- sama föður sinn. Honum hætti til öfga framan af; hann var eins og kálfur, sem hleypt er út á vordegi í fyrsta sinn. Hann fékk 100 þús und sterlingspund á ári til ráð- stöfunar og drjúgar eignir og hann sleppti svo sannarlega fram af sér beizlinu. Og þetta var Lundúnaborg á árunum upp úr 1860, borg langtum verri en sú, sem við þekkjum nú. Næt urlífið þar var svo fjörugt og svo spillt að hverri sakiausri sál hlaut að bregða i brún ef hún sá sumt af því, sem þar fór fram í g'leðihverfum, að ekki sé nú talað um fátækra- hverfin. Mannlífið var ekki alltaf sérlega fagurt í þá tíð heldur. Því er heldur ekki að leyna að félagsskapur sá, sem krónprinsinn valdi sér þótti ekki alltaf tiltakanlega konung legur, svo að vægt sé til orða tekið. Hann sótti glæstustu veitingastaði, þar sem eðlar steikur voru á borðutm, hainn sótti gleðileiki og skrautsýn- ingar, stundaði sport hvers kon ar og hann lét sig heldur ekki muna um að bregða sér á staði, þar sem óþekkt var og næstum með ólikindum að svo tiginbor- inn gestur gæti rekið inn nef- ið. Félagar Játvarðar voru ung ir afkomendur hirðmanna Vikt- oríu, allir haldnir ámóta ævin týra- og athafnalöngun og hann, eftir löng og drungaleg bernskuár, í köldu skrúðmiklu og innantómu láfi. Játvarður og félagar hans urðu fljótlega þekktir sem „Marl- borough House liðið“, og svo hristu siðsemdarpostularnir höf uðið, fullir vandlætingar. Frétt um og frásögnum af hegðun krónprinsins á þessum fyrstu hjúskaparárum hans ber ekki saman en gera má ráð fyrir að hneykslisögur þær, sem komust á kreik séu meira eða minna ýktar. Brezk blöð voru þá ó- sparari á að segja meiningu sína á kóngafólkinu heldur en til dæmis nú, „gula pressan" var ekki að klípa utan af frá- sögnum sinum. Blöðin kinokuðu sér engan veginn við að skrifa ýmislegt það, sem vitað var að myndi móðga kon- ungsfjölskylduna. Og orðrómur um léttúðugt líferni prinsins barst móður hans, Viktoriu drottningu til eyma, hvar hún sat í sínu hátignarlega ekkju- standi i Balmoralkastala. Henni var svo sem ljóst að Berti hennar var ekki heimsins bezta barn. Skömmu eftir 1870 sauð upp úr með opinbert hneykslismál og brátt var ekki um annað tal að: Harriet, eiginkona Sir. Charles Mordaunt, sem var þingmaður og auk þess var hún sjálf af þekktu fólki kom in, ól sitt fyrsta barn — þá var Harriet aðeins 21 árs að aldri. Fæðingin var erfið og móðirin í miklu hugarangri þeg ar bert var að sennilega myndi bamið missa sjónina. Sektartilfinning nagaði hana og hún sagði eiginmanni sínum að hann væri ekki faðir barns ins og grátandi ljóstraði hún því upp, að hún hefði verið mjög vond og átt sér ýmsa elsk huga. Hún nafngreindi tvo af beztu vinum prinsins, Cole, lá- varð og Sir Frederick John- stone og að lokum sjálfan krón prinsinn, sem hún sagðist oft hafa haft náin samskipti við og stundum „um hábjartan dag“ eins og hún orðaði það. Þetta gaf til kynna, að hún hefði tekið á móti elskhugum sínum þann tíma dagsins, þeg- ar eiginmaður hennar var að heiman við störf. Og því var riú verr og miður, að vitað var að á þessum tíma dags hafði Játvarður stundum heimsótt hana. Var hún haldin sjúklegu kynæði, sem prinsinn og vinir hans höfðu ánægju af að færa sér i nyt, þegar engar veðreið ar voi'u til að horfa á? Eða var hún sálsjúk