Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Qupperneq 2
„FYRIR NEÐAN FLJÓT“ I. Mikið hefur verið rætt, ritað og reynt að sýna fram á, hver hafi ritað Njálssögu. Trúlega verður það aldrei sannað á þann hátt, að hægt sé að leggja spilin á borðið, en enginn hefur að minni hyggju komizt nær þessu en Barði Guð mundsson, þótt mitt álit skipti þar litlu máli. Ég byrjaði að lesa Njálu 7 eða 8 ára gamall og hefi oftast litið I hana á hverju ári síðan, en það eru orðin 65 ár. Eftir að ég fór að rýna í söguna, rakst ég á setn- til landnámsaldar. Og skýring- in felst í því, hvemig farvegi stórvatnanna, Jökulsár á Brú og Lagarfljóts, var þá háttað. Jökulsá er markaður bás, þar til hún kemur út fyrir Galta- staði út, í Tungu. Eftir það rennur hún á eyrum eftir ótal farvegum til sjávar. Þetta mun hún hafa leikið frá ómunatíð. Stundum hefur hún að mestu runnið norður undir fjöllum, en grafið sér svo hömlulaust farvegi sitt á hvað, því að þama er vart mishæð til. Yfir Húsey hefur hún grafið sér hallar þarna öllu í suðvestur, svo að allir þessir farvegir ásamt Geirastaðakvisl, liggja niður í Lagarfljót. Mig grunar, að Jökla hafi fyrr á öldum runnið að mestu austur í Lagarfljót. Þetta byggi ég á ævafomum ömefn- um á Aurasvæðinu. Þar eru hávaðar, sem heita Sauöatang- ar, sem gætu bent til þess, að þangað hafi sauðir verið flutt- ir til göngu, þar er einnig Lambeyja, sem hefur verið um flotin. Kirkjubæjarkirkja átti þar 100 lamba upprekstur. Fyr Hvernig rann það á landnáms- tið og lengi fram eftir öldum? Margir, bæði lærðir og ólærðir, standa i þeirri meiningu, að Lagarfljót hafi frá ómuna- tið haft þann farveg, sem það nú hefur, en þetta er mesti mis skilningur. Fyrir þvi eru óyggj andi rök, að á landnámstíð og lengi fram eftir öldum, rann það austiur í SeMljót. Á þessum tíma var klettahryggur mikill í farvegi þeim, sem fljótið hefur nú. Klettahryggur þessi hét Steinbogi og ber það heiti enn í dag. Minjar hans eru enn ljós Mér varð litið yfir Fljótið til minna gömlu stöðva, til Stein- bogaklettsins og leifanna af Steinboganum. Þarna veiddi ég stærstu silungana, en hafði ekki ski'lning á að dá Stein- bogann, sem öldum saman hló að hinum beljandi náttúruöfl- um, sem börðu á honum. Þegar hann féll, hló hann engu minna og bjó að minni hyggju til eins konar felumynd úr setn ingunni „fyrir neðan Fljót.“ Ás grímur rífur mig upp úr þess- um hugleiðingum með þessum orðum: Útsýni til Dyrfjalla. inguna „fyrir neðan Fljót“, sem mér reynist óskiljanleg, er þó setningin úr ferðasögu í átt högum mínum. En sælt er sameiginlegt skip- brot, ég veit ekki til, að nokk- ur hafi ennþá gert sér grein fyrir henni, ekki einu sinni komið henni undir prentvillu eða skynvillu. Setning þessi ber það með sér, að hún er forn og þess vegna hafa marg- ir haft augastað á henni. Barði Guðmundsson tekur hana upp í riti sfc.u uon höfund Njádu, en getur ekki ráðið gátuna. Það var í kringum áramótin 1964-— 65, að ég var að athuga eitt hvað í Njálu og rak mig að vanda á þessa margnefndu setningu. Og það skipti engum togum, að hugdettu um hvað setningin þýddi, skaut upp. Hvort menn vilja fallast á þessa skýringu eður ei, vil ég koma henni á framfæri. Til þess að gefa þessari skýr ingu grunn, verðum við að hverfa aftur í tímann, alla leið ótal farvegi. Milli Geirstaða og Húseyjar sem eru yztu bæ- ir í Tungunni, er miðja