Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 2
UPP- RISAN Smásaga eftir Rhys Davies HÁUFUM degi áður lokinu skyldi skellt á kistuna reis Meg upp við dogg og bað veikri röddu um vatnsglas. Systur hennar tvær sem voru önnum kafnar við tlltektir og ryksugun, auk þess sem þær dáðust að blómunum sínum, stóðu eitt andartak steini lostn ar. Síðan litu þær á þá ný- Iátnu, eilítið reiðar í framan. — Vatn! endurtók Bertha — ekki nema það þó! Hvað ætlar þú svo sem að gera við vatn? Henni óx kjarkur við að heyra rödd sína og hélt áfram ákveðnum tón, eins og talaði hún við rellið barn. — Uegrgrstu aftur úi af, sagrði hún. — Já leggstu aftur út af, þú trrt dáin. — Já, skaut Ellen inn í, — þú hefur verið dáin í fjóra daga og við erum búnar að panta greftrun og heilu ser«- moniuna. Meg sem var uppdubbuð í nýj an hvttan blúndusettan nátt- kjól, starCi á þær. En í augna- ráði hennar fólst vottur af marmarakenndri stífni dauðans og höfuðburðurinn benti til þess, að hún væri úrvinda af þreytu. I*að fóru kippir um axl- Ir hennar, skyndUega lagðist luin aftur út af i kistunni, and varpaði djúpt og fleiri orð komu ekki yfir hennar varir. — Aaahh, sagði Berta fegia. — I»að hefur sennilega verið einhver smálífsneisti eftir í taugunum á henni. I>að er hann, sem hefur komið heuni til að rísa svona upp. Undar- legur f jári að tarna. Alveg eins og hænuungarnir, sem hlaupa um á hlaðvarpanum eftir að bú ið er að liálsliöggva þá. Hún settist og andlit henuar fékk aftur sína kyrrlátu grímu. — En þetta skaut okkur ná skelk í bringu, Eilen. Það er henni líkt að leika svona á okk ur, þegar við höfum nú eytt peningum í sorgarkiæði og finun pundum í kistu handa henni. Á andliti Ellenar fólst ennþá vottur af niðurbældri geðs- iiræringu, en rödd liennar sýndi einnig, að henni var hug arhægara. — Jahá, segir hún. — Og svo koma áttatíu og finim manns til útfararinnar á morgim. . og auglýsing í blað- inu. Hún leit af kistunni. — Þetta hefði orðið þokkalegt hneyksli fyrir okkur. Systurnar tvær létu liugann líða um þær stundir, sem enn voru eftir, þar til líkmaðurinn kæmi og gengi forsvaranlega frá kistunni. Meg gæti átt það til að rísa upp aftur og valda þeim skelf- ingu með enn einum smáiífs- neista. Vel gæti eitthvað liræði Iegt gerzt. . . . Kannski mundi hún í næsta sinn snúa alveg aftur til lífsins. — Hann kemur ekki fyrr en kiukkan fimrn, sagði Bertlia. — Hann er önnum kafinn við að korna Sanson Lnis x jörðina. — Getum vlð ekki skrúfað Iokið á kistuna? mælti Ellen eiliti'"' skjálfrödduð. — Við höf um ekki gott af svona uppá- komum. Ég fékk fyrir lijartað. — Vlð myndum bara lenda miIII tannanna á fólkinu, ef við lokuðum kistunni of snenima, svaraði Bertha og hristi höfuðið. — I>að segir bá sem svo, að undarlegt sé nú annrikið hjá okknr. Þú verður að muna, að nokkrir koma tii tedrykkju og tii að samsyrgja með okkur, meðan kistunni verður lokað. — Guð minn almáttugur, sagði Ellen, sem skyndilega niundi eftir einhverju. — Ég steingleymdi að kaupa kalda skinku, þegar ég var í bæn- um í morgun. — Já, en ég hef sagt þér, að sardinur séu fullgóðar, sagði Bertha mynduglega, og vék umræðunum til þess er þær höfðu slitnað nm morgun- inn. — Við getum ekki borið frarn kaida skinku bæði í dag og á moi-gti. — Þegar Ceinwein Roberts var grafinn, sagði EUen, sem alls ekki jafnaðist á við syst- ur sína í nízku, — fengu allir nautakjct, skinku og kálfakjöt. Vlð getum ekki verið þekktar fjTÍr að hafa aðems einn kjöt- rétt á morgun, Bertha. Það finnst ekki öllnm góð köld s.