kona, sem vegna brenglaðs sálarlífs játaði á sig gerðir, sem hún hafði ekki framið? Fjölskylda henn- ar hallaðist að því að trúa hinu síðarnefnda; fjölskyldan tvínónaði reyndar ekki við að útvega iæknisvottorð, þar sem Harriet var söigð geðveik og ekki ábyrg orða simna. En eigin maður hennar efaðist ekki um sannleik játningar hennar og krafðist skilnaðar. Málið var í hæsta máta flókið viðureignar, og óseðjandi var forvitni fóiks um alla Evrópu og víðar, þegar út kvisaðist um málið. Sir Charles Mordaunt sagði fyrir rétti, að prinsinn af Wal- es hefði aldrei komið til heim ilis síns í sínu boði, og að hann hefði reyndar varað eigin konu sína við Hans konung- legu tign, og bætti við að það hefði hann gert vegna vafa- sams orðróms sem hann hefði heyrt á ýmsum stöðum um upp lag og skapgerð prinsins. Bréf miðar, sem prinsinn hafði skrif að Harriet voru birtir i blöð- unum eftir krókaleiðum. Sem sönnunargögn eru þessir bréf- miðar vissulega einskis virði og koma sárasakleysislega fyr- ir sjónir: „Á morgun og laug- ardag verð ég á veiðum í Nott- inghamshire, en ef þér eruð enn í borginni, leyfist mér þá að koma og hitta yður um kl. 5 síðdegis á sunnudaginn?" og öll voru þessi stuttorðu bréf í þessum dúr. En ýmsum hug myndarikum aðilum tókst engu að síður að lesa drjúgum milli línanna og brutu heilann um, hvers vegna krónprinsinn skyldi einmitt hafa farið að skrifa þessari ungu konu. Játvarður kom fyrir rétt og bar vitni í málinu, en engar æsikenndar uppljóstranir urðu. Lögfræðingur Mordaumts spurði hann einskis og sem aðili í skilnaðarmáli var vitnisburður hans nákvæmlega einskis virði. Hann svaraði nokkrum einkar kurteislegum spurningum, þar sem fram kom að prinsinn hafði hitt bæði Mordaunt og konu hans við ýmis tækifæri og að hann hefði litið á sig — hvað svo sem framburði Mordaunt liði —sem fjölskylduvin. Siðasta spurningin, sem fyrir hann var lögð, var hvort nokk urn tíma hefði verið um óvið- urkvæmileg samskipti milli hans og Harriet að ræða. Hans konunglega tign svaraði af festu að svo hefði aldrei verið. Svarið vakti að vísu fögnuð hins almenna borgara, en því er ekki að leyma að ýmsar áleitnar spurningar skutu upp kollinum í blöðunum síðar. Hvers vegna hafði lögfræðing- ur Mordaunts ekki lagt spurn- ingar fyrir prinsinn? Hvernig stóð á þessum heimsóknum til frúarinnar, þegar eiginmaður- inn var að heiman? Vinsældir prinsins dvinuðu allverulega um þessar mundir og fyrir kom að gerð voru hróp að honum, þegar hann birtist á veðreið- um eða í leikhúsum. En hann endurheimti samúð þegna sinna, þegar hann veikt ist alvarlega veturinn 1871- 72 og lá lengi milli heims og helju. Síðar fór hann i siglingu um Miðjarðarhafið, sér til endur- næringar, sneri því næst heim og tók á ný upp sína fyrri háttu með fjögrugri þátttöku í samkvæmislífinu. Gladstone sem var sér þess alls ekki meðvitandi, að drottn ingin fyrirleit hann úr hófi, lýsti því nú yfir i fyllstu al- vöru, að tími væri til kominn að prinsinn af Wales fengi að gegna einhverju embætti inn- an brezka heimsveldisins, •— til dæmis á Indlandi eða kannski írlandi. En drottningin þver neitaði og við það sat. Gagnrýni á konungdæmið færðist mjög í aukana um þess ar mundir. Þær raddir heyrð- ust meðal hinna róttækustu að ekki væri með