vegu milli bæjanna dálítill hryggur, sem heitir Barmur. Hann mun hafa hamlað því að Jökla legði Húsey undir sig. Þó grunar mig, að hún hafi eitthvað farið upp utan Barms. Þar eru ótal kílar og drög, sem liggja í sömu átt og eru aðalengjar Húseyinga. Þetta hygg ég, að séu farvegir eftir kvíslar úr Jöklu. Milli Barms og Goirastaða- kvíslar eru svonefndir Aurar, og þar hefur Jökla alveg leik- ið lausum haia. Geirastaða- kvísl sem kennd er við Geira- staði, þar sem ég ólst upp, var hið versta vatnsfall. Hún valt fram holbekkt, straumhörð og kolmórauð og fékk þar margur slettu. Áðumefndir Aurar eru með ótal farvegum, misjafnlega djúpum. Dýpstu farvegirnir eru svonefnd Steinbogadrög, sem liggja niður að svonefnd- um Steinbogakletti. Landinu ir þessu eru víst máldagar, því að prestar voru snjallir í þeirri grein og skotvissir að krækja í öll hlunnindi. Alltaf hefur þó nokkur hluti af Jöklu runnið beint til sjávar. En á þessu tímabili hefur landsspildan frá Jöklu um Geirastaði og alla leið austur i Selfljót, verið ein eyja. Nafngiftimar hafa breytzt eftir legu vatnanna. Eyjasel heitir yzt i Jökulsár hlíð, þá hefur kvísl úr Jöklu runnið á milli Ketilstaða og Eyjasels. Þegar fijótið siðan brýtur sér þann farveg, sem það hefur nú, og Jökla held- ur sig meira fyrir norðan, koma heitin, Norðureyjar, Hús eyjar og Austureyjar. Nú er búið að hlaða fyrir Geírastaða kvísl, svo að Húsey er ekki lengur eyja, bótt hún haldi sinu nafni. n, Þá skulum við snúa okkur að Lagarfljóti, sem hefur fengið Jöklu að mestu til fylgilags. ar. Þegar ég var á Geirastöð- um um aldamót og lítið vatn var í fljótinu, þá stóðu leifar hans upp úr, svo að nærri mátti stökkva á milli klappanna, þvert yfir fljótið. Þessi klettahryggur var í fornöld svo voldugur, að stór- vötnin sameinuð urðu að láta í minni pokann, beygja af leið sem vegna landslags lá austur í Selfljót. f júlí 1966, var ég í kynnisför á Austurlandi og meðal annars til að kynna mér hina fornu farvegi, sem um er rætt hér á uwdan. Það voru hæg heimatökin að snúa sér til þeirra Hólsbræðra, Ásgríms og Ragnars, æskuvina minna, sem þekkja hverja laut og þúfu í Hólslandi. Ásgrimur ók með mig inn á Steinboga, sem er forn- býli í Hólslandi, en síðar beitar hús. Ásgrimur er prýðilega at- huguil og mikill náttúruskoð- Uðndi. Við litum fyrst á rúst irnar og gengum síðan niður að Fljóti. „Þarna er Fljótskjafturinn." Ekki veit ég, hvað það heiti er gamalt, en trúlega frá þeim tíma, er Fljótið braut Steinbog ann. Hvergi hef ég getað fund ið heimildir um, hvenær þetta hefiur gerzt, en annar hvor Hóls bræðra sagði mér að kona, Vil borg að nafni, sem átti heima í Hólshjáleigu, hefði heyrt eitt- hvað um þetta. Vilborg gamla var stálgreind, og ég man hana vel, en sögumaður mundi ekki annað eftir henni um þetta efni en það, að maður hefði farizt með honum, um leið og hann hrundi, svo að maður er litlu nær. Hér var ekki um neitt að villast, hinn forni farvegur ligg ur ljóst fyrir. Hann liggur fyrst sem mest í austur, en við svonefndan Einarsstekk breyt- ir hann stefnu í suðaustur vegna hallans á landinu. Far- vegurinn er nú allur grasi vax inn og kallast Jökullækur. Það heiti mun vera gamalt og stend ur kannski í sambandi við það, að Jökla hafi á þeim tíma haft 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ágúst 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.