Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1972, Blaðsíða 5
Fátt hefur vakið meira um- tal og aðdáun en g-lœsilegir sigrar bandaríska skáksnUl- ingsins Boberts Fiscliers á undanförnu ári. Hann teflir nú í vor við Boris Spassky, heims- meistara og góðar vinningslík- ur lians dregur enginn í efa. Fó svo að Fischer hefði borið lægri hlut í skákeinviginu við Tigran Petrosjan nú í haust hefði hann engu að síður áfram verið talinn í hópi rnestu skákmanna heims fyrr og siðar. Suinir hafa sagt hann eins konar sambland af skák- meisturunum Alekhine, sem var rússneskur og Kúbtunann- intim Capablanca. Og ölhun má Ijóst vera, að Fischer ltef- ur sjálfur verið sannfærð- ur um sltt eigið ágæti og brennur í skinninu að sanna öllum uniheimi, að liann sé ekki aðeins einn af þeim beztu, lieldtir langbeztur ailra. I»egar sú spurning var lögð fyrir liann fyrir nokkrum ár- um, hvort hann stefndi að því að verða heimsmeistari svaraði ltann aðcins: „Ég er heimsmeist ari.“ Hann hefur og Iengi ver- ið þeirrar skoðunar, að Sovét- menn hafi með brögðunt og Iæ- vísi komið í veg fyrir að heims meistaratitUlinn kæmist i hend ur skákmanns utan Sovétríkj- anna og látið þessa skoðun sína óspart i Ijós. Fischer er nú 28 ára gamall. Hann nýtur að eiga vísa hylli fjöldans, en að upplagi er hann maður einrænn, sein legg- ur sig fram urn að eignast raunverulega vini. Hann er hár, ljós yfirlitum, fríður ung- ur maður með þreklegan likamsvöxt. HjúskapartUboðin hafa streymt tU hans — sér- staklcga frá Júgóslavíti — en hann gefttr sig lítt að kontim og kýs að vera einn með sjálf- um sér en i félagsskap, hvort sem er, karla eða kvenna. Og glaumlífi er liontim ekki að skapi. Fó að skákin liafi fært hon- um fé í aðra bönd, á hann ekkert fast heimili og’ tekur hótelherbergi fram yfir það að setjast um kyrrt á einum stað. Hann gengur oft seint tU rekkju, þvi að hann ver kvöld iinum gjarnan til að sitja og rýna f skákir og finna upp á brögðum, sem gætu komið væntanlegum andstæðingum hans í klípu við skákborðið. Hann sefur lengi fram eftir borðar steikur í flesta mata og drekkur ókjör af epla- eða appelsínusafa. Hann stundar ekki íþróttir aðrar en tennis, en tekur sér atik þess langar göngtiferðir helzt dag hvern. Hann les yfirleitt ekki aðrar bækur en þær, sem snúast um skák. Faðir Fischers er þýzkur eðl isfræðingur, sem fluttist tU Bandaríkjanna frá Berlin og gekk þar að eiga svissneska stúlku af gyðingaættum. Bobby Fischer er fæddur í Chicago. Foreldrar hans skildu, þegar hann var tveggja ára gamaU. Boris Spassky, heimsmeistari og næsti keppinautur Fischers er um margt ekki ósvipaður Fischer. Hann er ljós yfirlitum eins og Bobby og friður sýn- um. Móðir hans var einn- ig Gyðingur og foreldrar hans skUdu að skiptum, þegar hann var ungur drengur. Boris — sem er sex árum eldri en Fischer, ólst upp á munaðar- leysingjahæli í Kænugarði eft- ir skilnað foreldranna, en móð- ir Fischers bjó liörnum sínum, Bobby og systur hans, Joan, heimili i Brooklyn, en þar vann frú Fischer að hjúkrun- arstörfum. Einhverju sinni, þegar Joan fór í leikfangabúð keypti liún tafl. Hún las leiðbeiningarnar og það var hún, sem kenndi Bobby mannganginn. Hann var þá sex ára gamall. Og eins og flestir skákmeistarar fyrr og siðar var hann undrabarn að þessu leyti. Capablanca var fjögttrra ára, þegar hann liorfði á föður sinn tefla í þrjá daga samfleytt. Þá tók kauði sig til, skoraði á föður sinn og mátaði hann. Bobby var orðinn nieistari tólf ára, tveimur árum síðar varð hann bandarísktir meist- ari. Upp frá því hefur hann bclgað skákinni alla krafta sína. Hann er talinn fluggáf- aður, greindartala hans er 184, en hann