öllu fráleitt að Bretar fylgdu fordæmi Frakka og afnæmu konungdæmið og stofnuðu lýðveldi. Spurt var hvað drottningin, — sem varla sást nokkurn tíma á almanna- færi — gerði við alla þá pen- inga, sem henni voru greiddir úr rikissjóði. Með þvi að halda áfram i sínu syrgjandi ekkju- standi og harðneáta að halda uppi hirðlifi átti hún ekki af mikilli hylli af að státa lengur. En þótt Lundúnabúar sæju naumast nokkurn tima drottn- ingu sína verður ekki hið sama sagt um mann nokkum John Brown, ættaðan frá héraðinu við Bailimoral og þekktan viskí- svelg. Hann hitti drottning- una daglega. Hann varð nú persónulegur ráðgjafi hennar, ruddalegur í framkomu við hana og alveg sérstaklega dólgslegur við fólk yfirleitt. Sumt fávíst fólk hélt þvi meira að segja fram, að þau hefðu gift sig með leynd. Óvinsældir drottningarinnar hljóta að hafa varað þó nokk- urn tíma, að minnsta kosti dugði það Játvarði til að kom- ast í einkar góð kynni við Söru Bernhardt og má marka það af því að einhverju sinni kvartaði leikkonan undan því við prinsinn, að illa væri um hana talað. Hann svaraði: „Ma chére amie, það er ekki nærr eins illa talað um yður og um hana móður mína.“ Hann var svo sem ekki laus við gagnrýni sjálfur. Eitt af veigaimiesitu rökum and- stæðinga áframhaldandi kon- ungdóms, var að rikisarfinn hefði alls ekki þá eiginleika til að bera, sem æskilegir væru í fari verðandi konungs. Hafi móður hans verið legið á hálsi fyrir að hún sæist of sjaldan og eyddi of litlum peningum, var honum óspart legið á hálsi fyrir að hann sæist alls staðar og eyddi allt of miklum pening um. Víst hætti mörgum til að dæma og hneykslast, þar áttu i hlut einlægir vandlætingar- innar og siðferðispostular eða fylgismenn lýðveldis, en ekki er vafi á að Játvarður átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Vissu- lega var hann haldinn rikri þörf til að skemmta sér og það rækilega, en hann var sér um margt vel meðvitandi um skyld ur sínar og ábyrgð. Hans var ekki sökin á því, að engin ábyrgð var lögð á herðar honum. Aftur á móti hafði hann vit á þvi að leggja sér til virðulegt og tiginmann legt útlit og var skartmenni — en þó simeteMiegur í klæða- burði og hafði mikil áhrif á samtíð sína m.a. að því leyti. Hann lét sér vaxa skegg, sem hann hirti af sitakri vandvirkni, röddin varð með árunum dýpri og fyllri og hann vandaði klæðaburð sinn í hvívetna. Sonarsonur hans Játvarður VIII hafði ómæild áhrif á karl- mannafatatízku á árunum eftir 1920, en áhrif afa hans á und an honum höfðu ekki verið síðri. Hann var eins og fyrr segir unnandi útiveru og iþróittaiðkana hvers konar, Ihafði unun af návist fag- urra kvenina, kunni að meta góðan málsverð — yfirleitt kunni hann vel að meta lífsins lystisemdir — en margir lágu honum á hálsi fyrir það alla tíð. Síðari hl.uti birtist i næsáu Lesbók. Fjórir ættliðir í Windsor. Myndin er tekin 1899. Samtals réðu þau ríkjum í naestum 100 ár. Viktoría drottning var krýnd 1837, að baki standa þeir Játvarður 7. og Georg 5. en við hlið Viktoríu stendur Játvarður 8., sem heimurinn þekkir betur sem prinsinn af Wales. Hann afsalaði sér konungdómi vegna frú Simpson 11. desember 1936. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. febrúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.