Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1971, Page 12
M&xrknnið og leiðir Kramhald aí bls. 6. ■Hngsteíi, sem um alllangt skeið var aðalritstjóri Ðagens Ny- hetiei' í Stokkhólmi, hafa taiið .þaff eðliiegt og æskilegt fram- haid þessarar þróunar, að sam- steypust jórnir allra flokka faeru með völdin, líkt; og nú tiðkast í Sviss og nokkr- um löndum öðrum. MÆGKI STtóBNlB I BBETJLA Nffl OG BANDABÍK.IUNUM Þrátt fyrir þá samstöðu, sem þannig hefur myndazt, er greinilegur munur á. stjórnum, efitir því hvort flokkar, er standa til hægri eða vinstri, fara með völd. Kemur þetta fram bæði i einstökum stjórn- arathöfnum og í þeim anda, sem hvílir yfir vötnunum. í þessu sambandi er einkar íróðlegt að virða fyrir sér þær breytingar, sem orðið hafa i Bretiandi og Bandarikjunum eftir að stjórnir þeirra Heaths og Nixons tóku við völdum. 1 hvorugu landinu hefur orðið nein meginbreyting á þeim markmiðum, sem stefnt er að, eða þeim aðferðum, sem beitt er. En samt er munurinn greinilegur. Stjórn Heaths hefur ákveðið að afnema hið víðtæka styrkja- kerfi, sem miða átti að aukn- ingu fjárfestingar í atvinnu- fyrirtækjum, sem fyrirrennari hennar hafði komið á fót, og boðað, að hún muni ekki veita fyrirtækjum fjárhagslega að- st«>ð, þegar á bjáti. Framtak og ábyrgð verði í enn ríkara mæli en áður að hvíla hjá fyrirtækj- unum sjálíum. Jafnframt hefur stjórnin ákveðið að létta á ýms um sköttum, þar á meðal skött- um, sem hvílt hafa á sumum at- vinnugreinum en ekki öðrum. 1 Bandaríkjunum hefur stjórn Nixons lagt inn á nýja braut í velferðarmálum, sem í stórum dráttum fehir það i sér, að jafnframt því sem ríkisvald- ið auki útgjöld tfl þeirra mála, ílytjist ákvarðanir um notkun fjármunanna og ábyrgðin á þeirri notkun frá sambandsrik imu sjálfu til stjórna hinna ein- stöku ríkja, til sveitarfélaga, stofnana og jafnvel fyrirtækja. Báðar stjórnirnar hafa lagt mikla áherziu á stjórn pen- inga- og fjármála í viðureign við verðbólgu og jafnvægis- leysi út á við, en hvorug stjórnin hefur viljað gripa til slíkra beinna afskipta af verð- lags- og launamálum sesm verð- stöðvun eða kaupgjaldsstöðv- un. Á hinn bóginn er stjórn Heaths nú að koma á þeirri al- mennu vinnumálalöggjöf, er markar starfsemi verkalýðs- og vinnuveitendafélaga þann aimenna ramma, sem ekki hef- ur verið til á Bretiandi, og sem stjórn Verkamannaflokksins tókst ekki að koma á. Um það skal engu spáð, hverjum árangri þessar tvær ríkisstjórnir ná. Hitt er ljóst, að þær hafa markað greinilegri mismun í aðferðum samanbor- ið við fyrirrennara sina en flestar rikisstjömir, sem tek- ið hafá við völdum á Vestur- löandum á siðari árum. VIHOKFIN' FKAMUNDAN Þegar litíð er íram á við, og íluigað, hver sé líkleg framtið arþróun hagstjómarhátta í vestrænum lýðræðisrí'kjum, er mikilvægt að gera sér grein fyrir, úr hvaða jarðvegi þess- ir stjörnarhættir séu sprobtn- ir. Einkennum hagkeríisins v.ar hér að framan lýst þannig, að það fæili í sér ákveðna yfir- stjórn almennra meginatriða efnahagsmáia, svo sem fjár- mála- og peningamála, samíara -því að ábyrgð á rekstri at- vinnufyrirtækja hvíli hjá íyr- irtækjunum sjálfum og val- frelsi neytenda og frelsi tii að velja sér atvinnu sé sem mest. Þessir stjórnarhættir í efna- hags- og atvinnumálum standa í námu samhengi við þá al- mennu lýðræðisþróun, sem orð- ið hefur á þessari öld. Hún er sá jarðvegur, sem