Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1971, Qupperneq 11
Ólafur Haukur Símonarson UM HJARTA- GÆSKU MÍNA Ég lá endilángur útá svölun um. Fuglarnir súngu. Sólin bak aði mig. Ó, ijúfa líf. Ég las mergjaðar lýsíngar Durrels á líf inu i Alexandriu. Fjandi gat mannskrattinn verið glögg- skyggn. Auðvitað verður að halda við lýði streitunni milli araba og ísraelsmanna, því ann ars rjúka arabarnir í hárið hver á öðrum. Þetta sá Nasser. Nasser var vel viti borinn. Dyrabjailan? Ég hendi bölv- andi frá mér bókinni. Ekki er þó Dagný komin heim úr skól anum? Rukkarafjandi? Lík- lega, liklega. Áköf hríngíng. Hvar eru buxurnar minar? Hvar fór ég úr þeim? Þarna. Fyrir dyrum stendur sigauna kona. Hún er vafin í sjöl í öll um i-egnbogans litum. En aug- un i henni. Augun í henni eru brún, glampa einsog kristaliar og í þeim vega salt ófyrirleitni og undirgefni svo ekki hallast á. Madame? segi ég með spurn. Hvað í logandi rassgati viltu mér. Ég var í miðborg Alex- andríu? Ásamt kynvillíngum, skækjum og hugsjónamönnunx. Ég viidi eiga augun þín en fjárinn hirði þig ella. Hugsaði ég. Konan óf sundur klæðishrúg unni. Barn brast í grát. Konan grét einnig. Nú var óttinn og undirgefnin í augunum tak- markalaus. Við erum að drep- ast úr húngri, sagði hún. Og rétti fram króann. Sjáðu, hann þjáist af næringarskorti. Það kom á mig mikið fát. Di-ottinn nxinn, hugsaði ég, hér sit ég og úða í mig kjúklinga- steik og dýrindis vínum en á meðan eru smáfuglar lífsins að fai’ast úr eymd umhverfis mig. Hverslags skepna er ég? Hvílikur uxi og blindíngi. Finnst ekkert hólf í þinu losta slegna hjai-ta sem rúmað getur örlitla miskunnsemi og smá- örðu af náúungakærleik? Skáld in elska lífið. Svei. Ást þín er einsog sigti. Ég hljóp einsog fætur tog- uðu fi’amí eldhúsið. Dró i skyndíngu saman allt það ki’æsi legasta sem við áttum af mat- föngum. Skepna. Dengdi þvi í sekk og hljóp síðan fram til konunnar. Ég á alla mína ættíngja í Rúmeniu. Þar er maðurinn minn lika, sagði konan. Dýri Kristur, hrópaði ég, hverskonar hlutskipti er þetta sem þú útdeilir. En góða kona, hér hefui'ðu mat til margra daga. Ég kitlaði ki’óann á ilj- unum. Honum var ekkert um það gefið. Ég verð að komast heim, sagði konan, þar eru all- ir mínir elskulegu ættíngjar. Já, endilega, sagði ég. Heima er best. Ég er að safna fyrir lestar- miðanum, sagði konan. Hún í'étti fi'am mórauða hönd ekki ílla lagaða. Veitið méi' hjálpar hönd. Er of mikið að faia fi’amá 10 fránka? Nei, sagði ég. Samviskan nag aði mig heiftúðlega. 10 fi’ánk- ar eru mér ekki ofviða. Hvað þá ef samviskan róast dáldið fyrir bragðið. Ég rétti henni tíu fi’ánka. Hún tók áfjáð pen- íngana og beit í þá. Svo hljóp hún. Maturinn, gleymið ekki mat- vælunum, hrópaði ég á eftir henni. En hún var þegar á nið urleið í lyftunni. Ég fór niður á eftir henni, en of seint. Hún var hoi'fin. Skömmu síðar kom konan mín. Hún kyssti mig og ég hana dátla stund. Ég er sko skelkuð, sagði hún. Hvað var það vina mín, sagði ég og í-eyndi að sýnast rólegur og öruggur. Það var sígaunahyski sem elti mig héi’na niður götuna. Ég hélt það ætlaði að rífa utanaf mér fötin. Það heimtaði pen- inga og þegar ég neitaði, hrækti það á eftir mér og steytti hnífa að mér. Hvað er að heyi-a, sagði ég. Ég þóttist góð að sleppa. sagði konan mín, þetta er vand íæðafólk. Það kom ein af þess- um lagskonum híngað, sagði ég. Ég sá auðvitað þegar í stað hverskyns var og rak hana út öfuga. Heimtaði hún penínga, spurði konan mín. Ég kínkaði kolli. Auðvitað lét ég hana ekki hafa eyi’i, það kaupir bara bi'enni- vín. Þú ert svo ákveðinn hjartað mitt, sagði konan, mikið vildi ég gefa fyrir að vera jafn rögg söm og þú. Veistu að þú átt skilið að ég vei’ði ógurlega góð við þig núna. Eigum við að koma? BRIDGE Eftirfarandi bridgeþraut var í dönsku biaði ekki alls íyrir löngu. Norður 4 7-5-2 V Á-G-2 4 7-5-4 4 K-D-10-8 Vestur Austur A D-9-6-4-3 V 9-7 4 K-G-9 4 Á-6-3 A G-10 4 D-8-6-5-4 4 10-8-3-2 4 5-2 Suður 4 Á-K-8 V K-10-3 4 Á-D-6 4 G-9-7-4 Suður er sagnhafi í 3 gröndum. Vest- ur lætur út spaða 4 og Austur drepur með tíunni. Hvernig á Suður að haga úrspilinu? Sagnhafi drepur með ási og lætur út lauf og heldur áfram að iáta út lauf þar til drepið er með ásnum. Andstæð- ingarnir láta út spaða, sagnhafi drepur með kóngi. Sagixhafi tekur næst laufa- slag eða slagi (fer eftir þvi hvenær drepið var með ásnum), en gætir þess að eiga eitt lauf á hvorri hendi, þ. e. tekur ekki siðasta frí-laufið. Næst lætur sagnhafi út spaða. Vestur drepur og tekur 3 slagi á spaða. Sagn- hafi kastar tíglum úr borði og tígul 6 og laufi heima. Nú er sama hvað Vestur lætur út. Hanin á aðeins eftir hjarta og tígui og verður alltaf að gefa sagn- hafa níunda slaginn. Sagnhafi fær 2 siagi á spaða, 3 á lauf, einn eða 2 á tígul og 2 eða 3 á hjarta. Ef spiiin eru atliuguð nánar, kemur í ijós að lykillinm að þessari lausn er að láta ekki út lauf í fjórða siran, áður exx Vestur er settur inn. Sagnhafi þarf að nota laufið heima til að kasta í spaða. Hann þolir ekki að kasta hjarta eða tígli af sinni hendi ef hann hyggst græða slag á næsta útspili Vesturs. Guðrún íris Þórisdóttir Fjarlægð Kysstu mig aðeins einn koss og svo skal ég gleyma þér aðeins einn koss gegnum rúðuna milli skautanna einn koss gegnum fölnað lyngið og hjartslátt bernskunnar einn koss fyrir ást mína gegnum svefninn. 22. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.