Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 6
A STRÖNDINNI VIÐ YZTA HAF Framhald af forsíðu Logrt á himni og jörðu. tJtsýni úr Kollafirði norður á Kaldbakshorn og til Balafjalla. Á Eyjum undir Balafjöllum. Séð heim að bœn um frá vörinni. Hlutafélag nýtir nú hlunnindin á Eyjum. Jón Guðjónsson fyrrum bóndi á Kald bak, stundar nú sportbúskap á Eyjum. Girðingarefni, sem keniur af hafi. Þessi stafli var á Eyjum en ámóta viðarhlaða má víða sjá á Ströndum. Þeii' minnispunktar, sem hér verða tilgreindir af Ströndum, urðu til i sumar og segir ekki af ferðum fyrren komið var á sólbjörtum júiídegi fyrir botn Steingrímsfjarðar; þar kalla menn Selströnd. Skyndilega verða allmikil umskipti líkt og manni hafi verið kippt afturá- bak í almanakinu til þess tíma er sauðkropp byrjar í túnum. Á Bólstað er víst ekki búið lengur, enda þótt þar mœtti lengi skrimta á náttúrufegurð- inni einni saman. En kannski er þar fátt annað að hafa utan ómældir megalítrar af silfur- tæru vatni, sem myndar foss ofanvert við bæinn. Hann stendur móti suðri; samt ná fannirnar niður á túnið á miðju sumri, þar er varla bit- hagi hvað þá meir. Áður en vegurinn sveigir uppá Bjarnar fjarðarhálsinn, er farið fram- hjá Bassastöðum og kann ég engar sögur af búendum þar. En frammi á sjávarbökkunum er allmikill steinn, kenndur við drauginn Selkollu, sem magn- aðist þar og var fólki til óþurftar unz Guðmundur bisk- up góði kom til hjálpar. Gagnstætt því sem almennt gerðist um drauga, gekk Sel- kolla ljósum logum, þegar sól skein björtust í heiði. Nú vildi svo til að þennan dag bar hvergi skugga á og blíðalogn- ið útum allan fjörð, jafnvel útí hafsauga. Allt um það var ekkert óhreint að sjá. Sagan um það hvernig Selkolla magn- aðist er dálitið óvenjuleg og sýnir, hvað það getúr haft margháttaðar afleiðingar að gamna sér við kvenfólk, ekki sízt úti í náttúrunni. Svo bar til á einum stað í þessari sveit, að kona ól barn og skyldi vinnumaður og vinnukona bera það til kirkju, að það mætti hljóta skírn. Segir í heimildum, að er þau koma að 'Miklasteini, sem þar er nálægt sjávarbökkunum, „gera þau ill mannlega dvöl, leggja niður barnið undir steininn og víkja annan veg til saurlífis". Sem þýðir með öðrum orðum, að vinnumanninum hefur þótt staðurinn hentugur til að gamna sér smástund við vinnu konuna og þykir engum mikið. Hins vegar gerðust þau ólík- indi á meðan, að barnið varð blátt og ferlegt og innan tíðar svo hræðilegt, að hjúin þorðu þar hvergi nærri að koma né heldur að snerta það. Fékk það með tíð og tíma selshöfuð, en gekk á menn jafnt á degi sem nóttu og drap suma. Unz Guð- mundur hreinsaði burtu ófögnuð þennan með messu- söng, krossum og vígðu vatni. Er Selkolla þarmeð úr sög- unni. Áfram norður. Bjarnarfjörð- iii' syðri tekur við norðan við hálsinn. Þar eru fannir niður á jafnsléttu i suðurhliðinni og töður lítt sprottnar. En undir- lendið innaf Klúku er fallegt og búsældarlegt. Dalurinn er augsýnilega snjókista. Og inn- af skerast tveir dalir í fjöll- in; annar þeirra er Goðdalur. Þar hefur ekki verið búið síð- an snjóflóðið tók af bæinn í desember 1948. En úr því Bjarnarfirði sleppir, tekur sá hluti landsins við, sem almennt er nefndur Norðurstrandir og þangað var förinni heitið öllu fremur. Þar heita Balar eftir að firðinum sleppir og eru þeir í senn langir og heldur leiðir yfirferðar. Lítt eru þeir balar grónir, en urð víða; hækka fjöli og verða brattari út til sjávarins þegar norðar dreg- ur, þau nefna menn Balafjöll. Á einum stað heitir Orrustu- mýri; nafnið bendir til að þar hafi bændur flogizt á hér fyrr- meir. En síðan Eyjar eða Odd- bjarnareyjar eins og segir í Þorgils sögu og Hafliða. Bær- inn er spölkorn frá veginum, nær sjónum. Víkur eru þarna hvítar af braki og rekavið og rifnir girðingastaurar í snyrti- legum stöflum við veginn. Bærinn stendur á stuttu en breiðu nesi; fjær veröur mikið eyjakrap og bera þær hver í aðra. Þar ku vera slægjur og haustbeit og fleira hlunnindakyns. Heima á Eyjum hitti ég Jón bónda Guðjónsson; þar voru bátar i fallegri vör niðuraf bænum og urmull af netum í hlaðvarpanum. Jón er svipmik- ill kall og reynir að vera dul- arfullur, þegar hann reykir pípuna og þóttist vera á móti myndatökum. Ég sá um leið, að hann langaði mest af öllu að ég tæki af honum mynd, svo ég gerði það. Hann kvaðst hafa komizt í blöðin áður, mig minn- ir í Tímann. Jón kvaðst ekki vera beinlínis bóndi, en öllu fremur sportmaður. Hann hafði áður búið norður í Kaldbak, en aðrir sportmenn fengu auga stað á veiðirækt.un þar og Jón seldi þeim jörðina. Aftur á móti er hann í hlutafélagi, sem á og nýtir hlunnindin á Eyjum. Þeir eiga tveir saman helming jarðarinnar, Jón og Ingimund- ur verkstjóri hjá Eimskip. En fleiri aðilar eiga hinn helming- inn á móti þeim. Nú var Jón að nýta náttúru- gæðin; það er selveiði á vorin og talsvert varp. Reki? Ekki til muna, segir Jón; aðeins smá- reytingur. Girðingarviðurinn er allur seldur, það er ekki hægt að fá spýtu. En svo sem eina fallega rótarhnyðju? Ekki fráleitt; Jón kvaðst vita af þokkalegum rótarkylfum útum eylendið; hann skyldi huga að þvi við tækifæri. Ég kom ekki í bæinn. Þar virtist ekki vera margt manna. Og húsin heldur hrörleg. En vör- in niðraf«hænum var þeim mun fallegri. Spölkorn norðan við Eyjar skagai' snarbratt fjall fram- undir sjóinn; þar heitir Kald- bakshorn og Kaldbakskleif litlu innar. Kleifin er mikill urðarhaugur og stendur málað á skilti, að hætta sé á grjót- hruni, enda þótt Gvendur biskup hafi blessað allt þetta grjót í bak og fyrir á sinni tið. Þar heitir Ófæra, sem tæp- ast er. Sú ófæra tefur menn eklci til muna lengur, en Kaldbaks- víkin blasir við og ber nokk- urnveginn nafn með rentu. Svöl eru fjöllin og fjaran, ís- blá er víkin og gras af skorn- um skammti. Kaldbak, land- námsjörð önundar tréfóts, stendur norðanvert við vikina 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. jcinúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.