þessir hag- stjómarhættir eru sprottnir úr. Annars vegar veitir þetta hag- kerfi mönnum víðtækt frelsi til athaína og til að ráðstaía upp- skeru iðju sinnar. Hins vegar tryggir það með sameiginlegri stjóm, að þau markmið geti náðst, sem meginhluti íbúanna æskir, á undanförnum áratug- um fyrst og fremst full at- vinna og félagslegt öryggi. Þróun hagkerfisins hefur þvi í senn sprottið af almennrí lýð- ræðisþróun og fram að þess-u tekizt að fullnægja þeim þörf- um, sem sú þróun hefur vakið. Framtíð þessara hagstjórnar hátta er því undir því komin, að hve miklu leyti þeir geti framvegis samræmzt áfram- haidandi þróun í lýðræðisátt, jafnframt því sem þeir geri það kleift að ná þeim meginmark- miðum, sem almennur vilji er fyrir hverju sinni. STÖÐUGUEIKI OG SVEIGJANUEIKI Hagstjórnarkerfið heíur á undanförnum áratugum sýnt bæði stöðugleika og sveigjan- leika. Þessir eiginleikar standa í nánu samhengi við meginein- kenni þess. Það er nægilega óbundið til þess að geta lagað sig að hæfilegu marki að breyttum aðstæðum og nýjum viðhorfum. Að þessu leyti er efnahagskerfi Vestiurianda mjög frábrugðdð ýmsum hag- kerfum annarra tima og ann- arra heimshluta, sem fela í sér rótgróna andstöðu við breyt- ingu og þróun. Þar við bætist, að sá árangur, sem náðst heí- ur í þróun efnahags- og félags máia á undanförnum áratugum á grundveili þessa kerfis er mjög mikill, og raunar einstæð- ur í veraldarsögunni. Af þess- um sökum er aðdráttarafl ann- arra ieiða, sem í grundvallar- atriðum eru frábrugðnar þeirri, sem farín hefur verið, í raun- inni hverfandi litið. Það er því litlum vafa undirorpið að í að- alatriðum muni þjóðfélög Vest- urlanda halda áfram að byggja á þeim hagstjórnarháttum sem þróazt hafa undanfarna ára- tugi. Það sem máli skiptir er að gera sér sem ljósasta grein fyrir í hvaða átt þessir hag- stjórnarhættir mumi þróast og hvernig sé á grundvelli þeirra unnt að takast á við þau vanda mál sem framundan eru. LýBRÆÐISLEG STJÓBNUN 1 öllum vestrænum löndum hefur stjórn atvinnufyrirtækja verið í höndurn íárra manna, sem yfSrlleitt hafa efeki þurít að bera áfevarðanir sínar unddr starfsfólk íyrlrtækisins né undir lýðræðislega vaMa íull- trúa almennings. Áður fyrr voru þessir menn yíirleitt eig- endur fyrirtæfejanna, nú á dög um eru þeir oft sérhæíðir stjórnendur án mikillar eignar- aðíldar. Eins og áður er vikið að, er það einmiitt þessd sjálf- stjórn íyrirtækja, sem hvað mestan þátt hefur átt í þeim mifela efnahagsárangri, sem náðst hefur. Á hinn bóginn hafa þessir stjómarhættir aldrei verið i samræmi váð lýð- ræðishugsjónir manna né við vaxandi þróun til almenns lýð- ræðis í öllum greinum. Eitt hið mikilvægasta þeirra viðfangsefna, sem framundan eru, er þvi að leita leiða til að auka bein lýðræðisleg áhrií á stjórn atvinnufyrirtækja og þá einkum stórra atvinnuíyrir- tækja. Þar sem ríkisrekstur og hvers konar ríkisafskipti hafa ekki orðið til að auka slík áhrif, heldur þvert á móti, mun í vaxandi mæli leitað annarra leiða. Ein þeirra leiða er auk- in áhrif starfsfólks á grund- velli samstarfsnefnda þess og vinnuveitenda eða beinnar að- ildar starfsfólks að stjórn fyr- irtækja, það sem einu nafni er nefnt atvinnulýðræði. Önnur leið er vaxandi þátttaka stofn- fjársjóða í fjármögnun fyrir- tækja, og þá ekki sízt eftir- launasjóða. Þriðja leiðin er vaxandi eign almennings í stór- um fyrirtækjum, sem