__.ka. — Þá verða þeir að Iáta sér nægja niðursoðna Iaxíim, sagði Bertlia önuglega. — Höfum við kannski ekki eytt nógu miklu þegar í föt, tóif pund og fimmt- án siIDngar fóru f fatasalann. Enginn skal koma og segja mér, að við höfum ekki veitt henni sómasamlega útför. — Já, en flest klæðin notum við nú sjálfar, sagði Ellen og var skyndilega orðin súr út i systur sína. Þær rifust við og við. — Ef það værum við, sem hefðum dáið, hefði hún huslað okkur eins ódýrt og hún hefði getað, sagði Bertha enn fúfli. — Jahá, hún kunni nú aldrei að njóta greftrunar á réttan hátt, sagði Ellen líkt og sá sem í stórsynd lætur annars galla Ilggja milli hluta. — Neii, hélt Bertha áfram og nú gætti beiskju í rödd henn- ar. — Hennar veikieiki, það voru viski og karlmenn. — Sussnnú, Bertha, sagði Ell en, það er nú orðið Iangt um l-ðið. — O, jæja, löngunin hefur alltaf verið í henni, ef hún hefði ekki sitt siðasta orðið að liggja ósjálfbjarga í rúminu hefði hún áreiðanlega haldið útstáelsinu áfram og valdið sjálfri sér og okkur hinnl mestu skömm, allt til dauðans. — Jaá, kannski, sagði EUen, en nú er hún jú í öruggum höndum. Systumar tvær, sem báðar voru á sjötugsaldri, súrar, visn ar og ekki lengur þekkilegar, Iitu í átt að Idstunni og herptu munnana saman. Þær voru tvi- burar og báru báðar sitt grófa hár í hnút uppi á höfðinu, ai- sett hárnálum og litlum skel- plötukömbum. Yfirbragð þeirra var þurrt og fráhrindandí. A götum úti og í guðshúsi dund- uðu þær sér vxð hegðan, sem skyldi bera vott um betri stöðu þeirra. Þær vildn láta fólk halda, að þær væru nokkuð fjáðar, vel stöndugar, svo að aðrir umgengjust þær með virðingu. Þær voru dætur dug- mikils byggingameistara og það fé, sem honum hafði tek- izt að skrapa saman, lá geymt í holu í k.jallaL-aveggnum, að baki nokkurra lausra múr steina. Því að gamii maðurinn hafði ekkert traust haft á bönk um og slíku trausti höfðu dæt- ur hans heldur ekki komið sér upp. Hann hafði látizt ekkill fyrir fimm árum og síðan hafði fátt tiðinda orðið í lífi systranna. En nú hafði eym- ingjaskapur og heilsuleysi yngri systurinxxar, liennar Megs, náð hápunkti í alltof síð húmi andláti. Þær liöfðu alltaf litið á hana eins og hvern ann- an kross. En þær fuilvissuðu oft hvor aðra um, hversu heltt þær ynnu henni og stundum höfðu þær meira að scgja bú- ið til uppáhaldsréttinn henn- ar, eplagraut með rjóma <»g þannig veitt henni dulitla um- hyggju. Þann dag, sem hún stífnaði upp i rúmi sínu fannst þeim það — þegar nú á allt var litið — það bezta sem fyrir gat komið. Þær hófu strax að snyrta sig, þvi að andlát er þýðingarmikill atburður, sem leiðír af sér hátíðicika og ýms- ar seremoníur ásamt giillnn tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. — Hún var eklti alltaf sein verst, aumingja Meg, snö’cti Ellen. Það er n.ú reyndar sorg- Iegt, að liún skyldi faiia frá, ekki eldri en hún x'ar. — Jaá, sagði Bertlia. — Hún iiefði fyrst átt að reyna að f* eitthvert lag á Iíferni sitt. En nú er það um seinan. — Já, víst er nm það. Og eftír að þær höfðu nú notið sorgarinnar stundarlangt hófust þær handa, vel vitandi það, að nú beið þeirra einstakt ævintýri. Nú skyldu þær aka í prósessíu svo sem væru þær aðalsbornar, hvorki meira né minna en tvær mílur til kirkju garðsins og á hverju götuhorni myndi fólk þyrpast að til að horfa. Og svo leit samt út fyrir, að 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.