hafði engan áhuga á námi sinu og fimmtán ára gam- all hætti hann i franthalds- skóla, þar sem hann taldi sig læra þar fánýt fræði einvörð- ungu. Siðan hefur hann engr- ar skólamenntunar notið. Nítján ára gamall fluttist hann frá móður sinni og hefur síðan búið einn síns liðs. 1 stjórnmálaskoðunum er hann rnjög hægrisinnaður, enda þótt hann tjái sig yfir- leitt ekki um pólitík. Hann kom fram sent undrabarn, þeg- ar kalda stríðið var i algleym- ingi og að minnsta kosti einn hægrisinnaður bandarískur blaðamaður kallaði hann „leynivopn Bandaríkjanna“ sem gæti bundið enda á skák- yfirráð Sovétríkjanna í lteim- inum. f nokktir ár skömmu fyrir 1960 hætti Bobby um tínia að tefla, varði þá mestum tíma til að spila billjard. Að þessunt tima undanskildum lieftir hann haldið áfram sigurgöngtt sinni um skákheiminn. Sovétmenn, sem ltöfðu lengi horn í síðti hans og gagnrýndu hann ákaft fyrir hroka og stærilæti, hafa Iátið af þeirri gagnrýni og þar sem annars staðar nýt- ur hann óskiptrar virðing- ar vegna sigra sinna. Hinu er ekki að leyna að mörgtim í Sovétríkjunum er órótt í geði vegna snilldar hans við skák- borðið, skáksérfræðingur Iz- vestia sagði til dæntis í grein nýlega að sigrar Fischers væru stórkostlegir og nánast ógnvekjandi. Fischer er fyrst og fremst sóknarskákmaður. Hann teflir undantekningarlitið til vinn- ings og jafnteflisskákir eru eit ur í hans beinum. Hann er ákveðinn og einarður við skák borðið og sjálfstrausti hans er erfitt að hagga. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi yndi af því að koma andstæðingum sínttm á óvart og sjá þá „engj- ast“ af undrun og hugarkvöl- um vegna óvæntra leikja Fischers. En það sem skiptir sköpuni í taflmennsku Fischers er þó fyrst og fremst dirfska hans, sem naumast á sinn líka. Hann teflir vissulega á tæpasta vað- ið á stundum, en oft er það gert af yfirlögðu ráði og slík taflmennska kemur keppinaut- um hans iðulega úr jafnvægi. I»egar skák og skákbrögð ertt annars vegar er hugmyndafliig hans ötæmandi. f sínu hversdagslifi þykir Fischer ekki alltaf sem þægi- legastur i umgengni og sér- lyndi hans, bæði hvunndags og við skákborð er þekkt. Hann hefur ritað talsvert um skák og í nýjustu bók hans tmt eftir- minnilegar skákir birtir hann tilvitnim í Emanuel Lasker, sem var þýzkur stórmeistari, sem helgaði lífi sínu skákinni, en var og íliugull heimspekingur: „Á skákborðinu eiga lygar og hræsni ekki langa lifdaga. Sköpunarsambönd taflmennsk- unnar eru það sannir að allar lygar standa bersltjaldaðar." Botvinnik, hinn frægi sovézki meistari sagði ein- hverju sinni í aðdáunartón um Bobby Fischer að hann væri alltaf trúr sjálftim sér. Og þrátt fyrir allt, sem um hann hefur verið rætt og ritað mun að lík- indum auðvelt að taka undir orð Botvinniks. Upp á siðkastið hefur verið mjög á dagskrá, hvar væntan- legt einvígi þeirra Fischers og Spasskys muni fara fram. I»eg- ar þetta er ritað er enn með öllu óljóst, hvar skákeinvigið verðtir haklið og óvíst að áhugl verði á að hafa það hér, ef einungis sumarið kemur til greina. Fischer hefur verið talinn hlynntur Júgóslavíu að þessu leyti, hvort sem það er nú sökum tilboðsins þaðan, veð urfarsins, eða hjónabands- tilboðanna frá konum þar i landi. Ef Spassky vill heldur tefla norðarlega, er hugsanlegt að Fischer setji sig á móti ís- landi af þcim sökum. En hvort sem fiindum þeirra ber sanian f glerbúri í Lattgardalsböll eða einhvers staðar i ríki Títós, þá verður fylgzt mcð um allan heim. Ekki sízt vegna þess, að loksins er kominn á sjónar- sviðið skáksnillingtir, sem get- ttr ógnað einræði Bússa í skák- heiminum. 23. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.