rekin verða sem aimenningshiutaíé- lög. Jafnframf mun þó hreinn einstaklingsrekstur halda velli í mörgum greinum og jafnvel vinna á, þar sem kostir hans skipta sérstöku máli. Loks má nefna, að starfsemi neytenda- hreyfinga og önnur viðleitni til að veita almenningi aukna vöru- og verðþekkingu mun í vaxandi mæli veita framleið- endum og verziunum aðhald í viðskiptum þeirra við neytend- ur. Einnig þetta er framhaid þróunar í lýðræðisátt, viðleitni til að veita frjálsu neyzluvali raunhæfara innihald en áður. 1 öllum þessum atriðum er þó mikill vandi fólginn. Hér er vandratað á milli skers og báru. Annars vegar er þörfin á þvi, að Iýðræðisáhrif nái til atvinnulífsins. Hins vegar nauð syn þess, að árangur af starf- semi fyrirtækja sé eftir sem áður metinn á viðskiptalegum mælikvarða og að sjálfstjórn fyrirtækja fari ekki forgörðum. Þau sjónarmið varðandi starfsemi atvinnufyrirtækja, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, eiga ekkert síður við um starfsemi ríkisins og hvers konar opinberra stofn- ana. Fyrirkomulag þessarar starfsemi er oft á tíðum ekki síður fjarri hugmyndum lýð- ræðisins en. starfseml atvlnmi- fyrirtækja. Þar að auki er verkaskipting á mflli ríkis, sveitarfélaga, stofnana og fyr- irtækja oft á tiðum óhagkvæm »g úrelt. Það má þvi gera ráð fyrir, að vaxandi viðleitni muni gæta til að ná hagkvæm- ari verkaskiptingu á milli þess ara aðila, ekki sízt með þvi að flytja vissar greinar þeirrar starfsemi, sem ríkið hefur haft með höndum til sveitarfélaga og fyrirtækja. Einnig þetta er áframhald almennrar þróunar í lýðræðisátt, flutningur valds- ins nær fólkinu. Slík þróun mun þó ekki draga úr nauð- syn þess að halda uppi öflugri almennri stjórn efnahagsmála heldur miklu fremur auka þá nauðsyn. VEBÐBÓUGAN Mesta vandamál, sem þjóð- félög Vesturlanda standa nú frammi fyrir, er verðbólgan. Fyrir tíu til tuttugu árum sið an var almennur skilningur í þessum þjóðfélögum á því, hversu alvarlegt vandamál verðbólgan væri, og nægileg- ur viiji fyrir hendi til þess að framfylgja stefnu, er héldi henni i hæfilegum skefjum. Það var útbreidd skoðun, að með tíð og tíma myndi verð- bólgan verða auðveldari við- fangs en ekki erfiðari. Vax- andi almennur þjóðfélags- þroski, vaxandi þekking og nýjar aðferðir í stjórn efna- hagsmáia myndu í sameiningu gera þetta þjóðfélagsvandamál viðráðanlegra. Eins og áður hefur verið vikið að í þessari grein, hefur þetta þó ekki orð- ið reyndin. Þvert á móti hefur gengið mun verr að fást við verðbólguna á undanförnum sex árum en um alllangt skeið áður. Er nú svo komið, að nauð synlegt virðist að gefa stöð- ugu verðlagi mun mikilvægari sess í samanburði við önnur efnahagsleg markmið en tiðk- azt hafði um skeið. Verðbólguþróun undanfar- inna ára stendur að nokkru í sambandi við styrjöldina I Viet nam, á hliðstæðan hátt og sum helztu verðbólguskeið fyrri tíma hafa staðið í sambandi við styrjaldir. Á styrjaldartímum verða flest tillit að vikja fyrir þeirri nauðsyn, sem talin er bera hæst, þar á meðal og ekki sizt tillitið til stöðugs verðlags. Að öðru leyti stendur þessi verðbólguþróun fyrst og fremst í sambandi við tvennt. 1 fyrsta lagi vaxandi tregðu ríkisstjórna til að beita al- mennri stjórn efnahagsmála, og þá umíram allt stjórn fjármála, af nægilegri einurð. 