Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 9
Keniislukonan Gabrielle Bussier var Jirítug, þegar híin varð ástfang-in af nenianda sinunt og of- sóknirnar á hendur henni hyrjuðu. Kvikmynd hefur nú verið gerð iim örlög Gabrielle Bussier og ástarsamband hennar og Christian Bossi. Sá heitir Bruno Pradal, sem leikur Christian og sést hann hér á myndinni. Leikkonan Annie Girardot leikur Gabrielle Bnssier í kvikmyndinni. Svo mikið hitamál var þetta, að leik- konan fékk hótunarbréf, þeg- ar hún samþykkti að leika hlutverkið. hamingjusamt; iífið, þar sem hann hafði verið miðdepill alls. Christian. Haustið 1967 var Gabrielle ráðin sem kennari í frönskum bókmenntum við Saint-Exu- péry menntaskólann í Marseille. Hún var frá Aix-en-Provence, þar sem hún hafði skilið við eiginmann sinn skömmu áður. Hún- kom til að búa sér allt aðrabg nýja tilveru. Nemendurnir urðu fljótt hrifnir af nýja kennaranum. Þeir gátu talað við hana, sýnt henni trúnað, og Gabrielle hafði ávallt nægan tíma ef ein- hver nemandinn átti við vanda mál að stríða. Hin laglega unga kennslu- kona, með rauðleita hárið og grænu augun bauð nemendum sínum eins oft og hún gat heim til sín i íbúðina nærri skólan- um. Þar ræddust þau við. Hún kunni vel að tala við unga fólkið og skildi vel sjónarmið þess. Það sem Gabrielle Russier gerði sér hins vegar enga grein fyrir, var að sú mikla hrifning, sem hún vakti hjá nemendun- um gat hæglega brotizt út í brennandi ást. Einn nemenda hennar var hinn 17 ára gamli Christian Rossi. Þrátt fyrir æsku sína bar hann mikið og svart al- skegg. Sá sem ekki vissi betur hefði án minnsta efa fullyrt að hann væri 23ja til 25 ára gam- all. En Gabrielle Russier vissi betur. Hún vissi að hún var þrettán árum eldri en Christi- an og þá ástúð sem hann sýndi henni og gat komið fram í fal- legu bréfi eða smágjöf, tók hún aðeins fyrir djúpa vináttu milli nemanda og kennara. Christian Rossi, sem var son- ur prófessors við háskólann í Marseille, varð aftur á móti ást fanginn í kennara sínum. Kvöld eitt, þegar hann hafði verið i heimsókn ásamt nokkr- um bekkjarfélögum sínum hjá Gabrielle Russier, fór hann síð astur út. Áður hafði hann tjáð „kisu litlu“ eins og mennta- skólanemendurnir kölluðu Gabrielle Russier, hina miklu ást sína. 1 hans augum var hún eina konan á jörðinni. Hann elskaði hana. Og hann myndi aldrei elska neina aðra en hana. Gabrielle Russier þakkaði honum fyrir, en sagði honum síðan nærgætnislega, að hann mætti ekki rugla saman ást og aðdáun. Hún væri kennari hans og hann nemandi hennar og þeim væri hlýtt hvoru til annars. En var það ást? Christian Rossi hlustaði á blíðlegar umvandanir henn- ar en þegar hann fór, sagði hann aðeins þrjú orð. Þrjú orð, sem hann meinti af alvöru sins unga hjarta, af allri þeirri orku, sem fyrsta ástin blæs manni í brjóst: Ég elska þig. Næstu daga gerði Christian Rossi sér mjög dátt við Gabri- elle. Hann sat um heimili henn- ar á næturnar og vék ekki frá henni i skólanum. Bekkjarfélög um hans var það opinbert leyndarmál, að hann var ást- fanginn í únga bókmennta- kennaranum. Og þeir skildu hann. Gabrielle Russier skildi einn ig hinn unga nemanda sinn. En hún reyndi af öllum mætti að dylja hver áhrif ástleitni Christians hafði á hana. Ég er þrettán árum eldri en hann, sagði hún án afláts við sjálfa sig. En hún gat ekki blekkt sjálfa sig. Hún komst að þvi, að hún var einnig ástfangin i nemanda sínum og þegar Christian tjáði henni ást sína nokkrum vikum síðar var svar hennar: „Ég elska þig líka“. Á tímabili voru kennarinn og nemandi hans hamingjusöm saman. Ást þein-a átti sér eng- in takmörk. En takmörkin voru þó til. Aftur og aftur reyndi Gabrielle Russier að sannfæra Christian um