Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Side 5
sýnt málverk. Og1 þetta líka litla málverkið. Sem yngri bróð ir lians, litli sæti lieimski sami bróðir lians vildi ekki lána hon um peninga, svo að hann losn- aði úr tímabundnum kriiggum. Og það jafn heimskulegur lilut ur og málverk. Ekki kopar- stunga. Sjálfur liafði hann kop arstungur upp á vegg í íbúð sinni, en hann hafði ekki einu sinni gefið tvö lmndruð og fimmtíu dollara, hvað þá meira, fyrir þessar koparstungur og þar að auki liafði hann fengið tvær veiðimyndir í kaupbæti. Já, það var þetta sama kvöld, sem liann ákvað að myrða Georg. Hann vissi, að Georg liafði enga erfðaskrá samið. I»ar sem foreldrar þeirra voru iátnir og aðrir náskyldir ættingjar voru ekki, yrði liann sjálfur einkaerfingi Georgs. Segjum svona þrjátíu þúsimd dollara í banka. Hús upp á tuttugu þúsund dollara með húsgögnum fyrir tíu þúsund til viðbótar, ásamt bifreið. Jafn- vel þegar erfðaskatturinn og útförin hefðu verið greidd yrði dálagleg peningauppliæð eftir. Kannski fimmtiu þúsund. Að minnsta kosti. f jörutiu. Átta ára tekjur á einu bretti! Hvort liann liefði nú ekki eittlivað get að gert við þessa peninga. Já, þetta kvöld liafði hann ákveðið að myrða Georg. Hann liafði eytt heilum mánuði í að yfirvega hvert einasta smáatr- iði svo að engin mistök gætu átt sér stað. Ekkert, sem gæti beint grun lögreglunnar að því, að fráfall Georgs væri ekki slys. Hann liafði undirbú ið allt svo vel. Og allt liafði gengið sam- kvæmt áætlun, þar til þetta fjárans fífl reyndi að aka fram úr honura á liæðinni. Og nú á morgun — í dag— hversu langur tími var enn eft ir? Einn timi? Tveir tímar? J»rír tímar? Að minnsta kosti klukkustund. Hann myndi fá morgunmat og nú gæti liann beðið um hvað, sem hann vildi. Eins og hann myndi nokkrum bita geta komið niður? Honum varð óglatt við tilliugsunina um mat. Og fangelsisliársker- inn myndi raka kringlulaga blett á hv'srfli hans og hárin af fótum hans. Þar myndu þeir svo setja vírendana. Og fangaverðirnir myndu standa og glápa forvitnislega á hann gegnum rinilana. Kafmagnsvírarnir . . . Hann lieyrði sjálfan sig æpa og greip aftur fyrir munninn og þegar Jiað dugði ekki til að bæla nið- ur ópið, gróf liann andlitið nið ur í svæfilinn svo að ópin breyttust í örvæntingarfullt kjökur. Víst var liann raggeit. En hví skyldi hann ekki Iiaga sér sem raggeit, Jiegar hann nú einu sinni var raggeit? Þessir menn, sem gengu rólegir að raf magnsstólnum eða liöggstokk böðulsins; var það ekki aðcins vegna Jiess að Jiá skorti allt ímyndunarafl? Kýr finnur ekld til ótta, þegar liún er leidd í sláturiiúsið, því luín veit ekki, hvað Inin á í vænd- um. Þessum ínönnum sem ganga rólegir á vit dauðans er Iíkt farlð. — Þelr \ita vel livað í vændum er, en fyrir Jieim er það ekki raunhæfur veruleiki. Mimdi ekki hverjum tilfinn ingamanni líða sem honum? Þessir verðir fyrir utan — af og til heyrði hann óglöggt racldir þeirra — skyldu Jieir vera nokkuð hugrakkari en hann? Hversu lengi? Þrjá tíma? Tvo? Að minnsta kosti ekki mjög lengi. Og svo gangurinn. Þessi þunga og síðasta ganga (skyldi liann geta gengið óstuddur?) Herbergið, stóllinn. Grillofn- inn kölluðu fangarnir liann. Einn þeirra hafði sagt við hann: „Félagi, nú verður þú steikt- ur.“ Steiktur. Bókstaflcga talað steiktur! Meðan krampadrætt- ir færu um líkama lians og blóðið syði í æðunum. . brenn- andi Jijakandi sársauki. . Titr- andi frosklöppin í rannsóknar- stofunni. . . Hann beit saman tönnunum niður í svæfilinn, en samt brauzt ópið fram. Svo hélt hann niðri í sér andanum. Kyrrðin sem fylgdi var enn ægilegri en óp hans liafði verið. Dauðinn. „Félagi, nú verður Jjú steiktur." Og ef straumur- inn drepur þig ekki strax, Jjá gefa þeir þér annan skammt; eldingin lýstur Jjig tvisvar á sama stað. Meðan likaminn eng ist og titrar. . . Hann æpti á nýjan leik. ÍJti á ganginum sagði rauð- liærði vörðurinn: „Djöfullinn hafi það, mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.“ Og liann hugsaði með sér: „Mér mun. aldrei falla þessi vinna vel í geð.“ Joe, sá harðgerði, glotti. Hann sagði: „Þú venst Jjessu. Svona lætur liann á hverri nóttu. Nú eru sex ár siðan hann bilaðist og byrjaði að öskra í óttanum vegna stóls- ins. Áður en nokkur liafði dæmt liann! Hann heldur bara að hann Iiafi verið dæmdur til dauða og fyrir lionum er hver nótt sú síðasta." Það fór hrollur um Jiann rauðhærða og hann sagði: „Sex ár. Það eru... “ Joe hafði þegar reiknað þetta út. Og liann sagði strax: „Um tvð þúsund nætur nú orð- ið. Og hver einasta er lians síð asta. Það má með sanni segja, að hann hafi fengið eittlivað út úr lífinu!“ Sá rauðhærði sagði ekkert. En hann var áfram viss um það, að aldrei myndi honum geðjast að því að vinna á geð- veikrahæli. 22. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.