1 öðru lagi af erfiðleikunum á að sam ræma starfsemi verkalýðs- hreyifingarinnar almennri stjórn efnahagsmála. Það hefur um alllangt skeið verið viðtækur skilningur á því, að stjórn peninga- og fjármála ein saman nægði ekki til að fyrirbyggja verðbólgu nema eitt af tvennu kæmi til: að menn væru reiðubúnir að láta atvinnuleysi verða ailmik- ið, þ.e.a.s. að fórna að veru- legu leyti markmiðinu um fulla atvinnu, ellegar að fylgt væri stefnu í launamálum, sem væri i samræmi við þá almennu stefnu, sem ríkisvaldið fylgdi í efnahagsmáium yfirleitt. í flest twn vestrænum 'Bhíuih hnfa hvað eftir annað verið gerðar tilraunir til þess að fylgja fram ákveðinni stefnu I launa- málum. Þessar tilraunir hafa oft borið árangur um nokk- urt skeið, en ekki til lengdar, og að þvi er virðist enn siður að undanfömu en áður. Jafn- framt virðist skilningur verka- lýðshreyíingarinnar íyrir nauð syn slíkrar stefnu og vilji ■hennar til að styðja fram- kvæmd hennar hafa farið þverrandi frekar en vaxandi. Staða verkalýðshreyfingar- innar í lýðræðisríkjum nútím- ans er að ýmsu leyti mótsagna kennd. Annars vegar hefur vöxtur og þróun verkalýðs- hreyfingarinnar verið þáttur almennrar þóunar í lýðræðis- átt, og verkalýðshreyfingin nýtur nú óskoraðra áhrifa og virðingar á þann hátt, sem hún hefur aldrei gert áður. Jafn- framt hafa ýms helztu baráttu- mál verkalýðshreyfingarinnar, og þá ekki sízt full atvinna, verið hafin til vegs og virðing- ar sem helztu markmið al- mennrar hagþróunar. Á hinn bóginn hefur verkalýðshreyf- ingin víðast hvar átt erfitt með að sætta sig við, að starfsemi hennar þyrfti, líkt og starfsemi annarra samtaka, að lúta al- mennum reglum, sem settar væru með lýðræðislegum hætti, og að nauðsyn bæri til, að starfsemi hennar væri i sam- ræmi við þá almennu stefnu, sem fylgt er í efnahagsmálwn. Það er þessi tvískinnungur i stöðu verkalýðshreyfingarinn- ar, sem mesturn erfiðleikum veldur. Annars vegar sú al- menna virðing og velviiji, sem hreyfingin viðast hvar nýtur, og þau miklu áhrif, sem aí þessu leiða. Hins vegar rik andúð hreyfingarinnar sjálfrar á því að takast á herðar þá al- mennu ábyrgð í sambandi við stjórn efnahagsmála, sem hin sterka aðstaða hennar í sjáifu sér krefst. Ekki er unnt að stjórna gegn verkalýðshreyf- ingunni, þar sem það brýtur þvert í bága við ríkjandi grundvallarsjónarmið og heíð lýðræðisríkjanna. Á hinn bóg- inn er heidur ekki unnt að stjórna með verkalýðshreyfing unni, þar sem hreyfinguna virð ist skorta þann skilning, það skipulag eða það þrek, sem til slíks þyrfti. Einhvers konar þegjandi samkomulag stjórn- valda og verkalýðshreyfingar virðist oft á tiðum hafa verið það, sem bezt hafi gefizt. Eigi betri árangur að nást í glimunni við verðbólguna fram- vegis en á undanförnum árum, er mikilla umbóta þörf í þessu efni. Hér er mikið í húfi, ekki síður fyrir verkaiýðshreyfing una sjáiía heldur en allan al- menning, því að undir þessum árangri er komið, að hve miklu leyti verður unnt í framtíð- inni að gefa fullri atvinnu og almennum lífskjarabótum jafn- mikilvægan sess í vali mark- miða og á undanförnum ára- tugum. 1 þessu efni er ekki unnt frekar en í öðrum eínum að varpa allri ábyrgð á tíkis- valdið eitt. Sú ábyrgð hlýtur umfram alit að hvíla hjá verka lýðshreyfingunni sjálfri, hjá vinnuveitendum og samtökum þeirra og hjá ölium almenn ingi. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. júní 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.