að for- eldrar hans myndu aldi'ei leyfa þeim að njótast, en Christian hugsaði ekki um það. Hann var með hugann allan við ást sina. Hann elskaði Gabrielle, og honum var alveg sama um hinn þrettán ára aldursmun þeirra. En foreldrar Christians Rossi fengu brátt veður af ástaræv- intýri sonar síns og þau kærðu Gabrielle Russier fyrir skóla- rétti. — Ég elska hann, sagði hún blátt áfram. Ekkert myndi gera mig hamingjusamari en að þið leyfðuð honum að búa hjá mér. Ég skal sjá fyrir honum, ég skal sjá um að hann nái prófi. Daginn sem hann verður átján ára, giftum við okkur. En Rossi prófessor og kona hans skelltu skollaeyrum við þessu. Rossi prófessor, sem þekktur er í Frakklandi sem ákafur kommúnisti, og hefur m.a. verið mikill talsmaður „frjálsra ásta“ og ennþá frjáls- ara uppeldis, bannaði Gabri- elle að hitta son sinn oftar. Nokkrum dögum siðar var Christian Rossi tekinn úr skól- anum og settur í annan. En ástinni halda engin bönd. Christian Rossi fór þeg- ar og heimsótti Gabrielle, sem án árangurs reyndi að stemma stigu við þeirri ást, sem þau báru hvort til annars. Þegar Rossi prófessor komst að því að sonur hans hélt upp- teknum hætti með að hitta Gabrielle Russier, lét hann senda hann á taugahæli um 400 km frá Marseille. Christian Rossi flúði þaðan umsvifalaust og daginn eftir féllust þau Gabrielle í faðma. Með aðstoð lögreglunnar var Christian aftur sendur á tauga hælið, þar sem hann af fúsum vilja gekkst undir geðrann- sókn. Niðurstaðan: Christian Rossi er alheilbrigður og líkam lega og andlega á sama þroska stigi og 25 ára gamall maður. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir, flúði Christian Rossi aft- ur af sjúkrahúsinu og í það skiptið hjálpaði Gabrielle hon- um að flýja. í örvæntingu sinni reyndi hún að fá prófessors- hjónin til að leyfa sér að hitta Christian aðeins einu sinni í mánuði en Rossi prófessor vís aði beiðni hennar miskunnar- laust á bug. Hann seldi Gabri- elle í hendur lögréglunni, en Christian var aftur sendur á hælið, þar sem hann var lok- aður inni í gúmmíklefa. Skömmu síðar var hin unga kennslukona ákærð fyrir mök við ólögráða ungling og viður- kenndi hún fúslega að hafa átt kynlífssamband við Christian Rossi. — Ég elska hann sagði hún við réttarhöldin, og það endurómaði um allt Frakk- land. Hræsnararnir formæltu „kennslukonunni, sem tælir nemendur sína“ og hvarvetna var hrópað: — Hún hefur beitt unga manninn göldrum. Gabrielle Russier var sek fundin og dæmd í eins árs fangelsi skilorðsbundið og til að greiða 500 franka i sekt. Eftir réttarhöldin var Gabri- elle Russier niðurbrotin á taug um. Alls staðar sem hún lét sjá sig, var hún ofsótt af vörðum siðgæðisins. Þessir sjálfkjörnu siðapostular, sem finnst ekkert athugavert við að sextugur glaumgosi kvænist átján ára blómarós, létu hana engan frið hafa. Níðskrifin dundu á henni, hvert öðru svívirðilegra. Og dag nokkurn kom eitt bréf. Saksóknari ríkisins hafði áfrýj að dómnum. Ný réttarhöld áttu að hef jast til að fá dóminn þyngdan. Þá þoldi Gabrielle ekki meira. Að morgni hins fyrsta september 1969 kom hún til ná- granna síns og bað hann að sjá um köttinn sinn. Hún myndi koma og sækja hann siðar. Bn Gabrielle Russier kom ekki aft- ur. Daginn eftir fannst hún lát- im Hún gat ekki lengur haldizt við í heimi þar sem nærri allir níddu hana og þar sem Christi- an gat ekki verið henni til upp örvunar. Öll bréf hans til henn ar voru gerð upptæk. Daginn eftir sjálfsmorð Gabrielle Framhald á bls. lð Þessi mynd var tekin af Gabrielle kennslukonu á leið til réttarlns, nieðan inálaferlin stóðu yfir. Hún var þá þeg- ar niðurbrotin sökunt ofsóknanna. 23. janúar 1972 ÉESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.